Episoder

  • S01E100

    – Magnús Blöndahl er sálfræðingurinn minn. Hann hefur fylgt þættinum í anda í meira en ár og það var í gegnum hlustanda þáttarins sem ég fékk ábendingu um að senda honum línu og panta tíma. Það breytti mjög miklu. Hann las mig eins og opna bók, greindi kvíðann og hegðunina hjá mér niður í smáatriði og kom mér á brautina við að leysa úr málunum. Ég er allur annar en þó er ferlið ekki á enda og ég geng glaður til hans mánaðarlega. Magnús er afar fær í því sem hann gerir. Hann er vísindamaður fram í fingurgóma en missir þó ekki sjónar af hinu mannlega. Honum leiðist hálfkák og vill bæta geðheilsu fólks með staðfestum aðferðum og vinnubrögðum. Lengi vel vissi Magnús ekkert hvert hann ætlaði í lífinu, var ekkert endilega iðinn við nám og ákvað að lokum á tröppum háskólans að nema sálfræði. Greinin heltók hann síðan fastar eftir því sem árin liðu og nú er hann að leggja lokahönd á doktorsáfanga. Hann kennir við háskólana, sinnir fólki eins og mér og stundar rannsóknir. Magnús er venjulegur maður á aldri við mig og alls ekki hinn tvítklæddi og þurri sálrýnir sem við sjáum fyrir okkur dags daglega. Ég skulda Magnúsi margt og við þessi tímamót kom enginn til greina sem viðmælandi nema hann.

    Gott spjall.

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Líf- og sjúkdómatryggingar létta svo sannarlega undir þegar lífið tekur óvænta stefnu. Það skipt­ir máli að tryggja sig fyr­ir mögu­leg­um áföll­um og það er bæði ein­fald­ara og ódýr­ara að gera það þeg­ar mað­ur er ung­ur. www.sjova.is/einstaklingar/lif-og-heilsa/lif-og-sjukdomatrygging/

    – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E99

    – Laddi. Það þarf auðvitað ekkert að hafa fleiri orð um það. Laddi er tónlistarmaður, leikari, grínisti og algert náttúrubarn. Hann hefur haft ofan af fyrir þjóðinni lengur en flestir gera sér grein fyrir og hefur sett niður fótinn ótrúlega víða. Ferillinn hófst við trommusettið, færðist inn í leikmunadeild RÚV og síðan á svið og fyrir framan myndavélarnar. Eftir margfaldan árangur á flestum sviðum listarinnar hefur hann nú sett stefnuna á myndlist og á margt eftir ógert þar. Laddi er algert náttúruafl, gríðarlega atorkusamur og á bakvið allt grínið og glensið er auðvelt að koma auga á manninn og allt það sem undir býr. Þar býr alvara og grín, gleði og sorg í bland. Og mikið óskaplega óska ég þess að við fáum grínlausa plötu í fullri lengd á glæsilegum vínyl áður en of langt um líður — svo ég segi það í eigingjarnri frekju minni og draumalandi.

    Gott spjall.

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Rétt dekk skipta öllu máli. Græið ykkur á góð sumardekk fyrir sumarið. Meðlimir í Stofni fá sérkjör af hjólbörðum. Skoðaðu dílana hér: www.sjova.is/einstaklingar/stofn/dekkjaafslaettir/samstarfsadilar

    – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • Mangler du episoder?

    Klikk her for å oppdatere manuelt.

  • S01E98

    – Jens Ólafsson er betur þekktur sem Jenni í Brain Police. Hann er að öðrum ólöstuðum einn allra öflugasti rokksöngvari Íslandssögunnar. Hann er ógurlegur. Bæði hefur hann þennan rosalega barka, en ofan á það er hann einn mest heillandi sviðsmaður sem ég hef kynnst. Jenni er algert góðmenni og ljúfmenni, feiminn að eðlisfari og óhemju góður í því sem hann er góður í. Eins og við öll hefur hann sína djöfla að draga og það dimmir oft hjá honum. Hann hefur tekið sinn slurk af djammi og neyslu en kemur alltaf út standandi í báða fætur. Jenni hefur alltaf haft vit fyrir sér þegar virkilega á liggur, flutti á afskekktari stað til þess að stemma stigu við líferninu og gerir allt vel sem hann gerir. Ég og hann erum miklir mátar og tengjum mjög, jafnaldrar og alls ekki ólíkir í hugsun. Sem stendur er Jenni hér á landi til þess að syngja á tvennum tónleikum með hljómsveit sinni Toymachine um helgina, sem bæði eru útgáfu- og kveðjutónleikar. Miðasalan er hér:

