Episodes

 • Góðan dag kæru hlustendur og gleðilegan 2.í aðventu!
  Þáttur vikunnar verður með aðeins öðruvísi sniði en vegna fjölda áskorana náði ég loksins að plata minn betri helming, einkaþjálfarann og flugfreyjuna Söru Davíðsdóttur í stórskemmtilegt spjall.
  Við Sara höfum yfirleitt nóg um að spjalla og fórum við um víðan völl þessa kvöldstund en ræddum við meðal annars fyrirtækið hennar ZONE, hvernig það varð til og mikilvægi þess að vera samkvæmur sjálfum sér, hennar aðkomu að upphafi þessa podcasts, ástríður, stjúpmóðurhlutverkið, trúlofunina í París og margt fleira ásamt því að fara yfir margar skemmtilegar sögur úr okkar sambandstíð, meðal annars þegar ég hræddist um líf mitt í Chicago síðastliðið sumar.

  Þátturinn er í boði:

  Gott gisk - https://www.gottgisk.is/

  Bestseller.is - https://bestseller.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Burlesque drottningin og fyrrum fjölmiðlakonan Margrét Erla Maack mætti í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum Betri Helmingi útvarpsmanninum Tómasi Steindórssyni.
  Margrét er sannkölluð fjöllistakona en er hún einna þekktust fyrir Burlesque sýningar sínar og kemur hún fram við hin ýmsu tilefni, veislustýrir, kennir á námskeiðum og er meðlimur í Sirkus Íslands en áður fyrr starfaði hún í fjölmiðlum bæði á RÚV og Stöð 2.
  Tómas stendur útvarpsvaktina á X-inu á hverjum degi ásamt því að sjá af og til um umjöllunarþætti um körfubolta en var lengi vel efnilegur körfuboltamaður sjálfur.
  Margrét og Tómas kynntust í gegnum samfélagsmiðla og var opnunarlína Tómasar það sem gerði útslagið en sagðist hann vera hennar helsti aðdáandi í Útsvarinu. Í kjölfarið skipulögðu þau hitting en var Tómas búinn að gleyma að hann átti að vinna í félagsmiðstöðinni það kvöld, Margrét var þó staðráðin í að hitta hann og bauðst hún til að mæta og vera með magadansnámskeið og hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga í dag saman eina stelpu.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um hvar áhugi Margrétar kviknaði á Burlesque, magadansinn, fjölmiðlabransann, fjölskyldulífið, rómantýkina og margt flera og fengum að heyra fullt af sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Tómas ákvað að prufa að taka þátt í Burlesque sýningu.

  Þátturinn er í boði:

  Gott gisk - https://www.gottgisk.is/

  Bestseller.is - https://bestseller.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Söngkonan Guðrún Árný Karlsdóttir mætti til mín í virkilega skemmtilegt spjall ásamt sínum betri helming, Sveinbirni Enokssyni.
  Það eru komin ansi mörg ár síðan Guðrún Árný söng sig inní hug og hjörtu íslendinga en var hún til að mynda partur af Frostrósum sem voru ómissandi í kringum hátíðarnar á sínum tíma, en gaf hún einmitt nýverið út splunkunýtt jólalag sem heitir “Desember”.
  Sveinbjörn er bílamálari og bifreiðasmíðameistari en tók sér pásu frá því og er í dag rótarinn hennar Guðrúnar.
  Sveinbjörn sá Guðrúnu fyrst í fermingarveislu hjá frænku sinni þar sem hún var að sjálfsögðu mætt til þess að syngja og var hann ekki lengi að snúa sér að vini sínum og kalla “dips”. Þau rákust af og til á hvert annað enda bæði úr hafnarfirði og þekktu mikið af sama fólki en lét Sveinbjörn hana þó alveg vera enda Guðrún þá í öðri sambandi. Það var því ekki fyrr en tveimur árum síðar að þau fara að slá sér upp og voru hlutirnir fljótir að gerast í kjölfarið.
  Í dag eru þau gift og eiga saman þrjú börn.
  Í þættinum ræddum við meðal annars tónlistina og hæðir og lægðir sem þeim bransa fylgir, hvernig það er að vinna með makanum sínum, fjölskyldulífið, skemmtilega öðruvísi brúðkaup, rómantíkina og margt fleira, ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar hlutverkaleikur þeirra fór aðeins lengra en þau ætluðu sér.


