Episodes

  • Klokkaðu alla útganga áður en þú rýkur inn í þennan þátt. Korktaflan sýnir það svart á hvítu og með rauðum þræði á milli að þessi þáttur fer lengra upp vampýramídann en nokkru sinni áður. —Þú þarft ekki að vera hakkari á heimsklassa til að njóta góðs af þeim stafrænu verkefnum sem Quest Portal, bakhjarl Reglubókaklúbbsins, býður upp á fyrir öll möguleg verkefni. Hvort sem það er að kljást við hverfisfautana eða að sprengja sig upp á topp vampýramídans, þá hefur Quest Portal allt sem útsendarar á vettvangi spunaspila þurfa á að halda.—Hægt er að nálgast eintak af Night’s Black Agents á vefsíðu Pelgrane Press hérna og mögulega í svartri skjalatösku hjá höfninni undir næsta fulla tungli.—Blússandi meðmæli ReglunnarNode Based Scenario DesignSpunaspilavinir #24Dómsdagur - hlaðvarpOpið spunaspilakvöld Nexus

  • Hvergi fyrirfinnst ömurlegra samansafn fanta og fúlmenna. En einhversstaðar verða illir að vera á þessum myrku tímum í Vetrarbrautinni.

    ---

    Kostunaraðili Reglubókaklúbbsins er Quest Portal⁠ sem er með hýperdrifin verkfæri fyrir ævintýrin sem eiga sér stað endur fyrir löngu á fjarlægri vetrarbraut.

    ---

    Vákar, vélmenni og ótótlegir nerf-hirðar geta nálgast eintak af Star Wars: Edge of the Empire ásamt öðrum ágætum köflum úr Stjörnustríðunum í Nexus.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar

    Spilastund - Star Wars spunaspil

    OGGdude

    SWRPG Community

    Coriolis Simplified Space Combat

    Starfinder: Narrative Starship Combat

    Hugtakasafn Kvikmyndafræðanna


    Dungeon Crawl Classics, Pathfinder 2e og Warhammer Fantasy

    ---

    Stef þáttarins er ⁠Planned⁠ eftir PeterFK

    Aukastef þáttarins er The Force eftir Giuseppe Vasapolli

  • Missing episodes?

    Click here to refresh the feed.

  • EFNISVIÐVÖRUN (CW) - Á einum tímapunkti í þessum þætti er fjallað um sjálfsvíg. Ef þú eða einhver sem þú þekkir er að glíma við sjálfsvígshugsanir er fjöldi úrræða sem standa til boða. Upplýsingasími heilsugæslunnar er að finna í s. 1700, Hjálparsími Rauða Krossins er 1717. Netspjall Heilsuveru býður einnig upp á aðstoð auk þess sem Píeta-samtökin er að finna í s. 552-2218.

    Þau sem hafa misst ástvin í sjálfsvígi geta leitað til allra þessara aðila ásamt Sorgarmiðstöðinni í s. 551-4141.

    ---

    Kom nú börn nætur, nærumst á skinnu þeirri sem er svo bersýnilega mörkuð af þúsund skurðum uppflettinga.

    ---

    Reglubókaklúbburinn er í þéttu faðmlagi við Quest Portal þar sem er að finna fjöldann allan af ágætum, stafrænum verkfærum til að verja nokkrum eilífðum við að smíða þitt coterie.

    ---

    Daggöngur geta nálgast Kjarnabók ⁠Vampire: The Masquerade⁠ m.a. í innsta kima í sæluríki Glæsibæjar.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar

    V5 Relationship Map Template á Kumu

    Spunaspilavinir #21

    Viðburðir í Bókasafni Hafnafjarðar

    ---

    Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK

    Aukastef þáttarins er Habanera úr óperunni Carmen eftir Georges Bizet

  • Reglubókaklúbburinn fékk í heimsókn til sín Eyþór Viðarsson, raddleikara og einn af aðalsprautum raunspilunar (sannspilunar?) hlaðvarpanna The Sprouting The Lucky Die.Fyrir utan skrambi góða innsýn í hvað það tekur til að búa til raunspilunarhlaðvarp, var Eyþór meira að segja svo vinalegur að mæta með stuttan ríg í stúdíóið fyrir Regluna að kjammsa á.Líkt og áður er það ⁠Quest Portal⁠ sem styður Reglu Reglubókaklúbbsins. Þar er m.a. hægt að kynna sér eitthvað af þeim reglum úr Call of Cthulhu regluverkinu sem Eyþór vísar til.---Blússandi meðmæli Reglunnar

    The Sprouting

    The Lucky Die---Stef þáttarins er ⁠⁠Planned⁠⁠ eftir PeterFK

  • Gola blæs að vestan. Frá Sundrunarlöndum. Rot og ódaunn dreyra eru reiðmenn þeirra. Hyggja þau á ferðalag þangað? Í dal hinna slyppfengu og ódauðu.

