Episodes
-
Við skulum varast frambjóðendur sem vilja hærri skatta sér í lagi þegar þeir vita ekki einu sinni hversu háir skattarnir eru fyrir. Aukin ríkisútgjöld eru heldur ekki það sem þjóðfélagið þarfnast og það er mikilvægt að hafa það í huga þegar gengið er í kjörklefann. Þá eru forsetakosningar í Bandaríkjunum sem eru rétt handan við hornið einar þær mikilvægustu í okkar tíð og nauðsynlegt að fólk átti sig á hlutdrægninni og áróðrinum sem dynur á okkur í tengslum við þær. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Guðlaugur Þór Þórðarson ráðherra er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann fullyrðir að Sjálfstæðisflokkurinn sé eina stjórnmálaaflið sem sé til hægri á Íslandi og bendir á að sjálfur hafi hann til að mynda fækkað stofnunum um 5 á núverandi kjörtímabili. Guðlaugur segir nauðsynlegt að hlutverk RÚV verði endurskilgreint og er reyndar efins um að ríkið eigi yfirleitt að reka fjölmiðil. Þá segir hann ekki koma til greina að selja Landsvirkjun til einkaaðila og að sæstrengur frá Íslandi til Evrópu yrði aldrei samþykktur á hans vakt. Guðlaugur segir ekki tímabært að ræða nýjan formann Sjálfstæðisflokksins enda styðji flokkurinn Bjarna Benediktsson heilsugar í komandi kosningum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Missing episodes?
-
Kristrún Frostadóttir er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún segist vilja eyða mýtunni um að vinstrimenn geti ekki farið með fjármál ríkissins og vill fá heiðarlega umræðu um hvernig skattar eigi að vera hagstjórnartæki. Kristrún segir stjórnmálamenn ekki geta fríað sig af ábyrgð verðbólgu og hárra vaxta. Hún ræðir stefnu sína og Samfylkingarinnar og hvað hún vilji gera komist flokkurinn í ríkisstjórn eftir næstu kosningar. Hún ræðir útlendingastefnuna sem mörg flokkssystkyni hennar hafa verið ósátt við og talar líka um þá hörðu stefnu sem flokksbróðir hennar Keir Starmer hefur tekið gegn upplýsingaóreiðu og hatursorðræðu í Bretlandi. Þá ræðir hún líka hugsanlega aðkomu Dags B Eggertssonar að landsmálum og ýmislegt fleira. Ekki missa af þessu frábæra viðtali.Athugið að viðtalið var tekið 29. ágúst 2024.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Friðrik Jónsson, sendiherra Íslands í Póllandi, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hann er með reyndustu sérfræðingum í öryggis og varnarmálum hér á landi og örugglega einn skemmtilegasti diplómatinn í utanríkisþjónustu Íslands. Friðrik hefur komið víða við á næstum þrjátíu ára löngum ferli og er haffsjór fróðleiks í alþjóðamálum. Hann er fullkomlega ósammála kenningum um að stríðið í Úkraínu sé rekið á forsendum bandarískra hagsmuna og tekst hér lipurlega á við Frosta um það í hressilegum umræðum.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þættinum fara þeir Dagur og Óli um víðan völl og ræða m.a. um Halloween, simpansa, flúrara á djamminu og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Guðbjörg Ýr er 44 ára og vinnur á Landspítalanum og hefur upplifað tímana tvenna. Hún er utan af landi en flutti til Reykjavíkur 12 ára gömul, hefur unnið til sjós og margt fleira.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Getur verið að hugmyndin um ríkisrekin fjölmiðil sé tímaskekkja? Er eðlilegt að skattgreiðendur greiði fyrir fjölmiðil sem dregur vagn ákveðinna sjónarmiða en lemur markvisst niður önnur? Við teljum tímabært að hlutverk RÚV verði tekið til gagngerrar endurskoðunnar. Í þessum þætti ræðum við líka óþrjótandi stuðning íslenska ríkissins við stríðsrekstur í Evrópu, Dag B Eggerts í flokki Kristrúnar og um íslenska hinsegin aktívista sem eru æstir í að verja þá menningarheima sem bjóða þá ekki velkomna.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sigmar Guðmundsson kannast flestir við en hann starfaði lengi í fjölmiðlum og er þingmaður Viðreisnar. Hann birti á dögunum frásögn föðurs tveggja drengja sem létust á einum sólarhringi vegna fíknisjúkdóms. Við fengum hann í spjall til að ræða sögu þeirra og margt fleira.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ívar Orri Ómarsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Ívar er í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn sem hann lýsir sem flokki hægra megin við Miðflokkinn. Flokkurinn vill sjá meira aðhald í ríkisrekstri og mikinn niðurskurð í stofnunum ríkisins. Ívar segir flokkinn standa fyrir aukið beint lýðræði og vill að þjóðin fái að ákveða meira í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá segir hann Lýðræðisflokkinn vilja sjá hælisleitendakerfið afnumið og að ríkið taki þá eingöngu við þeim kvótaflóttamönnum sem það hefur skuldbundið sig til að taka á móti. Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ívar Orri Ómarsson er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Ívar er í framboði fyrir Lýðræðisflokkinn sem hann lýsir sem flokki hægra megin við Miðflokkinn. Flokkurinn vill sjá meira aðhald í ríkisrekstri og mikinn niðurskurð í stofnunum ríkisins. Ívar segir flokkinn standa fyrir aukið beint lýðræði og vill að þjóðin fái að ákveða meira í þjóðaratkvæðagreiðslum. Þá segir hann Lýðræðisflokkinn vilja sjá hælisleitendakerfið afnumið og að ríkið taki þá eingöngu við þeim kvótaflóttamönnum sem það hefur skuldbundið sig til að taka á móti.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Jóhannes Loftsson fer fyrir framboðin Ábyrg Framtíð (X-Y) og hann mætir og ræðir hvað fór úrskeiðis í Covid aðgerðunum, af hverju það var gott og slæmt, hvað þarf að gerast til að gera upp þennan tíma og framboð sitt til Alþingis.
