Episódios

 • S01E41

  – Líf Magneudóttir borgarfulltrúi hefur brennandi áhuga á fólki og hefur það leitt hana niður alls konar brautir í lífinu. Hún er kennaramenntuð og hvatvís, andkapítalisti og með einstaka ástríðu fyrir mennta- og umhverfismálum landsins. Líf þreytist seint á að klofa þangfjöru stjórnmálanna, sem hún skilur þó eftir við þröskuldinn þegar hún kemur heim að hjálpa barninu við túbuæfingar dagsins – þótt hún sé laglaus sjálf. Líf telur mikilvægt að allir taki þátt í pólitík, enda sé hún fyrir alla, og vinni að þeim breytingum sem það vill sjálft sjá í samfélaginu. Í viðtalinu lærum við meðalmaðurinn heilmikið um hvernig stjórnmál ganga fyrir sig í innsta hring og er gott frá því að segja að þetta virðist mikið manneskjulegra þegar búið er að útskýra þetta fyrir okkur á mannamáli.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

  – Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E40

  – Óttarr Proppé hefur marga fjöruna sopið og erfitt að segja hvort landsmenn þekki hann frekar sem tónlistarmann eða stjórnmálamann. Hann bjó ungur í Bandaríkjunum sem virðist hafa mótað skoðun hans á lífinu, náunganum og möguleikum lífsins, sem og gefið honum innsýn í tísku og tónlist 8. áratugarins sem heillar hann enn í dag. Óttarr er sjálftitlaður „djúpulaugarmaður“ sem finnst fátt betra en að ráðast á garðinn þar sem hann er vel hár og er líklega eini Íslendingurinn sem hefur bæði verið ráðherra og keppt fyrir hönd Íslands í Eurovision. Í gegnum sinn margslungna feril hefur sjóndeildarhringurinn vaxið og hugmyndirnar um hvað er kúl breyst með tímanum. Til dæmis þykir Óttarri bæði Paul Newman og Arnold Schwartzenegger töff – bara hvor á sinn hátt.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

  – Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E39

  – Þórunn Erna Clausen er leikari og tónlistarkona, þótt hún hafi hætt að æfa á píanó þegar hún var tólf ára. Hún trúir á að ekki gefast upp og hlusta á innsæið, þótt það hafi ekki endilega alltaf rétt fyrir sér. Í dag býr hún til flest sín verkefni sjálf og var einmitt að gefa út plötuna „My Darkest Place“ í byrjun febrúar 2021. Þórunn hefur alla tíð samið tónlist en tók ekki að vinna sín eigin lög til enda fyrr en eftir að eiginmaður hennar, Sigurjón Brink, lést árið 2011. Í viðtalinu gefur Þórunn okkur persónulega innsýn í upplifun sína af sorginni og hvernig lífið verður að halda áfram. Eftir missinn sagði hún já við öllum tækifærum sem buðust og deyfði ekki sársaukann með neinu – nema kannski vinnu. En þegar öllu er á botninn hvolft finnst Þórunni Ernu hún hafa verið mjög heppin í lífinu.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

  – Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E38

  – Lóa Hlín Hjálmtýsdóttir er listakona. Hún er sennilega myndlistarkona fyrst og fremst en hún er líka forkólfur og stofnandi hljómsveitarinnar FM Belfast. Hún segist vera intróvert með lærða extróvert-hegðun, finnst hlutirnir fyndnari eftir því sem þeir eru meira óviðeigandi og skilur ekki hversdagslega hluti á borð við kaffivélarspjall og vangaveltur um líðandi stund. Hún var frekar undarlegt barn og unglingur, fór erfiðu leiðina í gegnum skóla og reyndi oftar en ekki að passa inn í hólf sem hentuðu henni ekki. Í dag hefur hún slakað á emó-hugsununum, hefur óbilandi húmor fyrir sjálfri sér og kemur honum til skila í gegnum teiknimyndasögur. Þið skuluð öll skoða www.loaboratorium.com og alla samfélagsmiðla sem hún kemur nálægt. Lóa er viðbjóðslega fyndin og ein af þessum manneskjum sem raunverulega bera þann titil að vera snillingur.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum

  – Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E37

  – Dr. Ragnar Ingi Aðalsteinsson fæddist á Vaðbrekku í Hrafnkelsdal 15. janúar 1944, yngstur tíu barna foreldra sinna. Hann lagði stund á ljóð- og kvæðalist frá unga aldri, lærði allar kúnstarinnar reglur bragfræðinnar, hefur tekið þær með sér gegnum lífið og gefið út ljóða- og kennslubækur um fagið. Hann hefur lært mikið á leið gegnum lífið, bæði í skóla og sótti doktorsgráðu í stuðlasetningu fyrir 10 árum síðan, en einnig af reynslunni, því hann barðist við vanlíðan sem ungur maður og vökvaði það ástand síðan með neyslu áfengis í 15 ár. 35 ára gamall sneri hann hinsvegar við blaðinu og hefur haldið afskaplega heilbrigðan lífsstíl síðan, svo heilbrigðan að öfgafyllstu Instagrampóserar nútímans eiga ekki séns. Hann hafði frá afar miklu að segja enda lífshlaupið langt og viðburðaríkt. Gefið ykkur tíma. Fólk eins og Ragnar veit meira en við.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Nenem: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-nenem

  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum

  – Sómi býður upp á STVF. Á gourmet-brettinu er FERSKT PESTÓ og mikið af því: https://somi.is/vorur/ferskt-pesto/

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E36

  – Magnús Ver er ferfaldur sterkasti maður heims og vann titilinn þrjú ár í röð. Hann er sveitastrákur sem vissi alltaf að hann væri sterkur og skaut upp á stjörnuhimininn á ógnarhraða. Hann er alinn upp fyrir austan og þekkir vel til bústarfa upp á gamla mátann. Magnús borðar hafragraut á morgnana og er ennþá sterkur þrátt fyrir að skrokkurinn sé farinn að finna fyrir átökum liðinna ára. Í seinni tíð hefur hann starfað sem dómari og skipuleggjandi stórra aflraunamóta á heimsvísu og er afar virtur, bæði sem slíkur en einnig sem goðsögn í lifanda lífi. Framtíðin virðist heldur ekki ætla að verða róleg því líkt og fram kemur í spjallinu er hann með margt á prjónunum hér heima og utan. Það rann smátt og smátt upp fyrir mér eftir því sem leið á spjallið þvílík goðsögn hann er í raun og veru, svo stór að við Íslendingar gerum okkur hreinlega ekki grein fyrir því. Hann er rosalegur. Rooosalegur.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Volcan: https://reykjavikroasters.is/shop/el-volcan

  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E35

  – Rut Kára er innanhússarkitekt Íslands. Hún lærði á Ítalíu og átti góð ár þar bæði í náminu og eftir það. Sögurnar sem hún segir frá Ítalíudvölinni eru eins og lygasögur úr mafíumyndum og sjónvarpsþáttum um aðalsborið konungsfólk. Hún kom heim með skottið milli lappanna en rétti hratt og örugglega úr sér og hefur síðan komið inn á 3.500 heimili á Íslandi, búið þau til, bætt þau og breytt þeim. Hún hefur ótrúlegt auga fyrir hönnun, fegurð, hagnýtum aðstæðum og auðvitað litum. Svo gott auga að litapalletta okkar allra hefur hreinlega breyst á þeim áratugum sem hún hefur starfað. Rut er Húsvíkingur, systir bekkjarbróður míns og skyld mér í fjórða ættlið. Og samt þekktumst við nákvæmlega ekki neitt. Merkilegur andskoti.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er El Volcan: https://reykjavikroasters.is/shop/el-volcan

  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is – gildir ekki með pakkadílum og öðrum afsláttartilboðum