    ---

    Hina vanhelgu skinnu Mörk Borg er að finna í dýpstu kimum Glæsibæjar, hjá alkemistum harmleiksins og er Basilisk þáttarins með hin ýmsu verkfæri til að undirbúa þín eigin Ragnarök.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar

    Spunaspilavinir #20

    Bókasafn Hafnafjarðar

    I'm begging you to play another RPG

    RPGBOT.Podcast

    1914 - The Hundred Days Offensive

    Allt þetta fríkeypis efni fyrir Mörk Borg

    ---

    Stef þáttarins er ⁠Planned⁠ eftir PeterFK

    Aukastef þáttarins er Slaughter For The Throne Of Dark Lord eftir Alexey Maximov

  • Hér eru engin brögð í tafli, þó eitthvað er að finna af fautum í þessari bófabók. Eftir afdrifaríkan eltingaleik í gegnum víddirnar hafa Reglubræður loksins Rýtingabókina umtöluðu í höndum sínum og taka hana í gegnum þriðju gráðuna.

    Modus operandi Reglunnar er miðlað til hlustenda þökk sé Quest Portal sem hefur fingraför sín á þessum þætti.

    ---

    Grunnreglur Blades in the Dark er m.a. hægt að finna hjá Quest Portal og þessari vefsíðu hérna. Án þess að vera einhver skvíler, þá er orðið á götunni að Nexus hefur verið með eintök af bókinni í haldbæru, en þú heyrðir það ekki hjá mér.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar

    Spunaspilavinir #18 - Þorsteinn og Ólafur ásamt góðvinum Reglunnar, þeim Tinnu og Stulla, stýra spunaspilum fyrir nýja og reynda spilara í Spilavinum þriðjudaginn 9. janúar.

    DM Gives Inspiration á Spotify

    Blóðkorn falla

    Köldudyr - Seta 1: Mávunum kastað á Spotify og Apple Podcasts

    Ár af myrkri hjá Helga

    ---

    Stef þáttarins er ⁠Planned⁠ eftir PeterFK

  • Í þann mund sem Reglubræður voru byrjaðir að stinga nefi ofan í Rýtingabók, var hópuppsögnum kastað fram á Galdraströndinni tveimur vikum fyrir jól og þeir fundu sig tilknúna að mætast í eðernum til að ráða úr rústunum.

    ---

    Regla Reglubókaklúbbsins samanstendur af Helga Má og Þorsteini Mar ásamt Ólafi Birni á upptökurúninni.

    Reglubókaklúbburinn er í boði Quest Portal.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar

    Bob the World Builder

    Roll for Combat

    ---

    Ítarefni:

    Útlistun á hinum brottreknu og tölvupóstur Cocks

    DDB um 'The Mike Mearls Happy Fun Hour'

    Grein Polygon um Zak Smith

    Kveikjumerking (kynferðisofbeldi, heimilisofbeldi) Umfjöllun Fandomentals um Zak Smith

    ---

    Stef þáttarins er ⁠⁠Planned⁠⁠ eftir PeterFK.

  • Þegar ákveðinn Reglubróðir (sem við skulum ekkert einblína of lengi á) reyndi að gera fínt og skrautlegt fyrir jólin, lendir Reglan í meiriháttar víddarflakksklandri.

    Þar sem Reglan reynir að leysa úr þessari fjölheimaflækju, finnur hún flottar gjafir á leiðinni og enn flottari félaga sem hjálpa að finna út úr þessu ástandi og árinu sem er senn að líða.

    ---

    Jólagestir Reglubókaklúbbsins '23:

    Patrónar vor, þau Gunnar Hólmsteinn og Tinna Halls hjá Quest Portal

    Rígsmennirnir Grétar Mar og Stefán Ingvar

    Silfurtyngdu sjéntilmennin Hlynur og Lúðvík

    ---

    Blússandi meðmæli Jólareglunnar

    Grétar Mar: Flee, Mortals! og Dungeons & Lasers VI: Caves

    Gunnar Hólmsteinn: Draugur Dice teningagjafakort og CoraQuest

    Helgi: Hunter: The Reckoning 5th Edition

    Dungeon Master of None: A Turn of Fortune's Wheel

    Hlynur Páll: Ástandsmerkingar (e. Condition Rings)

    Jólafur Björn: Flee, Mortals!, Pathfinder 2e Beginner Box, pappírspésar og prýðilegt kort í einum og sama pakkanum frá Paizo.

