Episódios
-
Helgi Þór Ingason ræddi við Darren Dalcher
Dr. Darren Dalcher er prófessor við Lancaster háskólann í Bretlandi og leiðir rannsóknasetur á sviði verkefnastjórnunar. Bakgrunnur hans er verkefnastjórnun í upplýsingatækni en Darren er virtur alþjóðlegur vísindamaður og hefur ritað fjölmargar vísindagreinar og bækur á sviðinu. Hann hefur m.a. unnið fyrir bresku verkefnastjórnunarsamtökin APM og leiddi ritun nýjustu útgáfu hugtakagrunns APM.
///
Dr. Darren Dalcher is a Professor at Lancaster University and leads the Project Management Research Centre. His background is in project management and information technology. Darren is a respected international scientist who has written numerous scientific articles and books. He has worked for the British project management organization APM and led the writing of the latest version of APM's terminology.UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Katie Castle is a Canadian psychologist who specializes in working with children and adolescents in sports. She has a background in gymnastics as an athlete and coach and uses it to help athletes find a balance between sports and private life. She presented her research on the negative psychological consequences of early attainment among young people at the FEPSAC Conference in 2024 and the Reykjavik International Games in 2025.
In this episode, she talks to Daði Rafnsson about her research and how sports for children and teenagers in North America have changed dramatically in recent decades.
RU Sport Psych Podcast is a series within RU Sports Chat (Íþróttarabb HR), hosted by the Department of Sports Science at Reykjavík University. This series explores sports psychology from various perspectives, delving into theoretical and practical aspects.Guests are experts in sports psychology, and most collaborate with the Department of Sports Science at RU, whether in teaching or research. The podcast aims to deepen the understanding of sports psychology and share scientific and applied knowledge that
benefits the sports environment.
Whether you are an athlete, coach, researcher, or simply an enthusiast of sports psychology, the RU Sport Psych Podcast is the platform for you.
///
Katie Castle er kanadískur sálfræðingur sem sérhæfir sig í að vinna með börnum og unglingum í íþróttum. Hún hefur bakgrunn í fimleikum sem íþróttakona og þjálfari og nýtir sér hann til að hjálpa íþróttafólki að finna jafnvægi milli íþrótta og einkalífs. Hún kynnti rannsókn sína á neikvæðum sálrænum afleiðingum snemmbærrar afreksvæðingar meðal ungmenna á ráðstefnu evrópskra íþróttasálfræðinga árið 2024, og á ráðstefnu Reykjavik International Games árið 2025.
Í þessum þætti ræðir hún við Daða Rafnsson um rannsóknir sínar og hvernig íþróttir barna og unglinga í Norður Ameríku hafa gerbreyst á undanförnum áratugum.
RU Sport Psych Podcast er þáttasería innan Íþróttarabbs HR, sem er haldið úti af íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík. Í þessari syrpu er íþróttasálfræði skoðuð frá ýmsum sjónarhornum, þar sem kafað er bæði í fræðilega og hagnýta þætti greinarinnar.
Viðmælendur eru sérfræðingar á sviði íþróttasálfræði sem eru flestir í samstarfi við íþróttafræðideild HR, hvort sem er í kennslu eða rannsóknum. Markmið þáttarins er að dýpka skilning á íþróttasálfræði og miðla bæði fræðilegri og hagnýtri þekkingu. Hvort sem þú ert íþróttamaður, þjálfari, fræðimaður eða einfaldlega áhugamaður íþróttsálfræði, þá er RU Sport Psych Pod eitthvað fyrir þig. -
Estão a faltar episódios?
-
Ingi Þór Einarsson, lektor við Íþróttafræðideild HR, ræðir við Sigurbjörn Árna Arngrímsson sem oftast er kallaður Bjössi. Bjössi hefur gengt starfi skólameistara við Framhaldsskólann á Laugum frá árinu 2015 og kennt bæði við HÍ og HR þar sem hann kennir þjálfunarlífeðlisfræði í meistaranámi í dag.
