Folgen
-
“Ég er ekki neitt stjórnsöm.. en greyið þú að vera það.” Þessi blessaða stjórnsemi leynist í flestum krókum og kimum, en hvaðan kemur þessi hegðun og hvaða skemmtilegu afleiðingar hefur þetta allt saman? 🙃
-
Ragnhildur Steinunn er löngu orðin ein sterkasta kvenfyrirmynd Íslands, sem er ekkert skrítið. Hún framkvæmir verkefni sem hafa fallegan tilgang og það einfaldlega geislar af henni styrkurinn. Það var virkilega gaman að spjalla við hana og fá að heyra hvernig hún gengur í gegnum lífið. Við getum öll glósað þennan þátt og lært helling af!
-
Fehlende Folgen?
-
Camilla er ekkert að grínast með metnaðinn í sínu lífi. Það var hvetjandi og yndislegt að eiga spjall við þennan auðmjúka kærleiksmola sem gefur engan afslátt af því hvernig líf hún ætlar að eiga. ❤️ Njótið vel – þessi þáttur er negla!
-
Váá hvað gaslighting er lúmsk og ömurleg hegðun. Þetta er umræðuefni sem kom virkilega á óvart og við höldum að margir geti lært helling af. Skoðum!
-
Förum djúpt í hið óþekkta og ræðum undirmeðvitundina. Ingibergur er stofnandi og skólastjóri Dáleiðsluskóla Íslands og lifir greinilega og hrærist í því að hjálpa fólki með þessum hætti. Við tókum upp dáleiðsluupplifun þar sem Ingibergur dáleiðir Rakel sem bauð sig fram í þetta – og í þættinum má heyra þá upplifun ásamt spjalli við Rakel […]
-
Dömur, herrar og öll heimsins kyn – þið verðið að hlusta á þennan þátt. Áslaug Arna dómsmálaráðherra og yfirburðarsleggja kom í innihaldsríkt spjall og það var þónokkuð um gæsahúð í stúdíóinu. Áslaug býr yfir sjálfstrausti sem finnst ekki hvar sem er, hún er sterk fyrirmynd og brautryðjandi á svo marga vegu. Hlustum og lærum!
-
Er ekki komið að því að ræða þessa blessuðu vinkonu okkar svolítið vel? Elsku fullkomnunaráráttan… fín afsökun fyrir því að fresta hlutunum endalaust 🙂
-
Það er komið að þessu kæru vinir – þáttur nr 100 hefur litið dagsins ljós!! WHAT??!??! Takk fyrir að vera Normið hlustendur, þið eruð besti parturinn af þessu öllu saman. Kíkjum yfir farinn veg og skoðum hvernig maður nær áfangasigrum og árangrinum sem manni langar í.. hvernig færum við fjöllin?
-
Frá aðgerðum til áhrifa – vertu breytingin! – þetta er yfirskriftin yfir viðburðarviku og ráðstefnu UAK sem er á dagskrá 27. febrúar. Við skulum ekki bíða eftir breytingum heldur taka virkan þátt í að vera breytingin.. en það getur samt verið þokkalega yfirþyrmandi að ætla að breyta heiminum – tékkum aðeins betur á þessu og […]
-
Hláturköstin hægri vinstri – það er eiginlega ekki við neinu öðru að búast af Pétri Jóhanni. En án alls gríns þá er útgeislun og lífsgleði þessa manns á einhverju öðru leveli og við skemmtum okkur fáránlega vel saman í stúdíóinu. Gjöriðisvovel!
-
Tíu leiðir + fullt af pínkulitlum leiðum til þess að LEVEL UP. Já takk. Dúndrum okkur í þetta ekki seinna en NÚNA.
-
Við stigum inní hringinn með Þorsteini (ig: karlmennskan) og tókum þungaviktarþátt. Þetta er mikilvægur þáttur sem margir ættu að hlusta á. Þorsteinn kann svo sannarlega að hræra upp í norminu!
-
Ertu vakandi? Annnndlega vakandi 😏? Eða kannski alltof mikið andlega vakandi?… við fundum upp nýtt hugtak í þessum þætti. Þú verður að hlusta. Við fórum all in ballin’. Komdu með.
-
Sara Snædís er ein heilsteyptasta manneskja sem þessi jörð hefur að geyma. Hún er alger go-getter, fylgin sjálfri sér og útgeislunin er á öðru leveli. Þetta er toppspjall við toppmanneskju. En aðallega – heilbrigði er hennar ær og kýr! Sara stofnaði withsara.is fyrr á árinu og VIÐ ERUM HÚKKT. Þetta prógram er að gera gúrmei […]
-
Gleðilegt nýtt ár elsku uppáhalds hlustendur! Hér er ein djúsí áramótabomba. Getum ekki beðið eftir að rassskella þetta ár með ykkur 🤩
-
Þetta er allt í titli þáttarins 🙂 afbrýðisemi er magnað fyrirbæri og getur gjörsamlega eyðilagt lífsgleðina. Skottumst í þennan skemmtilega þátt og njótum dagsins!
-
Þessi maður, hann er laumuyndi. Mjög beinskeytt og skemmtilegt laumuyndi. Við fórum um víðan völl með Sóla en pældum helst í mannlegri hegðun og krufðum eins við mögulega gátum!
-
Af hverju er auðveldara að dæma ákvarðanir annarra heldur en að drattast til að taka ákvörðun sjálf/ur? Fúli farþeginn er frekar súr félagsskapur og vert er að skoða hvort það gæææti mögulega kannski verið að VIÐ sjálf séum súra manneskjan á svæðinu 🙈
-
Þessi þáttur í boði Innocent/Collab/Krónan/Vichy/Biokult/Saffrox/ ÞESSI ÞÁTTUR KRAKKAR. Þið sem hlustuðuð á fyrsta þáttinn með Siggu Dögg – vitið hvað er að frétta. Nú er komið að vol. 2 og við erum ekkert að grínast með hömluleysið í þessu spjalli. Verði okkur öllum að góðu.
-
Gleðilega jólastemningu elsku hlustendur 🎄 hér er smá aukamoli í tilefni fyrsta í aðventu. Jólaquote-ið er í boði innocent 😍
- Mehr anzeigen