Episodes

  • Í þættinum ræðir Erla við Siggu Dögg kynfræðing um kynfræðslu, kærleika, mikilvægi samskipta í kynlífi og lífinu almennt, kynheilbrigði, skömm, opin sambönd, væntingar og hvernig breytingarskeið kvenna er tækifæri til að losa sig við það sem þjónar manni ekki lengur.

    Sigga Dögg hefur lagt mik­inn metnað í að fræða unga sem aldna um kyn­líf síðustu ár og áratugi. Undanfarin ár hefur hennar helsta starf verið kynfræðsla í grunn- og framhaldsskólum þar sem hún fræddi nemendur, kennara og foreldra. Sigga áttaði sig svo á því að kynfræðslu fyrir foreldra og fullorðið fólk væri mjög ábótavant og stofnaði því Betra Kynlíf ásamt Sævari manninum sínum. Á þeirri síðu eru yfir 300 fræðslumyndbönd og fyrirlestrar um fjölbreytt efni.

    Sigga Dögg var svo yndisleg að gefa ykkur öllum glaðning! Allir hlustendur hlaðvarpsins fá frían mánuð á betrakynlif.is með kóðanum heilsuerla

    Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó, Spíruna og Heilsuhilluna

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Í þættinum ræðir Erla við Krummu Jónsdóttur sem starfar sem árangursráðgjafi um hæfni, færni, sjálfstæði, hamingju og hugrekki, hvað við þurfum til að dafna og hvernig við náum árangri án þess að missa vitið og heilsuna.

    Til að ná árangri þurfum við fjölþætta vellíðan, líkamlega, andlega og félagslega. Þegar við erum í jafnvægi og upplifum vellíðan í þessum þáttum, erum við betur í stakk búin til að takast á við áskoranir og ná árangri.

    Á sama hátt þurfum við árangur til að dafna; það að setja okkur markmið og ná þeim gefur lífi okkar tilgang og uppfyllir okkar innri þörf fyrir vöxt og þróun. Árangur og vellíðan eru þannig órjúfanlega tengd og styðja hvort annað í okkar persónulega og faglega lífi.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Episodes manquant?

    Cliquez ici pour raffraichir la page manuellement.

  • Í þættinum ræða Lukka og Erla um breytingaskeiðið, þyngdarstjórnun, efnaskiptaheilsu, hormónaójafnvægi, alvarleika hreyfingaleysis, hvatberavirkni, hvað það skiptir miklu máli að fólk viti að það er með lífi í lúkunum og margt fleira.

    Lukka er einn af stofendum og eigindum GreenFit og hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis. Auk tveggja háskólagráða hefur hún svalað sífelldum þekkingarþorsta á hinum ýmsu námskeiðum og ráðstefnum og hefur diplómanám að baki í Functional Blood Chemistry Analysis hjá Optimal Dx auk ýmissa þjálfararéttinda og jógakennaranáms.

    Lukka elskar hreyfingu af öllu tagi, helst úti í náttúrunni með góðu fólki. Hún er bæði hrifnæm og hvatvís og stundum þarf að stoppa hana af þegar hana langar að taka viðskiptavini með sér heim til að elda hollan mat handa þeim og tryggja góðan árangur.

    Lukka kom einnig í frábært viðtal fyrir skömmu með Sigurði Erni samstarfsmanni sínum sem ég hvet alla til þess að hlusta.

    Samstarfsaðilar hlaðvarpsins eru Nettó, Spíran og Heilsuhillan.
    Ég hvet þig til þess að sækja Samkaupa appið hér og byrja strax að spara.


    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • í þættinum ræðir Erla við Heiðdísi Snorradóttur næringarfræðing um hvað það er að eiga í heilbrigðu sambandi við mat, matarvenjur, ADHD og mataræði, næringarþéttni matvæla, næringarlæsi, áhrif þarmaflórunnar á almenna heilsu og margt fleira.

