Folgen
-
Flosi fékk nett áfall við að heyra að Baldur les ekkert „nema texta á Netflix“. Því fékk hann þá hugmynd að segja Baldri frá einni af sínum uppáhalds bókum og hví hann telur hana mikilvæga. Bókin lýsir ástandi á bæjum á Norðurlandi upp úr aldamótunum 1900. Sérstaklega er sjónum beint að þeim sem voru föst í fátæktargildru og þurftu að láta börn sín frá sér. Tryggvi Emilsson, höfundur bókarinnar, var „niðursetningur“ en svo voru þeir kallaðir sem hreppsyfirvöld settu á ýmsa bæi og borguðu með. „Sveitarómagi“ er annað orð yfir þetta. Misgóð var þessi vist og kemur það vel fram í bókinni.
-
Þetta átti að vera venjulegur dagur í vinnunni. Einn lítill neisti breytti því allverulega. Raunar varð líf hans aldrei samt og allra síst hans geð og þróttur. Í þessum þætti skoðum við mál sem enn er, nærri tvöhundruð árum síðar, tilefni umræðna og virtra læknisgreina. Atriði í þættinum gætu valdið óhug.
-
Fehlende Folgen?
-
Í þessum aukaþætti er sagt frá manni sem var heldur áfjáður í frægð og frama, sama hvað það kostaði. Lygar og innantóm loforð voru honum engin hindrun. Margir telja hann mesta og versta svikahrapp sögunnar.
-
Í þessum þætti skoðum við fortíðarvanda sem ýmsar þjóðir burðast með og þær aðferðir sem stundum eru notaðar til að fegra söguna. Eitt ákveðið land í Evrópu er sérstaklega tekið fyrir.
-
Flestir kannast við söguna af skipinu Titanic og örlagaríkri ferð þess vestur um haf árið 1912. Fæstir vita þó að miðað við versta skipsskaða sögunnar er mannfall í Titanic-slysinu lítið í samanburði. Af hverju höfum við þá svo lítið heyrt um Wilhelm Gustloff? Það er ákveðin skýring á því og við kryfjum þetta allt í þessum þætti.
-
Hún vildi fara í háskóla og verða vísindamaður. Vandamálið var þó að konum var ekki leyft að stunda nám við háskóla í hennar heimalandi. En þessi magnaða manneskja lét það ekki stöðva sig, frekar en nokkuð annað. Í þessum þætti skoðum við sögu Marie Cure sem er óumdeilanlega einn merkasti vísindamaður sögunnar.
-
Maímánuður 1945. Adolf Hitler hefur framið sjálfsmorð og flestir þýskir hermenn gefist upp fyrir herjum Bandamanna. Þó berjast enn fanatískar sveitir SS-manna sem neita að trúa því að nasisminn sé úr sögunni. Í þessum þætti tökum við fyrir einn af seinustu bardögum stríðsins sem átti sér stað í austurrísku ölpunum. Hann skipti ekki sköpum í mannkynssögunni en þó hafa verið skrifaðar um hann bækur og til stendur að gera kvikmynd um hann. Ástæðan er sú að þátttakendur og kringumstæður allar eru svo lygilegar að maður trúir því varla að þetta hafi gerst í raun.
-
Hvað gerum við ef við teljum okkur vera beitt misrétti? Líklega reyna flestir að fara löglegu leiðina en hvað ef það virðist ekki duga? Þáttur dagsins fjallar um mann sem fannst hann hafa verið króaður af úti í horni. Að lokum taldi hann aðeins eina leið vera í boði. Það var leið hefndar og eyðileggingar.
-
Í þessum þætti tökum við fyrir alveg hreint ótrúlegt og skelfilegt atvik. Þetta er þó einnig frásögn af hetjudáð og hreysti. Best er að vara fólk með flughræðslu við þættinum, sum atriði gætu valdið óhug.
-
Við vörum við því að umfjöllunarefni þáttarins er svo nöturlegt að það gæti hreinlega farið afar illa í suma. Árið 1966 gekk illa hjá Bandaríkjunum í stríðinu við Norður-Víetnam og suður-víetnamska skæruliða. Þörf var á fleiri hermönnum en ekki var hægt að skikka fleiri í herinn án þess að allt færi í bál og brand heima fyrir. Þá fékk Róbert McNamara varnarmálaráðherra ákveðna hugmynd. Sú hugdetta hans átti eftir að valda ómældri þjáningu, harmi og dauða.
