Episoder
-
Þegar líður að lokum hjá okkur saman tekur sumarið/haustið/veturinn/vorið við lol, og langar okkur bara að þakka þér, elsku hlustandi, kærlega fyrir samveruna og við vonum að þú hafir notið ferðarinnar með okkur í season one (chu-chu og letsgo <3).
(ætlaði svo mikið að segja kílógrömm en ekki grömm á mín 10:10)
-
Daginn eftir geggjaða innflutningspartýið hennar Bertu í vítamín-city mætir okkur mikil óvissa- og myrkur varðandi framhaldið – og í ljósi sögunnar færist ábyrgðin yfir á hann Guðmund til að vísa veginn úr vítamín-city (plís segðu mér að þú hafir fattað í ljósi sögunnar hlaðvarps reference-ið, chu-chu)
-
Mangler du episoder?
-
Í síðari hluta ferðalagsins okkar saman ákveðum við að aðstoða chu-chu að vinna betur úr eldsneytinu sínu og stoppum á geggjuðu vítamín stöðinni – og höfðu auglýsingarnar þaðan svo sem ekkert beint farið framhjá okkur á leiðinni. Í stoppinu sér Berta meira að segja fasteignaauglýsingar sem leiðir til tækifæris á íbúðarkaupum hjá Bertu- og fjölskyldu í vítamín-city
-
Í þessum hluta ferðalagsins er chu-chu aftur kominn á fulla ferð áfram (sem skýrist samt pottþétt ekki vegna færri farþega, pottþétt vonandi ekki) og nálgumst við miðpunktinn í ferðalaginu okkar saman – þar sem ýmsar leiðir byrja að opnast - sem veitir okkur öllum tækifæri til að fá skýrari mynd yfir hver stefnan okkar er í raun og veru (chu-chu)
-
Í þessum hluta ferðalagsins virðist allt vera að ganga eins og í sögu hjá okkur öllum saman - sem skyndilega umturnast undir lok þáttar þegar við áttum okkur á því að við erum alveg að verða bensínlaus – sem leiðir til umræðunnar á umtalaða eldsneytinu sem eru grænmetisolíur (chu-chu no more?)
-
Fyrir allt þetta ferðalag sem er framundan hjá okkur saman inni í heimi næringarfræðinnar er mikilvægt að við stoppum örstutt áprótein-stöðinni til að byggja okkur upp fyrir framhaldið (chu-chu)
-
Berta Björnsdóttir og Guðmundur Gaukur Vigfússon hefja ferðalagið með þér inn í heim næringarfræðinnar (fasten your seatbelt elsku hlustandi - letsgo)