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E34

  – Sævar Helgi Bragason er stjörnusérfræðingur. Það stendur sennilega ekki á prófskírteininu hans en við þekkjum hann í það minnsta sirka svoleiðis. Hann hefur ótrúlegan áhuga á alheiminum og býr yfir þeirri gjöf að geta talað við okkur hin á þann hátt að við bæði hrífumst með og skiljum. Hann er náttúruverndarsinni og fjölmiðlastjarna, lúði – í jákvæðustu merkingu þess orðs – og gersamlega óþreytandi þegar kemur að því að miðla og fræða. Sævar er þó meira en það því hann er faðir og á von á öðru barni með sambýliskonu sinni. Hann hefur áhuga á fallegum hlutum, eldar góðan mat og drekkur góða drykki. Hann á skemmtilega fortíð að baki og hefur alltaf stefnt rakleiðis í sömu áttina – út í geim.

  Gott spjall.

  – Reykjavík Roasters býður upp á STVF. Á könnunni er Dona Darko: https://reykjavikroasters.is/shop/dona-darko

  – FlyOver Iceland býður upp á STVF. Fáið 20% afslátt með kóðanum HLJÓÐKIRKJAN á www.flyovericeland.is

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E33

  – Baldvin Z er stjörnuleikstjóri, framleiðandi, höfundur og allrahandakvikmyndagerðamaður. Órói, Vonarstræti, Lof mér að falla og fleiri myndir eru orðnar íslensk klassík nú þegar og þar að auki hefur hann dýft tánum í fleira, stuttmyndagerð, sjónvarpsþætti og heimildamyndagerð. Hann er einn eiganda Glassriver sem framleiðir hreyfiefni í samvinnu við þá sem gera hlutina best. Baldvin er fæddur og uppalinn á Akureyri, yngstur í stórum systkinahópi og missti móður sína úr krabba þegar hann var ungur. Tíminn fyrir slíkt er vitanlega aldrei góður en þetta áfall í bland við önnur beindu honum á örlítið vafasamar brautir framan af. Hann fór í gegnum allskonar sjálfskoðun en setur skurðpunkt við tímann þegar hann kynntist konunni sinni. Þá breyttist allt. Og já, Baldvin er trymbill í hinni goðsagnakenndu sveit Toymachine sem nýlega tók upp og gaf út frábæra plötu með 20 ára gömlu efni.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E32

  – Eva Laufey er matarbloggari, sjónvarpskokkur, útvarpskona, samfélagsmiðlastjarna og margt annað sem henni dettur í hug. Hún er útpæld í sínum aðgerðum, bissnesmanneskja fram í fingurgóma og með sitt á hreinu. Hún hefur þó þurft að finna taktinn, hefur spennt bogann of hátt og magalent eftir ofálag. Síðan stóð hún upp aftur, sterkari en nokkru sinni og með planið á hreinu. Eva er af Skaganum og alin upp af tveimur elskandi foreldrum þótt faðir hennar væri ekki blóðtengdur henni. Hún vissi alla tíð hver hinn faðir hennar var en kynntist honum þó ekki af alvöru fyrr en undir fullorðinsár. Sá maður var Hermann Gunnarsson, Hemmi Gunn, sem síðan lét lífið fyrir aldur fram sorglega stuttu eftir að þau Eva náðu að treysta böndin. Ung kona með lygilega stóra sögu miðað við aldur.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E31

  – Helgi Seljan er einn þekktasti fréttamaður landsins. Hann er ekki í léttu hlutunum heldur tekur sér fyrir hendur að fjalla um erfið mál, vafasama og/eða ólögmæta framkomu fyrirtækja og einstaklinga og leitar sannleikans með flestum tiltækum ráðum. Hann er sjarmerandi á stundum fráhrindandi hátt, náttúrutöffari og gríðarlega fylginn sér. Hann ól flest fyrstu árin fyrir austan, fór ekki auðveldustu leiðina, sótti sjóinn og var upp á kant við lífið. Hann horfði upp á dauðann allt í kringum sig í uppvextinum og sá ekki fullan tilgang þar til hann virkjaði fréttanefið. Þá lá leiðin hratt upp og vestur á bóginn. Nú er hann orðinn fullorðnari en þá og einn sá allra fremsti á sínu sviði í Íslandssögunni. Allt þetta hefur tekið toll þótt það gefi líka. Hann hefði getað talað í 5 tíma til viðbótar.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg - Spurningaleikur Villa naglbíts líka á föstudögum.

