Episoder
-
Rafn Franklín Johnson er einkaþjálfari sem hefur kafað dýpra en flestir ofan í allt sem snýr að heilsu. Hann hóf að æfa lyftingar sem unglingur og át þá allt sem að kjafti kom og hugsaði um lítið annað en að verða sterkari. En á ákveðnum punkti áttaði hann sig á því að hann var á leiðinni í óheilbrigða átt og breytti alveg um takt. Rafn gaf nýverið út sýna fyrstu bók: ,,Borðum Betur". Í þættinum ræða Sölvi og Rafn um lífsstíl, heilsu, hreyfingu, matarræði, skilaboð samfélagsins varðandi alla þessa þætti og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Klara Elías varð vægast sagt þjóðþekkt fyrir tvítugt sem söngkona í hljómsveitinni Nylon. Eftir að hafa verið með líf sitt nánast í raunveruleikaþætti fyrir framan alþjóð fór hljómsveitin í víking og gerði góða hluti í Bretlandi. Eftir það lá leiðin til borg englanna í Los Angeles, þar sem Klara hefur verið síðasta áratuginn. Nú er hún komin heim eftir vægast sagt skrýtið ár í Bandaríkjunum. Í þættinum ræða Sölvi og Klara um Nylon ferðalagið, ástríðuna fyrir tónlistinni, stöðuna í Bandaríkjunum og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Mangler du episoder?
-
Jóhannes Haukur Jóhannesson er einn þekktasti leikari Íslands á erlendri grundu. Eftir að hafa getið sér gott orð í leikhúsi og bíómyndum hér heima lá leiðin út fyrir landsteinana, þar sem hann hefur að mestu alið manninn undanfarin misseri. Í þættinum ræða Sölvi og Jóhannes Haukur íslandsmetið í Covid-prófum, leiklistina og almennt um lífið og tilveruna.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Gerður Arinbjarnardóttir hefur á fáeinum árum farið frá því að selja kynlífstæki úr skúffum heiman frá sér yfir í að velta hálfum milljarði á ári. Þessi unga kona á stórmerkilega sögu. Fann sig ekki í hefbundnum skóla, en vissi að hún hefði vit á viðskiptum. Fór til London á námskeið með Tony Robbins og eftir það var teningunum kastað. Í viðtalinu ræða Gerður og Sölvi um viðskipti, ferðalög í framandi lönd, þægindarammann og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Halli Hansen er magnaður náungi. Hvort sem það er að sitja í fangelsum, vera heimilislaus, ferðast um heiminn án farangurs, eru það allt hlutir sem Halli hefur prófað á eigin skinni. Í þættinum fara Halli og Sölvi yfir reynslu þessa magnaða manns, hvað hann hefur lært á sínu ferðalagi og hvað framtíðin ber í skauti sér.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Evert Víglundsson er stofnandi og eigandi Crossfit Reykjavíkur. Hann hefur í áraraðir unnið við heilsu og hreysti og er leitun að meiri viskubrunni á því sviði. Í þættinum ræða Evert og Sölvi um hvað það er að vera heilbrigður, hvaða skref er hægt að taka ef fólk vill breyta um stefnu, hver eru algengustu mistökin og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Steinar Fjeldsted er einn af stofnendum hljómsveitarinnar Quarashi, sem náði vinsældum um allan heim. Þegar Steini stofnaði sveitina í kringum tvítugt óraði hann líklega ekki fyrir því sem framundan var. Stórir plötusamningar, ferðalög um allan heim, tónleikahald fyrir tugi þúsunda aftur og aftur. Í þættinum fara Steinar og Sölvi yfir Quarashi ævintýrið, tómleikann sem tók við eftir að því lauk og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Jóhann Sigurðarson, stundum kallaður Jói stóri, er einn ástælasti leikari Íslands. Hann byrjaði í leiklist þegar tækifærin voru mun færri en nú og hefur því haldið mörgum boltum á lofti í gegnum tíðina. Rödd hans er líklega ein sú þekktasta á landinu, enda hefur hann lesið inn á ógrynni bóka og sjónvarpsefnis í gegnum tíðina. Í þættinum fara Sölvi og Jói yfir ferilinn, sönginn, sögur úr bransanum og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Eldur Egilsson er 13 ára gamall frændi Sölva og þar með langyngsti vidmælandi podcastsins hingað til. Í þættinum ræða Eldur og Sölvi um lífið og tilveruna, skólakerfið, hvað fullordna fólkið gæti gert ödruvísi og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Sigmar Vilhjálmsson var í áraraðir einn þekktasti sjónvarpsmaður Íslands, bæði á árunum í 70 mínútum og síðar sem aðalkynnir í ,,Idol Stjörnuleit". Síðar stofnaði hann Hamborgarafabrikkuna og hefur á undanförnum árum verið í rekstri ýmissa fyrirtækja. Sigmar notar nú samfélagsmiðla til að fá útrás fyrir þörfina við að gefa út efni og nýtur þar mikilla vinsælda. Í þættinum ræða Sölvi og Sigmar um drífur hann áfram, árin í sjónvarpinu, hvað þarf til að vera frumkvöðull og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Veiga Grétarsdóttir gekk í gegnum gífurlega erfiðleika og feluleik áður en hún ákvað loks að þora að koma út úr skápnum og fara í kynleiðréttingarferli. Fljótlega eftir það tók hún ákvörðun um að fara beinlínis gegn straumnum þegar hún varð fyrst allra til að róa hringinn í kringum Ísland rangsælis. Í þættinum segir Veiga ótrúlega sögu sína, sorgir og sigra og hvernig hún stendur nú uppi hamingjusöm og sátt eftir að hafa sjáft haft fordóma í áraraðir.