    Heiðdís er stofnandi og meðeigandi Endurnæringar og næringarfræðingur MSc með áherslu á lýðheilsu. Hún sérhæfir sig í að hjálpa einstaklingum að byggja upp heilbrigt sambandi við mat.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
    Nettó - netto.is
    Spíruna - spiran.is
    Heilsuhilluna - heilsuhillan.is

    Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Kristjánsdóttur, sálfræðing um tengslamyndun og afhverju hún er mikilvæg, áhrif tengslamyndunar í æsku á heilsu okkar í framtíðinni, rannsóknir á tengslamyndun í ungbarnasundi, örugg tengsl, fæðingarþunglyndi, vanrækslu, tenglsaröskun, ,,good enough” foreldra og hvernig við getum haldið góðum tengslum við okkur sjálf og aðra.


    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
    Nettó - netto.is
    Spíruna - spiran.is
    Heilsuhilluna - heilsuhillan.is

    Í þætti vikunnar ræðir Erla við Önnu Töru Andrésdóttur um ADHD, sjálfsvitund, vinnsluminni, tilfinningastjórnun, frestunaráráttu, kynjamun, gagnsemi lyfja, fordóma og áhrif ADHD á heilsu og öfugt.

    Þær stöllur ræða einnig um áhrif hreyfingar, mataræðis og svefns á ADHD og áhrif kynþroskaskeiðs, meðgöngu og breytingaskeiðs á einkenni ADHD hjá konum.

    Anna Tara er doktorsnemi við Háskólann í Barcelona með sérstaka áherslu á konur með ADHD. Hún brennur fyrir málefnum ADHD því hún skilur vel hversu mikil áhrif ADHD getur haft á líf fólks. ADHD er meðhöndlanlegasta röskunin sem til er og því er mikilvægt að veita fólki þau bættu lífsgæði sem það eiga skilið.

    Að mati Önnu Töru ætti frekar að kalla þetta styrifærniröskun þar sem að ADHD snýst ekki bara um skort á athygli. Rætur þess eru oftar líffræðilegar en eiturefni í umhverfinu geta valdið ADHD.

    Samfélagslegur kostaður vegna ómeðhöndlaðs ADHD er hár og afleiðingar ómeðhöndlaðs athyglisbrest geta verið mjög alvarlegar, t.d. félagsleg einangrun, meiri líkur á fíkn, kviða og þunglyndi og aukin slysahætta vegna áhættusækni ofl.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
    Nettó - netto.is
    Spíruna - spiran.is
    Heilsuhilluna - heilsuhillan.is

    Í þætti vikunnar ræðir Erla við Guðbjörn Gunnarsson sérlegan áhugamann um fólk, einkaþjálfara og markþjálfa um venjur, hegðun, þarfir, hvað það er að vera listamaður í að lifa, neðansjávardjúpmarkþjálfun, morgunsíður og hvernig við berum ábyrgð á eigin heilsu.

    Guðbjörn hefur unnið með fólki í 21 ár og blandar nú saman á skemmtilegan hátt einkaþjálfun og markþjálfun með góðum árangri. Hann trúir því að það sem þú gefur er það sem þú færð og að þú getir ekki hlustað betur en þér líður. Hann segir að heilsa sé heimild sem virkar í báðar áttir. Það er því á okkar ábyrgð að gera allt sem í okkar valdi stendur til þess að huga að eigin heilsu og vellíðan.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
    Nettó - netto.is
    Spíruna - spiran.is
    Heilsuhilluna - heilsuhillan.is

    Í þætti vikunnar ræðir Erla við Davíð Aron Routley, heilsumarkþjálfa, jógakennara og einkaþjálfara um heilsu- og næringarlæsi, skólakerfið, hegðunarvanda, skólaforðun, kvíða, tilfinningalæsi, samkennd og meðvirkni. Þau ræða einnig um áhrif umhverfis, markaðssetningar og efnahagskerfisins á heilsu og hvernig við getum aðeins verið jafn heilbrigð og umhverfið okkar er.