 • S01E30

  – Hlynur Páll er framkvæmdastjóri Íslenska dansflokksins. Hann hefur gríðarlega reynslu sem allra handa listrænn stjórnandi leikhúsanna og hefur komið að listum frá unga aldri, þá sérstaklega sviðslistum. Þótt Hlynur sé kominn á fimmtugsaldurinn reynir hann að leika sér eins mikið og hann getur og spilar borð- og spunaspil af miklum móð. Við Hlynur kynntumst einmitt fyrir sirka einu og hálfu ári síðan þegar við vorum boðaðir til sama spunaspilsins og höfum spilað saman mjög reglulega síðan. Hlynur er einn allra skemmtilegasti, best gefni, frjóasti og áhugaverðasti einstaklingur sem ég hef kynnst á seinni árum.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E29

  – Birgitta Haukdal er poppstjarna og rithöfundur. Hún er frá Húsavík og tengist heimabænum sterkum böndum. Þar ólst hún upp en flutti suður í borgina til þess að elta tónlistina. Árin þar á undan höfðu reynst henni erfið því hún missti eldri bróður sinn þegar hann tók líf sitt, þá sjálfur á unglingsaldri. Síðar meir missti Birgitta vinkonu sína á sama hátt og allt hefur þetta vitaskuld markað hana til framtíðar. Við Birgitta þekkjumst ágætlega án þess þó að vera nánir vinir. Ég þekkti sjálfur bróður hennar lítið eitt og Þórdísi vinkonu hennar mun betur. Þá hef ég að auki sjálfur kynnst sjálfsvígum á eigin skinni sem einnig ber á góma í þættinum. Þetta ræddum við allt saman, en auðvitað allskonar skemmtilega hluti líka.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E28

  – Björgvin Franz er múltítalent og orkusprengja. Hann er leikari, söngvari, eftirherma, sjónvarpsmaður, mikill gleðigjafi og afskaplega margt fleira. Hann er sonur tveggja af allra fremstu gamanleikurum þjóðarinnar fyrr og síðar og líf hans hefur litast af því – bæði góðum litum en líka erfiðum. Hann hefur farið í gegnum mikla sjálfsskoðun á seinni hluta ævinnar og horfst í augu við bresti sína og aðra djöfla. Hann varð nýlega fyrir áfalli þegar Gísli Rúnar faðir hans fyrirfór sér eftir ævilanga baráttu við þunglyndi og vinnur úr því á aðdáunarverðan hátt. Björgvin hefur 100% húmor fyrir sjálfum sér og göllum sínum en gerir sér mögulega ekki fulla grein fyrir öllum kostunum. Og þeir eru margir því Björgvin Franz er snillingur.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E27

  – Selma Björnsdóttir er söngkona, leikkona, leikstjóri og svo margt fleira að það er ómögulegt að telja það upp. Hún kom Íslandi á Eurovision-kortið þegar hún söng All Out Of Luck árið 1999 sem gerði hana að súperstjörnu. Hún er listakona fram í fingurgóma, skelegg, fylgin sér og stendur fast á sínu. Hún heldur einkalífinu út af fyrir sig og líður ekkert kjaftæði. Hún lætur ekkert stoppa sig en ef það er eitthvað sem hefur komist nærri því að stoppa hana er það kvíði og framkomuótti. Hún er athafnastjóri hjá Siðmennt og hefur lagt stund á ótrúlegustu hluti, bæði skemmtilega og leiðinlega. Selma er ótrúleg blanda af skipulagi og kaótík.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E26