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Annþór Kristján Karlsson var lengi þekktur fyrir að vera einn alræmdasti glæpamaður Íslands. Hann hefur ekki komist í kast við lögin í talsverðan tíma og segist staðráðinn í að halda sér réttu megin við línuna. Í þættinum gefur Annþór innsýn inn í hugarheim einstaklings sem leiðist á þessa braut og lýsir því hvernig afbrot hans byrjuðu strax í barnæsku. Hann segir margt við glæpaheiminn á Íslandi öðruvísi en fólk heldur.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Sálfræðingurinn Bergsveinn Ólafsson stefndi árum saman að því að verða atvinnumaður í knattspyrnu. Eftir að hafa lagt allt í boltann áttaði hann sig á því að ástríðan var farin og lagði skóna á hilluna og setti alla sína krafta í að læra og miðla meiru í sálfræðinni. Eftir að hafa sökkt sér ofan í ástríðu sína fyrir innihaldsríkara lífi gaf hann nýlega út bókina ,,Tíu skref í átt að innihaldsríkara lífi". Í þættinum ræða Sölvi og Beggi um hvað einkennir innihaldsríkt líf, leiðir til að viðhalda ástríðu og komast í flæði og hvernig var að hætta sem fyrirliði knattspyrnuliðs í efstu deild gegn vilja allra í klúbbnum.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Geir Ólafs kom inn á svið íslenskrar tónlistar svo eftir var tekið. Í fyrstu voru ekki allir sáttir við hann, en með mikilli elju, góðu hugarfari og náungakærleik er í dag erfitt að finna manneskju sem ekki þykir vænt um Geir. Í þættinum ræða Sölvi og Geir um tengingarnar við Kolombíu, söng fyrir Pútín Rússlandsforseta, ofsjónir eftir mikla drykkju og fleira og fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Ólafur Már Björnsson augnlæknir hefur látið mikið til sín taka í náttúruvernd og hefur vakið athygli fyrir stórbrotnar myndir og myndbönd af íslenskri náttúru. Ólafur var frumkvöðull í laseraðgerðum á augum hér á landi, sem nú þykja nokkuð sjálfsagður hlutur. Í þættinum ræða Ólafur og Sölvi um stöðu heilbrigðiskerfisins á Íslandi, náttúruvernd, ferðalög og mikilvægi þess að finna ástríðu í áhugamálum og lífinu almennt.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Brynjar Níelsson hefur lengi verið þekktur á vettvangi stjórnmálanna fyrir að þora að viðra óvinsælar skoðanir. Hann hefur gengið lengst íslenskra Alþingismanna í að gagnrýna aðgerðir vegna Covid faraldursins. Í þættinum ræða Sölvi og Brynjar um grundvallaratriði í stjórnmálum, eins og til dæmis hve mikil umsvif ríkisins eigi að vera, mikilvægi þess að kjósendur viti hvar þeir hafi þá sem þeir kjósa til valda og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Glacier Gin - https://www.glaciergin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Jakob Frímann Magnússon er maður sem hefur marga fjöruna sopið. Ungur var hann kominn á samning sem tónlistarmaður erlendis á tímum þegar afar fáir Íslendingar reyndu fyrir sér erlendis. Ein af aðalsprautunum í Stuðmönnum, Miðborgarstjórinn, formaður Stefs og svo framvegis og svo framvegis. Í þættinum ræða Sölvi og Jakob um ótrúlegan feril og magnaðar sögur, lykilinn að því að halda sér ungum í anda og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Sara Piana hefur í gegnum árin verið umtöluð á Íslandi, einkum og sér í lagi eftir að hún giftist vaxtarræktarkappanum Rich Piana og af þeim birtust reglulega fréttir. Sara hefur hingað til ekki farið í viðtöl í íslenskum fjölmiðlum, en fannst tími til kominn að segja sögu sína, einkum og sér í lagi þar sem hún er nú alfarið flutt til landsins og ætlar að hefja hér næsta kafla í sínu lífi. Í þættinum segir Sara frá því hvers vegna hún þurfti sem ung kona að flýja land eftir stöðuga ógn. Hvernig hún fór langt inn í Fitness-heiminn eftir að hún flutti til Bandaríkjanna og síðan frá skrautlegu líferni sínu með Rich Piana, sem oft var öðruvísi en það virkaði út á við. Sara lærir nú hjúkrunarfræði og hlakkar til næsta kafla í sínu lífi, eftir að hafa fengið margfaldan æviskammt af dramatík, eins og hún segir sjálf.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Þorbjörg Alda Birkis Marínósdóttir, betur þekkt sem Tobba Marínós, kom með hvelli inn á sjónarsvið íslenskra fjölmiðla eftir að hafa menntað sig í fjölmiðlafræði erlendis. Eftir stutt starf í blaðamennsku var henni kippt inn í sjónvarp og síðan þá hefur þessi kjarnakona gert allt milli himins og jarðar. Skrif á bókum, stjórnun í fyrirtækjum, framleiðsla á matvörum og svo auðvitað meira sjónvarp og blaðamennska. Sölvi og Tobba, sem nú er ritstjóri DV , fara í þættinum yfir alls kyns sögur að tjaldabaki, lyklana að því að halda í ástríðuna og fleira og fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Guðmundur Ingi Þorvaldsson leikari hefur leikið fjölda hlutverka bæði hér heima og erlendis á farsælum ferli. Nýlega lék Guðmundur lykilhlutverk í tölvuleiknum Assassins Creed Valhalla, sem er á stærðargráðu sem fæstir gera sér grein fyrir. Í þættinum ræða Sölvi Og Gummi um leiklistina, stöðu ungra karlmanna í samfélaginu, fíknisjúkdóma, hvað það er sem einkennir okkur sem þjóð og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
- Se mer