    Græni hatturinn, 1. apríl: https://graenihatturinn.is/vidburdir/toy-machine/

    Iðnó, 2. apríl: https://tix.is/is/event/12709/toymachine-utgafu-og-kve-jutonleikar/

    Gott spjall.

    – Fly Over Iceland býður upp á STVF.

    Gestir spara 10% með afsláttarkóðanum ICELAND. Á eingöngu við um staka miða, ekki á tvöfaldar sýningar. Gildir út 31. mars 2022. ÞAÐ ER Í DAG!

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Sjóvá end­ur­greiðir við­skipta­vin­um sínum ið­gjöld lög­boð­inna bíla­trygg­inga heim­il­is­ins fyr­ir maí­mán­uð. Þetta mun líka gilda fyr­ir þau sem koma til þeirra í mars. ÞAÐ ER Í DAG!

    – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E97

    – Katrín Jakobsdóttir er forsætisráðherra Íslands. Hún er ótrúlega látlaus og skrumlaus miðað við þungavigt embættisins og fas margra sem gætt hafa þess áður. Katrín er glæpasagnanörd og fjölskyldumanneskja. Hún var send margsinnis út í sjoppu sem barn til þess að sníkja gallað nammi, þá af eldri bræðrum sínum sem glöddust yfir því hversu vel það gekk — og tóku gróðann. Eftir afburðagengi í Menntaskólanum við Sund hætti hún við að gerast leðurjakkabóhem í Frakklandi og gerði að lokum lokaritgerð um Arnald Indriðason. Hún lagði stund á kennslu, skipti sér af Borgarmálunum og endaði síðan með því að játa því að pota sér áfram til Alþingis. Og hún segir oftast já. Síðan eru liðin mörg ár og með viðkomu á mörgum stöðum er hún nú forsætisráðherra. Hún hefur engin langtímaplön, felur ekki tilfinningar sínar eða skoðanir, fær leiðinlega lítið út úr því að ná árangri — en gleðst þeim mun meira yfir því að geta tekist á við næsta verk þegar einu lýkur. Katrín er snillingur, raunverulegur snillingur í heimi þar sem orðið er augljóslega ofnotað. Hafi álit mitt á henni verið hátt fyrir þetta spjall er það komið í nýjar hæðir núna.

    Gott spjall.

    – Fly Over Iceland býður upp á STVF.

    Gestir spara 10% með afsláttarkóðanum ICELAND. Á eingöngu við um staka miða, ekki á tvöfaldar sýningar. Gildir út 31. mars 2022.

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Sjóvá end­ur­greiðir við­skipta­vin­um sínum ið­gjöld lög­boð­inna bíla­trygg­inga heim­il­is­ins fyr­ir maí­mán­uð. Þetta mun líka gilda fyr­ir þau sem koma til þeirra í mars.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E96

