Episodi
-
Árið er 2022 og við horfum upp á stríð og innrás inn í land fullu af saklausum borgurum. Í þætti dagsins ætlum við að fara yfir nokkrar sögur einstaklinga sem lifað hafa af stríð og afleiðingar þess. Bæði nýjar og gamlar. Við kynnum okkur afleiðingar stríðs og mikilvægi þess að raddir þessa fólks heyrist, fólksins sem lifði af skelfilega hluti. Í stríði er enginn sigurvegari, þau bitna bara á saklausu fólki. All war is a symptom of mans failure as a thinking animal. Þessi þáttur er mér mikilvægur og finnst mér mikilvægt að sem flestir heyri raddir þessa fólks. Endilega deilið þættinum eins og vindurinn, því við sem manneskjur verðum að muna söguna, að muna raddir þeirra sem hafa varað okkur við. Þeirra sem hafa sagt sínar sögur til að koma í veg fyrir að sagan endurtaki sig aftur.
-
Í þætti dagsins tökum við upp þráðinn um Everest og leiðangra sem farnir voru löngu áður en nokkur maður komst á toppinn.
-
Árið er 1921 og við erum stödd í bænum Abertillery í Bretlandi. Ungur drengur að nafni Harold Jones er búsettur í bænum og vel liðinn af íbúum bæjarins. Er hægt að vera indæll og ljúfur en á sama tíma kaldrifjaður morðingi? Afhverju mun nafnið Harold Jones alltaf sitja eftir í hugum bæjarbúa Abertillery? Hlustaðu til að fá svar við þessu öllu saman!Styrktaðilar þáttarins eru Coca-Cola á Íslandi, Blush.is & Preppup. @haskipodcast á Instagram.
-
Háski Halloween special! Þann 18. Júlí árið 1984 gekk James Huberty inn á McDonalds í San Ysidro þungvopnaður og hóf að skjóta fólk. ATH Þátturinn er ekki fyrir viðkvæma. Styrktaraðilar : Coca-Cola á Íslandi, Preppup & Blush.is
-
Í þætti dagsins heyrum við sögu Joe Simpson og Simon Yates sem fóru fyrstir manna upp vestur hlið Siula Grande með skelfilegum afleiðingum. Í lokin heyriði mig svo blaðra mikið um þetta mál enda virkilega umdeilt. Styrktaraðilar þáttarins eru Coca-Cola á Íslandi, Blush.is & Preppup.
-
Í þætti dagsins heyrum við fjórar sögur, sögurnar eiga það allar sameiginlegt að fjalla um börn sem lentu í lífshættulegum aðstæðum. Styrktaraðilar þáttanna eru : Blush.is, Preppup, Bíltrix og Coca-Cola á Íslandi.
-
Árið 1907 var skipið Kong Trygve í Íslands siglingu með 33 menn um borð. Ekki allir lifðu þessa siglingu af eftir að skipið lenti í miklum hrakningum vegna óveðurs. Í þætti dagsins heyrum við sögu skipsins og kynnumst því hvernig lífið á sjó var á þessum árum.
Instagram : @haskipodcast Styrktaraðilar þáttanna eru Preppup, Bíltrix, Blush.is & Coca-Cola á Íslandi. Heimildir þáttarins : Þrautgóðir á raunastund eftir Steinar J. Lúðvíksson.
-
Geimflaug og kafbátur? Þarf að segja eitthvað meira?
Styrktaraðilar : Coca-Cola á Íslandi, Preppup og Bí[email protected] á Instagram
-
Sól, sandur, strendur, sundlaugarbakkar og kokteilar. Fullkominn brúðkaupsferð. Hvað gæti farið úrskeiðis? Jú, mögulega allt. Í þætti dagsins heyrum við sögu hjónanna Brandon & Brandy Wiley sem fóru í örlagaríka brúðkaupsferð.haskipodcast á InstagramStyrktaraðilar : Coca-Cola á ÍslandiPreppup BíltrixMelódía Café
-
Komiði sæl og blessuð! Í þætti dagsins heyrum við um sögu the Hindenburg, flottustu flugmaskínu Þjóðverja. Þátturinn er í boði Coca-Cola á Íslandi & Bíltrix!
-
Komiði sæl og blessuð snúðarnir mínir. Í þætti dagsins ætlum við að fara yfir fjögur mál, mál einstaklinga sem eiga sér öll sögu af lífsháska vegna gjörða annara.
-
Chernobyl Part 2, í þessum þætti förum við yfir atburðarásina sem átti sér stað þegar slysið í verksmiðjunni varð.
-
Í þætti dagsins fáum við að heyra sögu Lyudmilla Ignatenko en hún var eiginkona slökkviliðsmanns sem var fyrstur á staðinn eftir að slys varð í kjarnorkuverinu Chernobyl. Virkilega áhrifamikil frásögn sem gefur góða innsýn inn í þann hrylling sem átti sér stað í kringum þetta slys.
-
Í þætti dagsins fáum við að kynnast hinni mögnuðu Ada Blackjack. Ada var meðlimur áhafnar leiðangurs Vilhjalms Stefanssonar sem farinn til Wrangel eyju í Norður Íshafi. Við kynnumst lífsvilja og þrautseigju hennar og heyrum í leiðinni mitt uppáhalds mál! Þátturinn er í boði Preppup og Ísbúð Huppu!
-
Í þætti dagsins heyrum við tvær sögur, báðar um menn sem eiga það sameiginlegt að hafa flúið úr fangelsi og stofnað sér í mikla hættu með því.
-
Í þætti dagsins heyrum við sögu Enietru Washington sem lenti í skelfilegri árás, árás sem átti eftir að koma í ljós að var tengd fjölda morða í Kaliforníu.
-
Stuttur þáttur fyrir ykkur í dag mín kæru - góða helgi!
-
Komiði sæl og blessuð - í þætti dagsins förum við á milli landa og heyrum frásagnir þeirra sem lent hafa í hryðjuverka árásum.
-
Hæ mín bestu!! Í dag á Háski 1 árs afmæli, vúhú tillykke og allt það. Takk fyrir hlustunina í gegnum þetta ár mín kæru. Henti í svakalegt mál fyrir ykkur, flóðbylgjuna í Japan.
- Mostra di più