Эпизоды
-
Í nýjasta þætti Radíó Eflingar ræðir Þórunn Hafstað við Eðvald Karl Eðvalds, félagsmann Eflingar til margra ára. Kalli, eins og hann er alltaf kallaður, fékk sína fyrstu vinnu 11 ára, en stendur nú á tímamótum. Hann er nýorðinn 67 ára og er að hætta að vinna. Kalli hefur komið sér upp einum fullkomnasta flughermi landsins […]
-
Samkvæmt nýútkominni skýrslu frá Eflingu – stéttarfélagi eru skerðingar í íslenska lífeyriskerfinu með því hæsta sem gerist í heiminum. Á meðan lífeyriskerfið hefur vaxið hefur ríkið skert almannatryggingar svo mjög að fjöldi lífeyrisþega, eldri borgarar og öryrkjar, lifa undir framfærslu og undir lágmarkslaunum. Hvernig fer þetta með fólk, og hvað er til ráða? Umsjón: Benjamín […]
-
Пропущенные эпизоды?
-
Leikskólarnir eru fyrsta skólastigið og það skólastig þar sem erfiðast er að halda uppi sóttvörnum. Starfsfólk á leikskólum vinnur undir miklu álagi í framlínunni í COVID faraldrinum við að halda samfélaginu gangandi. Þegar öllum öðrum skólastigum var lokað vegna nýs afbrigðis veirunnar sem herjar á börn, er starfsfólk leikskólanna skikkað til að mæta til vinnu, […]
-
Í jólaþætti Radíó Eflingar ræðir Þórunn Hafstað við Masza Solak, félaga í Eflingu, sem flutti hingað til lands frá Póllandi fyrir nokkrum árum til að vinna en hefur nú verið atvinnulaus í ár. Hún fræðir okkur um pólskar jólahefðir, vinnutarnirnar í veitingageiranum fyrir tíma COVID, hvernig það er að vera ekki íslenskumælandi en þurfa að […]
-
Ehsan Ísaksson kláraði menntaskóla fyrir tveimur árum og hefur upp frá því átt óslitna sögu af yfirmönnum sem brjóta á réttindum hans og stela af honum launum. Samtök atvinnulífsins hafa staðið í vegi fyrir því að sektir verði lagðar á launaþjófa, en Efling berst nú fyrir því að sektarákvæði fari í lög engu að síður. […]
-
Í kjölfar faraldurs hafa mörg þúsund misst vinnuna. Atvinnuleysisbætur eru of lágar og fólk á bótum líður skömm fyrir að þiggja bætur úr tryggingasjóði sem þau hafa sjálf greitt í. Í þættinum segir Ása Björg frá því þegar hún missti vinnuna í hruninu og hvernig gildrur í kerfinu gera það erfitt að komast af bótum. […]
-
Um þessar mundir, á hápunkti heimsfaraldurs, er fólki sagt að halda sig heima. Þær Fríða, Dögg og Aðalsteina sem allar vinna í heimaþjónustunni í Kópavogsbæ geta ekki unnið heima hjá sér. Þeirra vinna fer fram heima hjá öðrum. Í þættinum segja þær okkur frá vinnunni sinni í heimaþjónustunni fyrir og í heimsfaraldri, mismundandi sýn […]
-
Fyrsti þáttur Radíó Eflingar er tileinkaður fyrstu skrefum okkar í vinnu. Hvernig er að byrja í fyrsta starfinu? Hvað veistu og hvað ekki, og reynir einhver að græða á því? Umsjón: Benjamín Julian og Þórunn Hafstað. Viðmælendur: Valgerður Árnadóttir, Ragnheiður Valgarðsdóttir, Valgerður Marija Purusic og Hekla Hildkvist Hauksdóttir. Tónlist: Funky Moon eftir Stefan Kartenberg (CC […]