    – Rakel Björk er leikkona og söngkona. Hún ætlaði sér aldrei að verða neitt annað, sá ekki fyrir sér að Verzló myndi fara vel með hana en hins vegar varð MR henni mjög eðlilegt ferli, og þá spilaði Herranótt stærstu rulluna. Hún ólst upp við ljósleysi og málar veggina heima hjá sér í öllum mögulegum litum. Áður en leiklistarskóla lauk var hún komin í atvinnumennsku þegar Borgarleikhúsið fékk hana til liðs við sig. Þar er hún enn og Níu líf Bubba taka mikinn tíma þessa dagana ásamt fleiri leikhússverkefnum. Hún sinnir þó tónlistinni af afli og hljómsveitin ÞAU slítur barnskónum af kappi, dúó sem hún stofnaði með Garðari manninum sínum. (STVF bendir á tónleika í Bæjarbíói þann 6. apríl: https://tix.is/is/event/12362/-au-taka-b-jarbio). Rakel barðist árum saman við reiði og aðrar tilfinningar í kjölfar áfalla. Hún hefur spjallað við myrkrið og áfengi en er núna komin út á hinum endanum. Rakel er náttúrutalent sem fylgir hjartanu — eða mögulega heilanum. Og mikið djöfull gátum við talað saman.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Léttkaupstilboð vikunnar eru litlar 35.000 krónur í afslátt þegar þú kaupir MacBook Air. Náðu þér í appið og gerðu góðan díl.

    – Fly Over Iceland býður upp á STVF.

    Ride Again er 50% afsláttur af næsta miða, fólk getur komið eftir sýninguna og keypt annan miða á 50% afslætti; www.flyovericeland.is

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Þeir sem lenda í polla­tjón­um á mal­biki hafa hingað til þurft að greiða hærri eig­in áhættu. Nú er þetta ein­falt – sama eig­in áhætta í öll­um bóta­skyld­um kaskótjón­um sama hvernig þau ger­ast.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E95

    – Aðalheiður, eða Alla, er gömul vinkona mín. Alveg síðan in the 80s. Við höfum gert allskonar hluti saman, brotið lögin og krufið lífið til mergjar. Við höfum haldið of litlu sambandi síðustu ár og áratugi og þess vegna var mjög gaman að setjast niður með henni núna og fylla í eyðurnar. Alla er lögfræðingur og fréttastjóri Fréttablaðsins. Hún er óhefluð og hávær, situr aldrei á skoðunum sínum og hefur mjög hátt. Hún hélt lengi framan af að hún væri heimsk, meira að segja löngu eftir að ég var búinn að átta mig á því að hún væri það ekki. Alla er furðuleg blanda þess að vera háklassadama og skaðræðisdóni og einmitt það gerir hana bæði einstaka og alveg sérstaklega skemmtilega.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Slim Jim einn sá allra vinsælasti hjá Tasty! Ómótstæðilegur borgari hjá Tasty á 1.000 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.

    – Fly Over Iceland býður upp á STVF.

    Ride Again er 50% afsláttur af næsta miða, fólk getur komið eftir sýninguna og keypt annan miða á 50% afslætti; www.flyovericeland.is

    – Hljóðkirkjan býður upp á 3 þætti í viku. Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E94

    – Karl Ágúst Úlfsson hefur komð svo miklu í verk að mig verkjar í verkkvíðan þegar ég hugsa um það. Spaugstofan og Stöðin eru þrekvirki út af fyrir sig, Nýtt líf, Dalalíf, Löggulíf og allt hitt. En kannski er hans stærsta afrek að hafa skrifað allt það sem hann hefur skrifað. Allar þessar þýðingar, leikrit, skáldverk, handrit hverskonar og hvað sem þetta heitir nú allt. Og allt snýst þetta um heppni og hungur, vill hann í það minnsta meina. Karl Ágúst er ótrúlega skemmtilegur sögumaður og listamaður af allra guða náð. Árin fara afar vel með hann og auðvelt að trúa því að hann eigi enn eftir að skrifa sitt besta stöff. Og já, ég var svolítið starstruck.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Þessa vikuna eru Kalkúnabeygla, Túnfiskbeygla, og Spicy túnfiskur hjá Bagel'n'Co, á aðeins 1.000 krónur í Pay appinu!

    – Fly Over Iceland býður upp á STVF.

    Ride Again er 50% afsláttur af næsta miða, fólk getur komið eftir sýninguna og keypt annan miða á 50% afslátt; www.flyovericeland.is

    – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E93

    – Sandra er frá Akureyri en samt frá Chile. Hún lærði lögfræði þrátt fyrir góðan slurk af ADHD, eignaðist börnin á réttum aldri og gerði upp gamalt hús með hjálp vina og vandamanna. Hún hefur starfað við allskonar ólíka hluti og vill einfalda það sem flókið er. Hún er mjög berorð og beinskeytt. Mjög.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Sæktu þér pizzu á Natalía í Borg 29, Borgartúni á aðeins 1.500 krónur!

