Oynatıldı

  • Helga er Founding og Managing Partner hjá Crowberry Capital sem er fjárfestingarsjóður.
    Hún stofnaði hann ásamt samstarfskonum sínum úr Nýsköpunarsjóði atvinnulífsins,
    þeim Jenný Ruth Hrafnsdóttur og Heklu Arnardóttur.
    Á vefsíðunni þeirra crowberrycapital.com segir um sjóðinn

    WE INVEST IN BOLD, CREATIVE & HARDWORKING ENTREPRENEURS
    Crowberry Capital invests at seed and early stage in outstanding teams building global businesses around true technology advantages.
    We work with our teams to build fast paced, international companies from the Nordics. We have a strong follow through philosophy.
    We back the best from seed to exit in order to create maximum value for our investors.

    Í samtali við Viðskiptablaðið í nóvember síðastliðnum sagði Helga meðal annars þegar hún var spurð út í hvað kæmi nýsköpunarfrumkvöðlum mest á óvart þegar þeir leggja af stað út í heiminn
    „Mikilvægi þess að selja vöruna. Hugsunin „þetta selur sig sjálft“ er ótrúlega algeng. Maður hittir mjög mikið af góðu tækni- og vísindafólki sem finnst gaman að þróa vöru en leiðinlegt að þróa sölu. Það þarf að fara jafnmikill tími og fjármagn – ef ekki meira – í að þróa markaðinn og selja vöruna og láta heiminn vita af henni eins og fer í að þróa vöruna sjálfa. Þetta eru, held ég, mjög algeng mistök á Íslandi."
    Ekkert selur sig sjálft.
    Auk þess að segja okkur frá Crowberry Capital þá segir Helga okkur frá þeim fjölmörgu og spennadni verkefnum sem hún hefur tekið sér fyrir hendur.
    Þar má nefna framkvæmdastjóri Nýsköpunarsjóðs, starfað sem ráðgjafi, starfað hjá Estée LLauder, Merrill Lynch og fleira.