Bjössi hefur komið víða við og spjalla þeir félagarnir meðal annars um frægar íþróttalýsingar hans, vísindastörf, á Íslandi og í Bandaríkjunum, hestaferðir með ferðamenn og margt fleira.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Í öðrum þætti Sálfræðispjallsins, hlaðvarpi sálfræðideildar HR, fáum við að hlýða á hlaðvörp nemenda í réttarsálfræði þar sem þeir taka fyrir raunveruleg sakamál til umfjöllunar. Þetta er seinni þáttur af tveimur.
Réttarsálfræði er fræðigrein sem leitast við að skilja afbrot, af hverju þau eiga sér stað, hvernig sé hægt að grípa inn í og hvernig megi hagnýta sálfræðilega þekkingu í réttarkerfinu.
Vinsamlegast athugið að efni þáttarins er ekki við hæfi barna.Þáttur 2
Guðmundar- og Geirfinnsmálið – Emma Sól Jónsdóttir og Valgerður Lilja Arnardóttir
Morðið á James Bulger – Anqi Wang og Sara Dögg Hjaltadóttir
Hryðjuverk Anders Breivik – Birta María Aðalsteinsdóttir og Sóley Breiðfjörð Jónsdóttir
Raðmorðinginn David Parker Ray – Vigdís Sóley Vignisdóttir og Þóra Björg Ingvarsdóttir
Mömmuáhrifavaldurinn Ruby Franke – Katharina Sibylla Jóhannsdóttir
-
Í fyrsta þætti Sálfræðispjallsins, hlaðvarpi sálfræðideildar HR, fáum við að hlýða á hlaðvörp nemenda í réttarsálfræði þar sem þeir taka fyrir raunveruleg sakamál til umfjöllunar. Þetta er fyrir þáttur af tveimur.
Réttarsálfræði er fræðigrein sem leitast við að skilja afbrot, af hverju þau eiga sér stað, hvernig sé hægt að grípa inn í og hvernig megi hagnýta sálfræðilega þekkingu í réttarkerfinu.
Vinsamlegast athugið að efni þáttarins er ekki við hæfi barna.
Þáttur 1Morðið á Birnu Brjánsdóttur – Amíra Sól Jóhannsdóttir og Rakel Jóna B. Davíðsdóttir
Raðmorðinginn John Wayne Gacy – Frank Gerritsen og Snorri Steinn Gíslason
Andrea Yates og börnin hennar – Emilía Sólrún Aradóttir og Sæunn Ýr Marinósdóttir
Árásin í Idaho – Telma Lind Andrésardóttir og Ísak Bjarkason
Thomas Quick og játningar hans – Eiríkur Þorsteinsson Blöndal og Kári Tómas Hauksson
Slender man málið – Írena Björt Magnúsdóttir og Kolbrún Ýr Sigurgeirsdóttir
-
Helgi Þór Ingason ræddi við Per Svejvig
Dr. Per Svejvig er prófessor við Háskólann í Árósum í Danmörku og leiðir þar rannsóknir og kennslu á sviði verkefnastjórnunar. Bakgrunnur hans er á sviði upplýsingatækni og verkfræði en hann hefur mikla reynslu af verkefnastjórnun í dönsku atvinnulífi og er með alþjóðlega B vottun. Per er afkastamikill vísindamaður og vel þekktur fyrir sitt framlag og hin seinni ár hefur hann meðal annars fengist við verkefnastjórnsýslu í opinberum innviðaverkefnum í Danmörku.