    Davíð Aron hefur unnið í barnavernd, Brúarskóla og með einhverfum börnum. Hann telur að börn eigi að fá að upplifa að þau séu verðmæt, örugg, ófullkomin (megi gera mistök) og ósjálfbjarga.

    Davíð Aron telur ekki vera svigrúm í íslensku skólakerfi til þess að tjá sig og segir að hegðunarvandi sé alltaf viðbragð við einhverju úr umhverfinu. Hann er með hugmyndir um það hvernig væri hægt að gera skólakerfið betra fyrir börnin okkar. Hann segir börn þurfa aga og samkennd og með því að kenna þeim gagnrýna hugsun, næringarlæsi, heilsulæsi og tilfinningalæsi, þá erum við að segja ,,fokkjú" við kapítalismann.

    Áhugasamir geta fylgt Davíð á wholehealth_wisdom á Instagram.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
    Nettó - netto.is
    Spíruna - spiran.is
    Heilsuhilluna - heilsuhillan.is

    Í þætti vikunnar ræðir Erla við Viðar Halldórsson, félagsfræðing og prófessor við Háskóla Íslands um samfélagið, félagslega töfra, tilfinningalega smitun, félagslegt heilbrigði, stemmningu, tæknilega skynsemisvæðingu, hlutverk íþrótta og fleira.

    Viðar bendir á að félagsleg samskipti eru grunnbyggingarefni samfélagsins og félagslegir töfrar og samskipti mynda eitthvað sem var ekki til áður og summan verður oft stærri en einingarnar. 1+1 verða 3. Við búum til eitthvað meira og merkilegra en áður var til.

    Erla og Viðar ræða einnig um hvenig tæki og tól hafa aukið samskipti við fjærsamfélagið en gallinn er að þau hafa takmarkanir og minnka mannleg tengsl. Snjalltæki soga mennskuna úr og eftir stendur bara það sem er skrifað. Það er ekki bara það sem við segjum (eða skrifum) heldur þetta ósýnilega, líkamstjáning, raddblær ofl sem skiptir svo miklu máli. Við erum ekki eins meðvituð um nærumhverfi okkar og þá tapast augnsamband ofl.

    Viðar gaf út bókina Sjáum samfélagið sem er fræðileg greining á nútímasamfélaginu út frá ljósmyndum úr hversdagslífinu

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Í þættinum ræðir Erla við Sigríði Friðriksdóttur eða Siggu eins og hún er alltaf kölluð. Sigga er hjúkrunarfræðingur, búsett í Bandaríkjunum og starfar á heildrænni tannlæknastofu. Þar er hún með heilsu- og næringarþjálfun auk þess að gera alls konar mælingar á skjólstæðingum sínum, t.d. að taka og greina blóðprufur, skanna fyrir þungamálmum í líkamanum og fleira.

    Sigga bendir á að góð munnheilsa/tannheilsa skiptir miklu máli fyrir alhliða heilsu og getur meira að segja minnkað líkur á hjarta og æðasjúkdómum.

    Hún segir okkur einnig frá því hvernig líf í Bandaríkjunum er frábrugðið lífinu á Íslandi og kemur með mörg góð ráð til að bæta heilsu okkar bæði með mataræði og lífsstíl.

    Ég minni á gjafaleikinn á Instagram þar sem þú getur unnið glæsilegan gjafapakka frá Heilsuhillunni og Heilsumarkþjálfun hjá mér. Vítamínin sem Sigga mælir með að taka fást öll í heilsuhillum Nettó.

    Við Sigga kíktum svo auðvitað á Spíruna þegar hún var hérna á klakanum og hún var yfir sig hrifin að geta fengið svona góðan og næringarríkan mat á góðu verði í dásamlegu umhverfi.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Hlaðvarpið er unnið í samstarfi við:
    Nettó - netto.is
    Spíruna - spiran.is
    Heilsuhilluna - heilsuhillan.is


    Í þættinum ræðir Erla við Lukku Pálsdóttur og Sigurð Örn Ragnarsson hjá Greenfit um heilsulæsi, forvarnir, ákjósanlegt matar- og hreyfiumhverfi, efnaskipti, insúlínviðnám, tískubylgjur í vinsældum orkuefna, þ.e. fitau, kolvetna og próteina og hvernig við hámörkum heilsu okkar.