    – Bónus býður upp á STVF.

    Ef þú þarf tösku utan um kúrekastígvélin þín meðan þú túrar með rokksveitinni þinni gerir Bónuspokinn sitt gagn. Aðalbjörn í Sólstöfum getur vitnað um það.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E92

    – Þetta viðtal er ekki viðtal. Þetta er bara ég að tala við konuna mína um allt og ekkert.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Þessa vikuna býður Skyr Factory allar skálar og boozt á aðeins 1.000 kr. í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Ég fékk póst í vikunni. Viðskiptavinir Sjóvá borga ekki lögboðnar bílatryggingar í maí. Ókei, næææs.

    – Bónus býður upp á STVF.

    Ég vann einu sinni hjá Bónus. Í mörg ár. Það var mjög gaman.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 4 þætti í viku. Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E91

    – Þórdís Lóa Þórhallsdóttir er formaður borgarráðs, staðgengill borgarstjóra í Reykjavík og oddviti Viðreisnar í borgarstjórn Reykjavíkur. Hún hefur komið að bissness og stjórnmálum, rekið Pizza Hut á Íslandi og í Finnlandi og komið sprotafyrirtæki á laggirnar. Hún er útlærður sjónvarpsmógúll frá New Orleans en starfaði síðan hinum megin við vélarnar, sem og við hljóðnema. Þulur í Gettu betur og aldrei að pródúsera neitt. Hún er gæd og hefur sterkar tengingar við Reykjadalinn fagra. Hún er stjórnandi í eðlinu og hefur þörf fyrir útkomu og árangur. Hún kom mér fyrst fyrir sjónir sem manneskja með alla ábyrgðina á herðum sér, og kannski er hún það. En hún sagði mér líka að ein hennar stærsta gjöf væri kæruleysið. Hún er málglöð og skemmtileg, brosandi og afar heillandi og ekki einhleyp — þrátt fyrir plön um annað.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Tilboð vikunnar í Mathöll Pay er Eldfjallarúlla hjá UMAMI Sushi á aðeins 1.500 krónur! UMAMI er sushi veitingastaður sem staðsettur er í Borg29 mathöll.

    – Rokksafn Íslands býður upp á STVF.

    Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.

    – Bónus býður upp á STVF.

    Réttur mánaðarins í Bónus er grjónagrautur, 598 krónur pakkinn. Bónus hefur látið yfir 500.000 fjölnota poka út úr verslunum sínum frá upphafi. Það er fjölnotaleg tilhugsun.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E90

    – Við höfum sennilega öll kallað hann Ævar vísindamann, en svo einföld er sagan nú ekki. Ævar Þór er gríðarlega afkastamikill rithöfundur og grúskari en aðspurður segist hann vera leikari fyrst og allt annað á eftir. Hann er mikill talsmaður barnamenningar sem og fræðslu- og afþreyingarefnis fyrir börn og sér tækifæri í hverju horni. Hann virðist óþreytandi þegar kemur að því að koma þekkingu og gáska á framfæri en játar þó að hann sé farinn að velja tilefnin aðeins betur en hann gerði áður. Einhvern veginn kemur hann því við að eiga daglegt líf og fjölskyldu meðfram öllu saman og hefur glaður slakað aðeins á eftir að barneiginir urðu staðreynd. Hann kom mér svolítið á óvart verð ég að segja, og virðist vera náttúrulega duglegur frekar en útpældur og útsjónarsamur. Hann brosir mikið, segir sögur og skammast sín alls ekki fyrir að hafa svolítið hátt. Afar skemmtilegur maður.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Vængirnir hjá Mossley eru algjörlega ógleymanlegir! Nú á tilboði vikunnar í Mathöll Pay appsins á aðeins 1.000 krónur!