  Þátturinn er í boði:

  Gott gisk - https://www.gottgisk.is/

  Bestseller.is - https://bestseller.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Hlaðvarpsstjarnan, áhrifavaldurinn, íþróttakonan og nú síðast rithöfundurinn Edda Falak og hennar betri helmingur, bardagakappinn Kristján Helgi Hafliðason eru gestir vikunnar í Betri helmingnum.
  Edda hefur verið áberandi undanfarin misseri fyrir hlaðvarpið sitt Eigin konur þar sem hún vekur athygli & opnar umræðuna á erfiðum málefnum, en þar fær hún til sín viðmælendur sem deila með henni reynslusögum sínum sem oft á tíðum geta verið ansi átakanlegar.
  Ásamt podcastinu er Edda nýbúin að gefa út bókina “Það sem ég hefði viljað vita” þar sem hún skrifar útfrá reynslu sinni um það sem gott hefði verið að búa sig undir fyrir lífið sem fullorðin einstaklingur.
  Kristján er einn okkar allra besti glímukappi en hefur hann unnið til fjölda verðlauna á þeim vetfangi og nýlega tekin við stöðu yfirþjálfara hjá Mjölni.
  Edda og Kristján hittust fyrst þegar Eddu bráðvantaði einhvern til að keppa með sér á Crossfit móti og var henni bent á að heyra í Kristjáni, Kristján var ekki lengi að slá til enda Edda margrómuð Crossfit stjarna. Kristján átti þó í einhverju basli og þurfti að bregða sér frá á miðju móti til að kasta aðeins upp og endaði Edda á því að klára mótið ein. Það var þó nokkru síðar að þau fóru að stinga saman nefjum og hafa þau nú verið par í tvö ár.
  Við fórum um víðann völl í þættinum en ræddum við meðal annars bókina og hvernig hún kom til, réttlætiskenndina og kveikjunni af podcastinu, glímuferilinn, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Edda bað um ansi sérstakt óskalag í tíma hjá Kristjáni.


  Þátturinn er í boði:

  Gott gisk - https://www.gottgisk.is/

  Bestseller.is - https://bestseller.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Fjölmiðla og dagskrárgerðarkonan Snærós Sindradóttir og hennar betri helmingur blaðamaðurinn Freyr Rögnvaldsson eru gestir þáttarins þessa vikuna.
  Snærós vaknar með þjóðinni eldsnemma alla virka morgna á Rúv en hefur hún einmitt stjórnað þar morgunþætti rásar tvö undanfarið árið en gegndi hún áður hinum ýmsu störfum innan Rúv, þar á meðal sem verkefnastjýra Ungrúv.
  Freyr hefur verið í blaðamennskunni síðan 2006 og hefur undanfarin fjögur ár starfað sem blaðamaður hjá fréttamiðlinum Stundinni ásamt því að taka hlutverki sínu á þriðju vaktinni með börnin mjög alvarlega.
  Freyr sá Snærósu fyrst í gegnum glugga á rútu og hugsaði strax með sér að þarna væri fallegasta kona sem hann hefði á ævi sinni séð, Snærós vippaði sér svo í rútuna og þegar hún kom auga á Frey var hún viss um að þennan mann yrði hún að fá. Það voru þó nokkrar hindranir á leið þeirra og tók þau nokkurn tíma að verða par en var það ekki fyrr en þremur árum síðar að þau byrja opinberlega saman.
  Í dag eru þau gift og eiga saman tvær stelpur en Freyr átti tvö börn úr fyrra sambandi.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um lífið í fjölmiðlunum og hvernig það er að vinna að erfiðum fréttum, fjölskyldulífið og stjúmóðurhlutverkið, ferðalög, rómantíkina og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal ansi skrautlega kvöldstund sem þau deildu með kunningja hjónum á Ítalíu.

  Þátturinn er í boði:

  Bestseller.is - https://bestseller.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Tónlistarmaðurinn Einar Stefánsson og dansarinn og leiklistarneminn Sólbjört Sigurðardóttir eru viðmælendur Betri helmingsins þessa vikuna.
  Einar hefur gert garðinn frægann sem gimpið í hljómsveitinni Höturum sem kepptu eftirminnilega í Eurovision árið 2019 og vöktu þeir gríðarlega athygli og ekki síst Einar í sínu hlutverki innan hljómsveitarinnar. Einar er einnig einn þriggja meðlima í hljómsveitinni Vök en á daginn sér hann um markaðsmál fyrir Íslenska Dansflokkinn.
  Sólbjört er menntaður dansari og hefur hún dansað í ófáum sýningum en var hún einmitt einn dansara í atriði Hatara og hefur hún ferðast víða um Evrópu með þeim. Þessa stundina er hún að dansa í sýningunni Níu líf í borgarleikhúsinu á sama tíma og hún stundar nám í leiklist við Listaháskóla Íslands.
  Einar og Sólbjört vissu fyrst af hvert öðru í gegnum frænku Einars en var hún með Sólbjörtu í dansnámi í Listaháskólanum, þau voru þó bæði á föstu á þeim tíma og var það því ekki fyrr en nokkru síðar að þau fóru að slá sér upp, en þá hittust þau á skemmtistaðnum Húrra og náði Einar að plata hana með sér heim, eins og hann orðaði það sjálfur, og hafa þau verið saman allar götur síðan og eru í dag trúlofuð og eiga saman eina dóttur.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um tónlistina, dansinn og leiklistina, bónorðssöguna, fjölskyldulífið í lista bransanum, Eurovision ævintýri Hatara og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Einar kynnti Sólbjörtu fyrir foreldrum sínum á ansi frumlegann hátt.

