
MS-kastið er hlaðvarp um MS-sjúkdóminn og starfsemi MS-félagsins á Íslandi. Í hverjum þætti ræðum við við sérfræðinga, fagaðila, fólk með MS og hverja aðra sem geta veitt innsýn í viðfangsefni tengt sjúkdómnum, nýjustu rannsóknir, meðferðir, stuðning og hvað annað gagnlegt fyrir hlustendur.
Ég hvet ykkur til að vera hluti af þessu samfélagi og deila þáttunum með þeim sem þið teljið að geti haft gagn og gaman að.