    Lúðvík Snær: Tome of Beasts eftir Kobold Press og 5e Kjarnabókasettið

    Stefán Ingvar: Mausritter og Candela Obscura

    Tinna Halls: Magical Kitties, Big Book of Battle Mats, Game Masters Book of Traps, Puzzles and Dungeons, áskrift að Storytelling Collective

    Þorsteinn Mar: Dungeons and Lasers landsmælki og Flee, Mortals! ⁠

  • Bjalla glymur. Teppabúðin í Lágmúlanum hefur tekið úr lás samanber opnunartíma frá 11-18 (Lokað um helgar). Þú ert teppi. Fölbrúnt teppi. Einhver gengur inn. En hver? Það er ómögulegt að ráða úr.

    Af því þú ert teppi. En hann stendur fyrir framan þig í dágóða stund...

    Klósettið? Það er reyndar bara fyrir starfsfólk.

    Allt brennur þó niður að lokum. Hver einasti þráður verður að sviðinni jörðu og hann sturtaði ekki einu sinni niður.---Teppavirki er nýtt spunaspil eftir Stefán Ingvar Vigfússon sem kom út í seinustu viku. Reglan finnur sig tilknúna að beintengja sig við grasrót íslenskrar spunaspilamenningar með því að leggja dóm sinn á þetta allra nýjasta regluverk og veltum auðvitað fyrir okkur hvernig kostunaraðili Reglunnar, Quest Portal, nýtist vel fyrir Teppavirki.---Blússandi meðmæli:Stefán og Aron Martin eru með sannspilunarhlaðvarpið Fífl og furðusögur sem Reglan mælir eindregið með að fólk leggi við hlustir.---Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK.

  • Það er satt, við rýndum í hina myrku skruddu, þá forboðnu og viðbjóðslegu bók sem aðeins örfáir hafa fengið að bera augum, en þó er það ætlun okkar með hlaðvarpi þessu að sýna fram á að við séum með öllu heilir á geði.

    Eflaust muntu fyrst uppnefna okkar, kalla geðsjúka og æra, jafnvel sturlaðri en sá sem setti sama þessi skelfilegu bók. Síðar munu áheyrendur setja allt það er við leggjum á borð og spyrja, hvernig hefðum við mátt komast að annarri niðurstöðu þegar við stóðum frammi fyrir öllum þessum hryllingi.

    ---

    Regluverk Varðarins er að finna í yfirnáttúrulegu góðu sniðmáti hjá styrktaraðila Reglubókaklúbbsins, Quest Portal og líkamnað í bleki á örk í Stórhofi Nördanna.

    ---

    Upprunalega kápan á The Great Gatsby og kápan á Regluverki Varðarins fyrir CoC 7e til samanburðar.

    Dýpri dýfa í sögu Kall Cthulhu í Spilastund hjá Þorsteini.

    ---

    Blússandi meðmæli Reglunnar:

    Streymið hans Sly Flourish á Twitch.

    Fífl og furðursögur

    Föruneyti Teningsins

    Svörtu tungurnar

    ---

    Stef þáttarins er Planned eftir PeterFK

  • Föruneytið leitar djúpt inn í miðbik Kertavirkis og beitir dulspekinni á aðra og fimmtu útgáfu af leiðarvísi leikmanna fyrir Dýflissur og & Dreka.

    Þar sem skinnurnar sitja undir skini Selûne reiðir vitkinn fram reykelsi ásamt vígðu vatni og með vel æfðum handabendingum og arkanískri þulu er rýnt í tvær bækur á sama tíma og gert með meðbyr þökk sé bandalagi Föruneytisins við ⁠Quest Portal⁠.

    ---

    Aðra útgáfu af Leiðarvísi leikmanna í D&D er hægt að finna á alvefnum hjá ⁠⁠Dungeon Master’s Guild⁠⁠ og ⁠⁠DrivethruRPG⁠⁠.

    Haldbær eintök af fimmtu útgáfu af Leiðarvísi leikmanna fyrir D&D er m.a. hægt að finna í Stórhofi Nördanna í Glæsibæ (⁠Nexus⁠) og í ⁠⁠Spilavinum⁠⁠.

    En ef þér eruð fyrir norðan eru allar líkur á því að ⁠Drýslarnir⁠ á Brekkugötu lumi á eintaki.

    ⁠The Korranberg Chronicle ⁠sem Helgi nefnir í þættinum er einnig hægt að finna hjá Dungeon Master's Guild.

    ---

    Regla Reglubókaklúbbsins samanstendur af Helga Má og Þorsteini Mar ásamt Ólafi Birni á upptökurúninni.

    ---

    Stef þáttarins er ⁠Planned⁠ eftir PeterFK.