Episodes
-
Kristín Sif Björgvinsdóttir útvarpskona er magnaður einstaklingur. Sem ung kona vann hún á Falklandseyjum, þar sem hún ferðaðist med herflugvélum. Eftir að hafa misst manninn sinn á hræðilegan hátt hefur hún komist á verðlaunapall á Norðurlandamóti í boxi og verið valinn iðkandi ársins í Crossfit Reykjavík. Hér fara hún og Sölvi yfir allt þetta og margt margt fleira.
-
Rúrik Gíslason hefur í gegnum árin verið lykilmaður gullkynslóðarinnar í fótbolta. Á HM 2018 varð hann heimsfrægur á einni nóttu. Hér ræða hann og Sölvi um HM, Instagram ævintýrið, móðurmissi Rúriks, álit annarra og margt fleira.
-
Missing episodes?
-
Guðlaugur Victor Pálsson fékk samning hjá Liverpool aðeins 17 ára gamall og var einn efnilegasti leikmaður sem sést hafði lengi á Íslandi. En æska hans var erfiðari en hjá flestum. Í dag er hann orðinn fastamaður í landsliðinu og hefur verið fyrirliði síðustu tveggja liða sem hann hefur spilað með. Hér ræða hann og Sölvi um hæðirnar, lægðirnar, rasisma, drauminn um að fara á stórmót með Íslandi og margt margt fleira.
-
Áskrift: www.solvitryggva.is
Baldur Freyr Einarsson ólst upp við hrottalegar aðstæður, þar sem harkalegt ofbeldi og neysla voru daglegt brauð. Baldur fór snemma af leið í lífinu og varð sjálfur ofbeldismaður, sem endaði með því að hann varð manni að bana og sat í fangelsi fyrir verknaðinn. Baldur hefur í áraraðir unnið við að hjálpa fólki sem villst hefur af braut í lífinu. Í þættinum ræða Sölvi og Baldur um æsku Baldurs, atvikið þar sem Baldur varð ungum manni að bana, stöðuna í íslensku samfélagi 2021 og margt fleira. Þátturinn er í boði:
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Helga Braga Jónsdóttir hefur um árabil verið einn farsælasti grínisti Íslands. Hún ákvað strax sem ungabarn að ákveða að verða leikkona og það má sannarlega segja að hún hafi látið drauminn rætast. Eftir árin í fóstbræðrum og leikhúsinu vann Helga Braga um árabil sem flugfreyja og hefur ferðast um víða veröld. Í þættinum fara Sölvi og Helga yfir magnaðan feril Helgu, andlega ferðalagið, árin hjá Wow Air og margt fleira. Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Áskrift og aðgangur að öllum þáttum í hljóði og mynd: www.solvitryggva.is Haraldur Erlendsson er þrautreyndur geðlæknir sem starfaði um árabil í Bretlandi og síðar sem forstjóri Heilsustofnunar í Hveragerði. Í þættinum ræða Sölvi og Haraldur um hugvíkkandi efni, sem Haraldur segir stærstu byltingu í sögu geðlæknisfræðinnar. Þá fara þeir líka yfir stöðu læknisfræðinnar árið 2021, lífsstílssjúkdóma og margt fleira. Þátturinn er í boði:
Alla þætti er hægt að nálgast inni á www.solvitryggva.is
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Áskrift og aðgangur að öllum þáttum: www.solvitryggva.is Fjölnir Bragason er löngu orðinn þjóðþekktur á Íslandi og er sannkölluð goðsögn í húðflúrsheiminum. Fjölnir er órjúfanlegur partur af íslenskri Tattoo-menningu og hefur verið samferða algjörri byltingu sem hefur átt sér stað á undanförnum áratugum. Í þættinum ræða Sölvi og Fjölnir um magnað lífshlaup Fjölnis, ótrúlegar sögur, þróun og sögu húðflúra og margt margt fleira.
