Episodes
-
241.þáttur. Mín skoðun. Hermann Guðmundsson forstjóri Kemi er Tippari vikunnar og hann spáir í spilin ásamt skemmtilegum sögum. Handboltagoðsögnin Siggi Sveins spáir í leik Íslands og Frakklands í dag og sem fyrr liggur Siggi ekki á skoðunum sínum. Þórhallur Dan er svo í spjalli um boltann og er sem fyrr léttur, ljúfur og kátur. Áfram ÍSLAND og gleðilega Bóndadag.
-
240.þáttur. Mín skoðun. Okkar allra besti Siggi Sveins er í spjalli um leikinn í gær gegn Sviss og Siggi hefur ýmislegt um þann leik og framhaldið að segja. Þórhallur Dan er á línunni og við förum áfram aðeins í landsliðsþjálfarakapal KSÍ og einnig ræðum við um umdeilt mark í leik Man.City og A.Villa í gær. Njótið
-
Episodes manquant?
-
239.þáttur. Mín skoðun. Handboltagoðsögnin Siggi Sveins er í spjalli og spáir í leiki dagsins og hvernig ætli hann spái leik Íslands og Sviss? Þá er Þórhallur Dan í viðtali en við tölum um margt og mikið meðal annars um þjálfarakapalinn hjá KSÍ. Áfram ÍSLAND
-
238.þáttur. Mín skoðun. Handboltagoðsögnin Siggi Sveins er í spjalli um landsleikinn í gær og hann liggur ekki á skoðunum sínum frekar en fyrri daginn. Þórhallur Dan er að sjálfsögðu í viðtali þar sem við förum um víðan völl íþróttanna og Mourinho er ekkert í sérstöku uppáhaldi hjá Tóta. Njótið
-
237.þáttur. Mín skoðun. Siggi Sveins handboltagoðsögn er á línunni í spjalli um HM í handbolta og hvernig ætli hann spái leiknum í kvöld? Þá er Þórhallur Dan í spjalli um boltann í Evrópu og svo einnig um landsliðsþjálfaramál U21. Njótið
-
236.þáttur. Mín skoðun. Tippari vikunnar hefur göngu sína að nýju í dag og Eggert Kristófersson forstjóri Festi er tippari vikunnar. Hvernig spáir hann stórleik Liverpool og Man.Utd. ? Siggi Sveins handboltagoðsögn fer yfir landsleikinn gegn Portúgal á HM í gær. Og Þórhallur Dan er á línunni þar sem hann spáir í helgina í boltanum og fer einnig inná sóttvarnarmál. Njótið helgarinnar.
-
235.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson handboltagoðsögn var í spjalli vegna HM í handbolta og við fórum yfir leikinn í kvöld gegn Portúgal. Þórhallur Dan var á línunni og við fórum yfir margt og mikið, svosem boltann í Evrópu, sóttvarnir í íþróttahúsum í Kópavogi og við fórum einnig aðeins í þjálfarakapalinn hjá KSÍ. Áfram ÍSLAND
-
234.þáttur. Mín skoðun. Páll Kristjánsson formaður knd. KR var í viðtali þar sem hann fer yfir kærumál KR gegn KSÍ. Hvernig stendur það mál? Þórhallur Dan var svo á línunni og við ræddum um Man.Utd. þjálfaramál KSÍ og margt margt fleira. Njótið
-
233.þáttur. Mín skoðun. Hannes S. Jónsson formaður KKÍ var í spjalli þar sem við ræddum um þá gleði að körfuboltinn er að fara af stað á ný. Við ræddum einnig um breytt fyrirkomulag á bikarkeppninni og fleira til. Þórhallur Dan var í viðtali þar sem við fórum yfir boltann í kvöld, ræddum um Liverpool og Man.Utd. og Tóti spáir því að Sheff.Utd. vinni sinn fyrsta leik í kvöld. Njótið
-
232.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson (Siggi Sveins) handboltagoðsögn var í spjalli um landsleikinn í handbolta í gær. Sigga leið mjög illa í stöðunni 7-12 og var alvarlega að spá í að hætta að horfa á leikinn. Þórhallur Dan var einni í spjalli og við ræddum um boltann í Evrópu og við komum einnig inná landsleikinn í handbolta sem og þjálfaramál KSÍ. Njótið.