  Þátturinn er í boði:

  Bestseller.is - https://bestseller.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

 • Séra Davíð Þór Jónsson og hans Betri helmingur Þórunn Gréta Sigurðardóttir eru viðmælendur vikunar í Betri helmingnum.
  Davíð Þór hefur komið víða við á sínum starfsferli en var hann meðal annars annar Radíusbræðra sem nutu gríðarlegra vinsælda á tíunda áratugnum, gegndi ritstjórn, þýddi bæði leikrit og sjónvarpsþætti, stjórnaði Gettu betur en hefur hann verið sóknarprestur Laugarnseskirkju síðan 2016.
  Þórunn Gréta er menntuð með BA í tónsmíðum frá Listaháskóla Íslands og er hún formaður Tónskáldafélags Íslands. Þórunn Gréta hefur samið fjölbreytt tónverk en vann hún einmitt Íslensku tónlistarverðlaunin nú fyrr á þessu ári fyrir óperu sína KOK.
  Davíð Þór og Þórunn Gréta kynntust í raun þrisvar sinnum en þeirra fyrstu kynni voru þegar Þórunn var einkabílstjóri Davíðs þar sem hann var að skemmta fyrir framhaldsskólann á Egilsstöðum, það var þó langt frá því að kvikna eitthvað á milli þeirra í það skiptið enda töluvert aldursbil á milli þeirra. Þeirra önnur kynni voru svo þegar Þórunn flutti fyrir tilviljun í íbúð á sama stigagangi og Davíð og rákust þau reglulega á hvert annað, það var þó ekki fyrr en í þriðja skiptið sem leiðir þeirra lágu saman að hjólin fóru að snúast en var það þegar Davíð réði hana til vinnu við þýðingu á barnaefni. Þau voru bæði á viðkvæmum stað í þá daga og fundu stuðning frá hvert öðru sem þróaðist síðan í ástarsamband og hafa þau verið saman allar götur síðan, eru gift með tvö börn en átti Davíð börn úr fyrra sambandi.
  í þættinum ræddum við meðal annars um prestastarfið og hvar áhuginn fyrir því kviknaði, árin í skemmtibransanum, tónlistina, fjölskyldulífið og rómantíkina ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Þórunn Gréta kveikti næstum í heimili þeirra.


  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Gylfi Einarsson fyrrum atvinnumaður í fótbolta og spark-spekingur með meiru kom til mín í stórskemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi, ofurþjálfaranum vinsæla Karitas Maríu Lárusdóttur.
  Gylfi er eins og fyrr segir fyrrum atvinnumaður í fótbolta en spilaði hann á sínum ferli fyrir klúbba á borð við Lilleström, Brann og Leeds. Í dag rekur Gylfi fyrirtækið Iceland Tax free og bregður reglulega fyrir á skjám landsmanna um helgar yfir enska boltanum.
  Karitas er þjálfari hjá World Class til fjölda ára og hefur kennt þar við góðan orðstír ásamt því að vera með fjarþjálfun sem fer sístækkandi.
  Gylfi og Karitas kynntust í byrjun árs 2016 í gegnum sameiginlega vinkonu en var Gylfi ekki lengi að stökkva til og bjóða henni á deit. Karitas segist þó hafa fallið algjörlega fyrir honum þegar hann bauð henni heim í súkkulaðirúsínur og smoothie og voru hlutirnir fljótir að gerast í kjölfarið og hafa þau ekki verið í sundur síðan. Í dag eiga þau saman tvö börn en átti Gylfi tvö börn fyrir úr fyrra sambandi.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um fjölskyldulífið og hvernig það var að fóta sig í stjúpforeldra hlutverkinu, fótboltann, heilsu, ferðalög og margt fleira ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Gylfi fór einn út í mjaðmaskipti.