Allir þættir eru aðgengilegir inni á www.solvitryggva.is
Þátturinn er í boði: Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Áskrift og aðgangur að öllum þáttum í hljóði og mynd www.solvitryggva.is Jónína Benediktsdóttir hefur oft verið verulega umdeild á Íslandi. Ung fékk hún alls kyns verðlaun í Svíþjóð og á Íslandi fyrir frumkvöðlastarfsemi sína í líkamsrækt og rekstri líkamsræktarstöðva. Sölvi skrifaði ævisögu Jónínu og það vantar því ekki umræðuefnin. Tímabilin með Jóni Páli, íslenskt viðskiptalíf, baráttan við bakkus, hjónaskilnaðir og margt margt fleira.
Allir þættir eru aðgengilegir inni á www.solvitryggva.is
Þátturinn er í boði: Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod) -
Sigríður Klingenberg, betur þekkt sem Sigga kling, hefur skemmt Íslendingum um árabil með spádómum, bingókvöldum, karókí-kvöldum og mörgu fleiru. Sigga segist sjálf ekkert skilja í því hvers vegna hún vinni við að skemmta, enda sé ferill hennar ein stór afleiðing af því að kunna að segja alltaf já, sama hvernig manni líður. Hér ræða Sigga og Sölvi um mikilvægi þess að njóta hvers dags, hlæja nógu mikið, fara yfir stórmerkilegan feril Siggu og margt margt fleira.
Þátturinn er í boði:Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Allir þættir í áskrift: www.solvitryggva.is Kári Stefánsson snýr aftur í Podcastið. Í þættinum fara Kári og Sölvi yfir Covid tímabilið, hve lengi er hægt að halda áfram að grípa inn í líf fólks, mikilvægi þess að óvinsælar raddir fái að heyrast og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Einar Carl Axelsson er fyrrverandi landsliðsmaður í Taekwondo, sem skipti um takt í lífinu eftir að hafa hryggbrotnað á 5 stöðum í skíðaslysi í frönsku ölpunum. Hann þurfti að leita allra leiða til að geta hreyft sig eðlilega aftur og eftir margra ára ferðalag stofnaði hann líkamsræktarstöðina Primal Iceland. Þar kennir hann fólki að fá frelsi í eigin líkama með samblandi af hreyfingu, öndun, kælingu og fleiru. Í þættinum ræða Sölvi og Einar um magnað ferðalag þessa unga manns, ástandið á heilsu Íslendinga og margt fleira. Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
María Birta Bjarnadóttir leikkona hefur gert ótrúlega margt þó að hún sé rétt rúmlega þrítug. 16 ára gömul var hún byrjuð með netverslun og 19 ára velti hún 10 milljónum á mánuði í versluninni Maniu á Laugavegi. Skömmu síðar var hún búin að vinna Edduverðlaunin sem leikkona og þá var ekki aftur snúð og hún flutti til Bandaríkjanna, þar sem hún vinnur nú að fjölmörgum verkefnum. Hér ræða María og Sölvi um lygilegan feril Maríu, sálufélaga, sorgina eftir dauðsföll í fallhlífarstökk og margt margt fleira.