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E89

    – Broddi Kristjánsson er goðsögn. Hann hefur unnið yfir 40 íslenska titla, hefur farið á fleiri heimsmeistaramót en hann hefur tölu á og keppti á ólympíuleiknum í Barcelona árið 1992. Hann er sagnakista og ljúfmenni, lítillátur og góðlegur. Það er þó ekki erfitt að sjá keppnisskapið í gegnum þetta allt enda kemst enginn á þennan stað nema með vinnu og ákveðni. Hann vann ekki fyrsta titilinn fyrr en furðuseint, en eftir það fékk ekkert stoppað hann. Hann lærði til íþróttakennara á Laugarvatni á sama tíma og hann var að spila sig inn á ólympíuleika, fann einhvers staðar tíma til þess að næla sér í lífsförunaut og til þess að sjá Bubba spila á Borginni. Honum bregður fyrir í Rokk í Reykjavík og er ekki alveg hættur að spila þótt mjöðm og hné séu búin og golfið að taka við.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Þessa vikuna býður Kore í samstarfi við Símann Pay upp á allar vefjur á aðeins 1.000 krónur. Tilboðið gildir frá þriðjudegi fram á þriðjudag og aðeins þegar þú pantar og greiðir gegnum Símann Pay appið.

    – FlyOver Iceland býður upp á STVF.

    The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is

    – Bónus býður upp á STVF.

    Í Bónus er hægt að fá allt í þorramatinn. Harðfisk. Sviðasultu. Rófustöppu. Hákarl. Og miklu fleira auðvitað. Þessu raðar þú svo saman í þitt trog og blótar þorrann af afli.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E88

    – Vigdís Jóhannsdóttir er trukkur. Hún er vinkona mín og við unnum saman á auglýsingastofunni Pipar\TBWA í mörg ár. Hún er markaðsstjóri hjá Stafrænu Íslandi í dag og sinnir ytri og innri markaðsmálum. Hún er alin upp í Keflavík, miklu yngri en bræður hennar tveir, tók þátt í fegurðarsamkeppnum, lærði á hljóðfæri og lék með leikfélaginu. Hún ætlaði að verða leikkona, veðurfræðingur og allskonar fleira áður en hún lenti í kjafti fjölmiðlabransans þar sem hún ílengdist í mörg ár. Hún á börn og mann, er í mastersnámi með vinnunni og langar fyrst og fremst að gera samfélaginu gagn. Og það gengur vel. Hún gerir matseðil fyrir alla vikuna. Það er stórkostlegt. Dísa er snillingur.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Þessa vikuna býður Chikin í samstarfi við Símann Pay upp á kjúklingaborgara á aðeins 1.000 krónur. Tilboðið gildir frá þriðjudegi fram á þriðjudag og aðeins þegar þú pantar og greiðir gegnum Símann Pay appið.

    – FlyOver Iceland býður upp á STVF.

    The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Nákvæmlega þegar ég skrifa þetta sitjum við Agnes og maulum súkkulaði sem Sjóvá sendi okkur inn um lúguna. Súkkulaðið sem kom með kvittuninni sem fylgdi því að Sjóvá bætti henni gleraugun sem brotnuðu um daginn.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E87

    – Arnar Þór Gíslason er einn af mest áberandi trymblum landsins. Bæði er hann afskaplega afkastamikill, spilar og hefur spilað með fjölda hljómsveita og tónlistarfólks, en þar á meðal eru Dr. Spock, Pollapönk, Mugison, Jónas Sig, Lára Rúnars, Írafár og miklu fleiri, en að auki hefur hann áberandi og heillandi stíl. Addi er þó ekki tónlistarmaður að aðalatvinnu því hann er framkvæmdastjóri þeirrar stórkoslegur búðar sem Hljóðfærahúsið kallast og stendur þar vaktina dags daglega. Hann er Hafnfirðingur, á konu og tvö börn, ekki maður mikilla framtíðarplana og reynir að gera það vel sem hann gerir. Morgunrútínan er gufa, kaldur pottur, hugleiðsla, endurtekning — öfga- og látlaust. Hann er ótrúlega skemmtilegur maður sem setur þarfir annarra yfirleitt framfyrir sínar eigin. Og hann er óóógeðslega góður á trommur.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Vinsælustu beyglurnar hjá Bagel'n'Co, Skeifunni 15 á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.

