Episoder

 • Björn Berg Gunnarsson mætir hér og fjallar um væntanlega bók sína Peningar í þessum síðasta þætti Leitarinnar að peningunum.
  Bókin fjallar um peningalegar hliðar ýmissa hluta og fólks frá áhugaverðu sjónarhorni.
  Bókin kemur út 29 október nk.

  Auk þess kemur framleiðandi þáttana Kolbeinn Marteinsson og ræðir um framhaldið.


 • Gestur þáttarins í dag er Kolbrún Sara Larsen. Kolbrún er einn stjórnenda hópsins FIRE á Íslandi, hjúkrunarfræðingur, annar stjórnenda hlapvarpsins Peningakastið og sjálflærður heimilisfjármálafræðingur.

  Í þættinum ræðum við meðal annars

  Hennar fyrstu kynni af FIRE-hreyfingunniLeitina að upprunanum, sem Kolbrún á stóran þátt í að varð tilLeiðir Kolbrúnar að því að verða fjárhagslega sjálfstæðÞær aðgerðir sem Kolbrún hefur gripið til til að draga úr útgjöldum og auka tekjurLífsgæðin sem eru meiri í fjárhagslegu sjálfstæði en dauðum hlutumÁgæti þess að leigja út hluta af húsnæðinu sínu

  Og margt fleira.

 • Þorsteinn Hermannsson er samgöngustjóri Reykjavíkur en er nú í tímabundnu starfi hjá Betri samgöngum. Samgöngur eru mjög stór þáttur við rekstur heimila og er áætlað að þau séu í dag þriðji stærsti útgjaldaliðurinn á eftir húsnæði og matarinnkaupum. Kostnaður við rekstur bíls er áætlaður um 120 þúsund á mánuði. Betri samgöngur eru með stór áform um uppbyggingu almenningssamgangna með Borgarlínu, hjóla- og göngustíga auk uppbyggingar á vegakerfinu.

  Því skoðum við hér hvort hægt verði að minnka kostnað við samgöngur sleppa bíl, hjóla eða ganga í þessu áhugaverða viðtali.

  Framleitt af Umboðsmanna skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Svandís R. Ríkharðsdóttir og Sigurður B. Stefánsson ræða hér nýútkomna bók sína
  Hlutabréf á heimsmarkaði - eignastýring í 300. Bókin byggir á langri reynslu og þekkingarleit höfunda sem hafa sérhæft sig í eignastýringu á hlutbréfum.

  Hlutabréf eru besta leiðin til að byggja upp eignir. Í Hlutabréfum á heimsmarkaði - eignastýring í 300 ár er leitast við að auka skilning og gefa betri yfirsýn um alþjóðlegan fjármálamarkað.
  Með betri þekkingu verður fjárfesting markvissari og dýpri skilningur næst á þeirri áhættu sem viðskiptunum fylgir. Hvar er að finna góða ávöxtun, í hvaða löndum er vænlegast að fjárfesta, hvaða aðferðir er best að nota og síðast en ekki síst, hvernig er hægt að verjast óhóflegri áhættu.

  Þetta og margt fleira um fjárfestingar.
  Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Lovísa Ósk Þrastardóttir starfar sem yfirlögfræðingur hjá Umboðmanni skuldara. Hún þekki mjög vel fjárhagserfiðleika einstaklinga og afleiðingar þeirra.

  Í þessum þætti ræðum við því erfiðleika þegar kemur að fjármálum

  Hvað gerir Umboðsmaður skuldara? Hvernig er staðan í dag þegar kemur að greiðsluerfiðleikum? Hvað einkennir hópinn sem leitar til Umboðsmanns skuldara. Hvað er greiðsluaðlögun og hvernig fer slíkt ferli fram? Hvaða forsendur geta orðið til þess að fólk fær ekki greiðsluaðlögun. Hvað þýðir það að verða gjaldþrota? Hvenær falla kröfur niður eftir gjaldþrot og hvað getur breytt því? Hver eru langtímaáhrif gjaldþrots og greiðsluaðlögunar?