  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Leikarinn Jóhann G Jóhannsson mætti til mín ásamt sínum betri helmingi framkvæmdastjóranum Guðrúnu Kaldal í einlægt og skemmtilegt spjall nú á dögunum.
  Jóhann eða Jói eins og hann er alltaf kallaður hefur á sínum ferli sem leikari komið víða við en hófst leiklistarferill hans í sjónvarpsþáttunum vinsælu um Nonna og Manna eftir samnefndum bókum, þá aðeins 14 ára gamall. Hann hefur bæði unnið mikið á sviði og í kvikmyndum en er fókus hans þessa stundina nær eingöngu í kvikmyndaheiminum og hefur hann getið sér gott orð víða erlendis og er nóg að gera hjá honum.
  Guðrún er framkvæmdastjóri frístundamiðstöðvarinnar Tjarnarinnar en hefur hún verið í frístundabransanum um langt skeið ásamt því að hafa verið atvinnudansari til þrítugs.
  Jói og Guðrún kynntust árið 1995 á Dansverkstæðinu þar sem Guðrún var að kenna aerobic og Jói var með leiklistarnámskeið. Það var þó ekki fyrr en um hálfu ári seinna að þú fóru að deita en var það einmitt þá sem Jói bauð Guðrúnu heim í afar rómantískan kvöldmat þar sem hann eldaði handa henni 1944 og hafa þau ekki verið í sundur síðan þá. Þau eru í dag búin að vera gift í 22 ár og eiga saman tvo uppkomna stráka.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um leiklistina og hvernig það er að leika í stórum erlendum verkefnum, eurovision dansævintýri Guðrúnar með Páli Óskari, samheldni fjölskyldunnar, rómantíkina og fengum við að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Jói var ekki alveg með “touchið” á skíðatískunni.


  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Körfuboltaparið Helena Sverrisdóttir og Finnur Atli Magnússon kíktu við hjá mér í virkilega áhugavert og skemmtilegt spjall fyrir skemmstu.
  Helena er ein okkar allra fremsta körfuboltakona fyrr og síðar en hefur hún spilað mikilvæga rullu hjá sínum félagsliðum sem og með landsliðinu. Hún er ein fárra íslenskra kvenna sem farið hefur út í atvinnumennsku í körfubolta og spilaði hún meðal annars í Slóvakíu, Ungverjalandi og Póllandi. Hún hefur unnið til fjölda verðlauna á ferlinum og margsinnis verið kosin leikmaður ársins hér heima fyrir. Í dag spilar Helena með uppeldisklúbbnum Haukum ásamt því að kenna samfélagsfræði í Áslandsskóla í Hafnarfirði.
  Finnur á ekki síður glæstan körfubolta feril að baki en lagði hann skóna á hilluna eftir síðasta tímabil, þá búinn að spila körfu í meistaraflokki í 20 ár og á sínum ferli verið reglulegur leikmaður landsliðsins. Í dag vinnur Finnur sem sjúkraþjálfari á öldrunarheimilinu Sóltúni.
  Finnur og Helena höfðu vitað að hvort öðru um þó nokkurt skeið áður en þau fóru að slá sér saman enda körfubolta heimurinn lítill og þau bæði nokkuð áberandi í boltanum. Það var þó ekki fyrr en systir Helenu auglýsti að Helenu bráðvantaði followers á snapchat að Finnur ákvað að stökkva á tækifærið og síðan var ekki aftur snúið.
  Í þættinum ræddum við meðal annars um körfuboltalífið og hvar áhuginn kviknaði, atvinnumennskuna úti og menningarmun, rómantíkina, brúðkaupið ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar allt liðið tók á móti þeim þegar þau komu heim af fyrsta deitinu sínu.


  Reykjavíkurblóm - https://flowers.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Áhrifavaldurinn og dansarinn Ástrós Traustadóttir mætti til mín ásamt sínum betri helmingi Adam Karli Helgasyni í virkilega skemmtilegt spjall nú á dögunum.
  Ástrós hefur verið áberandi undanfarin ár á samfélagsmiðlum og talar hún um að það hafi í raun allt byrjað eftir að hún tók þátt í sjónvarpsþáttunum Allir geta dansað þar sem hún var fengin til að dansa og þjálfa einn keppandann. Ástrós var um tíma atvinnu dansari og kennir nú dans samhliða hinum fjölbreyttu verkefnum sem berast á borð hennar sem áhrifavaldur.
  Adam er stofnandi fyrirtækisins ZOLO sem er hlaupahjólaleiga og hefur slegið rækilega í gegn og er alltaf nóg um að vera hjá þeim og reksturinn fer ört stækkandi.
  Ástrós og Adam kynntust fyrst við módelstörf löngu áður en þau fóru að slá sér upp enda bæði í sambandi þá, Adam varð þó strax heillaður af henni, en var það þó ekki fyrr en töluvert síðar að að Adam lét til skarar skríða og var þá búinn að frétta af því að Ástrós væri á lausu. Hann ákvað þá að bjóða henni á stefnumót sem Ástrós afþakkaði þó pent en þrautseigja Adams skilaði sér svo sannarlega og eiga þau nú von á sínu fyrsta barni saman.
  Í þættinum fórum við um víðan völl en ræddum við meðal annars um áhrifavaldamennskuna og dansinn, ZOLO ævintýrið, rómantíkina, ferðalög og fengum að heyra margar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Adam reyndi allt til þess að gera sjóferð óléttrar og sjóveikrar Ástrósar bærilega.

