Episodes
-
Fjölskyldu mál tekið fyrir í þættinum. Fyrirtæki að negla upp leikskóla fyrir starfsfólk, maður sagðist hafa fengið klamýdíu í ræktinni og hver eru helstu leitarorð þín á Pornhub árið 2024? Við dustuðum rykið af lögregludagbókinni og fórum í gegnum sannar sögur. Síðasti þáttur fyrir jól. Góða skemmtun!
-
Var Simmi handtekinn? Er Jay Z perri? Er Sólveig Anna vondi kallinn? Við fórum líka í gegnum stýrivexti, Luigi Magngione skaut víst forstjóra og andlitið á þér segir til um langanir þínar í kynlífi. Lögregludagbókin snéri aftur við mikinn fögnuð. Þetta og margt fleira. Góða skemmtun!
-
Missing episodes?
-
Tímamót hjá 70min, við lækkum hlutfall stjórnmálaumræðu en gátum samt ekki sleppt að ræða úrslitin á laugardaginn. Snertum á kinki kynlífi og svo fengu verðandi hjón í brúðkaupshugleiðingum ráð hvernig brúðkaupið (eða partýið) á að vera. Þetta og margt fleira. Góða skemmtun!
-
Þú setur x við þinn flokk um helgina. Hvað á að kjósa og hvaða flokkar munu ákveða þína framtíð? Ef það fær þig ekki til að hlusta þá fórum við yfir fæðingarþunglyndi og hvernig er best að útfæra dirty weekend í Amsterdam. Þetta og djúp fræðilega greining á því sem mun gerast um helgina. Góða skemmtun!
-
Var ekki bara gaman? Góða skemmtun!
-
Mikið gaman og mikið grín. Góða skemmtun!
-
Þessi þáttur var sögulegur. Svo sögulegur að við lentum í tæknilegum vandræðum í upphafi, sorry með það :)
Heimurinn mun ekki farast þótt Trump sé orðinn forseti, kennarar vilja meina að foreldrar séu verkfallsbrjótar sem er hlægilega fáránlegt. Þetta og mart um sambönd og kynlíf að venju. Góða skemmtun! -
Kristrún skrifaði þetta viljandi. Jón góði og Valtýr Guðjóns í hanaslag um Spilverk þjóðanna, góðar fréttir fyrir konur - typpi eru að stækka og 12 alveg ótrúleg ráð sem þú getur notað í rúminu. Þetta og svo mjög mikið margt annað í þætti vikunnar. Góða skemmtun!
-
Við prufuðum að opna sambandið, könnuðum hvort við værum miðaldra og hafði borgarstjóri rétt fyrir sér? Við snertum svo lítillega á pólitíkinni, fórum yfir stóra fríhafnar málið og veltum því fyrir okkur hvort Svandís Svavarsdóttir sé að reyna láta flokkinn sinn blæða út. Þetta og svo margt fleira í þætti vikunnar. Góða skemmtun!
-
Að slíta eða vera slitið. Hjónabandinu loksins lokið í Stjórnarráðinu. Svandís mætti með Lúdó spjald í pókerleik. Þórdís ætlar að verða formaður. Gæludýr frá Úkraínu, rasismi í íshokkíheiminum og staðreyndir um hjónabandið. Þetta og mjög margt fleira aðeins fyrir þitt eyra. Góða skemmtun!
-
77min af þéttum pakka. Albert sýknaður og má spila, kennarar vilja hærri laun (eðlilega) og Bjarna Ben fannst kjánalegt að ráðherra hringi í Ríkislögreglustjóra þegar hann gerði það nákvæmlega sama í Ásmundarsals málinu. Þetta og margt fleira í þætti vikunnar. Góða skemmtun!
-
Þessa helgina fáið þið lítinn skammt af pólitík, Hvassahrauni, brjóst eru víst ekki bara brjóst og hversu oft eiga pör að stunda hókí póki í viku? Við komumst svo að því að það eru til núdistar sem vilja fjölga sér. Þetta og svo margt annað. Góða skemmtun!
-
Hvernig er best að segja kærustunni að þú viljir tíma fyrir þig í sambandinu? Er ekki bara best að hafa Yazan á Íslandi? Hefur þú fengið hor í munninn í miðjum samförum? P. Diddy að gera góðan til til ná öllum vonduköllunum og er Quang Le ekki bara game over?
Þetta og mörg önnur mál líðandi stundar til umræðu í þættinum. Góða skemmtun! -
Þessi var langur og þéttur. Fórum yfir hvað flugfélaginu Play gekk til með auglýsingu sinni. Kata Jak réttu megin við núllið, furðulegt fjárlagafrumvarp og eru meðallaun í alvöru yfir 900kall? Helgi Magg mun sennilega ekki halda uppi stuðinu í staffapartýinu hjá Ríkissaksóknara og hver setur uppí sig TikTak áður en hann skellir sér í munngælur. Góða skemmtun!
-
Vorum á persónulegu nótum í þessum. Sjálfstæðisflokkurinn er að brenna en samt áttu að kaupa eldinn. Þyrluflug fyrir bændur í göngum, málmleitartæki í framhaldsskóla og gerðu kaupmála!
Við fórum í gegnum þá kvöl og pínu sem skilnaður er ásamt því að Simmi sagði ykkur frá subbulegri framhjáhaldssögu inná klósetti. Góða skemmtun! -
Vikan gerð upp. Er ferðaþjónustan að fara framúr sér? Ráðherra ekki með ráðherrabílstjóra né á ráðherrabíl á hraðferð í Skagafjörð. Miðflokkurinn að trenda, hvað má nota smokk lengi og áfengið hjálpaði Simma að komast í gegnum covid. Þetta og mjög áhugaverð umræða um frænda konu sem svaf hjá frænku sinni og manninum hennar. Góða skemmtun!
-
Það var ekki ausið úr honum brunninum í þetta skiptið. Fórum yfir ofurorlofslaun og skítkastið úr Hádegismóum. Afhverju eru Benifer að skilja, eins gott að segja upp áskrift að Disney+ áður en maður deyr í Disney. Þau voru svo asgoddi hressandi kynlífsráðin í þetta skiptið. Ýttu á playtakkan, það er hættulaust. Góða skemmtun!
-
Á matseðlinum var afsökunarbeðni Prittýboy tjokkó, þjórfé sé lúsmý og kaup lögreglunar á búnaði fyrir leiðtogafund. Í eftirrétt bjóðum við uppá 13 kynlífstæki sem koma sér vel í fjarsamböndum og jafnvel líka ekki í fjarsamböndum ásamt helling af öðru góðu stöffi. Góða skemmtun!
-
Ekkert eðlilega gott að koma aftur eftir sumarfrí. Við fórum yfir þjóðhátið, ríkið hyggist bjóða uppá frí eiturlyf einn daginn og vegabréfið þitt er ekki jafn öflugt og fyrirsagnir segja til um. Við komumst svo næstum því að því hver vegna konur halda framhjá maka sínum. Þetta og milljón annað gagnslaust blaður sem er aðeins gert til að stytta þér stundir. Góða skemmtun!
-
Síðasti þáttur fyrir sumarfrí. Hvernig í veröldinni á að verðleggja WokOn vörumerkið sem er til sölu. Íþróttir fá svipaða fjárhæð í fjárlagafrumvarpinu eins og Íslenski dansflokkurinn, efnafólk sleppur vel úr snörunni með Bláa lónið og framhjáhald er bara þræl algegnt. Við fórum svo yfir það hvað hárliturinn þinn segir um þig í rúminu. Góða skemmtun!
- Show more