    Þau ræða einnig um hvaða hindranir standi í vegi fyrir því að bæta lýðheilsu þjóðarinnar og hvernig við og samfélagið virðumst bara setja ,,plástra" á flest vandamál.

    Sykursýki er samfélagslegt mein. Þú vaknar ekki bara einn daginn með sykursýki, þetta gerist yfir langan tíma, oft áratugi og unga fólkið okkar er í mun meiri áhættu á sykursýki 2 en eldri kynslóðir.

    Við erum búin að normalísera óheilbrigða lifnaðarhætti og þurfum öll í samfélaginu að taka höndum saman og breyta þessu.

    Lukka segir t.d. að það ætti að vera fæðingarréttur hvers barns að það fái holla og góða fæðu þangað til að það hefur vit og aldur til að taka ákvarðanir sjálft.

    Lukka og Siggi starfa hjá Greenfit og markmið Greenfit er að bæta og efla heilsu fólks, auka lífsgæði, auka heilsulæsi og hjálpa einstaklingum að fá aðgengi að upplýsingum sem að þeirra mati eru lykilatriði til þess að valdefla fólk þannig að það geti tekið ábyrgð á heilsunni sinni.

    Lukka hefur áratuga reynslu af að hjálpa fólki að bæta heilsu með mataræði og hreyfingu. Hún hefur starfað í 30 ár við þjálfun og ráðgjöf og hefur skrifað 3 bækur um tengsl næringar og heilbrigðis.

    Siggi hefur yfirumsjón með efnaskipta- og álagsmælingum Greenfit. Hann sér einnig um úthaldsþjálfun og ráðgjöf ásamt því að semja fræðsluefni og halda fyrirlestra.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken

    Í þættinum ræðir Erla við Þorgerði Sigurðardóttur, kvenheilsusjúkraþjálfara um ýmis málefni sem tengjast heilsu kvenna og hafa áhrif á lífsgæði þeirra, t.d. þvagleka, legsig, endaþarmssig, blöðrusig, ofspennu í grindarbotni og endómetríósu. Þær ræða einnig um áhrif meðgöngu og fæðingar á kvenlíkamann, mæðravernd eftir fæðingu, íþróttakonur, mikilvægi grindarbotnsæfinga og hvernig er best að framkvæma þær, kynlíf, breytingarskeið kvenna, mikilvægi slökunar og öndunar og margt fleira.

    Þorgerður er einn fremsti sérfræðingur landsins á sviði kvensjúkdóma- og fæðingarsjúkraþjálfunar og hefur starfað í kvenheilsu í 30 ár. Hún starfar á flestum sviðum kvenheilsusjúkraþjálfunar og býður einnig upp á mæðravernd eftir fæðingu en það er nátengt mastersrannsókn og doktorsrannsóknum hennar.

    Þorgerður segir að það sé mikivægt að líta á manneskjuna sem heild því sjaldan standa mál ein og sér, verkir geta t.d. verið tengdir áfallasögu eða andlegum veikindum.

    Þorgerður segir að margar konur haldi að þær séu einar í heiminum að glíma við eitthvert vandamál og hafa jafnvel átt þrautargöngu í heilbrigðiskerfinu. Þá segir hún að það sé mikilvægast af öllu að það sé hlustað á konur og að þær viti að það er víða til hjálp. Í flestum tilvikum er hægt að bæta heilsu, líðan og lífsgæði.

    Áhugasamir geta fundið upplýsingar á heimasíðu Þorgerðar og einnig á Instagram og Facebook

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken

    Í þættinum ræðir Erla við Snorra Magnússon, þroskaþjálfa, íþróttakennara og ungbarnasundkennara um gagnsemi ungbarnasunds, tengslamyndun, jafnvægi, samhæfingu, þroska, söng og gleði og heilsufarslegan ávinningar af ungbarnasundi. Undir lokin ræða þau einnig um almenna heilsu og mikilvægi þess að njóta lífsins og vinna sig ekki í kaf.