  Þetta og margt annað í þessu viðtali.
  Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Páll Pálsson er fasteignasali með fimmtán ára reynslu og kemur nú sem viðmælandi í Leitina að peningunum í annað sinn. Meginumfjöllunarefni þáttarins er staðan á húsnæðismarkaði um þessar mundir, sem einkennist af litlu framboði og mikilli eftirspurn eftir húsnæði.

  Þar fyrir utan ræðum við:

  Hvaða þýðingu það hefur að fyrirvarar við tilboð í fasteignaviðskiptum séu til vandræða fyrir kaupendurHvaða hverfi eiga mesta hækkun inni miðað við önnur á höfuðborgarsvæðinuStöðuna eftir vaxtahækkun SeðlabankansMuninn á leyndum galla og földum galla í fasteignaviðskiptumMikilvægi þess að skoða húsnæði mjög vel eftir afhendinguHvernig fasteignasalar markaðssetja sigHvort fasteignasalar geti raunverulega gætt hagsmuna bæði kaupenda og seljenda

  Og margt, margt fleira.

  Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Páll Óskar Hjálmtýsson er einn ástsælasti listamaður þjóðarinnar. Hann hefur skemmt Íslendingum frá árinu 1991 og gengið í gegnum ýmislegt þegar fjármál eru annars vegar.

  Í þessum þættir ræðum við:

  Ráðleggingarnar frá Ragga BjarnaMikilvægi þess að fá ekki leið á slögurunum sínumBreyttan heim listamanna í CovidTekjurnar af plötusölu og SpotifyFjárhagsvandræðin upp úr aldamótumHvort peningar séu rót alls illsMikilvægi þess að finna sér starfsvettvang sem maður nýturMikilvægi þess að vera dugleg/urHvernig Páll Óskar verðleggur listina sína

  Og margt fleira.

  Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Silja Dögg Ósvaldsdóttir er framkvæmdastjóri bókhaldsfyrirtækisins Fastlands sem sérhæfir sig í öllum hliðum fjármála fyrir atvinnurekstur. Fyrirtækið sinnir bókhaldsþjónustu og útbýr ársreikninga fyrir mörg hundruð fyrirætki á hverju ári.
  Í þessum þættir ræðum við:

  Hvernig nálgast ég ársreikninga á netinu?Hvað er ársreikningur?Hvernig les maður úr ársreikningi?Hvað segir ársreikningur manni um rekstur fyrirtækja?Hver er munurinn á rekstrarreikningi og ársreikningi?Hvaða tölur skipta mestu máli í ársreikningi?Hvernig reiknar maður út hagnað fyrirtækja?Hvað eru skuldir og eignir í ársreikningi?Hvernig getur ársreikningur hjálpað mér að meta virði fyrirtækis?Hægt er að sækja ársreikninga sem eru til umfjöllunar í þessu viðtali á vefnum leip.is

  Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Konráð er hagfræðingur og starfar sem aðstoðar framkvæmdastjóri Viðskiptaráðs. Konráð hefur velt fyrir sér hinum ýmsu málum samfélagsins og deilir þeim reglulega á Twitter.
  Í þessu viðtali ræðum við.

  Borgar menntun sig? Hvaða menntun skilar mestum tekjum?Muninn á tekjum háskólamenntaðra og þeirra sem aðeins eru með grunnmenntun. Af hverju er tekjujöfnun há hér á landi? Af hverju er svona mikil áhersla á að allir fari í háskólanám? Námslán á maður að taka þau? Hvað skapar háar tekjur? Er erfiðara fyrir háskólamenntaða að fá störf við hæfi? Hagfræði og sálfræði og samspil þessara greina. Hótel og hjólhýsi, er skynsamlegra að leigja sér hótelherbergi nokkrum sinnum yfir sumarið frekar en að fjárfesta í hjólhýsi? Verðtryggð lán - hvað þarf til þess að borgi sig og af hverju á að sleppa þeim? Verðbólguvæntingar og áhrif þeirra. Hvað er að gerast á húsnæðismarkaði?