    – FlyOver Iceland býður upp á STVF.

    The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is

    – Rokksafn Íslands býður upp á STVF.

    Rokksafn Íslands er safn um sögu popp- og rokktónlistar á Íslandi. Safnið er staðsett í Hljómahöll í Reykjanesbæ. Á safninu er að finna tímalínu um sögu íslenskrar tónlistar á Íslandi allt frá árinu 1830 til dagsins í dag.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E86

    – Esther Talía Casey er leikkona og söngkona, tveggja bara móðir og tískuáhugamanneskja. Hún er hálfur Íri en leiðir hennar og föður hennar skildu þegar hún var tveggja ára. Siðan þá hefur hún hitt hann afar óreglulega og ekki hægt að segja að hann sé hluti af lífi hennar. En það er allt í lagi og allir sáttir. Esther var söngkona hljómsveitarinnar Bang Gang en þurfti að velja á milli hljómsveitarinnar og leiklistarferilsins, vegna þess að einhverjar leiklistarfrekjur fóru fram á það. Hún hefur þurft að berjast fyrir sínu, hefur tvennar sögur að segja af farsæld þess að vinna með sínum nánustu, hefur verið með manninum sínum síðan þau voru í 10. bekk og farið gegnum súrt og sætt með honum. Hún leikur í sýningunni um Bubba Morthens, Níu lífum, sem Borgarleihúsið myndast við að sýna milli heimsfaraldurshrina. Esther finnst gaman að hafa fínt í kringum sinn og rækta garðinn sinn. Hún ferðast mikið utanlands og finnst gaman að væna og dæna.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Pay Mathöll hefur nýja árið á sjóðheitu 1.000 króna tilboði. Oumph! grænmetisvefja hjá KORE á aðeins 1.000 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. Þú velur svo hvort þú vilt sækja hjá Kore Granda eða Kringlunni.

    – FlyOver Iceland býður upp á STVF.

    The Real Wild West er nýjasta sýning FlyOver Attractions. Í henni er flogið yfir Vesturríki Bandaríkjanna, t.d. Utah, Kaliforníu, Arizona og Montana. Hægt er að bóka tíma á vefnum: www.flyovericeland.is

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E85

    – Sigga Beinteins er þjóðargersemi og í mínum veruleika hefur hún alltaf verið til. Hún hóf ferilinn í bandi með dr. Gunna, en hafði áður búið í pínulitlu asbesthúsi. Hún er ekki eins og allar stelpurnar sem hoppa upp í bíla með hverjum sem er og það eitt og sér skaut henni upp á vinsældahimininn með tilþrifum árið 1984. Hún hefur farið þrisvar í Eurovision, rekið söngskóla í tveimur löndum, fengið blóðtappa sökum álags og alið upp tvíbura. Hún er hljóðfæraleikari í dvala, rokkhundur inn við beinið, að sjálfsögðu Stjórnarliði og jólatónleikadrottning Íslands. Við áttum afar góða dagsstund og kjöftuðum frá okkur tímann. Fullkominn þáttur svona milli hátíða. Og þar með er 2021 búið. Takk fyrir og eigið gleðileg áramót.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Með Pay Léttkaup greiðir þú fyrir vörur með öruggum hætti og hefur 14 daga til að dreifa greiðslum í allt að 36 mánuði. Þú getur sótt um Léttkaupskortið, óháð því hvar þú ert með síma- og bankaviðskipti. Á hverjum fimmtudegi birtast ný Léttkaupstilboð í appinu.

    – Omnom býður upp á STVF.

    Vondandi slepptuð þið því að gera jólaísinn eins og Agnes og eigið þess vegna marga poka af LAKKRÍS + SEA SALT OMNOM KRUNCH til þess að mönsa á yfir á nýja árið.

    – Sjóvá býður upp á STVF.

    Keyrðu yfir símann þinn eins og Snæbjörn um árið og leyfðu Sjóvá að mýkja fallið.