    Snorri er að eigin sögn karl sem kominn er á sjötugs aldur og er fæddur á Skaganum. Hann lærði að synda þegar hann var 9 ára og hefur verið kenndur við sundlaug síðan. Hann hefur bæði þjálfað, kennt og æft sund, er frumkvöðull í ungbarnasundi og hefur kennt það í 34 ár. Hann byrjaði með tvíburana sína og svo hefur þetta heldur betur undið upp á sig.

    Aðalmarkmið með ungbarnasundi er ekki köfun eins og margir halda heldur er það tengslamyndun foreldra og barns, aðlögun að vatni, jafnvægi, eftirtekt og athygli, samhæfing augna og handa og hljóðfall, söngur og gleði.

    Fyrstu 2-3 æviárin eru líklega þau mikilvægustu í þróun barns, bæði varðandi tengslamyndun og hreyfiþörf. Foreldrar þurfa að búa til þannig umhverfi að börn fái útrás fyrir hreyfiþörf sína. Sundlaug er kjörinn vettvangur til þess að hjálpa börnum að þroskast, hvort sem það er líkamlega, andlega eða félagslega þar sem að umhverfið er örvandi og ögrandi en um leið öruggt.

    Snorri ítrekar hversu mikilvæg tengslamyndun er í þróun barnsins og hún á sér fyrst og fremst stað í gegnum snertingu en einnig með augnsambandi og tali. Ef illa tekst til með tengslamyndun þá getur það haft áhrif á okkur á fullorðins árum.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken

    Í þættinum ræðir Erla við Jónu Á. Gísladóttur rithöfund, markþjálfa og móður um foreldrahlutverkið, einhverfu, mikilvægi þess að foreldrar barna með sérþarfir gleymi ekki að sinna sjálfum sér og sambandinu og muni eftir því að huga að líkamlegri og andlegri vellíðan og séu óhrædd við að þiggja aðstoð. Þá ræða þær einnig um andlega heilsu, mikilvægi húmors, hvernig það er mikið auðveldara að gefa öðrum ráð heldur en að fara eftir þeim sjálfur, hið eilífa samviskubit og það að vera ekki nóg.

    Jóna er að eigin sögn miðaldra húsmóðir í úthverfi sem elskar að sitja og hekla og hlusta á skemmtilegar hljóðbækur eða hlaðvörp og er einnig forfallinn golfari. Hún segist enn vera að ákveða hvað hún ætli að verða þegar hún verður stór en hana langaði alltaf að verða rithöfundur og dýralæknir.

    Jóna var einn vinsælasti bloggari landsins þegar ,,bloggið" var upp á sitt besta. Hún skrifaði þá einlægar og skemmtilegar bloggfærslu um fjölskyldulífið og tilveruna og meðal annars um það hvernig það er að ala upp dreng með einhverfu. Hún skrifar enn af og til pistla á Facebook og er með eindæmum fyndin og hreinskilin og alltaf með húmorinn að vopni.

    Ég hvet alla sem ekki hafa lesið eða hlustað á bókina hennar, Sá einhverfi og við hin, að gera það sem allra fyrst. Bókin snertir hjartað. Ótrúlega hreinskilin og einlæg skrif og Jóna nefnir svo margt sem aðrir þora ekki að segja upphátt en líklegast flestir hugsa. Hún er einstaklega lunkin við að koma tilfinningum í orð og þessi bók er einfaldlega dásamleg hlustun, bæði hlátur og grátur.

    Ég get svo glatt ykkur hlustendur hlaðvarpsins með því að Jóna segist vera með fullt af hugmyndum í kollinum og stefnir á að gefa út eitthvað á ritvellinum t.d. á storytel og ýtir því vonandi úr vör sem fyrst.

    p.s. Ég biðst velvirðingar á smá hnökrum í hljóðinu.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Í þættinum ræðir Erla við Önnu Mörtu Ásgeirsdóttur frumkvöðul, eiginkonu, móður og stjúpmóður um mótbyr og meðbyr í lífinu, vinnusemi, lesblindu, mikilvægi hreyfingar, hvernig á að næra sig fallega, andvana fæðingar vegna gallstasa, sorgina sem fylgdi og mikilvægi þess að hugsa um heilsuna.

