Episodes
-
JútjúbJón mætir loksins aftur eftir jólafrí og kemur inn fyrir Matta sem þurfti að bregða sér af landinu. Fórum yfir það helsta undanfarið, Kendrick Lamar Slúður, Umhverfishorn Jóns, PottCastið og Myndir´ðu Fyrir Smá Aur. Þéttur pakki að vanda.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Veðrið hefur aldrei stoppað Spekinga. Skelltum í eina upptöku á milli utanlandsferða Matta. Pólítík, verkföll og almennt stuð í upphafi þáttar. Slúðrið, Kvikmyndaskorið og Helgin. Allt saman uppskriftin hennar ömmu.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Missing episodes?
-
Strákarnir okkar heldur betur að standa sig stóra sviðinu á HM. Fórum yfir sigurinn gegn Egyptum og miklu fleira.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Titringur á meðal Spekinga í aðdraganda jóla. Ætluðum í fasta liði en við komumst ekki í þá. Jólastuff og nærbuxur til umræðu. Allt saman eyrnakonfekt í eyrum þeirra sem vilja njóta.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Stór helgi að baki hjá Spekingum. Slúðrið á sínum stað, TayTay véfréttin , Myndir Þú Fyrir Smá Aur, Kæjinn og Hver Er Maðurinn. Loks helgarplönin framundan.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Full lestað í dag choo-choo!
Almennar umræður, SlúSlú, rætinn Tilfinningaskali og Meiða eða Leiða Valkyrjuspecial, allt í boði Alþingis.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Skammdegið siglir hraðbyri til landsins og Spekingar fara ekki varhluta af því. Það er ekki bara möndulhalli jarðar sem fælir Spekinga frá upptökum heldur eru 3/4 Spekinga bara obboslega uppteknir við að fá sér nú þegar aðventan er að ganga í garð.
En Sæþór stendur vaktina og gefur ykkur vikulega skammtinn sem þið eigið skilið.
#101 Jólabjór með Atla Þór Albertssyni - Hver er besta eftirherma landsins eftir þriggja tíma+ jólabjórssmakk? Atli fudging Albertsson - Nóvember 2020
#113 Valgeir Magnússon - Þegar Hollywood fékk Hausverk og þá sérstaklega um Helgar - Apríl 2021
#99 Eva Ruza & Hjálmar Örn - Þau eru einfaldlega alltaf best - September 2020
#78 Örn Árnason - Það á enginn núlifandi roð í Eagle Árnason - Apríl 2020
Glöggir hlustendur átta sig á því að það eru 2 dagar til kosninga en ritstjórn tók ákvörðun um að spila ekki brot úr þáttum stjórnmálafólks sem komið hafa til Spekinga. Spekingar hvetja öll til að mæta á kjörstað og fylgja eigin sannfæringu.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Það er enginn tilviljun að það fór að gjósa á sama tíma og Spekingar luku upptökum enda eldvirkur þáttur. Eldfimt Slúður, Hvort Myndir Þú Heldur, Myndir Þú Fyrir Smá Aur og Kvikmyndaskorið á sínum stað.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Spekingar eru alltaf ljúfir og kátir en varla léttir, í líkamlegri skilgreiningu þess orðs. Svefn & heilsa (ekki auglýsing) í fyrirrúmi með þar sem Sæþór er farinn að sofa eins og sjálfur Gabríel engill guðs.
Hver er Maðurinn, nýr liður frá Matta og Vafflan ekki upp á sitt besta í þetta skipti. Allt þetta og meira til.
Spekingar eru í boði GULL LITE og taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar.
-
Kalt er það Klara en veðrið hefur ekki áhrif á Spekinga enda hlýtt í studíói Podcaststöðvarinnar. Við komumst ekki hjá því að ræða aðeins forsetakosningar í BNA, Snældu-vitlausar Staðreyndir, Hvort Myndir þú Heldur og flugvéla Kvikmyndaskor.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar og eru í boði GULL LITE
-
Eftir gyllta mola í síðustu viku er tímabært fyrir Spekinga að snúa aftur í stúdíó, þó í misjöfnu ástandi. TayTay Hornið lét heldur betur vita af sér, PottCastið leiðbeindi hlustendum í vali á eldhúsáhöldum, Hver er maðurinn siðlaus að vanda og GULL LITE Testið gulls ígildi.
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar og eru í boði GULL LITE
-
Spekingar eins og aðrir eru að vinna í sjálfum sér um þessar mundir. En örvæntið ei, þáttur þessa vikuna fer með okkur á gamlar og góðar slóðir.
Eva Ruza (Júní 2019) - Tvíburar og konungborið fólk
Heiðar Logi (Apríl 2019) - Lífsháski og föðurmissir
Siggi Gunnars (Ágúst 2019) - Skápurinn, Bretland og Spánn/Tenerife
Logi Bergmann (Nóvember 2018) - Stjórnmálafræði og handbók hrekkjalómsins
Spekingar taka upp í Stúdíói Podcaststöðvarinnar og eru í boði GULL LITE
-
Vetur konungur færist nær en það er hlýtt í hjörtum Spekinga. Meiða eða Leiða, Topp 3, Frægar Línur og Gumma Emils Hornið.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
-
Bæng! Eftir óvænt frí í síðustu viku eru Spekingar mættir til starfa. Vikan viðburðarrík, Gull Lite Testið Yellowstone edition, Frægar stórslysamynda Línur og október Kvikmyndaskor.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
-
Spekingar eru mættir aftur eftir tveggja vikna frí, en þó ekki fullmannaðir. Slúður, Snældu vitlausar staðreyndir, Hver er maðurinn, Topp 3, Hvort myndirðu frekar og helgin.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
-
Gular viðvaranir hafa engin áhrif á mætingu Spekinga þó Matti hafi nælt sér í fjarvist. Ítarleg yfirferð á fertugsafmæli Sesa og spúsu, kanónur í Slúðrinu og Heldur Betur Pétur Andri spurningarkeppnin. Léttir, ljúfir og kátir.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
-
Hvert fór sumarið? Hvaða sumar segja sumir. En það er ávallt sól í hjörtum Spekinga. Hnefafullur þáttur, Topp 3, VöffluSpáin reyndist sannspá og In A Mood For Some Food snéri aftur inn á völlinn eftir langa bekkjarsetu.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
-
Þegar almúginn er snúinn aftur til vinni heldur fríið þó áfram hjá Matta. En við látum það ekki stoppa sýninguna. Frægar Línur, Topp 3 skyndibitar á Íslandi og Kvikmyndaskorið.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
-
Rjúkandi beint úr ofninum þessa vikuna. Vikan, heldur karllæg, Slúður, Myndir Þú Fyrir Smá Aur, Hver er Maðurinn, brakandi fersk og ný WöffluSpá og ekkert óvænt í helgarplönum Matta. Gríska goðið verður frá í næstu viku en við stefnum á að halda óbreyttri dagskrá.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
-
Sæþór loksins kominn aftur eftir örlítið frí ef frí skyldi kalla. Farið yfir vikuna, Frægar Línur, Tilfinningaskalinn og Kvikmyndaskorið. Helgin framundan í lokin, allt upp á 10.5.
Spekingar taka upp í Podcaststöðinni og eru í boði Gull Lite.
- Show more