-
Áramótaþáttur okkar er með frekar léttu sniði. Við veltum því fyrir okkur hvaðan þessi hugmynd kemur, að skipta tímanum niður í hólf sem við köllum ár, mánuði, daga o.sv.frv. Draugar fortíðar þakka kærlega fyrir frábærar viðtökur á þessu hörmulega ári. 2020 virðist þegar orðið alræmt í minni og sögu.
-
Það er komið að því að særa fram jóladrauga fortíðar. Þjóðverjar hafa löngum verið mikil jólaþjóð. Í desember árið 1914 logaði Evrópa þó í ófriði og flestir karlmenn fjarri heimilum sínum. Það stöðvaði þó ekki suma hermenn sem tókst í þessum ólíklegu aðstæðum að kalla fram sannkallaðan jólaanda.
-
Eins og venjulega var allt í drasli hjá honum. Skyndilega fann hann nokkuð sem hann hafði gleymt. Fyrir tilviljun kom hann auga á eitthvað einkennilegt. Sú tilviljun átti eftir að reynast mikilvæg fyrir mannkynið."
-
Draugar fortíðar fjalla að þessu sinni um eitt þekktasta og dularfyllsta mál Íslandssögunnar. Hvað gerðist á hálendinu kalda síðla hausts árið 1780?
-
Í þessum þætti verður ögn dreypt á sögu Japans og sérstaklega þjóðfélagsstétt sem nefndist Samurai. Við skoðum tvo af frægustu stríðsmönnum Japans en annar þeirra var kona. Það kemur nefnilega í ljós þegar nánar er að gáð að konur tóku virkan þátt í bardögum og vígaferlum í Japan til forna.
-
Á öldum áður tíðkaðist að dæma fólk til setu í gapastokki fyrir minni háttar brot. Hinn seki var þá festur á fótum en stundum einnig höndum. Gapastokkar voru ekki síst til háðungar og niðurlægingar og voru því yfirleitt á torgum í bæjum, svo allir sæju hinn seka. Fólk gat því tekið þátt í refsingunni með því að skopast að eða jafnvel pynta viðkomandi. Hér á Íslandi voru engin þorp og gapastokkar því hafðir hjá kirkjum svo messugestir gætu skemmt sér yfir smán hins seka. Gapastokkar voru bannaðir með lögum á Íslandi árið 1809. En erum við hætt að hæða og smána opinberlega? Við ræðum það í þessum aukaþætti af Draugum fortíðar.
-
Stundum fellur gott fólk í þá gryfju að hrífast af varhugaverðri hugmyndafræði. Það henti manninn sem við fjöllum um í þessum þætti. Í heimalandi sínu er hann nær óþekktur en í stóru og fjölmennu ríki, langt frá heimkynnum hans, er hann þjóðhetja sem bjargaði þúsundum mannslífa. Vert er að vara við óhugnaði í þættinum.
-
Flest höfum við heyrt um hetjulega baráttu Spartverja í Laugaskörðum árið 480 f.kr. Færri hafa líklega heyrt um orrustu í fjarrænu landi sem stendur okkur þó mun nær í tíma. Liðsmunurinn þar gerir það þó að verkum að þetta er eitt fræknasta dæmi sögunnar um herlið sem verst alveg til síðasta manns.
-
Nú beinum við sjónum okkar að einu óhugnanlegasta og sorglegasta sakamáli síðustu ára. Hvað gerðist eiginlega í rólegu úthverfi í frönsku borginni Nantes í aprílbyrjun 2011?
-
Stundum er sem sorgin og gleðin séu systur því svo hárfín lína virðist milli hláturs og gráturs. Í þessum þætti ræða Baldur og Flosi hvort hlæja megi að dauðanum eða ekki. Við skoðum sérstaklega ákveðin verðlaun, kenndan við heimsþekktan náttúrufræðing. Ólíkt öðrum verðlaunum þá vill enginn hljóta þessi.
- Mehr anzeigen