    Anna Marta segir okkur fallegu söguna af því hvernig hún og Ingólfur maður hennar komu af stað góðgerðarverkefninu Ísbirninum Hring, fígúru sem léttir lund veikra barna og hefur glatt ófa hjörtu. En Hringur er lukkudýr Barnaspítala Hringsins sem kemur fram og hefur ofan af fyrir börnunum á spítalanum, skemmtir þeim og fræðir.

    Anna Marta er matarþjálfari og stofnandi fyrirtækisins Anna Marta sem hún rekur ástamt tvíburasystur sinni Lovísu. Bakgrunnur hennar er í líkamsrækt og heilsuþjálfun en hún hefur starfað sem þjálfari í áratugi ásamt því að vera menntaður þjónn. Hún hefur því alltaf unnið með fólki og hefur brennandi ástríðu fyrir því að bæta núvitund í matarmenningu og hreyfingu.

    Þó að lífið leiki við Önnu Mörtu þessa dagana þá upplifði hún mikinn mótbyr þegar hún fæddi dóttur sína Sól andvana eftir fulla meðgöngu árið 2008. Það kom síðar í ljós að Anna Marta var með gallstasa sem olli því að dóttir hennar lést. Eftir þessa lífsreynslu hefur hún gert það sem hún getur til þess að vekja umtal um þennan sjúkdóm því að það er hægt að koma í veg fyrir andvana fæðingu vegna sjúkdómsins. Hún vill ekki að neinn þurfi að upplifa það sama og hún og hvetur konur til þess að hlusta á innsæi sitt og líðan sína.

    Anna Marta er mjög orkumikil kona og segist alveg stundum vera til í að gefa eitthvað af þessari miklu orku. Hún segir þær systur vera mjög þjónustuglaðar og þó þær kunni að segja nei þá séu þær ekkert rosa glaðar að nota það. Hún segist ekki vera markmiðadrifin heldur lifi hún frekar eftir gildunum að blómstar í lífinu og að fylla á viskubrunninn sinn og deila úr honum sem hún gerir svo sannarlega í þessu spjalli.


    Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Í þættinum ræðir Erla við Dr. Ólaf Þór Ævarsson geðlækni og heilsuáhrifavald um streitu, kvíða, þunglyndi, kulnun, mikilvægi hvíldar, kyrringu hugans, áhrif vímuefna, adhd, mildi, mikilvægi félagslegrar heilsu og hvernig við getum safnað streituráðum.

    Ólafur Þór hefur lengi starfað að lækningum og kennslu, veitt ráðgjöf um heilbrigðismál og beitt sér fyrir fræðslu og forvörnum. Hann hefur haft sérstakan áhuga á mikilvægi góðrar geðheilsu og geðheilsueflingu, svo og áhrifum streitu og kulnunar á líf og heilsu. Hann stofnaði Streituskólann árið 2002 og starfar sem geðlæknir og ráðgjafi í fjölfaglegu teymi Streituskólans og Heilsuverndar.

    Ólafur Þór telur forvarnastarf gegn streitu og kulnun vera góða leið til að bæta samskipti og efla geðheilsu. Hann telur hvíld afra mikilvæga og það að geta búið til eitthvað í lífstílnum sem hjálpar manni að hvílast yfir daginn.

    Þátturinn er í boði Nettó og Unbroken.
    Unbroken fæst einmitt í heilsuhillum Nettó.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Í þættinum ræðir Erla við Katrínu Sigurðardóttur hjúkrunarfræðing og heilsumarkþjálfa um Histamín óþol og hvernig við getum haft áhrif á það með mataræði okkar og lífstíl. Farið er yfir helstu birtingamyndir óþolsins, hlutverk þarmaflórunnar, áhrif myglu, áhrif streitu og hvað er tl ráða.