  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Hlaupagarpurinn og þjálfarinn Sigurjón Ernir Sturluson mætti til mín í áhugavert og stórskemmtilegt spjall ásamt sínum betri helmingi Simonu Vareikaité.
  Sigurjón er afreksmaður í utanvegahlaupum en hefur hann lengst hlaupið hvorki meira né minna en 147 kílómetra og í hækkun í þokkabót. Sigurjón rekur einnig líkamsræktarstöðina UltraForm sem er hugmynd sem byrjaði í bílskúrnum hjá honum 2017 en eru þau nú með tvær stöðvar í fullum gangi og fara ört stækkandi.
  Simona er Litháensk að uppruna og fluttist til íslands 14 ára gömul. Hún er einnig með hlaupabakteríuna og hljóp nýlega sitt fyrsta 100 kílómetra hlaup. Í dag sér hún svo um rekstur og bókhald á stöðinni þeirra UltraForm.
  Það kemur kannski fæstum á óvart að þau Sigurjón og Simona hittust fyrst í ræktinni en voru þau um tíma bæði að stunda Bootcamp en var það einmitt þar sem þau sáust fyrst. Það leið þó dágóð stund þar til þau fóru að stinga saman nefjum en hlutirnir fóru að gerast þegar Simona fann Sigurjón einann fyrir utan Austur eitt örlagaríkt kvöld. Síðan þá hefur margt vatn runnið til sjávar og eiga þau í dag litla stelpu og reksturinn í blóma.
  Í þættinum fórum við um víðan völl en ræddum við meðal annars um æskuárin og hvernig þau mótuðu þau, heilsuna, fjallahlaupin, hvernig það er að vinna með maka sínum, rómantíkina ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Sigurjón þrjóskaðist við að kaupa hillur inná heimilið.


  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Söng og leikkonan Margrét Eir Hönnudóttir og hennar betri helmingur, tónlistarmaðurinn Jökull Jörgensen eru gestir vikunnar í Betri helmingnum.
  Margrét Eir ætti að vera flestum kunnug fyrir sína einstaklega fallegu söngrödd og hefur Margrét komið víða við í tónlistinni og sungið við hin ýmsu tilefni í áraraðir. Margrét er mikið jólabarn og er því ekki að undra að það ber mikið á henni á þeim tíma árs og hefur hún spilað lykilhlutverk í Frostrósum. Margrét hefur einnig verið áberandi á leikferli sínum og ætti ekki að koma á óvart að hún sé eftirsótt leikkona í söngleikjum, og er hún þessa dagana að æfa sýninguna Chicago sem sýnd verður í Leikfélagi Akureyrar nú í vetur.
  Jökull hefur líka komið víða við í tónlistinni og hefur leikið á bassa með mörgum af helstu tónlistarmönnum landsins. Saman eru þau svo í hljómsveitinni Thin Jim and the Castaways sem átti lag sem tilnefnt var til íslensku tónlistarverðlaunanna á síðasta ári.
  Margrét og Jökull sáust fyrst á tónleikum hjá Fabúlu á Rósenberg þar sem Jökull var að leika á bassan og augu þeirra mættust þvert í gegnum salinn. Margrét var skeptísk á hann í fyrstu, þar sem henni fannst hann full náin henni Fabúlu. Hún lét þó ekki deigan síga, sendi honum skilaboð á Myspace and the rest is history og eru þau í dag hamingjusamlega gift og spennandi tímar framundan.
  Í þættinum ræddum við tónlistarlífið, drauminn sem varð að veruleika í Nashville, ferðalög, sameiningu fjölskyldunar ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Jökull kom Margréti í nánast sjálfheldu á Esjunni.  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/ • Leikarinn, leikstjórinn, söngvarinn og skemmtikrafturinn Bjartmar Þórðarson og hans betri helmingur Snorri Sigurðarson komu til mín í ansi skemmtilegt spjall nú á dögunum.
  Bjartmar er menntaður leikari frá leiklistarskólanum Weber Douglas í London og útskrifaðist þaðan árið 2004. Bjartmar er svo sannarlega ekki við eina fjölina felldur þegar kemur að listaheiminum en hann ákvað að sækja sér nám í leikstjórn fljótlega eftir leikaranámið en í millitíðinni tók hann þátt í Söngvakeppni Sjónvarpsins og kláraði nýlega nám í söng og söngþjálfun í Danmörku.
  Snorri er að eigin sögn töluvert meiri introvert en Bjartmar og hefur hann orð á því að honum leiðist aldrei einum með sjálfum sér en skýrt dæmi um það er íþróttin sem Snorri valdi sér að stunda sem barn en hann var efnilegur golfari og varð til að mynda tvöfaldur íslandsmeistari unglinga og var bæði valinn í unglinga- og fullorðinslandslið Íslands í golfi á sínum tíma. Bjartmar og Snorri hafa undanfarin ár rekið saman hótelið Rey Apartments en þeir seldu starfsemina nýlega og eru nú á fullu að endurgera hús sem er mikið áhugamál þeirra beggja.
  Bjartmar sá Snorra fyrst á bar og hafði orð á því við vin sinn að honum fyndist hann sætur, vinurinn lét ekki segja sér það tvisvar heldur dró Bjartmar með sér að Snorra, spurði “What is your name?” og skildi svo Bjartmar einan eftir og hafa þeir verið saman síðan þá.
  Í þættinum fórum við um víðan völl en ræddum við meðal annars um listina og lífið, stjúpföðurs hlutverkið, rómantíkina, hvernig það er að vinna með makanum sínum ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal kynni þeirra við sérsveit New York lögreglu.