-
Magnús Scheving er einn merkilegasti frumkvöðull Íslandssögunnar. Leikfimikennarinn sem endaði á sjónvarpsskjám milljóna manna um allan heim. Hér fara Magnús og Sölvi yfir ótrúlega atburðarrás Latabæjar, þar sem Magnús var með nánast stanslausa dagskrá frá morgni til kvölds á hverjum einasta degi í áraraðir. Þakklætið yfir því að sjá börn í Suður-Ameríku drekka í sig boðskap Íþróttaálfsins, hvað þarf að hafa til brunns að bera sem frumkvöðull, lykilatriðin í að vera hamingjusamur í lífinu og fleira og fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Margrét Pála Ólafsdóttir er sannkölluð kjarnakona. Hún hefur um árabil rutt veginn fyrir nýjar leiðir í menntun barna. Þúsundir ánægðra foreldra hafa nú sent börn sín í skóla Hjallastefnunnar sem Margrét stofnaði. Margrét var ein fyrsta opinbera lesbían á Íslandi og lenti í hremmingum vegna þess. Hér ræða Sölvi og Margrét um það hvernig öll hennar tækifæri voru tekin af henni á einum degi vegna fordóma á tímum sem voru allt aðrir en í dag. Þau fara jafnframt yfir mikilvægi þess að hrista upp í menntakerfinu, hlusta á börn og þora að fara gegn straumnum.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Lemon - https://www.lemon.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Jónas Sigurðsson varð vinsæll sem söngvari í ,,Sólstrandargæjunum", sem slógu í gegn með lagið ,,Rangur Maður" og sló síðan aftur í gegn mörgum árum síðar með lagið ,,Hafið er Svart". Það sem færri vita líklega um Jónas er að hann er afburðamaður í tölvuforritun og vann um árabil fyrir tölvurisann Microsoft. Þar var hann valinn í hóp efnilegasta fólks fyrirtækisins, en áður en það tók á flug var Jónas orðinn efins um það hvaða stefnu fyrirtækið væri að taka og kom aftur heim til Íslands. Hér ræða Sölvi og Jónas um stöðu upplýsingaflæðis í nútímanum, hvert gervigreind er komin, hversu öflugir algóritmarnir eru orðnir og svo auðvitað um tónlistina og ástríðurnar í lífinu.
Þátturinn er í boði: Sjónlags - www.sjonlag.is Fitness Sport - www.fitnesssport.is Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/ Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg) Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan) Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod) -
Áskrift og aðgangur að öllum þáttum: www.solvitryggva.is Kári Stefánsson er löngu orðinn þjóðargersemi. Hér spjalla hann og Sölvi um hráan persónuleika Kára, óbeit hans á aumingjaskap og margt margt fleira.
Aðgangur að öllum þáttum á www.solvitryggva.is
-
Sara María Júlíudóttir hefur komið víða við í gegnum tíðina. Hún starfaði lengi sem fatahönnuður og rak meðal annars Nakta Apann og seldi síðar fiskleður á alþjóðamarkað frá Sauðárkróki. Á síðstu árum hefur hún tekið alveg nýja beygju í lífinu eftir ferð til Mið-Ameríku og vinnur nú að því að kaupa hótel í Guatemala. Í þættinum ræða Sölvi og Sara um magnaða vegferð Söru, meðvirkni, leiðir til að sigrast á ótta og margt fleira.
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Promennt - https://www.promennt.is/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
105 koffínvatn - https://www.olgerdin.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Framleiðandi - KIWI (@kiwistofan)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)
-
Áskrift og aðgangur að öllum þáttum í hljóði og mynd: www.solvitryggva.is Sara Piana hefur í gegnum árin verið umtöluð á Íslandi, einkum og sér í lagi eftir að hún giftist vaxtarræktarkappanum Rich Piana og af þeim birtust reglulega fréttir. Sara hefur hingað til ekki farið í viðtöl í íslenskum fjölmiðlum, en fannst tími til kominn að segja sögu sína, einkum og sér í lagi þar sem hún er nú alfarið flutt til landsins og ætlar að hefja hér næsta kafla í sínu lífi. Í þættinum segir Sara frá því hvers vegna hún þurfti sem ung kona að flýja land eftir stöðuga ógn. Hvernig hún fór langt inn í Fitness-heiminn eftir að hún flutti til Bandaríkjanna og síðan frá skrautlegu líferni sínu með Rich Piana, sem oft var öðruvísi en það virkaði út á við. Sara lærir nú hjúkrunarfræði og hlakkar til næsta kafla í sínu lífi, eftir að hafa fengið margfaldan æviskammt af dramatík, eins og hún segir sjálf.
Alla 110 þætti má nálgast inni á www.solvitryggva.is
Þátturinn er í boði:
Sjónlags - www.sjonlag.is
Fitness Sport - www.fitnesssport.is
Fjarðarkaup / Fræið - https://fjardarkaup.is/fraeid/
Narfeyrarstofa - https://narfeyrarstofa.is/
Þáttastjórnandi - Sölvi Tryggvason (@solvitrygg)
Hljóð - Eiður Steindórsson (@oathhljod)