Episódios
-
Annar þáttur um tilraun norska könnuðarins Fridtjofs Nansens til að komast á norðurpólinn á síðasta áratug 19. aldar. Í þessum þætti er fjallað um ferð Nansens og Hjalmars Johansens á skíðum og hundasleðum í átt að pólnum.
-
Fyrsti þáttur um tilraun norska könnuðarins Fridtjofs Nansens til að komast á norðurpólinn á síðasta áratug 19. aldar. Í þessum þætti er fjallað um undirbúning og upphaf leiðangursins, siglingu heimskautaskipsins Fram inn í hafísinn á norðurslóðum.
-
Estão a faltar episódios?
-
Í þættinum er fjallað um stríð Rússneska keisaradæmisins við smáþjóðina Sirkassa í Kákasusfjöllum á nítjándu öld, sem lauk með miklu blóðbaði og því að nær allir Sirkassar voru hraktir af heimahögum sínum.
-
Í þættinum er fjallað um tilraun Robert O'Hara Burkes og hóps manna að verða fyrstir til að þvera Ástralíu frá suðri til norðurs á árunum 1860-1861. Þriðji þáttur og síðasti.
-
Í þættinum er fjallað um tilraun Robert O'Hara Burkes og hóps manna að verða fyrstir til að þvera Ástralíu frá suðri til norðurs á árunum 1860-1861. Annar þáttur.
-
Í þættinum er fjallað um tilraun Robert O'Hara Burkes og hóps manna að verða fyrstir til að þvera Ástralíu frá suðri til norðurs á árunum 1860-1861. Fyrsti þáttur.
-
Í þættinum er fjallað um holodomor, hungursneyðina miklu í Úkraínu á fyrstu árum fjórða áratugar síðustu aldar, þegar milljónir almennra borgara vesluðust upp úr hungri eftir samyrkjuvæðingu sovéskra stjórnvalda.
-
Í þættinum er fjallað um bandaríska alríkislögreglumanninn Robert Hanssen, sem um árabil lak bandarískum ríkisleyndarmálum til Sovétríkjanna og Rússlands.
-
Síðari þáttur um ævi og ævintýri bandarísku blaðakonunnar Nellie Bly. Í þessum þætti segir frá frægri ferð hennar umhverfis jörðina 1889-1890.
-
Í þættinum er fjallað um Nellie Bly, frumkvöðul í blaðamennsku í Bandaríkjunum á ofanverðri nítjándu öld. Hún vakti athygli fyrir að þykjast vera veik á geði og varpa ljósi á bágar aðstæður á geðsjúkrahæli fyrir konur í New York.
-
Í þættinum er fjallað um bandaríska lækninn Jonas Salk, sem vann að þróun bóluefnis við mænuveiki í Bandaríkjunum um miðbik tuttugustu aldar, og var hampað sem þjóðhetju fyrir störf sín.
-
Í þættinum er fjallað um leiðangur ungra Breta á Grænlandsjökul til veðurathugana veturinn 1930-1931. Einn þeirra festist á jöklinum og voru Íslendingar, meðal annarra, ræstir út að bjarga honum úr háska. Síðari þáttur.
-
Í þættinum er fjallað um leiðangur ungra Breta á Grænlandsjökul til veðurathugana veturinn 1930-1931. Bretarnir höfðu viðkomu á Íslandi og síðar voru Íslendingar ræstir út að bjarga þeim úr háska. Fyrri þáttur af tveimur.
-
Í þættinum er fjallað um upphafsár norsku svartmálms- eða black metal-senunnar, unga rokktónlistarmenn sem brenndu aldagamlar kirkjur til grunna og myrtu hver aðra.
-
Síðari þáttur um hrakfarir hins svonefnda Donner-flokks, bandarískra landnema sem reyndu að komast landleiðina vestur til Kaliforníu sumarið 1846. Í þessum þætti segir frá vetursetu fólksins í Sierra Nevada-fjöllum og örvæntingarfullum tilraunum til að komast af. Athugið að lýsingar í þættinum gætu valdið óhug.
-
Í þættinum er fjallað um svokallaðan Donner-flokk, hóp bandarískra landnema sem freistuðu þess að ferðast þvert yfir Norður-Ameríku til Kaliforníu árið 1846, en lentu í miklum hrakningum á leiðinni. Fyrsti þáttur.
-
Í þættinum er fjallað um þýska lækninn Magnus Hirschfeld, sem var frumkvöðull í kynfræði á fyrstu árum 20. aldar og baráttumaður fyrir réttindum hinsegin fólks.
-
Síðari þáttur af tveimur um japanska dómsdagssöfnuðinn Aum Shinrikyo og voðaverk þeirra.
-
Fyrri þáttur af tveimur um japanska sértrúarsöfnuðinn Aum Shinrikyo.
-
Í þættinum er fjallað um eitt mannskæðasta sjóslys Bandaríkjanna á síðari árum. Í október 2015 hvarf bandarískt flutningaskip við Bahama-eyjar í miðjum fellibyl.
- Mostrar mais