Episodes
-
Klokkaðu alla útganga áður en þú rýkur inn í þennan þátt. Korktaflan sýnir það svart á hvítu og með rauðum þræði á milli að þessi þáttur fer lengra upp vampýramídann en nokkru sinni áður. —Þú þarft ekki að vera hakkari á heimsklassa til að njóta góðs af þeim stafrænu verkefnum sem Quest Portal, bakhjarl Reglubókaklúbbsins, býður upp á fyrir öll möguleg verkefni. Hvort sem það er að kljást við hverfisfautana eða að sprengja sig upp á topp vampýramídans, þá hefur Quest Portal allt sem útsendarar á vettvangi spunaspila þurfa á að halda.—Hægt er að nálgast eintak af Night’s Black Agents á vefsíðu Pelgrane Press hérna og mögulega í svartri skjalatösku hjá höfninni undir næsta fulla tungli.—Blússandi meðmæli ReglunnarNode Based Scenario DesignSpunaspilavinir #24Dómsdagur - hlaðvarpOpið spunaspilakvöld Nexus
-
Hvergi fyrirfinnst ömurlegra samansafn fanta og fúlmenna. En einhversstaðar verða illir að vera á þessum myrku tímum í Vetrarbrautinni.
---
Kostunaraðili Reglubókaklúbbsins er Quest Portal sem er með hýperdrifin verkfæri fyrir ævintýrin sem eiga sér stað endur fyrir löngu á fjarlægri vetrarbraut.
---
Vákar, vélmenni og ótótlegir nerf-hirðar geta nálgast eintak af Star Wars: Edge of the Empire ásamt öðrum ágætum köflum úr Stjörnustríðunum í Nexus.
---
Blússandi meðmæli Reglunnar
Spilastund - Star Wars spunaspil
OGGdude
SWRPG Community
Coriolis Simplified Space Combat
Starfinder: Narrative Starship Combat
Hugtakasafn Kvikmyndafræðanna
Dungeon Crawl Classics, Pathfinder 2e og Warhammer Fantasy---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK
Aukastef þáttarins er The Force eftir Giuseppe Vasapolli
-
Missing episodes?
-
EFNISVIÐVÖRUN (CW) - Á einum tímapunkti í þessum þætti er fjallað um sjálfsvíg. Ef þú eða einhver sem þú þekkir er að glíma við sjálfsvígshugsanir er fjöldi úrræða sem standa til boða. Upplýsingasími heilsugæslunnar er að finna í s. 1700, Hjálparsími Rauða Krossins er 1717. Netspjall Heilsuveru býður einnig upp á aðstoð auk þess sem Píeta-samtökin er að finna í s. 552-2218.
Þau sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi geta leitað til allra þessara aðila ásamt Sorgarmiðstöðinni í s. 551-4141.
---
Kom nú börn nætur, nærumst á skinnu þeirri sem er svo bersýnilega mörkuð af þúsund skurðum uppflettinga.
---
Reglubókaklúbburinn er í þéttu faðmlagi við Quest Portal þar sem er að finna fjöldann allan af ágætum, stafrænum verkfærum til að verja nokkrum eilífðum við að smíða þitt coterie.
---
Daggöngur geta nálgast Kjarnabók Vampire: The Masquerade m.a. í innsta kima í sæluríki Glæsibæjar.
---
Blússandi meðmæli Reglunnar
V5 Relationship Map Template á Kumu
Spunaspilavinir #21
Viðburðir í Bókasafni Hafnafjarðar
---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK
Aukastef þáttarins er Habanera úr óperunni Carmen eftir Georges Bizet
-
Reglubókaklúbburinn fékk í heimsókn til sín Eyþór Viðarsson, raddleikara og einn af aðalsprautum raunspilunar (sannspilunar?) hlaðvarpanna The Sprouting The Lucky Die.Fyrir utan skrambi góða innsýn í hvað það tekur til að búa til raunspilunarhlaðvarp, var Eyþór meira að segja svo vinalegur að mæta með stuttan ríg í stúdíóið fyrir Regluna að kjammsa á.Líkt og áður er það Quest Portal sem styður Reglu Reglubókaklúbbsins. Þar er m.a. hægt að kynna sér eitthvað af þeim reglum úr Call of Cthulhu regluverkinu sem Eyþór vísar til.---Blússandi meðmæli Reglunnar
The Sprouting
The Lucky Die---Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK
-
Gola blæs að vestan. Frá Sundrunarlöndum. Rot og ódaunn dreyra eru reiðmenn þeirra. Hyggja þau á ferðalag þangað? Í dal hinna slyppfengu og ódauðu.
