Afspillet
-
Í þessum þætti ræði ég við fjölmiðladrottninguna og lögfræðinginn Þórdísi Valsdóttur. Ég kynntist Þórdísi fyrst þegar hún kom til mín í einkaþjálfun og fékk þar innsýn í hennar áhugaverðu sögu. Í þættinum spjöllum við um hvernig fortíð hennar og æskuáföll hafa mótað hana, hvernig hún hefur lært að nota hreyfingu til að umturna andlegri heilsu sinni og vegferðin hennar með kvíða- og þunglyndislyf og fleira. Komdu í áskrift á 360 Heilsa hlaðvarpinu með því að smella hér: www.360heilsa.is/hladvarp Samstarfsaðilar þáttarins: NUUN Electrolytes - fáanlegt í helstu matvöruverslunum, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu Pure Natura (kóði "360heilsa" f. 15% afslátt) - Fáanlegt á purenatura.is, Hagkaup, útibúum Lyfju og Heilsuhúsinu
-
Frá því ég byrjaði að þjálfa fólk fyrir að verða 10 árum síðan hef ég uppgötvað ákveðið mynstur sem virðist sameiginlegt milli allra þeirra sem eiga erfitt með að koma sér í form og viðhalda því til lengri tíma.
Í þessum þætti uppljóstra ég þessu mynstri ásamt nokkrum conceptum sem munu gera þér kleift að léttast og komast í betra form svo gott sem áreynslulaust.
-
Gestur þáttarins er handboltakappinn Björgvin Páll Gústavsson.
Björgvin hefur síðastliðin ár notað ákveðnar öndunaræfingar til að vinna á sínum kvíða, ná betri árangri í handboltanum og upplifa betri vellíðan og heilsu.
Í þættinum ræðum við hans vegferð og förum yfir allskyns öndunaræfingar sem fólk getur gert til að bæta þol og afköst í æfingum, vinna á kvíða, auka orku og vellíðan, bæta svefn og margt fleira.
Framhald af áskriftarþætti #9. Mouthtaping 101----
Skráðu þig í áskrift á 360 Heilsa hlaðvarpinu til að hlusta á alla þætti í heild:
www.patreon.com/360heilsa