Episodes
-
HOHOHOHO og gleðileg Jól.
Í þætti vikunnar kemur til okkar virkilega veiðisýktur maður.
Hann hefur nú ekki verið lengi í sportinu en þarna sannast það hvað þetta getur heltekið mann gjörsamlega.
Gísli er maður sem er virkilega gaman að tala við og einnig eru Gísli og Siggi miklir veiðifélagar og það runnu ansi margar sögur í þættinum.
Það ættu allir að hafa gaman af þessari sögustund.
Njótið, við nutum í botn. -
Jo eiveijo veijo veijooo.
Þáttur vikunnar er heltekinn af vötnum og hnýtingum því gestur þáttarins er enginn annar en Örn Hjálmarsson.
Flest allir veiðimenn ættu að þekkja Örn en ef þeir þekkja ekki manninn sjálfan ættu þeir að þekkja flugurnar hans svo sem Langskegg, Teppahreinsarann og Golden Eye.
Við förum yfir þetta allt og að sjálfsögðu Veiðivötn og svo mörg önnur.
Hlustun er sögu ríkari.
Njótið, við nutum -
Missing episodes?
-
Eyjo aveijoveio.
Í þætti vikunnar kom til okkar náttúrubarnið og veiðimaðurinn Hrannar Pétursson.
Hrannar ættu margir að þekkja úr þessum veiðiheimi okkar því hann hefur verið nokkuð iðinn við veiðarnar síðustu ár og við fórum yfir allt það helsta á ferlinum hingað til. Einnig er Hrannar í stjórn SVFR og köfuðum við með honum í þeirra vinnu og hugsjón. Þetta var nú mest allt á léttu nótunum enda er Hrannar ekki bara skemmtilegur veiðimaður hann er gull í gegn.
Njótið við nutum. -
Yeiiiasey aveijo veyyo.
Jæja vetrinum startað og það er gott og fátt betra en að fá hinn venjulega Jón, eins og hann kallaði sig sjálfur, sem gest í fyrsta þáttinn en sá Jón er Hörður Páll Guðmundsson.
Hér er á ferðinni stuð- og stemningsþáttur, farið er yfir veiðina og ótal sögur fá að fjúka í þessum fyrsta þætti vetrarins. -
Yjoeisei veyjo veio.
Í þætti vikunnar kom til okkar enginn annar en atlasinn sjálfur, Ólafur Hilmar Foss.
Óli er eldri en tvævetur í veiðinni og hefur komið víða við, allt frá Þingvallavatni sem barn og yfir í að veiða með heims- og Bretlandsmeisturum í veiði.
Óli hefur komið víða við en það svæði sem Óla þykir hvað vænst um og hefur náð gríðarlegum tökum á eru Torfastaðir í Soginu.
Við förum vel yfir Torfastaði ásamt því að tala um sjóbirting og að sjálfsögðu laxinn.
Lindubuffið kemur einnig við sögu og það var allavega mjög gaman hjá okkur sem vonandi skín í gegn.
Gestastjórnandi með mér í þessum þætti er hinn Caddis-bróðirinn og einn þriggja manna í tökustuði hann Ólafur Ágúst Haraldsson.
Eins og oftast þarf ekkert að kynna hann fyrir íslenskum veiðimönnum því hann hefur verið víða. Laxárdalurinn er hans heimavöllur og svo er hann bara svo yndisleg persóna sem allir vita sem hafa hitt hann.
En vonandi njótið þið, því við nutum. -
Aaeyseyja aveyjó aveijó.
Jæja, þá er þáttur vikunnar að þessu sinni að bakka til ykkar með fullt skott af skemmtun og fræðslu. Gestur þáttarins er enginn annar en fyrrum dælumaðurinn, kokkurinn og umfram allt veiðimaðurinn Ísak Vilhjálmsson.
Það eru nokkrir staðir sem standa honum næst hjarta í veiðinni og förum við nokkuð ítarlega yfir þá í þættinum, hvernig hann kynntist þessum stöðum og hvernig hann svo féll fyrir þeim í kjölfarið.
Þetta er að sjálfsögðu Mývatnssveitin og Þingvallavatn. Einnig tölum við um hina og þessa hluti og aðferðir í veiðinni.
Þátturinn er ekki eins upp settur og vanalega því gestastjórnandinn í þessari viku var enginn annar en Caddis-bróðirinn Hrafn Ágústsson sem vildi prófa nýtt fyrirkomulag í þættinum sem var ansi skemmtilegt.
Hrafn þarf varla að kynna fyrir nokkrum veiðimanni. Hann er annar bróðirinn í Caddis-bræðrum og einn þriggja í hópnum Tökustuð. Hrafn er magnaður veiðimaður og hnýtari og um fram allt góður drengur.
Við vonum að þið hafið notið við nutum. -
Eyjó aveijo veyjo
Í þætti vikunnar kom enginn annar en líffræðingurinn, lífeðlisfræðingurinn og fyrrum Alþingismaðurinn Össur Skarphéðinsson í heimsókn.
