Soitettu
-
Lukka Pálsdóttir útskýrir hvernig okkur mistekst að ná tökum á offitu og heilbrigði með því að berjast við hungrið: borða minna og hreyfa okkur meira. Af hverju hormónar vega meira en kaloríur. Hvernig fitusöfnun á sér stað og hvernig við getum snúið baki í bólgur, sykursýki, offitu og aðra langvinna sjúkdóma (vísbending: hættu að borða sykur).
-
Erla Björnsdóttir er sálfræðingur og doktor í líf- og læknavísindum og svefnsérfræðingur. Í doktorsnámi sínu rannsakaði Erla svefnleysi, andlega líðan og lífsgæði hjá sjúklingum með kæfisvefn. Í þessu spjalli tengjum við svefninn saman við líkamlega og andlega heilsu og förum yfir það hvernig þetta veltur allt saman á hvort öðru og býr til gott jafnvægi eða það sem verra er, algjöran vítahring.