  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Smitten - https://smittendating.com/

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Fótboltagoðsögnin og þjálfari Víkinga Arnar Gunnlaugsson mætti til mín í einlægt og virkilegs skemmtilegt spjall ásamt sýnum betir helming, Maríu Builien Jónsdóttur.
  Arnar hefur verið áberandi í boltanum frá því hann var aðeins 16 ára gamall og spilaði þá með uppeldis-klúbbnum ÍA. Þremur árum síðar var hann kominn út í atvinnumennsku þar sem hann fékk samning við Feyenoord í Hollandi en kom hann víða við sem atvinnumaður og spilaði meðal annars í ensku úrvalsdeildinni með liðum á borð við Bolton og Leicester. Í dag þjálfar hann Víking en unnu þeir deildina í fyrsta sinn í 30 ár undir hans stjórn og gerðu sér lítið fyrir og unnu líka bikarinn sama tímabil.
  María er menntuð sem líffræðingur og tölvunarfræðingur en vinnur hún nú hjá Arion banka við Business intelligence eða “data engenearing.”
  Arnar og María kynntust fyrst árið 2009 á pókerklúbbnum “Casa” þar sem María vann sem díler og leist Arnari strax vel á hana. Arnar tók þó góð tíu ár í að manna sig almennilega upp í að reyna við hana en var það ekki fyrr en í LA tíu árum síðar að þau fóru að stinga saman nefjum og hafa þau verið saman allar götur síðan og eiga saman í dag eina dóttur.
  Í þættinum fórum við um víðann völl en ræddum við meðal annars um fótboltalífið bæði sem leikmaður og þjálfari, bakgrunn Maríu, sameiningu fjölskyldunnar, ferðalög ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar María prjónaði aðeins yfir sig örlagaríkt kvöld í LA.


  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Promennt - https://www.promennt.is/is

