Episodios
-
Í þættinum er fjallað um Ferdinand Marcos, forseta og einráð á Filippseyjum, konu hans Imeldu, og mótmælin sem urðu til þess að þau hrökkluðust í útlegð í febrúar 1986.
-
Þriðji og síðasti þáttur um ævi hryðjuverkamannsins Osama bin Laden.
-
¿Faltan episodios?
-
Í þættinum er haldið áfram umfjöllun um ævi hryðjuverkamannsins Osama bin Laden.
-
Í þættinum er fjallað um ævi hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden.
-
Í þættinum er fjallað um stríð Breta og Bandaríkjamanna sem kennt er við upphafsárið 1812, og brunann í Washington, þegar breskir hermenn kveiktu í bæði Hvíta húsinu og þinghúsinu í bandarísku höfuðborginni.
-
Í þættinum er fjallað um upphaf byltingarinnar í Túnis 2011, fyrstu daga arabíska vorsins, og manninn sem sagður er hafa hrundið byltingunni af stað með því að kveikja í sér.
-
Í þættinum er stiklað á stóru í sögu jólahátíðarinnar, meðal annars um ofsafengin skrílslæti og fyllerí sem áður einkenndu jólin víða, og tilraunir til að banna jólahald í gegnum árin.
-
Í þættinum er fjallað um ævi Tewodrosar 2., keisara Eþíópíu um miðbik nítjándu aldar, sem sameinaði landið eftir langa borgarastyrjöld en lenti svo í deilum við breska heimsveldið.
-
Í þættinum er haldið áfram að fjalla um sögu Eþíópíu.
-
Í þættinum er fjallað um sögu Eþíópíu frá því að þar litu fyrst konungsríki dagsins ljós og fram á sextándu öld.
-
Í þættinum er fjallað um sögu bólusetninga og sér í lagi störf breska læknisins Edwards Jenner, sem framkvæmdi fyrstu eiginlegu bólusetninguna við bólusótt árið 1796.
-
Í þættinum er fjallað um þjófnað á Louvre-safni í París 1911, þegar sjálfri Monu Lisu var stolið.
-
Í þættinum er fjallað um Mary Anning, breska almúgakonu sem var uppi í byrjun nítjándu aldar og er stundum kölluð móðir steingervingafræðinnar, en hún leitaði og fann steingervinga af mörgum áður óþekktum forsögulegum dýrategundum í fjörunni við heimili sitt í Suður-Englandi.
-
Í þættinum er fjallað um Rafherbergið, glæsilegan sal klæddan rafi sem Friðrik 1. Prússakonungur gaf Pétri mikla Rússakeisara í byrjun 18. aldar. Klæðningarnar og aðrir munir úr herberginu hurfu í seinni heimsstyrjöld og hafa aldrei fundist, þrátt fyrir mikla leit.
-
Í þættinum er fjallað um leiðangur ungra franskra herforingja frá Senegal að Tsjad-vatni í vestanverðri Afríku, með mörg hundruð manna lið, í lok 19. aldar. Ferð þeirra einkenndist af grimmd og ofbeldi í garð innfæddra sem urðu á vegi þeirra, sem og annarra Frakka.
-
Í þættinum er fjallað um héraðið Nagorno-Karabakh í Kákasusfjöllum sem Armenía og Aserbaídsjan hafa eldað grátt silfur vegna allt frá falli Sovétríkjanna. Allt að 30 þúsund manns féllu í sex ára stríði um Nagorno-Karabakh, sem lauk með vopnahléi árið 1994. Friðarviðræður hafa ekki skilað árangri og nú er enn barist um héraðið.
-
Annar þáttur af tveimur um Ester Blendu Nordström, brautryðjenda í rannsóknarblaðamennsku í Svíþjóð á fyrri hluta tuttugustu aldar. Í þessum síðari þætti er fjallað um feril Esterar eftir að hún snéri heim af Samaslóðum í Norður-Svíþjóð, um þátt hennar í finnska borgarastríðinu, ferðalög um Suður- og Norður-Ameríku, langdvöl á Kamtsjatka-skaga og forboðna ást.
-
Í þættinum er fjallað Ester Blendu Nordström (1891-1948), frumkvöðul í blaðamennsku í Svíþjóð. Meðal annars villti hún á sér heimildir og réð sig sem vinnukonu á bóndabæ til að fjalla um aðbúnað kvenna í sænskum landbúnaði, og ferðaðist um með Sömum í Norður-Svíþjóð.
-
Í þættinum er fjallað um eitt lengsta og dýrasta dómsmál Bandaríkjanna. Árið 1983 var starfsfólk leikskóla í úthverfi Los Angeles sakað um að hafa níðst á tugum barna í sinni umsjá, og sögð félagar í leynilegum sértrúarsöfnuði djöfladýrkenda.
- Mostrar más