  – Björg Magnúsdóttir er fjölmiðlakona og handritshöfundur. Hún er ein af þremur höfunda Ráðherrans, 8 þátta þáttaröð sem lauk göngu sinni á RÚV um síðustu helgi. Hún er alin upp á trúuðu heimili í Hafnarfirði en trúin átti ekki við hana þegar fram liðu stundir. Hún er fráskilin og djúpt hugsandi manneskja sem líður ekki vel þegar allt stendur í stað. Hún sér gleðina í litlu hlutunum og trúir á að vinna vinnuna sem vinna þarf þegar ástríðuverkefni banka upp á. Ég gleymdi að spyrja hana að því hvort hún gæti hugsað sér að verða forseti lýðveldisins en ef svarið hefði verið já og af því yrði værum við í réttum höndum.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E25

  – Andrea Jónsdóttir er ein reyndasta fjölmiðlamanneskja landsins. Hún hefur starfað áratugum saman hjá RÚV en var áður prófarkalesari og fréttakona hjá Þjóðviljanum. Hún byrjaði sem plötusnúður á Dillon fyrir 23 árum síðan og þá var hún um fimmtugt. Hún veit allt um rokktónlist og lifði það sem við hin getum bara lesið um, fylgist með því nýja og man það gamla. Hún segist ekki vera að safna en á mörgþúsund plötur og geisladiska engu að síður. Hún sér alltaf lausnir frekar en vesen, trúir að sár grói og vill gefa öðrum séns á því að átta sig þótt viðkomandi er röngu megin við línuna. Og hún er einn mesti töffari sem Ísland hefur nokkurn tímann átt.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E24

  – Ugla Stefanía er að norðan. Hún er ötul talskona hinsegin fólks, er sjálf transkona og kynsegin. Fólk sá hana koma í heiminn sem bóndastrák en hún fann fljótlega sjálf að það var ekki rétt. Hún sökkti sér ofan í tölvuleiki og fann sig að hluta til þar. Hún kom síðan út úr skápnum á unglingsárum og hefur verið þekkt andlit síðan, talað máli transfólks og alls hinsegin fólks. Hún er dýravinur, nörd, var að kaupa sér risastóra og öfluga borðtölvu til þess að spila tölvuleiki á borð við World of Warcraft og Baldur’s Gate 3, stendur að kvikmynda- og vitundarhreyfingunni My Genderation með maka sínum Fox, býr í Brighton og segir hlutina eins og þeir eru og eins og þarf að segja þá.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E23

  – Svanhildur Hólm er sennilega þekktust fyrir fjölmiðlaferil sinn bæði hjá RÚV og Stöð 2 en þó höfum við ekki séð hana á skjánum í mörg ár. Hún er nýhætt sem aðstoðarmaður Bjarna Ben fjármálaráðherra og nýráðin sem framkvæmdastjóri viðskiptaráðs. Hún og maðurinn hennar eiga alls sjö börn og áttu fimm þeirra áður en sambandið hófst. Hún er nörd og hægrisinnaður bessevisser að eigin sögn. Hún er að norðan og lærði snemma að njóta leiðinlegra verka með því að vinna þau vel. Lögfræðingur að mennt og intróvert með lærða hegðun sem extróvert. Og ógeðslega skemmtileg.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 6 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Nei hættu nú alveg líka á föstudögum.

 • S01E22

  – Flosi Þorgeirsson er vinur minn. Hann er gítarleikari í hljómsveitinni HAM, sagnfræðingur að mennt, faðir, leiðsögumaður, rokkstjarna og annar af stjórnendum hlaðvarpsþáttar sem kallast Draugar fortíðar sem Hljóðkirkjan framleiðir. Hann hefur lifað allskonar tíma og ekki alltaf góða. Faðir hans lést af slysförum þegar Flosi var 8 ára gamall sem markaði líf hans allt. Hann berst daglega við kvíða og þynglyndi en heldur því í skefjum með skynsemi og aðferðum sem hann hefur lært á lífsleiðinni. Hann er framúrskarandi greindur og vel gefinn, skemmtilegur með afbrigðum, opinn og æðrulaus.

  Gott spjall.

  – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Kokkaflakk á þriðjudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum og Besta platan á föstudögum.