Episodes
-
Í þessum fyrsta þætti fjalla Heiða Björk og Guðrún um Ayurveda lífsvísindin vítt og breitt. Heiða Björk er ayurveda sérfræðingur (ayurveda practitioner) og starfar við ayurveda heilsuráðgjöf og heldur námskeið um ayurveda lífsvísindin (sjá nánar á www.astogfridur.is). Hún skrifaði bókina Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld, 2023. Guðrún sem er stjórnmálafræðingur að mennt hefur skoðað og stúderað ayurveda með hléum í nærri 20 ár og rekur verslunina og kaffihúsið Systrasamlagið sem selur ýmsar ayurvedavörur ásamt jóga og heilsuvörum (www.systrasamlagid.is) .
Í þessum þætti kynna þær frumkraftana fimm til sögunnar og dósjurnar þrjár og segja stutt frá sögu ayurveda og hvar þessi stórkostlegu heilsuvísindi eru helst stunduð.
-
Í þessum þætti fjalla þær Heiða Björk og Guðrún um dósjurnar þrjár, vata, pitta og kapha og fjalla um frumkraftana sem búa að baki þeim. Þær skoða meðfæddu líkams- og hugargerðina sem kallast PRAKRITI í ayurveda og skoða þekkta einstaklinga og hvert þeirra PRAKRITI gæti verið. Prakriti er eins og erfðamengið okkar og ákvarðar styrkleika okkar og veika hlekki í líkama og huga.
Heiða Björk er ayurveda sérfræðingur (Ayurveda Practitioner) og næringarþerapisti (DipNNT) og heldur úti vefnum www.astogfridur.is. Hún starfar við ayurveda heilsuráðgjöf og skrifaði bókina Ayurveda. Listin að halda jafnvægi í óstöðugri veröld sem kom út 2023. Guðrún sem er stjórnmálafræðingur að mennt hefur stúderað ayurvedafræðin með hléum í nær 20 ár og rekur kaffihúsið, heilsu- og lífsstílsverslunina Systrasamlagið ásamt systur sinnu Jóhönnu. Þar fást ýmsar vörur sem tengjast ayurveda svo sem krydd og jurtir.
-
Missing episodes?