Episoder
-
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson. Gestur: Jóhannes Haukur Jóhannesson.
-
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson. Gestur: Jóhann Alfreð Kristinsson.
-
Mangler du episoder?
-
3. júní 2019 Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Snjólaug Lúðvíksdóttir Það var gaman daman og uppistandarinn Snjólaug Lúðvíksdóttir sem heimsótti Grínlandið í þetta sinn
-
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Guðjón Davíð Karlsson Gestur Grínlands í þetta skiptið er prestssonurinn og sprellipésinn Gói. Það eru ekki margir sem vita það (þar á meðal þáttarstjórnandi) að Gói heitir ekki Gói. Hann heitir Guðjón!¨Ekki nóg með það, hann heitir Guðjón Davíð Karlsson! Hér fáum við að kynnast drengnum á leigubílahjólinu með Taxa merkinu, drenginn sem lék sitt fyrsta frumsamda verk á erlendri grundu, manninn sem elskar leiklist af ástríðu. Ástríðufullur Gói í Grínlandi er góður fyrir sál og líkama.
-
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestir: Fannar Sveinsson og Benedikt Valsson Það er fjölmennt en góðmennt í Grínlandinu í þetta skiptið, hinir svokölluðu Hraðfréttabræður kíkja saman í hljóðver og segja sögur. Þetta var fyrsti þátturinn sem var tekinn upp fyrir þriðju þáttarröð Grínlands og í fyrsta skiptið sem tveir karlmenn sátu fyrir svörum. Bernsku brek og önnur brek eru ryfjuð upp og markt forvitnilegt dregið fram. Hallaðu þér aftur og njóttu þess að kynnast þessum skemmtilegu piltum aðeins betur, góða ferð.
-
Umsjón: Þórður Helgi Þórðason Gestur: Davíð Þór Jónsson Það er engin annar en Radíus bróðurinn Sr. Davíð Þór Jónsson sem mætir í Grínlandið í þetta sinn. Davíð hefur frá mörgu merkilegu að segja en óhætt er að segja að hann ásamt Steini Ármanni og Radíus bræðrum hafi breytt grínmenningu Íslands þegar þeir komu fram á sjónarsviðið, með látum, seint á síðustu öld
-
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: SIgurjón Kjartansson Þetta er seinni heimsókn Sigurjóns Kjartanssonar, hann kom tveimur og hálfum mánuði eftir fyrri heimsóknina og hélt áfram þar sem frá var horfið. Nú var farið í grínið. Tvíhöfði, Fóstbræður, Stelpurnar, Svínasúpan og allar drama seríurnar sem fylgdu á eftir. Fræðandi spjall við fróðan mann.
-
8. júní 2019 Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: SIgurjón Kjartansson Gestur Grínlands í þetta sinn er Tvíhöfðinn Sigurjón Kjartansson. Sigurjon segir sögur af uppvaxtar árum sínum í Reikholti í Borgarfirði yfir á Ísafjörð og síðan suður. Þetta er fyrri hluti og fjallar þessi þáttur Grínlands um Sigurjón, fyrir grín. Gerðist eitthvað grín í hans lífi áður en hann fór að gera grín? Hlustið og þér munuð heyra.
-
28. maí 2019 Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Helga Braga Jónsdóttir Helga sagði okkur sögur af dramadömunni frá Akranesi, leikur og dans var hennar líf frá fyrstu minningum og fór hún snemma af stað með sinn feril. Við heyrum af leið hennar í Leiklistarskolann, þar sem hún fann óvart grínkerlinguna í sér, Fóstbræður og flugið. Helga Braga frá fyrstu minningu til dagsins í dag
-
Grínland 21. maí 2019 Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Þórarinn Hugleikur Dagsson Eldjárn Hafstað Gestur þáttarins er þekktur fyrir stundum djúpan húmor, stundum grófan húmor en oftast góðan húmor. Hugleikur sló fyrst í gegn sem kvikmyndanörd í útvarpsþætti Tvíhöfða seint á síðustu öld. Allir þekkja myndasögur Hugleiks og í dag er hann einn þekktasti íslenski uppistandarinn í útlöndum og er nýlega kominn heim eftir vel heppnaða keppnisferð til rúmlega 15 borga eins og fram kemur í spjalli okkar í þessum þætti. Hann var framan af ekki sá félagslyndasti og sinnti sínum áhugamálum meira einn með sjálfum sér. Frábært spjall við skemmtilegan mann sem gefur mikið af sér í þessum þætti.
-
Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur minn í þessum þætti er fjölmiðla stjarnan Helgi Seljan eða Georg Helgi Seljan Jóhannsson eins og drengurinn heitir fullu nafni. Hann segir snáðasögur af sér og sínum frá þeim tíma er hann bjó í Kópavoginum, rokksnáðasögur frá Reyðarfirði og fullt af öðrum safaríkum sögum allt frá fyrstu minningum til dagsins í dag. Tæpir þrír tímar af eðal skemmtiefni í bæði eyru.
-
Gestur Grínlands í þetta sinn er Hjálmar Örn Jóhannsson samfélagsmiðlastjarna.
-
Gestur Grínlands í þetta sinn er fjölmiðla, samfélagsmiðla auglýsingastjarnan Berglind Festival dansari
-
Það er engin annar en meistari Þórhallur Sigurðsson, öðru nafni Laddi. sem er mættur í þriðju þáttarröð Grínlands. Hann sagði Þórði Helga (Dodda litla) sögur af sér og sínum, allt frá sinni fyrstu minningu. Það ætti ekki að koma mörgum á óvart, hann var skemmtilegur.
-
Grínland 17. apríl 2019 Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson Gestur: Gunnar Helgason Leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason mætti í hljóðver með Dodda og sagði skemmtilegar og stundum dramatískar sögur af sér og sínum.
-
Skemmtikrafturinn Þorsteinn Guðmundsson segir skemmtilegar sögur af sér og sínum. Umsjón: Þórður Helgi Þórðarson.
-
Jón Gnarr heldur áfram að segja frá og segir ekkert endilega fallegustu sögurnar af sjálfum sér og dregur ekki upp glansmynd af sér. Hann rifjar upp bernskubrek og önnur brek á lífsleiðinni, aðallega til þess að skemmta hlustendum.
-
Edda Björgvins segir ekkert endilega fallegustu sögurnar af sjálfri sér og dregur ekki upp glansmynd af sér. Hún rifjar upp bernskubrek og önnur brek á lífsleiðinni, aðallega til þess að skemmta hlustendum.
-
Gunnar Hansson segir ekkert endilega fallegustu sögurnar af sjálfum sér og dregur ekki upp glansmynd af sér. Hann rifjar upp bernskubrek og önnur brek á lífsleiðinni, aðallega til þess að skemmta hlustendum.
-
Jón Gnarr segir ekkert endilega fallegustu sögurnar af sjálfum sér og dregur ekki upp glansmynd af sér. Hann rifjar upp bernskubrek og önnur brek á lífsleiðinni, aðallega til þess að skemmta hlustendum.
- Se mer