///
Dr Per Svejvig is a professor at Aarhus University in Denmark, leading research and teaching in project management. His background is in information technology and engineering, but he has extensive experience in project management in the Danish business sector and has an international B certification. Per is a prolific scientist who is well known for his contributions. In recent years, he has, among other things, been involved in project management for public infrastructure projects in Denmark.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Gestir dagsins í HR hlaðvarpinu eru þau Sigrún Þóra Sveinsdóttir og Valdimar Sigurðsson. Sigrún Þóra er sálfræðingur sérhæfð í lífeðlislegri sálfræði. Hún er doktorsnemi í sálfræðideild Háskólans í Reykjavík og hefur starfað sem leiðtogi sálfræðiþjónustu fullorðinna hjá Heilsugæslunni á höfuðborgarsvæðinu og sálfræðingur lögreglu. Valdimar er prófessor við Viðskipta- og hagfræðideild og forstöðumaður Rannsóknarseturs HR í markaðsfræði og neytendasálfræði. Rannsóknir hans hafa einkum beinst að neytendahegðun og markaðssetningu á stafrænum miðlum og í verslunarumhverfi tengt matvælum og hollustu.
Við leiddum þau Sigrúnu Þóru og Valdimar saman í spjall um komandi aðventu og jól og fórum um víðan völl. Við ræddum m.a. um jólahefðir, mikilvægi þess að líta inn á við og ákveða hvernig hver og einn vill hafa sín jól, áhrif markaðsafla og jólaösina á Þorláksmessu í Kringlunni. Sigrún Þóra kennir hlustendum einnig einfalda öndunaræfingu sem hægt er að nota jafnt á rauðu ljósi sem og yfir pottunum á aðfangadagskvöld.
Það er María Ólafsdóttir hjá samskiptateymi HR sem ræðir við þau Sigrúnu Þóru og Valdimar. Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Helgi Þór Ingason ræddi við Gilbert Silvius.
Dr. Gilbert Silvius prófessor við HU háskóla í Hollandi er reyndur fyrirlesari, ráðgjafi og vísindamaður sem lagt hefur áherslu á verkefnastjórnun og upplýsingastjórnun. Gilbert hefur gefið út yfir 100 fræðigreinar og nokkrar bækur og hefur umsjón með fræðilegum rannsóknum við nokkra háskóla víðsvegar um Evrópu. Hann átti frumkvæði að og þróaði fyrsta verkefnastjórnunarnámið á meistarastigi í Hollandi og er leiðandi fræðimaður og sérfræðingur á sviði sjálfbærrar verkefnastjórnunar.
///
Gilbert Silvius, PhD, is an experienced lecturer, researcher and consultant, with a focus on project management and information management. He has over 20 years’ experience in organisational change and IT projects and is a member of the international enable2change network.Gilbert has published over 100 academic papers and several books and supervises academic research at several universities across Europe. He initiated and developed the first MSc in Project Management programme in the Netherlands and is considered a leading expert in the field of sustainable project management.
After a 12-year career in the armed services, Gilbert Silvius joined Getronics as a consultant on business and IT alignment and project manager. He led a division of Getronics Consulting before joining HU University of Applied Sciences, the Netherlands, in 2002 as the first professor at HU Business School.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Gestir Verkfræðivarpsins eru þeir Þorsteinn R. Hermannsson og Dr. Þröstur Guðmundsson frá Betri samgöngum. Þeir eru reyndir verkfræðingar sem leiða m.a. undirbúningsvinnu við Samgöngusáttmála höfuðborgarsvæðisins sem fullyrða má að sé eitt flóknasta og mest krefjandi verkefni seinni tíma.
