Reproduzido
-
Árið 1982 kom upp morðmál í Chicago þar sem búið var að koma fyrir eitri í lyfinu Tylenol. Ein risastór óleyst ráðgáta.
-
Karlie var 16 ára þegar hún hvarf árið 2018 eftir að hafa reykt marijuana í partý með vinum sínum og upplifað ofsahræðslu, ofskynjanir og vanlíðan. Hún er talin hafa farið heiman frá sér að morgni 13 okt, 2018 enn í vímu en ekkert hefur spurst til hennar síðan.
-
Fyrir rúmum 5 árum hvarf Boeing 777 þota frá Malaysia Airlines. En hefur flakið ekki fundist og enginn af þeim 239 sem voru innanborðs.
-
Þann 4 ágúst 2002 hurfu þær Holly og Jessica á göngu í rólega bænum sínum. Engann hefði grunað hvað átti eftir að koma í ljós.
-
Seinni hluti frásagnarinnar um sértrúarsöfnuðinn The Ant Hill Kids sem stýrt var af harðri hendi leiðtogans Roch Thériault.
-
Í þættinum fjalla ég um sértrúarsöfnuðinn sem undir leiðsögn Roch "Mosé" Thériault einagraði sig í óbyggðum, langt frá allri siðmenningu. Þessi fyrri hluti fjallar um Roch fram að þeim tíma þegar hann fluttist svo með cultinn sinn í óbyggðirnar og hvernig hann mótaðist í að verða algjört skrímsli.
-
Árið 2012 myrti Sabrina Zunich fósturmóður sína Lisu Knoefel. Málið vakti mikinn óhug og 911 símtalið í þættinum er EKKI fyrir viðkvæma. Ástæða morðsins var verri en maður hefði getað ímyndað sér.
-
Stinney Jr var aflífaður árið 1944 í suðurríkjum Bandaríkjanna aðeins 14 ára gamall, og það fyrir glæp sem hann framdi ekki. Saga fjölskyldunnar er átakanleg. #blacklivesmatter #saytheirname
-
Winchester húsið er sagt vera eitt það reimdasta í heimi. Sara Winchester er konan á bakvið bygginguna og í þessum þætti fer ég aðeins yfir sögu hennar og hússins.
-
Japanski bæklunarsérfræðingurinn Yoshihiro Sato falsaði fjöldann allann af rannsóknum í tenglum við bein og beinbrot, sérstaklega hjá sjúklingum með Alzheimer og Parkisons.
-
Við rætur hins mikilfenglega Mount Fuji, hæsta fjalls Japans liggur skógurinn Aokigahara. Hann er þó betur þekktur sem "Sjálfsvígsskógurinn" og er víst mikill reimleiki í skóginum.
-
Þann 3 maí 2007 var Maddie í fríi með foreldrum sínum í Praia De Luz í Portúgal. kl 22 uppgötvar mamma hennar að hún er horfin og upp hefst mikil leit. Nú að verða 13 árum síðar hefur hún ennþá ekki fundist og enginn veit hver örlög hennar urðu. Í þessum þætti fer ég yfir atburðarásina, kenningar og fleira.
-
Við vitum öll hvað gerðist þann 11 sept. 2001 En hverjir eru Al-Qaeda, Af hverju réðust þeir á Bandaríkin og er eitthvað til í þessum samsæriskenningum ?
-
Maður gekk inn á bar... og sást aldrei meir Brian Shaffer hvarf inn á staðnum Ugly Tuna Saloona í Columbus Ohio. Eitt dularfyllsta mannshvarf sögunnar.
-
Í október 2018 var ruðst inn á heimili Closs fjölskyldunnar í Wisconsin. Jayme Closs, 13 ára varð vitni af því þegar foreldrar hennar voru skotnir til bana áður en henni var svo hent í skott á ókunnugum bíl og flutt í burtu.
-
Marybeth Tinning missti níu börn á 14 árum. Öll undir 5 ára. Var hún miskunarlaus morðingi, móðir sem var illa haldin af Munchausen syndrom by proxy eða gat slík ólukka virkilega lagst á eina fjölskyldu ?