---
Hina vanhelgu skinnu Mörk Borg er að finna í dýpstu kimum Glæsibæjar, hjá alkemistum harmleiksins og er Basilisk þáttarins með hin ýmsu verkfæri til að undirbúa þín eigin Ragnarök.
---
Blússandi meðmæli Reglunnar
Spunaspilavinir #20
Bókasafn Hafnafjarðar
I'm begging you to play another RPG
RPGBOT.Podcast
1914 - The Hundred Days Offensive
Allt þetta fríkeypis efni fyrir Mörk Borg
---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK
Aukastef þáttarins er Slaughter For The Throne Of Dark Lord eftir Alexey Maximov
-
Hér eru engin brögð í tafli, þó eitthvað er að finna af fautum í þessari bófabók. Eftir afdrifaríkan eltingaleik í gegnum víddirnar hafa Reglubræður loksins Rýtingabókina umtöluðu í höndum sínum og taka hana í gegnum þriðju gráðuna.
Modus operandi Reglunnar er miðlað til hlustenda þökk sé Quest Portal sem hefur fingraför sín á þessum þætti.
---
Grunnreglur Blades in the Dark er m.a. hægt að finna hjá Quest Portal og þessari vefsíðu hérna. Án þess að vera einhver skvíler, þá er orðið á götunni að Nexus hefur verið með eintök af bókinni í haldbæru, en þú heyrðir það ekki hjá mér.
---
Blússandi meðmæli Reglunnar
Spunaspilavinir #18 - Þorsteinn og Ólafur ásamt góðvinum Reglunnar, þeim Tinnu og Stulla, stýra spunaspilum fyrir nýja og reynda spilara í Spilavinum þriðjudaginn 9. janúar.
DM Gives Inspiration á Spotify
Blóðkorn falla
Köldudyr - Seta 1: Mávunum kastað á Spotify og Apple Podcasts
Ár af myrkri hjá Helga
---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK
-
Í þann mund sem Reglubræður voru byrjaðir að stinga nefi ofan í Rýtingabók, var hópuppsögnum kastað fram á Galdraströndinni tveimur vikum fyrir jól og þeir fundu sig tilknúna að mætast í eðernum til að ráða úr rústunum.
---
Regla Reglubókaklúbbsins samanstendur af Helga Má og Þorsteini Mar ásamt Ólafi Birni á upptökurúninni.
Reglubókaklúbburinn er í boði Quest Portal.
---
Blússandi meðmæli Reglunnar
Bob the World Builder
Roll for Combat
---
Ítarefni:
Útlistun á hinum brottreknu og tölvupóstur Cocks
DDB um 'The Mike Mearls Happy Fun Hour'
Grein Polygon um Zak Smith
Kveikjumerking (kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi) Umfjöllun Fandomentals um Zak Smith
---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK.
-
Þegar ákveðinn Reglubróðir (sem við skulum ekkert einblína of lengi á) reyndi að gera fínt og skrautlegt fyrir jólin, lendir Reglan í meiriháttar víddarflakksklandri.
Þar sem Reglan reynir að leysa úr þessari fjölheimaflækju, finnur hún flottar gjafir á leiðinni og enn flottari félaga sem hjálpa að finna út úr þessu ástandi og árinu sem er senn að líða.
---
Jólagestir Reglubókaklúbbsins '23:
Patrónar vor, þau Gunnar Hólmsteinn og Tinna Halls hjá Quest Portal
Rígsmennirnir Grétar Mar og Stefán Ingvar
Silfurtyngdu sjéntilmennin Hlynur og Lúðvík
---
Blússandi meðmæli Jólareglunnar
Grétar Mar: Flee, Mortals! og Dungeons & Lasers VI: Caves
Gunnar Hólmsteinn: Draugur Dice teningagjafakort og CoraQuest
Helgi: Hunter: The Reckoning 5th Edition
Dungeon Master of None: A Turn of Fortune's Wheel
Hlynur Páll: Ástandsmerkingar (e. Condition Rings)
Jólafur Björn: Flee, Mortals!, Pathfinder 2e Beginner Box, pappírspésar og prýðilegt kort í einum og sama pakkanum frá Paizo.