Raunar er Samgöngusáttmáli safn margra verkefna og Betri samgöngur hafa mikilvægu hlutverki að gegna við áætlunargerð, fjármögnun og samhæfingu þessa stórvirkis. Í spjalli við Þórð Víking fóru Þorsteinn og Þröstur yfir hlutverk Betri samganga og útskýrðu vinnbrögð og verklag þar sem meðal annars óvissa og áhætta er vegin inn í áætlunargerðina og sérstök áhersla lögð á samskipta- og ákvörðunarferla. Betri samgöngur eru gott dæmi um nýtt og nútímalegra verklag við stjórnun stórra verkefna sem góðu heilli er að festa rætur á Íslandi.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Gestur Verkfræðivarpsins er Hanna Kristín Skaftadóttir lektor við Háskólann á Bifröst. Í spjalli við Þórð Víking segir Hanna Kristín frá “háskólanum í skýinu” eins og Bifröst skilgreinir sig í dag. Hanna er nú að leggja lokahönd á doktorsritgerð sína um sjálfvirknivæðingu viðskiptaferla eða RPA. RPA er talið geta lækkað kostnað og aukið skilvirkni svo um munar ekki síst í dag þegar að gervigreind er notuð til að besta viðskiptaferla. Við innleiðingu RPA (og annarra breytinga) er að mörgu að huga og ekki síst mannlega þættinum.
Doktorsrannsókn Hönnu miðar að því að búa til nýja þekkingu til að auðvelda innleiðingu breytinga út frá ætluðu viðhorfi tiltekinna persónugerða til RPA. Kerfið sem Hanna styðst við í rannsókn sinni er upphaflega ættað frá endurskoðendafyrirtækinu Deloitte.UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Helga Kristín Auðunsdóttir er lektor við lagadeild HR. Hún hvetur laganema til að skoða námstækifæri erlendis og hugsa út fyrir boxið. Sjálf lauk hún doktorsgráðu í lögfræði frá Fordham háskóla í New York og nam lögfræði við Aristotle háskólann í Thessaloniki í Grikklandi. Hún lauk BS gráðu í viðskiptalögfræði frá Háskólanum á Bifröst árið 2004 og ML gráðu í lögfræði árið 2006 frá sama skóla. Lauk hún LL.M. gráðu í lögfræði frá háskólanum í Miami í alþjóðlegum viðskiptarétti og samningagerð.
Helga Kristín starfaði áður í um tíu ára skeið sem stjórnandi og lektor við Háskólann á Bifröst. Þar áður starfaði hún sem lögfræðingur FGM/Auðkennis, nú hluti af Seðlabanka Íslands, sem lögfræðingur hjá Stoðum hf., áður FL Group, og sem kennari við lagadeild University of Miami árið 2010-2011.
Í doktorsnámi sínu við Fordham háskólann rannsakaði Helga m.a. fjárfestingar vogunarsjóða og hvaða þættir hafa áhrif á það hvernig þeir beita sér sem hluthafar í skráðum félögum. Í þættinum ræðir Helga Kristín um rannsóknir sínar, laganám og kennslu og deilir með okkur hvernig sé að flytja doktorsvörn sína á Eiðistorgi.
UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]) -
Í Verkfræðivarpinu að þessu sinni taka tali þeir Þórður Víkingur og Helgi Þór, tvo fræðimenn og kennara á sviði gervigreindar. Það eru þau Anna Sigríður Islind dósent og Stefán Ólafsson lektor. Bæði eru þau með allra fróðasta fólki um gervigeind og notkun mállíkana bæði í fræðilegum og hagnýtum tilgangi. Af þessu hlaust skemmtileg, áhugavert og fræðandi spjall sem gefur leikum sem lærðum innsýn í framtíðina út frá sjónarhóli gervigreindar. Gervigreindin býður upp á óteljandi möguleika og spennandi umræðu um allt milli himins og jarðar sem varðar AI. Bæði hlaðvarpsstjórnendur og viðmælendur þeirra voru sammála um að hittast fljótt aftur og halda áfram að ræða um hugsanlega mikilvægasta mál okkar samtíma.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Professor Rob Duffield works in the School of Sport, Exercise & Rehabilitation at the University of Technology Sydney. He is also the Head of Research & Development at Football Australia. Today he discusses his research with Professor Hugh Fullagar of Reykjavik University. Rob talks about his main research interests, including fatigue and recovery in sports science, specifically short and long-haul travel and their influence on preparation and performance. He also focuses on the interaction of sleep and athletic performance, and how suggestions for improving behavior change within these contexts.
