Played
-
Í dag er komið að umræðuefni marsmánaðar: að kenna eða kenna ekki. Foreldrar eru oft spenntir að sjá börnin sín ná hverju þroskaskrefinu á fætur öðru. Auðvelt er að gleyma sér og bíða spennt eftir lokaniðurstöðunni frekar en að fylgjast með og njóta hverrar stundar. Er fyrr endilega betra? Eða er kannski barnið þitt að gera akkúrat það sem það á að vera að gera, einmitt nú?