  Twittersíða Konráðs

  Leitin að peningunum er framleidd af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Bergur Ebbi er rithöfundur og fyrirlesari. Hann lærði lögfræði og vann sem slíkur í nokkur ár í banka en í kjölfarið á því að hann fór að byrja í uppistandi færði hann sig hægt og rólega í núverandi starfsvettvang. Hann hefur undanfarin ár pælt mikið í framtíðinni og skrifað bækurnar Stofuhita og Skjáskot sem fjalla um tíðarandann, tæknina og þær miklu breytingar sem þær hafa á hegðun okkar og samskipti. Við munum því fjalla hér um hvernig tæknin mun hafa áhrif á líf okkar og þá um leið á fjármál okkar.

  Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson.
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Ruth Einarsdóttir starfar sem rekstrarstjóri nytjamarkaðs SORPU Góða hirðinn. En Góði hirðirinn skilar öllum hagnaði til góðgerðarmála. Ruth hefur lengst af starfað í verslun og í fatageiranum þangað til hún tók við Góða hirðinum fyrir þremur árum síðan sem aðallega selur húsmuni og húsgögn.
  Í þessu viðtali ræðum m.a:

  Hvernig umhverfið fyrir sölu á notuðum vörum hefur breyst á nokkrum árum Mikil aukning í endurnýtingu á húsbúnaði og fötum Fatnað og umhverfisáhrif á tísku þar sem föt hafa enst stutt Hvort það sé betra að kaupa dýran fatnað en ódýran? Markaði með notuð föt og áhrif þeirra á umhverfið Hvað verður um þau þúsundir tonna af fötum sem berast til SORPUSögu Góða hirðisins hjá SORPU og vaxandi umfang þess Hversu hátt hlutfall alls þess sem berst í nytjagáma er selt aftur Að fyrir innan 100 þúsund krónur er hægt að kaupa nánast allt til heimilisins hjá Góða hirðinum

  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali
  Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu

 • Eiríkur Ragnarsson er hagfræðingur sem hefur skrifað pistla undir heitinu Eikonomics. Hann var að gefa út bók með sama heiti og er til umfjöllunar í þessu viðtali.
  Í þessu viðtali ræðum við fjölmargt áhugavert tengdu hagfræði, má þar nefna:

  Fjárfestingar á tímum Covid, Gamestop og Robinhood Á hverju maður á að fjárfesta í leiðinlegum hlutum Hvaðan þetta nafn Eikonomics kom til? Skattlagning á arfi og hver áhrifin voru þegar Dick Cheney nefndi skattinn dauðaskattinn Af hverju sérfræðingar eru ekki góðir að miðla þekkingu sinni á mannamáli og tilraun bókarinnar til að nálgast það vandamál Hvernig Freakonomics og Tim Harford voru Eiríki innblástur til að skýra flókna hluti Muninn á Macro og Micro hagfræði Hvernig hegðun hefur áhrif á mörkuðum og þá um atferlishagfræði Hvernig höldum við hagvexti gangandi um leið og við komum í veg fyrir að jörðin tortímist

  Þetta og margt fleira tengt hagfræði í þessu áhugaverða viðtali
  Hægt er að nálgast bók Eiríks hér á vef forlagsins

 • Jónas Stefánsson starfar sem sérfræðingur hjá Landsbankanum viðskiptalausnum einstaklinga en hann hóf störf þar árið 2012.

  Hann hefur sinnt íbúðalánaráðgjöf í bankanum og hefur séð mikla vitundarvakningu hjá viðskiptavinum bankans um vexti og kjör.

  Í þessu viðtali ræðum við um nánast allt það sem snýr að íbúðalánum sem eru fyrir flesta stærstu viðskipti hvers og eins.

  En hér má sjá nokkur þeirra mála sem við ræðum:

  Breytingar á starfsumhverfi banka frá Hruni Húsnæðislán breytingar á þeim á undanförnum árum Lánstegundir og lánstími á húsnæðislánum Séreignarsparnaðarúrræðin Ráð til fyrstu kaupenda Óverðtryggð og verðtryggð lán Eigið fé við íbúðakaupJafnar afborganir eða jafnar greiðslur Breytilega eða fasta vexti Endurfjármögnun húsnæðislána Aukainnborganir á lán

  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.
  Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson.
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu. • Hlynur Hauksson starfar sem viðskiptastjóri hjá Meniga. Meniga ákvað að skoða hvað það kostar að eignast barn fyrir Leitina að peningunum.