Össur er flest öllum sem komin eru af léttasta skeiðinu kunnur en bæði er hann mikill fræðimaður og veiðimaður.
Við fórum með Össuri í gegnum hans veiðiferil, stikluðum á góðum veiðisögum og fórum nokkuð vel í bókina Urriðadans sem Össur skrifaði árið 1996 og fjallar aðallega um urriðann í Þingvallavatni.
Það fór vel á með okkur og margar góðar sögur fengu að fljóta og skemmtum við okkur ansi vel.
Gestastjórnandi þessa vikunna var Ólafur Tómas Guðbjartsson sem heldur úti Dagbók urriða. Það var mikill heiður að hafa Óla með mér í þessum þætti og jafnvel enginn betri.
Óla þarf vart að kynna fyrir veiðimönnum því hann er búinn að gera þetta allt Snapchat, gefa út bók og sjónvarpsþætti og nú nýverið verið partur af Tökustuði sem hann og Caddis-bræður standa að.
Þetta var gaman, við nutum og vonandi þið. -
Eyaveijo vey.
Jæja, kæru hlustendur. Þáttur vikunnar er mjög viðburðaríkur fyrir nokkrar sakir. Smávægilegar breytingar eru á þættinum þar sem Benni er fluttur af landinu og verð ég með gestastjórnendur það sem eftir lifir tímabils. Gestastjórnandi í þessum þætti er engin önnur en aflaklóin, bókaútgefandinn og besti makker í heimi; Anna Lea Friðriksdóttir.
Og gestir vikunnar eru veiðisysturnar hressu Efemía og Stefanía sem hafa veitt víða frá blautu barnsbeini í Skagafirðinum. Það er ofboðslega gaman að fylgjast með þeim veiðisystrum á samfélagsmiðlum því leiðindi og vesen eru ekki til í þeirra huga. Því er svipað farið með þáttinn. Gleði, stemning og hlátrasköll lita þennan þátt og spjall okkar við þær systur lengdist vel því það var bara svo gaman.
Njótið, við nutum. -
Eiveyjo aveyeajó.
Bassafantinn og náttúruunnandann Pálma Gunnarsson þarf ekki að kynna fyrir neinum veiðimanni en Pálmi kom til okkar í vikunni og við ræddum meðal annars þurrfluguveiði, straumflugur, sjóbirting, bleikjur, laxa, Rússland, Grænland og allt þar á milli.
Njótið, við nutum. -
Jeyesey weyjó veijo.
Í þætti vikunnar kom heimshornaflakkarinn og veiðimaðurinn Stefán Jón Hafstein í heimsókn. Stefán ættu flest allir veiðimenn að þekkja en hann lét mikið fyrir sér fara í veiðiheiminum hér á árum áður. Við förum yfir gömlu góðu dagana með Stefáni, hvernig allt hefur breyst og hvernig þetta er orðið í dag ásamt því að ræða veiðimennsku hans í dag.
Stefán hefur frá ansi mörgu mögnuðu að segja þannig njótið.
Við nutum. -
Jaaaa eyaveyijo veyeijo.
Í þætti vikunnar er gestur okkar enginn annar en veiðisjúkasti maður landsins, já eða bara heimsins, Dagur Árni Guðmundsson.
Hvað getur maður sagt um svona þátt? Tjaaa við fórum yfir nánast allt í sambandi við veiði frá taumum upp í risafiska hvort sem það séu laxar, urriðar eða fiskar í Kaliforníu.
Hlustun er sögu ríkari.
Njótið við nutum. -
Aaaaeiiii aveiyiyjo veyo. Guðmundur Ingi Hjartarson, betur þekktur sem Dommi, kíkti til okkar og ræddi 30 ára draum sem hann er að láta rætast. Forritarinn sem sneri sér að fiskirækt er með margar frábærar veiðisögur í farteskinu og er að gera virkilega spennandi hluti sem leigutaki og veiðimaður
Njótið kæru því við nutum. -
Ajooooaveyjo vaejooo. Mikael Marinó Rivera, Reykvíkingur ársins 2023, kemur í heimsókn og ræðir málin. Mikael tók nýlega við barna- og unglingastarfi SVFR og er að gefa út fyrsta stangveiðispil Íslandssögunnar nú fyrir jólin. Mikael er sögukennari og mikill grúskari og á stærsta safn veiðibóka á landinu og nýttist kunnátta hans þar vel við gerð spilsins. Auk þess er Mikael mikill aðdáandi Grímsá og Brynjudalsá og komum við vel inn á þau svæði í þættinum.
Ennig verðum við að kveðja gamlan vin sjálft veiðilagið í enda þáttar og vonandi hafa allir skylning á því. -
Aveijó veijó
Í þætti vikunnar mætti í settið enginn annar en stórgædinn og gæðablóðið Ingvi Örn Ingvason.
Ingvi byrjaði nú frekar seint að gæda en afrekaði á ótrúlegan hátt að byrja að gæda áður en hann byrjaði sjálfur að veiða. Ansi magnað en Ingvi fer vel yfir þetta með okkur.