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Leikarinn og tónlistarmaðurinn Haraldur Ari Stefánsson og hans betri helmingur fimleikadrottningin Kristjana Sæunn Ólafsdóttir mættu til mín stórskemmtilegt spjall.
  Haraldur fann ungur fyrir leiklistarbakteríunni enda alinn upp í leikhúsinu þó hann hafi byrjað sinn feril í sviðsljósinu sem slagverksleikari í hljómsveitinni Retro Stefson sem urðu gríðarlega vinsælir bæði hér heimafyrir og ekki síður í Evrópu. Leiklistin togaði þó alltaf í hann, og útskrifaðist hann sem leikari frá Central school of speech and drama árið 2015 og er hann í dag fastráðinn leikari við Borgarleikhúsið og reglulegur gestur á skjám landsmanna og hefur verið í þáttum á borð við Kötlu og Ófærð.
  Kristjana Sæunn eða Sæa eins og hún er alltaf kölluð er nýbúin í fæðingarorlofi og vinnur nú í fjölskyldufyrirtækinu Heimili & hygmyndum en sér hún þar um rekstur ásamt móður sinni. Sæa á einnig magnaðan fimleikaferil að baki en vann hún til fjölda verðlauna í áhaldafimleikum og síðan marga titla með íslenska landsliðinu í hópfimleikum.
  Haraldur og Sæa hittust fyrst í flugi til Danmerkur þar sem Haraldur var að fara að spila með Retro Steffson en Sæa að keppa með lansliðinu þar í landi en fyrir algjöra tilviljun sátu þau svo hlið við hlið í fluginu. Það var þó ekki fyrr en nokkru síðar að leiðir þeirra lágu saman aftur við gerð tónlistarmyndbandsins Kimba en fóru hjólin að snúast hjá þeim fyrir alvöru eftir það. Í dag eiga þau saman eina dóttur og hafa í nógu að snúast.
  Í þættinum ræddum við allt milli himins og jarðar en fórum við meðal annars yfir námsárin þeirra í London, fimleikaferilinn, leiklistina, hljómsveita árin í Þýskalandi og deit-tímabilið milli landa ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar þau keyrðu full langa leið að Ísafirði.

  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Promennt - https://www.promennt.is/is

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Hlaðvarpsstjarnan & Hollywood sérfræðingurinn Birta Líf Ólafsdóttir kom ásamt sínum betri helmingi Gunnari Patrik Sigurðssyni í virkilega hresst og skemmtilegt spjall.
  Birta Líf er annar þáttastjórnenda hlaðvarpsþáttarins vinsæla, Teboðsins, þar sem farið er vel yfir allt það helsta sem gerist í heimi hollywood stjarnanna og allt þar á milli ásamt því að mæta vikulega í heimsókn í Brennsluna á FM957 með te-vikunnar. Þá er Birta markaðsfræðingur og starfar sem markaðsráðgjafi hjá auglýsingastofunni Kiwi.
  Gunnar Patrik er menntaður atvinnuflugmaður en er hann þessa stundina aftur sestur á skólabekk og í þetta skiptið var það fasteignasalinn sem heillaði.
  Birta og Gunni kynntust í gegnum sameiginlega vini árið 2014 en var ákvörðun tekin um að fara á fyrsta deitið eftir að hafa hist ásamt vini sínum í bíói og mikið spjallað á snappchat í kjölfarið. Þau fóru að eigin sögn á einn óþæginlegasta og vandræðalegasta bíltúr sem sögur fara af og var Birta ekki viss um þetta ákvað þó að gefa þessu annan séns og sér svo sannarlega ekki eftir því í dag. Í dag eiga þau saman eina dóttur og er framtíðin björt.
  Í þættinum fórum við um víðann völl en ræddum við meðal annars tilviljunarkenndar ákvarðanir um nám, árin í London, fjarsambandið, flugmennskuna sem ekki enþá er komið að, rómantíkina ásamt því að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal stirð fyrstu kynni Gunna af tengdaföður sínum.

  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Promennt - https://www.promennt.is/is

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Listamaðurinn Logi Pedro Stefánsson og hans betri helmingur Hallveig Hafstað Haraldsdóttir kíktu til mín í skemmtilegt spjall nú á dögunum.
  Logi er ekki við eina fjölina felldur en er hann einna þekktastur fyrir músíkina sína en byrjaði hann snemma í mússíksenunni og vakti fyrst athygli fyrir störf sín í hljómsveitinni Retro Stefson sem var geysivinsæl hér um árið en síðan þá hefur hann gert heilan helling af solo efni sem hefur slegið í gegn. Logi er þessa stundina í Listaháskólanum að læra Vöruhönnun og lá því beint við að hann fór af stað með þáttinn Skapalón á rúv sem fjallar um Íslenska hönnun. Þá er hann einn af stofnendum 101 Productons en reka þeir í dag útvarpsstöðina 101.
  Hallveig er þessa stundina nýbúin í fæðingarorlofi en er hún menntuð í sálfræði og spennt að takast á við ný og spennandi verkefni á komandi tímum.
  Logi og Hallveig vissu lengi af hvert öðru og tengjast í raun úr allskonar áttum í gegnum sameiginlega vini. Logi man þó vel eftir fyrsta skiptinu sem þau áttu einhver samskipti en það var árið 2014 þar sem Logi var að stríða henni fyrir leik hennar í ansi skrautlegu tónlistarmyndbandi. Þau fóru þó ekki á sitt fyrsta stefnumót fyrr en fjórum árum seinna og smullu algjörlega saman og hafa verið saman síðan og eiga í dag einn strák en átti Logi annan strák úr fyrra sambandi.
  Í þættinum fórum við um víðann völl en ræddum við meðal annars frumkvöðlamennskuna og tónlistina, sameiningu fjölskyldunar og stjúpmóður hlutverkið, deit-tímabilið og rómantíkina ásamt því að heyra margar skemmtilegar sögur úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Hallveig átti í erfiðleikum með að koma fárveikum Loga uppá spítala.

