Afspillet
-
Á aðfangadagskvöldi árið 1945 var Sodder fjölskyldan að gera sig klára fyrir svefninn. Allir voru spenntir fyrir jóladagsmorgni og að loknum leik eftir aðeins lengri vöku en vanalega lögðust börnin til hvílu. Þessi jólanótt yrði þó sú síðasta sem fjölskyldan öll myndi eyða saman.
-
Að kvöldi 19. maí 2008 var Glenn Hollinshead á gangi með félaga sínum þegar þeir hitta fyrir konu sem var að leita að tvíburasystur sinni sem lent hafði á sjúkrahúsi. Hún spurði hvort þeir vissu um gistihús í nágrenninu en Glenn sá aumur á konunni og bauð henni að koma heim til sín. Héldu þau þrjú til Glenn en félagi Glenn fór heim um kvöldið en konan þáði gistinguna. Enginn vissi þó að þessi góðmennska Glenn ætti eftir að verða hans hinsta verk.
-
Þann 23. janúar árið 1959 hélt Yuri Yudin af stað í ævintýraför ásamt vinum sínum að Otorte fjalli í Rússlandi. Tilgangur ferðarinnar var að sigrast á þessari erfiðu leið og vinna sér þannig inn hæstu gráðu í fjallgöngum. Þegar fimm dagar voru liðnir af ferðinni neyddistt Yuri hins vegar til að halda heim á leið vegna veikinda en það reyndist hans mesta gæfa.
-
Þann 23. mars var Bradley fjölskyldan í siglingu á skemmtiferðaskipi um karabískahafið. Um kvöldið skemmti fjölskyldan sér saman en þegar foreldrarnir héldu til hvílu skemmtu Amy og bróðir hennar Brad sér áfram og komu heim síðar um nóttina. Þau spjölluðu saman þar til Brad ákvað að fara að sofa. Hann sagði systur sinni að hann elskaði hana en þau grunaði ekki að þau orðaskipti yrðu þeirra síðustu.
-
Þann 13. febrúar 2017 áttu vinkonurnar Abigail Williams og Liberty German frídag og fóru í göngu um gamla lestarteina sem voru vinsælt svæði til útvistar. Þær héldu á vit ævintýranna en engan grunaði að þetta yrði þeirra hinsta kveðja.
-
Rétt fyrir miðnætti þann 8. ágúst 2013 ók Brandon Lawson, 26 ára gamall fjögurra barna faðir, af stað frá heimilinu sínu en varð bensínslaus á leiðinni og hringir í bróður sinn eftir aðstoð en þeir áttu hins vegar aldrei eftir að hittast aftur.
-
Þann 8. október 2009 hélt Jamison fjölskyldan, af stað akandi tæplega 50 kílómetra leið upp að hinum svokölluðu Sans Bois fjöllum nálægt Red Oak í Oklahoma. Þau skiluðu sér aldrei heim aftur.
-
Tvær vinkonur halda í ævintýra- og sjálfboðaliðaferð til Panama í Suður-Ameríku en skila sér aldrei heim
-
Það var í lok júlí árið 2009 sem Diane Schuler fór ásamt fjölskyldunni sinni í frí yfir helgina á tjaldsvæði og tók litlu frænkur sínar með sér. Á heimleiðinni upphófst undarleg atburðarrás sem endaði í martröð.