    – Bríó býður upp á STVF.

    Þið þurfið að láta ykkur hinn óskaplega vel heppnaða og áfengislausa Bríó duga á áramótunum, en fljótlega á nýju ári kemur LÓÐASTÓLALARRY frá Borg, í samstarfi við Drauga fortíðar, í búðirnar.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E84

    – Ég og Jóhannes Haukur þekkjumst alveg ljómandi vel og mig langaði bara til þess að hafa jó(l)a(guðs)spjallið hressandi og algerlega inni á mínu eigin þægindasvæði. Það breytir því ekki að ég komst að ógeðslega mörgu um hann sem ég vissi ekki fyrir. Þetta varð á löngum köflum algerlega gagnvirkt spjall frekar en viðtal af nokkru tagi og hann spurði jafnvel meira en hann svaraði. Jóhannes er ótrúlegur hæfileikamaður og virðist aldrei efast um neitt. Það er samt ekki alveg svona einfalt og hann hugsar alveg djöfull mikið. Hann kenndi mér helstu trikkin sem hann notar sem leikari og útskýrði fyrir mér hvernig hann skar niður hluta úr loftinu hjá sér daginn áður en hann mætti í viðtalið. Ég held að þetta sé fullkomin hlustun svona rétt fyrir jól. Gleðilega hátíð.

    Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Léttu þér jólin með ostborgara frá Plan B! Þú átt það svo sannarlega skilið í jólaösinni. Smassaður ostborgari frá Plan B á aðeins 550 kr! Þú velur hvort þú vilt sækja á Suðurlandsbraut 4 eða Bæjarhraun 16 Hafnarfirði.

    – Omnom býður upp á STVF.

    Það er opið alla daga í verslun/ísbúð Omnom á Grandanum frá 11 til 22, lokað aðfangadag, jóladag og annan í jólum, en opið á Þorláksmessu. Farðu í dag og náðu þér í súkkulaði fyrir það heilagasta, eða aukagjöf í pakkann.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E83

    – Aldís Amah Hamilton er mjög berorð manneskja. Hún liggur ekki á neinum skoðunum og tók mig svona allt að því á teppið með suma hluti. Það er gott, hún gerði það vel og var mjög til í samtalið. Og hey, hún hefur líka rétt fyrir sér. Aldís Amah er fædd í Þýskalandi, er af íslenskum og bandarískum ættum en eins framandi og það kann að hljóma er hún á flestan hátt alveg ofurvenjulegur Íslendingur, í besta skilningi. Hún fór í Verzló á röngum forsendum en lærði að lokum leiklist, okkur öllum til happs. Hún hefur fetað sig hratt upp stigann og leikur nú aðalhlutverk í sjónvarpsseríu sem hún skrifar í slagtogi við aðrar kanónur og sýnd verður á Stöð 2 um hátíðirnar. Þátturinn er glæpasería í leikstjórn Baldvins Z, nefnist Svörtu sandar og af spjallinu við Aldísi að dæma gætum við fengið að sjá eitthvað afar nýtt og ferskt. Aldís Amah er rétt að byrja, það finnst á öllu, og framtíðin hefst núna.Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    Brauðkaup í samstarfi við Símann Pay býður þér gómsæta vængi á aðeins 1.000 kr. í stað 1.590 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið.

    – Omnom býður upp á STVF. Við Aldís ræddum Omnom í þættinum, aðventugjöfina hennar og svoleiðis. Hún er vegan og sagðist ekki geta fengið súkkulaði við sitt hæfi. Það er auðvitað alrangt. Sjáið þetta til dæmis: https://omnom.is/products/superchocoberrybarleynibblynuttylicious

    – Bónus býður upp á STVF.Lengdur opnunartími fyrir jólin og til dæmis opið til 23:00 á Þorláksmessu í Smáratorgi, Skeifunni og Spöng — og opið í öllum búðum til 14:00 á aðfangadag. Matur og jólagjafir, strax eða á síðustu stundu.

