Episoder
- Einar Carl Axelsson er fyrrverandi landsliðsmaður í Taekwondo, sem skipti um takt í lífinu eftir að hafa hryggbrotnað á 5 stöðum í skíðaslysi í frönsku ölpunum. Hann þurfti að leita allra leiða til að geta hreyft sig eðlilega aftur og eftir margra ára ferðalag stofnaði hann líkamsræktarstöðina Primal Iceland. Þar kennir hann fólki að fá frelsi í eigin líkama með samblandi af hreyfingu, öndun, kælingu og fleiru. Í þættinum ræða Sölvi og Einar um magnað ferðalag þessa unga manns, ástandið á heilsu Íslendinga og margt fleira. Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
María Birta Bjarnadóttir leikkona hefur gert ótrúlega margt þó að hún sé rétt rúmlega þrítug. 16 ára gömul var hún byrjuð með netverslun og 19 ára velti hún 10 milljónum á mánuði í versluninni Maniu á Laugavegi. Skömmu síðar var hún búin að vinna Edduverðlaunin sem leikkona og þá var ekki aftur snúð og hún flutti til Bandaríkjanna, þar sem hún vinnur nú að fjölmörgum verkefnum. Hér ræða María og Sölvi um lygilegan feril Maríu, sálufélaga, sorgina eftir dauðsföll í fallhlífarstökk og margt margt fleira.
-
Mangler du episoder?
- Magnús Scheving er einn merkilegasti frumkvöðull Íslandssögunnar. Leikfimikennarinn sem endaði á sjónvarpsskjám milljóna manna um allan heim. Hér fara Magnús og Sölvi yfir ótrúlega atburðarrás Latabæjar, þar sem Magnús var með nánast stanslausa dagskrá frá morgni til kvölds á hverjum einasta degi í áraraðir. Þakklætið yfir því að sjá börn í Suður-Ameríku drekka í sig boðskap Íþróttaálfsins, hvað þarf að hafa til brunns að bera sem frumkvöðull, lykilatriðin í að vera hamingjusamur í lífinu og fleira og fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
- Margrét Pála Ólafsdóttir er sannkölluð kjarnakona. Hún hefur um árabil rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun barna. Þúsundir ánægðra foreldra hafa nú sent börn sín í skóla Hjallastefnunnar sem Margrét stofnaði. Margrét var ein fyrsta opinbera lesbían á Íslandi og lenti í hremmingum vegna þess. Hér ræða Sölvi og Margrét um það hvernig öll hennar tækifæri voru tekin af henni á einum degi vegna fordóma á tímum sem voru allt aðrir en í dag. Þau fara jafnframt yfir mikilvægi þess að hrista upp í menntakerfinu, hlusta á börn og þora að fara gegn straumnum.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Jónas Sigurðsson varð vinsæll sem söngvari í ,,Sólstrandargæjunum", sem slógu í gegn með lagið ,,Rangur Maður" og sló síðan aftur í gegn mörgum árum síðar með lagið ,,Hafið er Svart". Það sem færri vita líklega um Jónas er að hann er afburðamaður í tölvuforritun og vann um árabil fyrir tölvurisann Microsoft. Þar var hann valinn í hóp efnilegasta fólks fyrirtækisins, en áður en það tók á flug var Jónas orðinn efins um það hvaða stefnu fyrirtækið væri að taka og kom aftur heim til Íslands. Hér ræða Sölvi og Jónas um stöðu upplýsingaflæðis í nútímanum, hvert gervigreind er komin, hversu öflugir algóritmarnir eru orðnir og svo auðvitað um tónlistina og ástríðurnar í lífinu.
Þátturinn er í boði: Sjónlags - www.sjonlag.is Fitness Sport - www.fitnesssport.is Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/ Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan) Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod) - Áskrift og aðgangur að öllum þáttum: www.solvitryggva.is Kári Stefánsson er löngu orðinn þjóðargersemi. Hér spjalla hann og Sölvi um hráan persónuleika Kára, óbeit hans á aumingjaskap og margt margt fleira.
Aðgangur að öllum þáttum á www.solvitryggva.is
- Sara María Júlíudóttir hefur komið víða við í gegnum tíðina. Hún starfaði lengi sem fatahönnuður og rak meðal annars Nakta Apann og seldi síðar fiskleður á alþjóðamarkað frá Sauðárkróki. Á síðstu árum hefur hún tekið alveg nýja beygju í lífinu eftir ferð til Mið-Ameríku og vinnur nú að því að kaupa hótel í Guatemala. Í þættinum ræða Sölvi og Sara um magnaða vegferð Söru, meðvirkni, leiðir til að sigrast á ótta og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)