  Hvaða áhrif hefur fæðingarorlof á tekjur á meðan á orlofi stendur og hver eru áhrifin á framtíðartekjur? Hvar eru íslenskir foreldrar að eyða mest þegar þeir fara í fæðingarorlof? Hver er startkostnaður við að eignast barn? Er þessi markaðir þjakaður af miklum gerviþörfum? Hver er eyðslan á íslenskum barnavörumarkaði?

  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.

  Umsjón Gunnar Dofri Ólafsson
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Árni Þór Hlynsson er framkvæmdastjóri Skatts og bókhalds sem sér um bókhald og reikningsskil fyrirtækja. Hann hefur unnið við fyrirtækjaráðgjöf varðandi rekstur, bókhald og skattamál í áratugi.
  Hann ræðir í þessu viðtali allt það sem viðkemur rekstri einstaklinga og fyrirtækja. Við ræðum í þessu viðtali meðal annars.

  Hvort Íslendingar séu skattafælnir?

  Hvað þarf maður að gera ef maður vill fara að vinna í bókhaldi eða endurskoðun? Hvenær þarf maður að fara að stofna til rekstur t.d ef maður er að afla tekna til hliðar? Hvenær leggur maður virðisaukaskatt á tekjur sínar? Hvað þýðir það að vera með rekstur á eigin kennitölu? Skattaprósentur á rekstur fyrirtækja samanborið við skatt á einstaklinga. Hvað kostar að stofna fyrirtæki? Hvenær á maður að stofna fyrirtæki um reksturinn? Hvernig skatturinn hefur í dag breyst í þjónustustofnun sem vill hjálpa fólki. Ábyrgð við rekstur á eigin kennitölu og fyrirtækjareksturs. Hver er munurinn á eftirfarandi félagaformum, EHF, HF, SLF SLHF og SF? Mismunandi arðgreiðslur og ábyrgð úr ólíkum félagaformum? Launatengd gjöld hver eru þau? Hvað á maður að greiða sér há laun í rekstri?Hvaða mistök Árni sér fólk gera við rekstur og stofnun fyrirtækja? Hvað er kennitöluflakk? Hverju Árni myndi breyta í íslenskum skattalögum.

  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Aníta Rut Hilmarsdóttir er ein þriggja kvenna sem starfa sem verðbréfamiðlarar.
  Starf sem hún segir vera mjög spennandi og krefjast þess að maður sé sífellt að fylgjast með mörkuðum og fréttum af þeim. Hún stofnaði fræðsluvettvanginn Furtuna Invest á Instagram í ársbyrjun 2021 ásamt Rakel Evu Sævarsdóttur og Rósu Kristinsdóttur en þær vinna allar í fjármálageiranum. Meg­in­mark­mið Fort­una In­vest er að auka fjöl­breyti­leika á fjár­mála­markaði og stuðla að þátt­töku kvenna á því sviði.
  Í þessu viðtali ræðum við:

  Hvað felst í starfi verðbréfamiðlara? Vöxt Fortuna Invest. Fjárfestingar kvenna og af hverju konur fjárfesta miklu minna en karlar.Hvort konur séu áhættumeðvitaðri frekar en en áhættufælnari. Af hverju mikilvægt er að konur taki ríkari þátt í fjárfestingum Hvernig við flest séum fjárfestar. Nauðsyn þess að dreifa áhættu og minnka áhættu. Hvernig umræðan og áhugi almennings og kvenna sé að aukast. Muninn í fjárfestingum í stökum félögum eða sjóðum. Mikilvægi þess að dreifa eignasafninu þegar kemur að fjárfestingum.