    – Rokksafn Íslands býður upp á STVF.Rokksafnið er staður sem allt áhugafólk um tónlist og/eða íslenska menningu á að heimsækja. Mig langar þó sérstaklega til þess að benda á hina árlegu tónleika sem hljómsveitin Valdimar heldur í Hljómahöll þann 30. desember. Það eru enn til miðar: https://tix.is/is/event/12479/valdimar/

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E82

    – Elíza Geirsdóttir Newman er söngkona, fiðluleikari og forsprakki Kolrössu Krókríðandi, sem síðar nefndist Bellatrix. Kolrassa var stofnuð laust fyrir Músíktilraunir Tónabæjar 1992 og vann keppnina með afar sannfærandi hætti. Þá strax fór allt af stað sem leiddi bandið og Elízu til útlanda þar sem reynt var á meikdraumana. Allt var það keyrt til enda og síðan þá hefur Elíza búið til og gefið út tónlist, bæði sem sóló en líka í slagtogi við aðra. Fyrir utan tónlistina hefur Elíza gert margt, hún á fjölskyldu, áhugamál og hefur nýlega sigrast á krabbameini. Hún hefur skýra stefnu og treystir eigin innsæi og aðferðum og er merkileg blanda af introvert og átróvert. Elíza og Kolrössur breyttu íslensku tónlistarlífi svo sannarlega til hins betra en þar var ekki látið staðar numið. Þannig er Elíza enn á fullu og er að vinna að nýrri plötu sem kemur út fljótlega. Ég mæli með því að þið hlustið á Drápu á meðan við bíðum eftir þeirri útgáfu.Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.

    KORE í samstarfi við Símann Pay býður þér kjúklingaborgara máltíð á aðeins 1.500 kr. í stað 2.790 kr. Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. ATH! Tilboðið er eingöngu aðgengilegt hjá KORE Granda.

    – Omnom býður upp á STVF. Íslenski veturinn einkennist af snævi þöktu, ísköldu vetrarhúminu og endalausu myrkri. Í aðventuöskjunni má finna fjögur hólf með girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna. Núna á þriðju viku aðventu er ekkert betra en að opna þrjú hólf í einu — og skófla í sig.

    – FlyOver Iceland býður upp á STVF.Nú er hægt að fljúga yfir Ísland eða villta vestrið, nú eða Ísland OG villta vestrið. Gjafabréfin fást á www.flyovericeland.is og þau henta afar vel í alla jólapakka. Fljúgum heima um jólin.

    – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.

  • S01E81

    – Lára Sóley er framkvæmdastjóri Sinfóníuhljómsveitar Íslands og er fullkomin í djobbið. Hún er Húsvíkingur í grunninn, var fyrirmyndarbarn og -unglingur, lærði á fiðlu og fór snemma að skipuleggja viðburði. Allt sem hún lærði lærði hún vel, og mögulega stundum aðeins of vel. Árum saman var hún stór hluti af tónlistarlífi Akureyrar, kom að uppbyggingu Hofs og þjónaði starfi framkvæmdastjóra þar um tíma. Fram og til baka hefur hún numið tónlist og tónlistarstjórnun erlendis og lauk meistaranámi í listastjórnun í þann veginn sem hún settist í sætið sitt í Hörpu. Hún hefur starfað mikið sjálfstætt og er manneskja sem lætur hlutina gerast. Hún lætur ferilinn ekki stoppa sig í að halda fjölskyldu og á sálfræðing fyrir mann og þrjú börn. Þegar róast aðeins um hjá okkur báðum ætla ég að spyrja hvort hún vilji vera með mér í hljómsveit — en bara þegar við verðum búin að koma upp menningarhúsi á Húsavík. Gott spjall.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.Sæktu þér vinsælustu pizzu Natalía í Borg 29, Borgartúni á aðeins 1.500 krónur! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Omnom býður upp á STVF. Íslenski veturinn einkennist af snævi þöktu, ísköldu vetrarhúminu og endalausu myrkri. Í aðventuöskjunni má finna fjögur hólf með girnilegu handgerðu aðventunammi sem opna á í aðdraganda jólanna. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.