Við tölum líka um burnout rekstur veiðihúsa og tökum Langá nokkuð vel fyrir. Svo er ekki hægt að tala við Ingva án þess að ræða um þessa stóru í Laxá en Ingvi hefur hefur verið svo heppinn að landa þeim nokkrum.
Hlustun er heyrn ríkari.
Njótið við nutum. -
Jóeyveijó veijo
Í þætti vikunnar kom engin önnur en Ragnheiður Thorsteinsson til okkar.
Ragga er með skemmtilegri konum sem maður hittir á lífsleiðinni og geislar hún alltaf af gleði.
Við förum stuttlega yfir veiðiferil Röggu en þó tölum við mest um setu hennar í stjórn SVFR og svo er að sjálfsögðu kafað vel í hvað hún ætlar sér að gera sem nýr formaður SVFR og hvar hún ætlar að beita sér mest en Ragga var á dögunum kosin formaður Stangó, fyrst kvenna. Stór hluti þáttarins er tileinkaður umræðu um félagið og farið yfir bæði það góða og slæma. Gleði en líka erfiðleikar og allt þar á milli.
Njótið kæru hlustendur, við nutum -
Aeiaaaaaaaveijo Veijooo
Auke er magnaður veiðimaður og það var algjör veisla að fá hann loksins í þáttinn! Það má kalla Auke „the nicest guy in fly fishing“. Hann er hjálpsamur og einstakur karakter. Hann hafði frá nógu að segja og er sagan á bak við innkomu Auke í veiðiheiminn á Íslandi afar falleg.
Hann segir okkur bæði drepfyndnar sögur sem koma á óvart og sögur sem munu koma við hjartað í hlustendum.
Það er alltaf gaman að fá góðan vin i þáttinn, Auke van der Ploeg gott fólk, njótið! -
Aveijó veiooo
Óskar Örn er einn af þeim sem bókstaflega fæddist með veiðistöng í hendinni. Hann hefur veitt um allt land og segir okkur frá sínum uppáhaldsstöðum.
Óskar er frábær sögumaður og enduðum við oftar en einu sinni í hláturskasti í þættinum.
Hann er ekki að flækja málin þegar kemur að veiðiaðferðum og fer hann vel yfir það með okkur. Einnig er hann örugglega eini maðurinn sem kallar Collie Dog leynifluguna sína.
Njótið, við nutum. -
Eyjóveijó veijó.
Þáttur vikunnar er með aðeins öðru sniði en venjulega því við fengum til okkar Bandaríkjamanninn Tim Flagler og er þátturinn því á útlEnsku.
Tim Flagler er eigandi Tightline Productions, L.L.C., myndbandaframleiðslufyrirtækis staðsett í Califon, NJ. Þótt hann framleiði þætti sem fjalla um margvísleg efni er sérgrein hans fluguveiði og fluguhnýtingar. Tim er þekktur hnýtingakennari. YouTube myndböndin hans eru einhver af þeim bestu í bransanum og YouTube rásin hans, practicepatterns.com hefur nú yfir 108.000 áskrifendur og 33 milljónir áhorfa.Næstum í hverri viku framleiðir hann nýtt fluguhnýtinga- eða „how to“ myndband sem birtist ekki aðeins á YouTube rásinni hans heldur einnig á Midcurrent og Orvis News fluguveiðiblogginu líka. Þeir eru einnig sýndir á vefsíðu Trout Unlimited og í Orvis Learning Center. Að auki er hann með reglulegan dálk „Beginner's Masterclass with Tim Flagler“ í tímaritinu Fly Tyer, sem valdi Tim hnýtara ársins í vetrarhefti sínu 2022. Mörg myndbönd Tims taka áhorfandann langt umfram það að hnýta fluguna og sýna hvernig hún lítur út undir yfirborðinu, hverju hún líkir eftir og við hvaða aðstæður á að nota hana.
Við vonum að þið njótið.
Við nutum -
Sjóeveijó veijó
.Unnur Guðný er veiðikona sem margir ættu að þekkja en þó ekki allir. Unnur hefur veitt frá unga aldri en á síðustu árum heltók veiðin hana. Laxinn átti lengi hjarta hennar áður en hún uppgötvaði silunginn aftur. Eftir endurfundina varð hún heltekin af honum og í framhaldi fór hún að leiðsegja í veiðinni. Unnur er skemmtileg og fyndin og kemur það vel fram í þættinum svo endilega njótið.
Við nutum. -
eyjo veijó veio.
Aron Jarl er nafn sem flestir silungsveiðimenn þekkja,
hann er afar flinkur og fróður veiðimaður og þá sérstæklega í andstreymisveiði.
Aron fer vel yfir þá tækni sem hann notar en síðustu ár hefur hann einnig tileinkað sér euro nymphing og er mjóg slungin á því sviði.
Varmá er nefnd oftar en einusinni í þættinum en fáir leggja leið sína þangað jafn oft og Aron.
njótið við nutum. - Show more