Í þessum þætti ræðir Dr. Hugh Head Kelsham Fullagar, prófessor við íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík, við prófessor Rob Duffield er starfar við University of Technology í Sydney. Þeir ræða um rannsóknir Duffield sem snúa m.a. að endurheimt og því hvernig þreyta sem skapast á ferðalögum getur haft áhrif á undirbúning og frammistöðu íþróttafólks.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]) -
Agnes Hólm Gunnarsdóttir er gestur verkfræðivarpsins. Agnes er MSc í iðnaðarverkfræði og hefur starfað sem sérfræðingur og stjórnandi í hugbúnaðariðnaði, stóriðjunni og á verkfræðistofu. Nú hefur hún hefur tekið við starfi framkvæmdastjóra Verkefnastjórnunarfélags Íslands og ræðir í þættinum um hlutverk félagsins og ýmsar spennandi nýjungar í starfsemi þess, auk þess sem haustráðstefna félagsins kemur við sögu.
UM VERKFRÆÐIVARPIÐ
Upphafsmenn Verkfræðivarpsins eru þeir Haukur Ingi Jónasson, Helgi Þór Ingason og Þórður Víkingur Friðgeirsson, sem eru allir kennarar og fræðmenn við verkfræðideild HR. Í þessari sjálfstæðu þáttaspyrpu innan HR hlaðvarpsins leitast þeir við að færa þekkingarsvið verkfræðinnar til almennings og verkfræðinga á mannamáli.
Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Í tilefni af geðheilbrigðisviku HR, sem fór fram í áttunda sinn nú í byrjun október, fengum við Dr. Þórhildi Halldórsdóttur, dósent við sálfræðideild, í hlaðvarp HR. Þórhildur er klínískur barnasálfræðingur og hefur í rannsóknum sínum einblínt á geðheilbrigði ungs fólks. Hún hefur m.a. rannsakað afleiðingar samkomutakmarkana á tímum Covid-19 heimsfaraldursins á líðan ungmenna og rannsakar nú áhrif samfélagsmiðla á líðan.
Sálfræði er umfangsmikið svið enda er þar fengist við mannlega hegðun og hugsun. Nemendur við deildina hafa umtalsverða möguleika á að velja þau viðfangsefni sálfræðinnar sem vekja mestan áhuga þeirra. Fjölbreytt störf bíða að lokinni útskrift enda er sálfræðiþekking sífellt meira nýtt í atvinnugreinum eins og í hugbúnaðargerð og hönnun, svo dæmi séu nefnd. Í kennslu við sálfræðideild Háskólans í Reykjavík er lögð áhersla á vísindaleg vinnubrögð, alþjóðlegar rannsóknir, öflugt vettvangsnám og tengsl við atvinnulífið.Það er María Ólafsdóttir hjá samskiptateymi HR sem ræðir við Þórhildi. Samskiptateymi HR hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]).
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á öllum helstu streymisveitum. -
Rick Howard, gestaprófessor við Háskólann í Reykjavík, ræðir um rannsóknir sínar við Dr. Peter O'Donoghue. Rannsóknir Rick snúa að íþróttum barna og ungmenna, langtímaþróun íþróttamanna, styrktar- og þrekþjálfun í íþróttum barna og ungmenna, og líkamlegt læsi. Hann ræðir einnig um hvernig rannsóknir hans nýtast við þjálfun, með áherslu á bætta frammistöðu íþróttamanna, og þær hindranir sem geta hægt á bættri frammistöðu.