    Katrín með Master í heilbrigðisvísindum og "Board certified Health and Wellness Coach" og aðstoðar fólk með margvísleg vandamál að bæta heilsu sína. Hún er að eigin sögn miðaldra hjúkrunarfræðingur úr Kópavoginum sem strarfar nú í draumastarfi sínu á heilsugæslunni í efra Breiðholti við lífstílsmóttöku og sykursýkiseftirliti. Hún sinnir einnig Heilsumarkþjálfun í gegnum síðuna sína Heilsuvarðan.is.

    Hefur þú einhvern tíman verið með alls konar einkenni en ekki fengið svör við því hvað er að angra þig eða ekki fundið rót vandans? Þá gæti mögulega kveiknað á einhverjum ,,ljósaperum" við hlustun þessa þáttar.

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Í þættinum spjallar Erla við Evu Ruzu skemmtikraft, útvarpskonu, velgjörðasendiherra SOS með meiru um heilsu, húmor, hreyfingu, heimsókn í SOS-barnaþorp, áhugann á fræga fólkinu í Hollywood, draumastarfið, sjálfsmynd og mikilvægi þess að sinna andlegu heilsunni.

    Það er ekki að undra að Eva Ruza sé einn vinsælasti skemmtikraftur landsins því hún á afar auðvelt með að létta lund landans. Hún tekur sjálfri sér ekki of hátíðlega og það er alltaf stutt í húmorinn. Þó að hún elski að hafa sig til þá segir hún að það sé alltaf mjög stutt í króatísku sveitakonuna.

    Eva Ruza segist fyrst og fremst vera mamma og eiginkona, hún er mikil fjölskyldukona og segir fjölskylduna vera númer 1, 2 og 10. Hún er búin að vera með Sigga sínum í 24 ár og saman eiga þau 15 ára tvíbura.

    Eva er með útvarpsþátttinn Bráðavaktina á K100 með Hjálmari vini sínum og þeir sem þekkja til vita að það er aldrei lognmolla í kringum þau tvö. Hún segir húmor vera besta meðalið við andlegri og líkamlegri heilsu og að það sé engin víma betri en að hlæja eða vera í galsa. Hún segir að við megum aldrei missa húmorinn úr lífi okkar, hann er svo smitandi.

    Eva hugsar vel um heilsuna og byrjar alla daga á því að hreyfa sig, annað hvort á Boot camp æfingu, nokkrum ferðum í Himnastiganum í Kópavogi eða fer út að hlaupa. Hún segist alltaf mæta á æfingu sama hversu þreytt hún sé, bæði fyrir félagsskapinn og fyrir sálina. Hún hefur líka alltaf hugsað vel um mataræðiði og hefur alveg frá unglingsaldri verið meðvituð um að líkaminn þyrfti gott ,,bensín".

    Eva segir að þrátt fyrir að það sem allir haldi sé hún rólegasta manneskja sem þú getur fundið, mjög heimakær en þó hvatvís með sumt og vill oft að hlutirnir gerist núna!

    Hún er með fallega sýn á lífið, er þakklát og segist vera að lifa drauminn sinn. Hún hvetur líka alla hlustendur til þess að hætta aldrei að láta sig dreyma!

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Í þættinum ræðir Erla við Hjördísi Ýrr Skúladóttur, formann MS félags Íslands um MS-sjúkdóminn, fjölbreytt einkenni hans, greiningu, úrræði, tegundir lyfja og hvernig heilbrigður lífstíll getur haft áhrif á framgang sjúkdómsins og einkenni hans.

    MS-sjúkdómurinn er oft nefndur sjúkdómurinn með 1000 andlit þar sem að einkenni hans eru mjög fjölbreytt og óútreiknanleg. MS er langvinnur bólgusjúkdómur í miðtaugakerfinu, þ.e. heila og mænu, þar sem ónæmiskerfið ræðst á mýelín, efnið sem myndar slíður utan um taugasíma (taugaþræði) og ræður hraða og virkni taugaboða. Hægt er að lesa nánar um sjúkdóminn á heimasíðu MS- félagsins.

