
Sviðsljósið er íslenskt hlaðvarp sem varpar ljósi á sviðslistir og þau málefni sem móta íslenskt menningarlíf. Þáttunum stýrir Salka Guðmundsdóttir, sem leiðir umræðu um áskoranir, tækifæri og mikilvæg málefni sviðslista á Íslandi.
Í hverjum þætti hittast tveir gestir – hvort sem þeir koma úr sviðslistum, eins og leikhúsi, dansi, óperu, brúðulistum eða sirkus, eða hafa breiðari tengingu við menningu og listir – til að ræða brýn mál og varpa ljósi á þróun og áhrif sviðslistanna í samfélaginu.