Rick Howard, Visiting Professor at Reykjavik University, discusses his research with Professor Peter O’Donoghue of Reykjavik University. Rick talks about his research into youth sports, long-term athlete development, strength and conditioning in youth sports, and physical literacy. He also discusses the application of his study in coaching settings, covering pathways for athlete development and barriers that are encountered.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]) -
Í íþróttarabbi HR að þessu sinni er rætt við William Low sem er aðstoðarprófessor í íþróttasálfræði í Herion Watts háskólanum í Skotlandi. William er gestafyrirlesari í mastersnámi íþróttafræðideildar HR og er sérfræðingur í álagsþjálfun (pressure training). Í álagsþjálfun vinna þjálfarar og íþróttasálfræðingar markvisst að því að auka andlegt álag á æfingum til að undirbúa íþróttafólk undir álag í keppni. Daði Rafnsson ræðir við William um reynslu hans af störfum með íþróttafólki og hermönnum.
We speak with William Low who is an assistant professor at Herion Watts University in Scotland. He is an expert on pressure training and a guest lecturer in the master’s program at Reykjavik University’s Department of Sport Science. Through pressure training, coaches and sport psychology experts work systematically to increase pressure in training to prepare for the challenges of competition. Daði Rafnsson speaks with William about his experience working with athletes and the military.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]) -
Ingi Þór Einarsson lektor við íþróttafræðideild HR ræðir við Egil Inga Jónsson íþróttafræðing og skíðaþjálfara um skíðaþjálfun á Íslandi. Egill hefur þjálfað skíðafólk á öllum stigum allt frá byrjendum upp í Ólympíufara. Nýverið gerði Egill verkefni þar sem hann fjallar um hæfileikamótun skíðafólks og mikilvægi þess að hafa heildræna stefnu í skíðaþjálfun á Íslandi
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]) -
Við settumst niður með Hjördísi Ólafsdóttur sem útskrifaðist úr MEd í kennsluþjálfun og heilsu vorið 2022, og ræddum við hana um áhugavert lokaverkefni þar sem hún gerði fræðsluefni um blæðingar og svo um sýn hennar á íþróttakennsluna sérstaklega sundkennslu.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]) -
Peter O´Donoghue prófessor við íþróttafræðideild HR ræðir við nýjan starfsmann íþróttafræðideildar Prófessor Hugh Fullagar. Hugh sérhæfir sig í rannsóknum á svefn, endurheimt og næringu íþróttafólks, allt mikilvægir þættir í frammistöðu íþróttafólks og fjalla þeir um þessi efni í samhengi við íþróttir og rannsóknir.
UM ÍÞRÓTTAFRÆÐI
Nám í íþróttafræði við HR er fjölbreytt og krefjandi og undirbýr nemendur fyrir störf á fjölmörgum sviðum íþrótta, líkams- og heilsuræktar er lúta að kennslu, þjálfun og stjórnun. Í grunnnámi í íþróttafræði kynnast nemendur undirstöðuatriðum í þjálfun og kennslu og ljúka einingum í verknámi. Þeir kynnast því jafnframt hvernig nota má niðurstöður rannsókna og nýjustu tækni til að efla þjálfun, afreksíþróttir og heilsu almennings. Í meistaranáminu er lögð áhersla á rannsóknir og tengsl við samfélag og atvinnulíf.UM ÍÞRÓTTARABBIÐ
Íþróttarabb HR er þáttasyrpa innan HR hlaðvarpsins. Það er íþróttafræðideild Háskólans í Reykjavík sem heldur syrpunni úti. Í þáttunum er spjallað um hreyfingu, íþróttir, keppni, kennslu og þjálfun við gesti og gangandi í faginu. Viðmælendur koma víða að; sérfræðingar og fræðifólk, kennarar og gestafyrirlesarar, núverandi og fyrrverandi nemendur. Íþróttaiðkendur, afreksfólk og þjálfarar munu sömuleiðis koma við sögu.UM HR HLAÐVARPIÐ
HR hlaðvarpið er aðgengilegt á helstu samfélagsmiðlum háskólans og streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Það er samskiptateymi HR sem hefur umsjón með HR hlaðvarpinu ([email protected]). - Mostrar mais