Ef þú vilt mæla með Ábyrgri Framtíð geturðu gert það hér: https://bit.ly/xy-medmaeli(Hljóðið í Jóhannesi virðist aðeins vera úr sync vegna fjarfundabúnaðarins og biðjumst við afsökunar á því)Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Hún ræðir hér um sínar áherslur í stjórnmálum, ríkisstjórnarsamstarfið sem nú er sprungið og komandi kosningar. Áslaug segir frá því þegar hún sem þáverandi dómsmálaráðherra varð fyrir árás mótmælanda vegna breytinga sem hún vann þá að í útlendingamálum. Hún var þá hrakin út af kaffihúsi af meðlimi No Borders samtakanna sem hrækti á hana og öskraði. Þá var einnig mótmælt fyrir utan heimili hennar, hrópað var að henni úti á götum og segir hún ríkisútvarpið hafa tekið fullan þátt í að klína á hana útlendingaandúð og öðrum ógeðfelldum merkimiðum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Eldur Smári Kristinsson er formaður hagsmunasamtaka samkynhneigðra, Samtakanna 22. Eldur hefur verið milli tannanna á fólki vegna skoðanna hans á transfólki og hefur Kidda sett útá skoðanir hans í hlaðvarpinu sínu annað veifið. Í þætti dagins ræðir Kidda við hann um skoðanir hans sem skarast á við hennar og má segja að þau séu oft á öndverðum meiði.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Sinnuleysi samfélagsins gagnvart andlátum einstaklinga með fíknisjúkdóma er hrópandi en Sigmar Guðmundsson hjá Viðreisn á hrós skilið fyrir framgöngu sína í málaflokknum. Snorri Másson er annars sá frambjóðandi sem ber af þegar horft er til væntanlegrar nýliðunnar í komandi þingkosningum og Bjarni Ben heldur áfram að rétta úr kútnum þrátt fyrir talsverðan vandræðagang Sjálfstæðisflokks með uppröðun á lista. Allt þetta og meira til í Harmageddon þætti dagsins.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Í þættinum ræða þeir Dagur og Óli við einkaþjálfarann, tónlistarmanninn, áhrifavaldinn og þúsundþjalasmiðinn Gumma Emil. Gummi Emil hefur verið á milli tannanna á fólki vegna uppátækja sinna á borð við að fara ber að ofan upp á Esjuna í miklum kulda. Þá fer Gummi yfir nýlega uppákomu í kjölfar sveppatripps sem vakti mikla athygli.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Davíð Bergmann Davíðsson hefur unnið með börnum í vanda frá því 1994 og hefur sterkar skoðanir á því hvað þarf til að hjálpa þeim. Hann hefur mikla reynslu sem nýtist honum í starfi og deilir með okkur hvað hann sér sem lausnina á fjölþættum vanda ungmenna í dag.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Ely Lassman, hagfræðingur, er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Eli er breskur gyðingur sem á rætur að rekja til Ísrael. Hann var á dögunum staddur hér á landi og hélt erindi í Þjóðminjasafninu um Ísrael, Arabaríkin og Vesturveldin. Sá fundur var þó ekki auglýstur opinberlega vegna lífláts- hótanna sem Eli hefur fengið þegar hann hefur haldið slík erindi í heimalandinu. Eli ræðir í þessu spjalli um kapítalisma, hrun akademískra fræða og umræðuna um átökin fyrir botni miðjarðarhafs eins og hún birtist honum sem menningarlegum gyðingi á Vesturlöndum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Þrátt fyrir að kennurum og öðru starfsfólki grunnskóla hafi fjölgað langt umfram nemendur er kennsluskylda þeirra mun minni en í samanburðarlöndum og veikindahlutfall þeirra í hæstu hæðum. Þá rekur Ísland eitt dýrasta menntakerfi heims og er á sama tíma með slakasta árangurinn. Ljóst er að kerfið þarfnast róttækrar endurskoðunnar og að einhverjir aðrir en kennararnir sjálfir þurfa að koma þar að.
Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
-
Máni Pétursson fjölmiðlamaður er nýjasti gestur Spjallsins með Frosta Logasyni. Þeir félagar hafa ekki sest saman niður fyrir framan hljóðnema í langan tíma en ákváðu að nú væri tilefni til að ræða ástandið í íslenskum stjórnmálum. Farið er yfir stöðu þeirra flokka sem eru á þingi og frambjóðendur sem gefa kost á sér í komandi kosningum.Fáðu þér áskrift og sjáðu alla þætti á Brotkast í fullri lengd inni á https://brotkast.is/askrift/
- Show more