Episódios
-
Þetta er fimmti þáttur um sögu Eþíópíu. Í þættinum er fjallað um sögu landsins á tuttugustu öld, ævi og valdatíð Haile Selassie keisara og seinna stríð Eþíópíumanna og Ítala.
-
Estão a faltar episódios?
-
Í þættinum er haldið áfram umfjöllun um sögu Afríkuríkisins Eþíópíu. Í þessum þætti er fjallað um valdatíð keisarans Jóhannesar 4. og eftirmanns hans, Menelik 2., og stríð Eþíópíumanna við Ítali í nýlendukapphlaupi Evrópuþjóða.
-
Í þættinum er fjallað um raunverulega ævi Pocahontas, ungrar frumbyggjastúlku sem varð á vegi enskra landnema í Norður-Ameríku í byrjun 17. aldar.
-
Í þættinum er fjallað um finnsku borgarastyrjöldina í ársbyrjun 1918.
-
Í þættinum er fjallað um Ferdinand Marcos, forseta og einráð á Filippseyjum, konu hans Imeldu, og mótmælin sem urðu til þess að þau hrökkluðust í útlegð í febrúar 1986.
-
Þriðji og síðasti þáttur um ævi hryðjuverkamannsins Osama bin Laden.
-
Í þættinum er haldið áfram umfjöllun um ævi hryðjuverkamannsins Osama bin Laden.
-
Í þættinum er fjallað um ævi hryðjuverkaleiðtogans Osama bin Laden.
-
Í þættinum er fjallað um stríð Breta og Bandaríkjamanna sem kennt er við upphafsárið 1812, og brunann í Washington, þegar breskir hermenn kveiktu í bæði Hvíta húsinu og þinghúsinu í bandarísku höfuðborginni.
-
Í þættinum er fjallað um upphaf byltingarinnar í Túnis 2011, fyrstu daga arabíska vorsins, og manninn sem sagður er hafa hrundið byltingunni af stað með því að kveikja í sér.
-
Í þættinum er stiklað á stóru í sögu jólahátíðarinnar, meðal annars um ofsafengin skrílslæti og fyllerí sem áður einkenndu jólin víða, og tilraunir til að banna jólahald í gegnum árin.
-
Í þættinum er fjallað um ævi Tewodrosar 2., keisara Eþíópíu um miðbik nítjándu aldar, sem sameinaði landið eftir langa borgarastyrjöld en lenti svo í deilum við breska heimsveldið.
-
Í þættinum er haldið áfram að fjalla um sögu Eþíópíu.
-
Í þættinum er fjallað um sögu Eþíópíu frá því að þar litu fyrst konungsríki dagsins ljós og fram á sextándu öld.
-
Í þættinum er fjallað um sögu bólusetninga og sér í lagi störf breska læknisins Edwards Jenner, sem framkvæmdi fyrstu eiginlegu bólusetninguna við bólusótt árið 1796.
-
Í þættinum er fjallað um þjófnað á Louvre-safni í París 1911, þegar sjálfri Monu Lisu var stolið.
-
Í þættinum er fjallað um Mary Anning, breska almúgakonu sem var uppi í byrjun nítjándu aldar og er stundum kölluð móðir steingervingafræðinnar, en hún leitaði og fann steingervinga af mörgum áður óþekktum forsögulegum dýrategundum í fjörunni við heimili sitt í Suður-Englandi.
-
Í þættinum er fjallað um Rafherbergið, glæsilegan sal klæddan rafi sem Friðrik 1. Prússakonungur gaf Pétri mikla Rússakeisara í byrjun 18. aldar. Klæðningarnar og aðrir munir úr herberginu hurfu í seinni heimsstyrjöld og hafa aldrei fundist, þrátt fyrir mikla leit.
- Mostrar mais