-
231.þáttur. Mín skoðun. Guðmundur Guðmundsson landsliðsþjálfari í handbolta er í góðu spjalli í dag en Ísland mætir Portúgal öðru sinni á sunnudag í undankeppni EM. Guðmundur er að vanda einlægur í þessu viðtali. Þá er Þórhallur Dan á línunni og þar er annar maður sem ávallt er einlægur. Ég og Tóti vörum yfir víðan völl íþróttanna. Góða helgi kæru landar.
-
230.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson (Siggi Sveins) handboltagoðsögn var á línunni og við ræddum um landsleikinn í gær gegn Portúgal og við spjölluðum einnig um framhaldið. Þórhallur Dan var í spjalli um fótboltann í gær og við komum einnig inná önnur mál. Tóti Dan er t.d. ekki mjög hrifinn af Trump. Njótið
-
229.þáttur. Mín skoðun. Sigurður Valur Sveinsson (Siggi Sveins) handboltagoðsögn var á línunni vegna landsleiks Íslands gegn Portúgal í kvöld í undankeppni EM. Siggi fór yfir sviðið eins og honum er einum lagið. Þá hringdi ég í Þórhall Dan og ræddi við um boltann, slúðursögur og fleira. Njótið
-
228.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir íþróttasviðið og Krummasögur voru á sínum stað. Þá heyrði ég í Róberti Gíslasyni framkvæmdastjóra HSÍ en hann er staddur útí Portúgal með íslenska landsliðinu en Ísland mætir Portúgal í riðlakeppni EM á morgun. Njótið
-
227.þáttur. Mín skoðun. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir íþróttasviðið um áramótin og það sem er framundan. Ég skal bara segja ykkur það að þar var ekki töluð vitleysan. Njótið
-
226.þáttur. Viggó Haraldur Viggósson eigandi Golklúbbsins er á línunni þar sem við ræðum afar undarlega lokun klúbbsins en er Viggó búinn að opna aftur? Ég og Þórhallur Dan fórum síðan yfir það sem um var að vera í gærkvöldi og Þórhallur Dan svarar spuriningunni, hvað var eftirminnilegast á árinu. Þetta og margt fleira að vanda. Ég vil óska öllum gleðilegs árs og friðar. Heyrumst aftur 4.janúar. Áfram Ísland
-
225.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir málin í sportinu. Ræddum um Aron Pálmarsson, kjör íþróttamanns ársins, spurðum afhverju Þórir Hergeirsson er ekki á lista þriggja manna yfir valið á besta þjálfaranum og margt margt fleira. Njótið dagsins elskurnar.
-
224.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir gang mála í sportinu og ræddum nánast um allt, Fótbolta, handbolta, körfubolta og svo fórum við aðeins inná bóluefnið við Covid 19 sem er komið til landsins. Njótið dagsins.
-
222.þáttur. Ég og Þórhallur Dan erum í góðu jólaspjalli um fótbolta og handbolta yfir hátíðarnar. Við tölum um nýja landsliðsþjálfara Íslands, förum í aðgerðir ríkisstjórnarinnar, förum yfir það sem um er að vera yfir jólin og margt margt fleira. Gleðileg jól elskurnar.
-
221.þáttur. Ég og Þórhallur Dan fórum yfir sviðið í heimi íþróttanna um helgina. Tóti elskar Hurðaskelli og við ræðum um það og fleira. Einnig um Liverpool og ekki síst Mourinho. Þetta og margt margt fleira.
- Montre plus