    Sjúkdómurinn getur verið lífstílstengdur og það er mikilvægt að huga vel að almennri heilsu. Einkenni geta t.d. látið á sér kræla þegar stressið fer að banka upp á.

    Hjördís segir að þeir sem eru með sjúkdóminn geti bætt lífsgæði sín með því að velja í hvað þeir nýta orkuna sína, hafa jafnvægi í mataræði, hreyfingu og svefni og þora að lyfta þungu og reyna á sig.

    Hjördís greindist sjálf með MS árið 2015 og finnst sjúkdómurinn ekki mjög hamlandi fyrir sitt líf. Það er sjaldan lognmolla í kringum Hjördísi og þó að hún upplifi sig með minni orku en áður þá segist hún þó gera meira en margir sem eru ekki með MS.

    Sjúkdómurinn gaf henni aðra innsýn inn í lífið og það er hennar von að hún geti verið falleg fyrrimynd fyrir einhverja og látið gott af sér leiða. Heilsa fyrir Hjördísi er að finna innri frið og finna sína gleði. Jafnvægi er sterkasta orðið sem hún finnur fyrir heilsu, þ.e. að gera ekki of og ekki van.

    MS-félagið er hagsmunafélag einstaklinga með MS, stofnað 20. september 1968. Félagið hvetur einstaklinga með MS-sjúkdóminn, aðstandendur og aðra áhugasama til að skrá sig í félagið og njóta þannig góðs af því sem félagið hefur upp á að bjóða. Maí er einmitt vitundarvakningarmánuður hjá MS félaginu og þemað í ár er Mitt MS - mín greining. Alþjóðadagur MS er 30.maí en vorhátíð verður síðasta miðvikudag í maí.

    Hjördís segir það verða spennandi að sjá hvað framtíðin beri í skauti sér og draumur hennar er að það verði til lækning eða bólusetning við MS.

    MS félagið á Instagram


    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!

  • Þátturinn er unninn í samstarfi við Nettó en Naglinn segir Nettó vera útópíu heilsumelsins því þar fæst gríðarlegt úrval af heilsuvörum og bætiefnum.

    Í þættinum ræðir Erla við Ragnhildi Þórðardóttur sálfræðing um heilsuhegðun og ráðleggingar varðandi æfingar, mataræði og bætiefni, sérstaklega varðandi konur á breytingaskeiði eða forbreytingarskeiði. Þær stöllur ræða einnig um algengar mýtur, streitu, meðvirkni, að setja mörk og afhverju lyftingar og styrktaræfingar eru mikilvægar fyrir heilsu og vellíðan.

    Ragnhildur sem oftast er kölluð Ragga nagli eða Naglinn er sálfræðingur með áherslu á heilsuvenjur, pistlahöfundur og fyrirlesari. Hún hefur gríðarlegan áhuga á því að miðla heilbrigðum lífsstíll og jákvæðri hugsun til allra sinna fylgjenda.

    Hún skrifar reglulega pistla á miðla sína og er með eindæmum skemmtilegur penni og stútfull af fróðleik. Hún er einnig með hlaðvarpið Heilsuvarpið þar sem hún fjallar um allt milli himins og jarðar sem við kemur bæði líkamlegri og andlegri heilsu.

    Hún leggur nú aðaláherslu á sálfræðimeðferðir og fjarþjálfun þar sem unnið er með hugsanir og hugarfar til að auka líkurnar á varanlegum lífsstílsbreytingum. Spurðu þig hvað getur þú gert til þess að auðvelda þér heilsuhegðunina í framtíðinni? Hvað mun framtíðar þú þakka þér fyrir að gera í dag?

    Áhugasamir geta fylgt Röggu nagla á Instagram

    Sendu HeilsuErlu skilaboð

    Fylgdu HeilsuErlu á Instagram!