  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Promennt - https://www.promennt.is/is

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Í þætti dagsins fékk ég til mín hjónin Yesmine Olsson og Arngrím Fannar Haraldson, eða Adda Fannar eins og hann er betur þekktur, í létt og skemmtilegt spjall.
  Þeim hjónunum er ýmislegt til lista lagt en er Yesmine meðal annars afar vinsæll einkaþjálfari hjá World Class, dansdrottning með meiru og stjörnukokkur en er hún búin að koma víða við í eldamennskunni bæði sem sjónvarpskokkur og haldið fjölda námsskeiða. Það kemur því kanski fáum á óvart að hún er einmitt þessa stundina ásamt Adda Fannari að opna glænýjann veitingastað í Pósthús mathöll sem ég persónulega er virkilega spenntur að prufa!
  Addi er tónlistarmaður í grunninn en er hann þekktastur fyrir gítarleik sinn í hljómsveitinni Skítamóral en starfar hann nú sem Viðskiptastjóri Tónlistardeildar Hörpu, svo það má segja að mússíkin sé aldrei langt undan.
  Yesmine og Addi höfðu lengi þekkst áður en þau fóru að stinga saman nefjum og voru mjög góðir vinir en kynntust þau fyrst á líkamsræktinni Planet puls þar sem Yesmine var að vinna og Einar bróðir Adda kom með hann þangað og bað Yesmine að halda honum í standi. Þau tengdu fljótt enda bæði heldur betur með “show buisnessinn” í blóðinu.
  Rómantíkin kviknaði þó töluvert síðar en voru þau bæði búin að vera einhleyp í nokkurn tíma og fóru þau þá oft með hvert öðru í bíó, spólu og þess háttar sem þróaðist síðar útí ástarsamband, en eins og Addi segir sjálfur þá bara gerðist þetta einhvernveginn og eru þau gift í dag og þremur börnum ríkari.
  Í þættinum fórum við um víðan völl en ræddum við meðal annars upprunann, kokkalífð, fjölskyldulífið í showbuisnessnum og poppbransanum ásamt því að heyra heilan helling af sögum úr þeirra sambandstíð þar á meðal þegar Yesmine fór í veiðiferð og veiddi nánast allt nema fisk.

  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Promennt - https://www.promennt.is/is

  Brynjuís - https://brynjuis.is/

  Augað - https://www.augad.is/

 • Leikkonan Birna Rún Eiríksdóttir og hennar betri helmingur Ebenezer Þórarinn Einarsson eru viðmælendur 66 þàttar af Betri helmingnum.
  Birna Rún er eins og fyrr segir leikkona en hefur hún meðal annars verið fastráðin í Borgargarleikhúsinu og lék þar í fjölda sýninga. Þá hefur hún einnig unnið til Edduverðlaunana en það var fyrir hlutverk sitt í Rétti sem sló í gegn árið 2016. Birna hefur einnig verið verið afar vinsæl á samfélagsmiðlinum tiktok undanfarið fyrir einstaklega fyndið og skemmtilegt efni.
  Ebenezer eða Ebbi eins og hann er gjarnan kallaður er sérfræðingur í gagnadrifinni markaðssetningu hjá fyrirtækinu Digido.
  Birna og Ebbi kynntust fyrst á skemmtistöðum bæjarins þar sem Birna var í raun komin til að hitta vin Ebba en enduðu þau tvö yfirleitt alltaf á trúnó og bonduðu í raun mikið betur, það var síðan á þjóðhátíð stuttu seinna sem hjólin fóru að snúast og hafa þau verið saman allar götur síðan, eiga tvö börn og eru trúlofuð.
  Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum við meðal annars hvernig það er að vera ungir foreldrar, hæðir og lægðir í lífinu, sprautu ofsahræðslu Ebba, leiklistina ásamt því að fá að heyra fullt af skemmtilegum sögum úr þeirra sambandstíð, þar á meðal þegar Ebbi naut sín full vel á rauða dreglinum.

  Blush.is - https://blush.is/

  Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

  Dominos - https://www.dominos.is/

  Promennt - https://www.promennt.is/is