Lúðvík Snær: Tome of Beasts eftir Kobold Press og 5e Kjarnabókasettið
Stefán Ingvar: Mausritter og Candela Obscura
Tinna Halls: Magical Kitties, Big Book of Battle Mats, Game Masters Book of Traps, Puzzles and Dungeons, áskrift að Storytelling Collective
Þorsteinn Mar: Dungeons and Lasers landsmælki og Flee, Mortals!
-
Bjalla glymur. Teppabúðin í Lágmúlanum hefur tekið úr lás samanber opnunartíma frá 11-18 (Lokað um helgar). Þú ert teppi. Fölbrúnt teppi. Einhver gengur inn. En hver? Það er ómögulegt að ráða úr.
Af því þú ert teppi. En hann stendur fyrir framan þig í dágóða stund...
Klósettið? Það er reyndar bara fyrir starfsfólk.
Allt brennur þó niður að lokum. Hver einasti þráður verður að sviðinni jörðu og hann sturtaði ekki einu sinni niður.---Teppavirki er nýtt spunaspil eftir Stefán Ingvar Vigfússon sem kom út í seinustu viku. Reglan finnur sig tilknúna að beintengja sig við grasrót íslenskrar spunaspilamenningar með því að leggja dóm sinn á þetta allra nýjasta regluverk og veltum auðvitað fyrir okkur hvernig kostunaraðili Reglunnar, Quest Portal, nýtist vel fyrir Teppavirki.---Blússandi meðmæli:Stefán og Aron Martin eru með sannspilunarhlaðvarpið Fífl og furðusögur sem Reglan mælir eindregið með að fólk leggi við hlustir.---Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK.
-
Það er satt, við rýndum í hina myrku skruddu, þá forboðnu og viðbjóðslegu bók sem aðeins örfáir hafa fengið að bera augum, en þó er það ætlun okkar með hlaðvarpi þessu að sýna fram á að við séum með öllu heilir á geði.
Eflaust muntu fyrst uppnefna okkar, kalla geðsjúka og æra, jafnvel sturlaðri en sá sem setti sama þessi skelfilegu bók. Síðar munu áheyrendur setja allt það er við leggjum á borð og spyrja, hvernig hefðum við mátt komast að annarri niðurstöðu þegar við stóðum frammi fyrir öllum þessum hryllingi.
---
Regluverk Varðarins er að finna í yfirnáttúrulegu góðu sniðmáti hjá styrktaraðila Reglubókaklúbbsins, Quest Portal og líkamnað í bleki á örk í Stórhofi Nördanna.
---
Upprunalega kápan á The Great Gatsby og kápan á Regluverki Varðarins fyrir CoC 7e til samanburðar.
Dýpri dýfa í sögu Kall Cthulhu í Spilastund hjá Þorsteini.
---
Blússandi meðmæli Reglunnar:
Streymið hans Sly Flourish á Twitch.
Fífl og furðursögur
Föruneyti Teningsins
Svörtu tungurnar
---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK
-
Föruneytið leitar djúpt inn í miðbik Kertavirkis og beitir dulspekinni á aðra og fimmtu útgáfu af leiðarvísi leikmanna fyrir Dýflissur og & Dreka.
Þar sem skinnurnar sitja undir skini Selûne reiðir vitkinn fram reykelsi ásamt vígðu vatni og með vel æfðum handabendingum og arkanískri þulu er rýnt í tvær bækur á sama tíma og gert með meðbyr þökk sé bandalagi Föruneytisins við Quest Portal.
---
Aðra útgáfu af Leiðarvísi leikmanna í D&D er hægt að finna á alvefnum hjá Dungeon Master’s Guild og DrivethruRPG.
Haldbær eintök af fimmtu útgáfu af Leiðarvísi leikmanna fyrir D&D er m.a. hægt að finna í Stórhofi Nördanna í Glæsibæ (Nexus) og í Spilavinum.
En ef þér eruð fyrir norðan eru allar líkur á því að Drýslarnir á Brekkugötu lumi á eintaki.
The Korranberg Chronicle sem Helgi nefnir í þættinum er einnig hægt að finna hjá Dungeon Master's Guild.
---
Regla Reglubókaklúbbsins samanstendur af Helga Má og Þorsteini Mar ásamt Ólafi Birni á upptökurúninni.
---
Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK.