Episodes

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  -„Aldrei skal ég gleyma þér“: 

  Fyrir tæpum tuttugu árum kynntist ég manni sem ég kolféll fyrir. Samband okkar var afar gott til að byrja með en með tímanum fór hann að sýna á sér nýja og verri hlið. Ég átti þó aldrei von á því sem gerðist um verslunarmannahelgina, fjórum árum seinna. 


  -Óskiljanlegt hatur: 

  Fyrir rúmum áratug kom ung kona inn í fjölskyldu mína. Hún giftist systursyni mínum en fljótlega varð ljóst að stúlkan tortryggði okkur öll og hataði. Allt þar til hjónabandi hennar lauk með miklum látum olli hún skaða í fjölskyldu okkar og enn reynir hún að skapa vandræði hvenær sem hún getur.


  -Næturdrottningin: 

  Fyrir mörgum árum átti ég kærasta sem ég kynntist að hausti til, skömmu áður en mikill annavetur fór í hönd hjá mér. Ég gisti flestar nætur heima hjá honum og vann síðan allan daginn í annarri vinnunni minni og langt fram á kvöld í hinni. Þrátt fyrir annirnar gekk sambandið vel en um vorið gerðist atburður sem breytti öllu. 


  -Skelfileg reynsla: 

  Fyrir nokkrum árum fór ég með vinkonum mínum í sólarlandaferð. Við vorum allar einhleypar og höfðum safnað fyrir ferðinni. Ætlunin var að dvelja í viku og skemmta sér konunglega. Þriðja kvöldið okkar úti varð ég fyrir skelfilegri reynslu sem tók mig langan tíma að jafna mig á. 


  -Erfið vinátta: 

  Ég og Emma kynntumst í sex ára bekk og urðum strax vinkonur. Þrjátíu árum seinna áttaði ég mig hins vegar á að vináttan var einhliða því Emma naut góðs af mér en gaf lítið eða ekkert til baka.


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir: 


  - Ég átti tvær mömmur: 

  Mamma var aðeins fimmtán ára þegar hún varð ófrísk að mér. Pabbi var eldri hvað ár varðaði en mun yngri í anda, eins og amma sagði alltaf. Hann datt því fljótlega út úr lífi mínu en eftir sátu tvær frábærar konur sem báðar reyndust mér bestu mæður. 


  -Erfiðar minningar: 

  Ég veit fátt skemmtilegra og notalegra en að dvelja í sumarbústað, hvort sem er yfir vetur eða sumar. Maðurinn minn deilir ekki þeirri hrifningu með mér og þegar mér tókst að draga hann með var hann eirðarlaus og vildi helst fara sem fyrst heim aftur. 


  -Bankamaðurinn: 

  Þegar nýr þjónustufulltrúi hóf störf í bankanum þar sem ég var viðskiptavinur varð ég strax mjög hrifin af honum. Við áttum í sambandi um tíma en ég mun eflaust alltaf sjá eftir því að hafa ekki kannað bakgrunn hans áður en sambandið hófst. 


  -Sundruð fjölskylda: 

  Ég var kornung þegar ég áttaði mig fyrst á því að heimilislíf mitt var ekki eðlilegt. Svo mikil illgirni og grimmd var í gangi að afleiðingar þess hafa elt mig í áratugi og svipt mig því að eiga stórfjölskyldu. 


  -Ótrúlegt atvinnuviðtal: 

  Ég er menntaður grafískur hönnuður og þegar haft var samband við mig vegna mögulegs verkefnis á því sviði fór ég spennt í atvinnuviðtal sem snerist síðan upp í eitthvað sem ég átti alls ekki von á.


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Missing episodes?

  Click here to refresh the feed.

 •  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Hún var búin að lofa mér:

  „Ég reyndi mikið að hjálpa vini mínum sem var í sárum eftir skilnað en hann sökk sífellt dýpra ofan í depurð. Vanlíðan hans hvarf þó í einu vetfangi þegar hann fékk óvæntar fréttir.“


  - Grunur um svik:

  „Um tveggja ára skeið bjó ég með konu. Óvænt hugrenningatengsl fóru af stað hjá mér eitt kvöldið og grunur minn um svik af hennar hálfu fengu byr undir báða vængi.“


  - Óvænt hefnd:

  „Fátt veit ég ljótara en að svipta börn öðru foreldri sínu án ástæðu. Dóttir mín gerði þetta í nokkra mánuði eftir fæðingu dóttursonar míns en sá að sér. Þegar illa stóð á hjá henni og faðir drengsins tók hann til sín notaði hann tækifærið og hefndi sín.“


  - Ef þú gefur frá þér hljóð:

  „Ég var um tvítugt þegar náinn ættingi minn nauðgaði mér. Átta árum áður hafði læknirinn minn haft í frammi ósæmilega hegðun við mig sem var þó ekkert miðað við hitt.“


  - Svik mömmu:

  „Það litaði æsku mína mikið að mamma var alkóhólisti en eftir ömurlegt atvik sem gerðist þegar ég var sjö ára gamall hef ég ekki getað litið hana réttum augum. Við höfum ekki talast við í áratugi.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 •  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Feigðarboðar:

  „Fyrir hátt í 20 árum dreymdi mig óhugnanlegan draum að vori til. Um haustið rættist draumurinn en allt hefði þó mögulega farið verr ef ég hefði ekki fengið sterkt hugboð og farið eftir því.“


  - Hann hafði aldrei neitt áhugavert að segja:

  „Fyrir rúmum átta árum vann ég með einstaklega elskulegri stúlku. Hún var af erlendum uppruna, kom frá fyrrum Austantjaldslandi. Við urðum mjög góðar vinkonur og í gegnum hana fékk ég að kynnast aðstæðum kvenna sem leggja upp um drauminn um betra líf en þurfa að takast á við meira en þær áttu von á þegar til Vesturlanda er komið.“


  - Erfiður tengdasonur:

  „Dóttir mín var kornung þegar hún fór að vera með manni sem okkur foreldrum hennar leist illa á. Við reyndum að skipta okkur sem minnst af sambandinu og vonuðum að hún sæi sjálf hvern mann hann hefði að geyma.“ 


  - Leyndarmál í hjónabandi:

  „Góður vinur minn varð fyrir miklu áfalli fyrir nokkrum árum. Allt sem hann hafði byggt líf sitt á hrundi í einu vetfangi þegar hann komst óvænt að leyndarmáli.“ 


  - Eru þau nú byrjuð ...:

  „Fyrir nokkrum árum flutti í húsið sem ég bjó í ung kona með tvö börn. Hún lét ósköp lítið fyrir sér fara og ég kynntist henni ekki mikið til að byrja með. Við heilsuðumst þó og spjölluðum stundum um daginn og veginn en þegar fyrrverandi sambýlismaður réðst á hana fyrir utan húsið hófust kynni okkar fyrir alvöru.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 •  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - „Við viljum gjarnan hjálpa ...“:

  „Ég hef unnið sem leiðsögumaður um nokkurra ára skeið og varð eitt sinn vitni að undarlegu atviki sem ekki verður skýrt með neinum rökrænum hætti.“ 


  - Konan á kaffihúsinu:

  „Bestu vinkonu minni kynntist ég fyrir nokkrum árum undir nokkuð sérkennilegum kringumstæðum en atburðir á kaffihúsi þar sem ég vann urðu til þess að við fundum hvor aðra. En það hafði bara góð áhrif og við höfum getað hlegið mikið að því sem gerðist.“ 


  - Að laða til sín mann:

  „Vinkona mín hefur alltaf verið svolítil dellukerling þegar kemur að því dulræna og fer yfirleitt alla leið í því sem hún hefur áhuga á. Hún heldur því fram að maðurinn minn hafi komið inn í líf mitt vegna sérstakrar gjafar sem hún færði mér.“ 


  - Hin fullkomna fjölskylda:

  „Um tvítugt kynntist ég góðum manni sem síðar varð eiginmaður minn. Hann hafði mikla, eiginlega sjúklega mikla, þörf fyrir að fullkomna fjölskyldu en sjálfur upplifði hann ekki eðlilegt fjölskyldulíf í æsku, að eigin mati. Mér leið æ oftar eins og líf mitt væri lélegt leikrit.“


  - Hrakin úr starfi:

  „Ég hafði unnið á yndislegum vinnustað með góðu fólki árum saman þegar manneskja sem ég hafði nýlega ráðið til starfa skipulagði aðför að mér og sá til þess að mér var gert að hætta. Hún þurfti furðulega lítið að hafa fyrir því.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Ást og eigingirni:

  „Systir mín hefur alla tíð átt erfitt með að ná fótfestu í samböndum við karlmenn og það var ekki fyrr en ég spurði einn af hennar fyrrverandi sem ég komst að ástæðunni.“


  - Þriðji maðurinn:

  „Það varð mér mikið áfall þegar ég komst að framhjáhaldi mannsins míns. Við skildum í kjölfarið og næstu ár voru erfið. Þrátt fyrir allt hélt ég áfram að trúa á að ástin kæmi inn í líf mitt og fyrir ári kom hún af fullum krafti.“ 


  - Kunni ekki að elska:

  „Æskuheimili mitt var mjög fallegt en minna var lagt upp úr því að okkur börnunum liði vel. Öll áhersla var lögð á fágað yfirborð en undir niðri ríkti pirringur sem var vel falinn fyrir öðrum. Þegar ég stofnaði sjálf heimili reyndist ég lítið skárri en foreldrar mínir.“ 


  - Á síðustu stundu:

  „Ég bjó í útlöndum með fjölskyldu minni til 22 ára aldurs en þá ákváðu foreldrar mínir að flytja heim til Íslands. Við vorum í miklu sambandi við ættingja mína í móðurætt en ég vissi lítið um ætt pabba. Ég komst að því af eigin raun og á síðustu stundu hversu slæmt það getur verið að þekkja ekki nána ættingja sína.“ 


  - Annað tækifæri:

  „Líf mitt tók miklum breytingum á einu ári skömmu fyrir aldamótin. Dóttir mín flutti til föður síns, ég skipti um starf og varð yfir mig ástfangin í kjölfarið. Við tók magnað tímabil þar sem ég upplifði alvöruást í fyrsta sinn.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Litla stúlkan með regnhlífarkerruna:

  „Fyrir um tuttugu árum bjó ég á litlum stað úti á landi. Þegar vel var liðið á haustið kynntist ég lítillega lítilli stúlku sem var nýflutt til þorpsins og áttaði mig fljótt á því að líf hennar var enginn leikur.“


  - Ömmustrákur í vanda:

  „Það særði mig ósegjanlega mikið þegar ég komst að því að ömmustrákurinn minn var lagður í einelti af kennaranum sínum. Hann var bara sex ára og hafði hlakkað mikið til að byrja í skólanum. Þegar ég fékk að heyra hvað hefði gengið á um veturinn tók ég til minna ráða.“ 


  - Maðurinn á jólaballinu:

  „Í desember fyrir nokkrum árum sá ég mann sem heillaði mig við fyrstu sýn. Við töluðum ekkert saman en ég gat ekki gleymt honum. Þetta reyndist vera gagnkvæmt og með ýmsum ráðum tókst honum að hafa upp á mér.“


  - Nískan drap ástina:

  „Vinkona mín var með sérlega nískum manni í eitt og hálft ár. Hún áttaði sig ekki sjálf á því hvað hann var samansaumaður fyrr en þau fóru saman í sumarfrí til útlanda.“


  - Nýtt líf um fimmtugt:

  „Systir mín varð nánast unglingur á nýjan leik um fimmtugt eftir að hún skildi við mann sinn til rúmlega 30 ára. Og draumaprinsinn beið hennar handan við hornið.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Feimna bekkjarsystirin:

  „Á unglingsárunum reyndi ég að vingast við bekkjarsystur mína sem mér fannst vera svolítið afskipt án þess þó að hún væri lögð í einelti. Löngu síðar fagnaði ég því að hafa ekki reynt meira til að kynnast henni.“ 


  - Húsið:

  „Við hjónin leigðum um tíma lítið hús úti á landi, sem stóð svolítið sér. Okkur leið svolítið skringilega þar og þegar ég komst til botns í því sem var í gangi og tækifæri gafst, greip ég til minna ráða.“


  - Fyrrverandi dóttir:

  „Ég var á öðru árinu þegar foreldrar mínir skildu og að verða fimm ára þegar mamma tók saman við annan mann. Við það tók líf mitt miklum breytingum.“


  - Sorgin á sér ýmsar myndir:

  „Móðursystir mín bjó í næsta nágrenni við mig og fjölskyldu mína og á unglingsárunum passaði ég stundum litla strákinn hennar. Maðurinn hennar var algjör karlremba, kannski ekki slæmur maður en óskaplega upptekinn af sjálfum sér. Það kom þó öllum illilega á óvart hvernig hann kom fram við konu sína þegar hún þurfti mest á honum að halda.“


  - Furðulega flugfreyjan:

  „Bróðir minn var mjög ástfanginn af konu sem starfaði sem flugfreyja og þau voru saman í nokkur ár. Við fjölskyldan vorum líka mjög hrifin af henni en það átti eftir að breytast.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 •  Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Ég þekki ekki móðurástina:

  „Ég var aðeins þriggja ára gömul þegar mamma fór að láta höggin tala. Ég veit að ég mun aldrei gleyma því. Mamma stundaði vaxtarrækt af kappi og var þess vegna mjög líkamlega sterk. Uppeldið setti mark sitt á líf mitt en í dag stend ég uppi sem sterk og sjálfstæð kona.“ 


  - Ástin kviknaði við fyrsta auglit:

  „Ég var yfir mig ástfangin og allt lék í lyndi frá mínum bæjardyrum séð. Einn daginn fékk ég óvænt að heyra nokkuð sem hafði djúpstæð áhrif á mig. Lífið breyttist á nokkrum mínútum og þetta umturnaði öllu.“ 


  - Dulræna tengdamamman:

  „Ég bjó um tíma með manni sem hafði afar gaman af andlegum málefnum. Í sambúðinni við hann upplifði ég mína fyrstu „dulrænu reynslu“ en ég hefði eflaust átt að koma mér betur við mömmu hans sem bjó yfir dulrænum hæfileikum og stjórnaði syni sínum í gegnum þá.“ 


  - Besta vinkona í heimi:

  „Ég kynntist frábærri konu á vinnustað mínum og við urðum samstundis góðar vinkonur. Eftir að ég hætti þar og fór í skóla héldum við áfram miklu og góðu sambandi. Svo fór allt að breytast.“


  - Leyndarmál mömmu:

  „Æska mín var á köflum mjög erfið. Pabbi hélt heimilinu í heljargreipum með skapsmunum sínum en eftir að þau mamma skildu gjörbreyttist hann til hins betra. Nokkrum árum seinna komst ég að leyndarmáli sem móðir mín hafði geymt lengi með sér.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Óvæntir gleðigjafar:

  „Ég hélt að ég yrði ekki eldri þegar ég komst að því að ég, fertug konan, væri orðin ófrísk, þrátt fyrir árangurslausar tilraunir til þess í tuttugu ár. Í kjölfarið fékk ég að heyra ótal sögur um svipuð tilfelli og eina mögnuðustu söguna sagði mér nágrannakona mín og ein besta vinkona mín í dag.“


  - Skemmtun sem varð að martröð:

  „Ég bjó í Kaupmannahöfn í nokkur ár með kærasta mínum og var í hljómsveit með honum og þremur vinum okkar, einnig íslenskum. Eftir vel heppnaða æfingu ákváðum við að kíkja út á lífið. Það hafði heldur betur afdrifaríkar afleiðingar.“ 


  - Fylgdi hjartanu:

  „Vinkona mín á nokkur ástarsambönd að baki, yfirleitt við svokallaða „plastpokakarla“ sem voru fljótlega fluttir inn til hennar með pokann sinn. Hún hefur alltaf verið harðdugleg og góð manneskja og þessir menn kunnu að nýta sér það. Það var ekki fyrr en hún kynntist Aroni að allt breyttist.“ 


  - Ástin spyr stundum ekki um kyn:

  „Ég kynntist Steina á sveitaballi þegar ég var tvítug. Hann var svo sannarlega maður drauma minna. Við höfum átt yndisleg ár saman. Tíu árum eftir að samband okkar hófst stóð ég frammi fyrir erfiðustu ákvörðun lífs míns. Ég þurfti að gera mér grein fyrir því hvað ást er. Er hægt að elska manneskju fyrir að vera hún? Sama í hvaða líkama hún er?“


  - Fann aðra konu meðan mamma var á fæðingardeildinni:

  „Ég er alin upp hjá móður minni og stjúpföður og var alltaf í litlu sambandi við líffræðilegan föður minn. Mamma talaði aldrei um samband sitt við hann og það var ekki fyrr en nýlega að ég fékk að heyra alla sólarsöguna.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi sögur:


  - Ég veit hvar þú átt heima:

  „Ég hitti mann á bar fyrir nokkrum árum sem reyndi við mig á ansi hreint klaufalegan hátt. Mér tókst að losna við hann en seinna hittumst við fyrir tilviljun og í kjölfarið varð ég fyrir miklu ónæði frá honum.“


  - Skelfilegur vinnustaður:

  „Eftir margra ára starf á Landspítalanum ákvað ég að skipta um starfsvettvang og finna mér að auki vinnu sem væri betur borguð. Í nýja starfinu átti margt eftir að koma mér á óvart, ekki þægilega.“


  - Hið fullkomna líf:

  „Ég hef alltaf verið mjög rómantísk og að auki með fullkomnunaráráttu svo ekkert annað en fullkominn maður kom til greina til að verja hinu fullkomna lífi með mér. Ég var byrjuð að undirbúa brúðkaup mitt og unnusta míns þegar babb kom í bátinn.“


  - Illt innræti?:

  „Bróðir minn var einstaklega andstyggilegur við mig þegar við vorum lítil og ég var oft dauðhrædd við hann. Hann var lúmskur og gætti þess vel að enginn sæi til hans þegar hann kvaldi mig svo ég fékk skammir fyrir að klaga og jafnvel skrökva. Ég hélt um tíma að dóttir mín hefði erft skapferli hans en sem betur fer reyndist annað vera í gangi hjá henni.“


  - Vonir byggðar á sandi:

  „Þegar móðir mín veiktist alvarlega var það okkur systkinunum mikið áfall. Bróðir okkar ákvað að gera allt sem í hans valdi stóð til að bjarga lífi hennar en greip til ýmissa ráða sem hugnuðust mér ekki.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi sögur:


  - Hjálp úr óvæntri átt:

  „Ég lenti í miklum erfiðleikum fyrir nokkrum árum og var ráðalaus. Það kom mér mjög á óvart að sá sem bauð fram hjálp sína skyldi vera manneskja sem ég kunni ekki sérlega vel við, eða tengdasonur minn.“


  - Ótrúlegar tilviljanir:

  „Eftir skrautlegt djamm niðri í bæ eftir jólaglögg í vinnunni minni kom í ljós daginn eftir að ég hafði týnt veskinu mínu. Bíllyklunum líka, sem var öllu verra. Þrátt fyrir verulega uppörvandi stjörnuspá sem passaði fáránlega vel við aðstæðurnar átti ég ekki von á öðru en þurfa að kaupa nýjan rándýran lykil í bílinn.“


  - Örlagavaldurinn mikli:

  „Ég varð yfir mig ástfangin 17 ára gömul. Þrátt fyrir mikla andstöðu heima við samband mitt og unga mannsins dafnaði ástin en svo frétti ég af svikum hans og sleit sambandinu. Tæpum 40 árum síðar fékk ég óvænt allan sannleikann.“


  - Leitin að móður minni:

  „Þegar ég var átta ára gömul komst ég að því að hafði verið ættleidd. Frá unglingsaldri reyndi ég að finna móður mína sem var erlend og það gerði leitina enn erfiðari. Ég las nýlega grein í Vikunni um ættleiðingar út frá líðan barnanna og finnst saga mín gott innlegg í þá umræðu.“


  - Enginn trúir að svona fólk sé til:

  „Ég var lögð í einelti í vinnunni. Á fjórum árum braut þetta mig niður og svipti mig öllu sjálfstrausti. Þessu lyktaði þannig að ég var rekin frá vinnustaðnum og með því hélt ég að málinu væri lokið en svo var ekki. Þetta fylgir mér enn en ég má hvergi tala um þetta“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  1) Sölumenn lífsins:

  „Ég veiktist óvænt um þrítugt og um tíma var ekki vitað hvort ég lifði veikindin af. Það kom mér á óvart hve margir töldu sig vita hvernig ég ætti að ná bata. Það olli mér líka furðu hversu margt undarlegt var í boði þarna úti sem ekki var hægt að kalla hefðbundnar lækningar.“


  2) Sænginni yfir minni:

  „Ég var afar næmt ungbarn og næmleikinn jókst með aldrinum. Ég horfði oft hlæjandi og hjalandi á eitthvað sem enginn annar sá og um tíma átti ég mér ósýnilegan leikfélaga.“


  3) Blind heift:

  „Elsku systir mín er yfirleitt hvers manns hugljúfi en í henni leynist þó mikil heift og einnig ótti um að reynt verði að misnota góðvild hennar. Hún verður bæði ósanngjörn og missir alla skynsemi þegar henni finnst á sér og sínum brotið og þá er ekkert til sem heitir fyrirgefning.“


  4) Aðskotahlutur á eigin heimili:

  „Fyrir löngu síðan passaði ég stundum litla stelpu sem bjó við sömu götu og ég. Aðstæður móður hennar breyttust nokkuð hratt til hins betra um svipað leyti og ég hætti að passa en nýlega heyrði ég hversu ömurleg ævi beið dóttur hennar.“


  5) Glansmyndin molnaði:

  „Ég var yfir mig hrifin af strák sem var með mér í skóla en hann vissi aldrei af því. Í mörg ár fylgdist ég með honum úr fjarlægð og lét mig dreyma. Löngu síðar kynntumst við og allar gömlu tilfinningarnar vöknuðu aftur.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  1) Vinirnir brugðust: 

  „Ég flutti út á land, í heimabæ mannsins míns, þegar ég var 18 ára. Við eignuðumst yndislegan strák tveimur árum seinna og þegar ég var að verða 26 ára varð ég ófrísk aftur. Ég var komin sex mánuði á leið þegar ég komst að því að maðurinn minn hafði verið mér ótrúr og við skildum. Ég tók það afar nærri mér en kannski enn meira framkomu vinkvenna minna í kjölfar skilnaðarins.“


  2) Örlagaríkir endurfundir: 

  „Skjótt skipast veður í lofti, er haft að orðtaki hér á landi og svo sannarlega á það við um veðurfarið hér á Fróni. Ég hef hins vegar komist að því núna að þetta á ekki síður við um hug og tilfinningar karlmanna sem alast upp við þessar aðstæður. Og þó, sennilega er ekki sanngjarnt að dæma alla eftir einum. Ég ætla því að halda mig við að ræða þennan eina og hans snöggu „veðrabrigði“.“


  3 ) Ég berst fyrir börnunum mínum: 

  „Þetta er saga um andlegt ofbeldi, fæðingarþunglyndi og afleiðingar þess að verða fyrir slíku. Ég á tvö börn sem fæddust með stuttu millibili. Eftir fæðingu þeirra sökk ég ofan í djúpt og erfitt þunglyndi. Barnsfaðir minn kúgaði mig og þegar ég loks fékk afl til að slíta mig lausa úr sambandinu notfærði hann sér andlegt ástand mitt til að svipta mig forræði yfir börnunum mínum.“


  4) Á sér ekki viðreisnar von: 

  „Sonur minn frá fyrra hjónabandi var í óreglu um árabil en mörg ár eru síðan hann sneri lífi sínu til betri vegar. Maðurinn minn og börn hans hafa þó aldrei getað litið hann réttum augum.“


  5) Alltaf viðhald, aldrei eiginkona: 

  „Eftir áralangt hjónaband með drykkjumanni var ég örþreytt bæði á sál og líkama. Ég var nýskilin og taldi mig heppna að hafa fengið góða vinnu hjá stóru fyrirtæki. Yfirmaður minn var kurteis og fyrirmannlegur eldri maður sem kom fram við mig af mikilli tillitssemi. Eftir á að hyggja held ég að hlýja hans og virðing gagnvart mér hafi verið það sem skipti sköpum og varð til þess að ég kolféll fyrir honum.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  Kunni ekki að segja nei

  Ég var þægt og meðfærilegt barn, enda komst ég ekki upp með neitt annað, og hlýðni mín við aðra hélst næstu áratugina með ýmsum afleiðingum því ég átti afar erfitt með að segja nei þótt mig langaði til þess.

  Óvæntur fjölskyldumeðlimur

  Fyrir um ári fór að koma inn til mín grár köttur, grindhoraður, tætingslegur og sísvangur. Ekki löngu seinna komst ég að því að eigandi hans væri ógæfukona sem bjó við enda götunnar minnar.

  Ég átti í ástarsambandi við giftan mann

  Ég átti í ástarsambandi við giftan mann í góðri stöðu. Hann er þekktur í mínu bæjarfélagi en þegar samband okkar komst upp fengu allir bæjarbúar mikla samúð með honum og konu hans en ég var fordæmd og kölluð hjónadjöfull. Hann átti frumkvæði að sambandinu og hélt því lengi við með því að hringja í mig þótt hann hefði lofað konunni sinni að tala aldrei við mig framar.

  Ömurlegur afmælisdagur

  Ég var alin upp hjá einstæðri móður. Mamma varð ófrísk eftir skyndikynni og pabbi minn tilkynnti henni að ef hún kysi að halda barninu vildi hann ekkert af því vita. Hann stóð við þá ákvörðun og ég hef aldrei haft neitt samband við föðurfjölskyldu mína. Kannski hefur hegðun föður míns haft eitthvað um það að segja að ég virðist lélegur mannþekkjari og dómgreind mín þegar kemur að því að velja mér ástmenn er með eindæmum léleg.

  Góða mamma – vonda mamma

  Þegar ég fullorðnaðist fór ég fyrst almennilega að skilja hversu furðuleg æska mín væri og hvað mamma væri sjúk. Hún talar ekki við bróður minn lengur og slítur reglulega á tengslin við mig líka.


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  - Ég var með búlimíu:

  „Ég býst við að fröken Svínka í Prúðuleikurunum sé hetjan mín. Hún er þybbin, brjóstamikil, með stór, blá augu og óbilandi sjálfstraust. Þannig vildi ég vera. Fyrir nokkru fór ég að vinna markvisst að því að auka sjálfstraustið og breyta viðhorfi mínu til lífsins. Kannski mun ég einhvern tíma verða jafnánægð með mig og fröken Svínka og hver veit nema einhver lítill, grænn froskur verði þá ástfanginn af mér. Leiðin að því marki mun hins vegar verða löng og ströng.“

  - Fyrirlitin vegna fjárhagsörðugleika:

  „Á Íslandi er börnum kennt að ef þau vinni vel og séu dugleg þá uppskeri þau í samræmi við erfiðið sem þau leggja á sig. Allir geta eignast einbýlishús og bíl og þeir sem ekki geta það eru fyrirlitnir, enda telja allir að eyðslusemi eða annarri óreglu sé um að kenna. Ég varð fyrir því að missa allt mitt í botnlausa hít vaxta og dráttarvaxta og tel mig ekki verri manneskju fyrir það.“

  - Skelfilegur brúðkaupsdagur:

  „Fyrir mörgum árum gifti frænka mín sig og brúðkaupið hennar var vægast sagt eftirminnilegt!“

  - „Hún var svo góð“:

  „Vinkona mín var um tvítugt þegar hún missti mömmu sína. Við þekktumst ekki á þeim tíma og ekki löngu eftir að við kynntumst sagði hún mér frá erfiðu lífi mömmu sinnar, að fjölskyldan hefði mátt horfa upp á hana drepa sig hægt og rólega án þess að geta hjálpað henni.“

  - Lækning að handan: „Ég er jarðbundin manneskja og á mjög erfitt með að trúa einhverju yfirnáttúrulegu. Tvisvar hefur þó hent mig, með löngu millibili, eitthvað sem ég get ekki fundið neina eðlilega skýringu á.“


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  1) Miðill eða góður mannþekkjari?

  2) Slapp með skrekkinn

  3) Óþægilegt ástarsamband

  4) Framhjáhald bjargaði hjónabandinu

  5) Líkaminn grær, sálin ekki


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  1) Dularfull veikindi

  2) Fjandsamleg mágkona

  3) Fyrirheitna landið

  4) Draumaveröld sem hrundi


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  1) Í leit að lífshamingju

  2) Ástin er grimm

  3) Sjö metra ást

  4) Drykkja mömmu kenndi mér margt  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.

 • Í þessum þætti fáum við að heyra eftirfarandi frásagnir:


  1) Einmanaleikinn leiddi mig í ógöngur

  2) Leyndarmál míns fyrrverandi

  3) Hættulegur fjölskylduráðgjafi:

  4) Flúðum undan slúðrinu


  See acast.com/privacy for privacy and opt-out information.