  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða spjalli.
  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson
  Framleitt af: Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Kristján Ingi Mikaelsson er frumkvöðull og introvert að eigin sögn og fór fljótt í að vinna í tölvum. Hann varð fljótlega var við áhuga við að fara í eigin rekstur. Þegar hann var kominn í nám í Versló var hann kominn á fullt í eigin rekstur samhliða.
  Hann fór að vinna við gerð appa hjá Stokk á upphafsárum þeirra hér á landi. Hann fór svo að vinna hjá Green Cloud sem varð svo keypt af Netapp.com. Hann stofnaði fyrirtæki með félögum sínum og var haldið í Kísildalinn í Kaliforníu að leita að fjárfestum. Eftir það ævintýri fór hann í að stofna rafmyntarráð ásamt fleirum og starfaði þar sem framkvæmdastjóri.

  Hann vinnur í dag við sprotafyrirtækið Fractal 5 sem safnaði 370 milljónum króna úr sjóðum úr Kísildalnum. Þar eru þau að búa til nýja vöru sem ekki hefur sést áður.
  Í þessu viðtali ræðum við eftirfarandi m.a:

  Sögu rafmynta. Hvernig hann kynnist Bitcoin árið 2013. Hann kaupir sitt fyrsta Bitcoin 2013 þrátt fyrir gjaldeyrishöft með miklu veseni.Hvað eru rafmyntir og bálkakeðjur í rafmyntum. Hvernig getum við hámarkað peningana okkar þannig að þeir haldi virði sínu.Þetta og miklu meira um rafmyntir.


  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðning frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Aðalsteinn Leifsson starfar í dag sem ríkissáttasemjari og lektor við Háskólann í Reykjavík.
  Hann skrifaði bókina Samningatækni með það að markmiði að bókin gæti orðið hagnýtt tæki við samninga og í daglegu lífi.
  Við ræðum í þessu viðtali:

  Hvað gerir ríkissáttasemjari? Hvaða þættir skipta máli svo aðilar séu sáttir við samninga? Samningar er eitthvað sem við fáumst við alla daga og eitt mikilvægasta form ákvörðunartöku.Af hverju við erum ekki eins góðir samningamenn og við teljum okkur vera. Af hverju stærsta hindrunin sem við mætum í samningum er innra með okkur. Hvers vegna undirbúningur er sá þáttur sem mestu máli skiptir. Við ræðum ólíka samninga og samningatækni þegar kemur að íbúðakaupum, kaupum bíl eða þegar við ráðum okkur í vinnu. Hættan þegar við verðum ástfanginn af einni lausn og mikilvægi þess að hafa fleiri valmöguleika. Þar skaðast samningsstaða okkar. Af hverju fleiri valmöguleikar skipta svo miklu máli þegar við semjum og af hverju við eigum alltaf fleiri valmöguleika. Hvernig eigum við að undirbúa okkur fyrir laun? Af hverju okkur þykir erfiðara að semja fyrir okkur sjálf en aðra. Af hverju það skiptir lykilmáli á að við skiljum gagnaðilann í samningum.

  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.

  Bók Aðalsteins Samningatækni er hægt að fá hér.

  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.

 • Sóley Ósk Hafsteinsdóttir er tveggja barna móðir sem vakið hefur athygli á samfélagsmiðlum fyrir skynsamlega nálgun á fjármál og við rekstur heimilis.
  Í þessu viðtali ræðum við um.

  Skipulag við matarinnkaup.Af hverju maður á að versla í matinn einu sinni í viku? Hvernig stendur á því að Sóley og maður hennar eru að byggja hús? Hvernig byggir maður hús? Af hverju þau hættu við að byggja fyrir sig sjálf og af hverju þau ætla að selja húsið? Barnauppeldi og ráð um gjafir. Ferðalög kostnað við t.d. að lifa í Tælandi. Af hverju Sóley er ekki með kreditkort. Af hverju hún hefur bara einu sinni keypt dýran hlut á raðgreiðslum. Og af hverju hún mun aldrei gera það aftur.

  Instagram Sóleyjar

  Þetta og margt fleira í þessu áhugaverða viðtali.
  Umsjón: Gunnar Dofri Ólafsson.
  Framleitt af Umboðsmanni skuldara með stuðningi frá félagsmálaráðuneytinu.