Played
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins heyri ég í Kristni Kærnested og Svanhvíti. Við förum um víðan völl skal ég segja ykkur. Bestadeildin, Afturelding, enski boltinn, meistaradeildin, Krummasaga er varðar KR, Bónusdeildirnar í körfubolta, Olísdeildirnar í handbolta og sitthbað fleira. Njótið vel og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri í Hallgrími Jónassyni þjálfara bikarmeistara KA og ég skal bara segja ykkur að það hann er virkilega skemmtilegur viðmælandi. Þórhallur Dan er á línunni og við tölum um íslenska boltann, Dag Dan í Orlando, evrópuboltann og sitthvað fleira. Tóti Dan er svo skemmtilegur. Svanhvít er í spjalli og við förum yfir íslenska boltann, Olísdeildina í handbolta, Lengjudeildina, evrópuboltann og eitthvað fleira. Að lokum hringi ég óvænt í bikar-glaðan Halla í BK og við tölum einnig um Everton. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl og velkomin til leiks. Í dag heyri ég í Björgvini Þór Rúnarssyni handboltasérfræðingi og við förum yfir málin í boltanum hér heima og ræðum einnig aðeins um útsendingar í sjónvarpi. Hermann Hreiðarsson þjálfari ÍBV í knattspyrnu karla er ánægður eftir að ÍBV tryggði sér um helgina réttinn til að leika í Bestu deildinni. Verður Hemmi áfram þjálfari liðsins? Við ræðum einnig um umspilið í Lengjudeildinni sem og Bestu deildina og bikarinn. Svanhvít er svo á línunni. Við ræðum um Bestu deildina, enska boltann, Meistaradeildina sem fer af stað á morgun og málaferlin gegn Manchester City ásamt fleiru. Njótið og takk fyrir BK-kjúklingur að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins er nóg um að tala með viðmælendum mínum, þeim Gunnari Magnússyni þjálfara Aftureldingar í handbolta, Svanhvíti og Kristni Kærnested. Olísdeildin, dómgæsla, hvernig koma liðin til leiks í handboltanum og fleira til. Lengjudeildin í fótbolta karla og kvenna. U21 árs landsliðið okkar og svo A-landsliðið. Við spáum í leikina. Hvað hafa íslensku karlaliðin sem eru í evrópukeppninni í ár þénað frá UEFA? Og svo að lokum vil ég minna á Mín skoðun á Facebook en við verðum með BK-tippleikinn fyrir leikinn gegn Tyrklandi á mánudag. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Nú eru græjurnar loksins komnar í lag og í þætti dagsins er ég með spjall við Kristin Kærnested, Þorvald Örlygsson og Svanhvíti. Það er nóg um að tala. Íslenski boltinn, enski boltinn, nýr Laguardalsvöllur, vinningshafar í BK-tippleiknum okkar, fréttir og slúður og margt fleira. Endilega að breiða út boðskapinn og takk fyrir að hlusta. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Loksins loksins er kominn nýr þáttur. Vegna bilunar í tækjabúnaði varð smá hlé hjá okkur en nú er þetta, eða á að vera komið í lag. Böddi Bergs og Svanhvít spá í spilin með mér í dag. Besta deild karla og Besta deild kvenna. Lengjudeildin, enski boltinn, íslenska karla landsliðið í fótbolta eru til umræðu. Fréttir og slúður úr boltanum, Orri Steinn og svo margt margt fleira. Njótið og takk BK-kjúlkingur fyrir að vera með okkur og ég vil minna á BK-tippleikinn á Mín skoðun á Facebook, Man.Utd.-Liverpool.
-
Velkomin til leiks. Þáttur dagsins er óvenjulegur að mörgu leiti. Hann er tekinn upp í gær miðvikudag og í dag. Í gær talaði ég við Andra Stein Birgisson og Svanhvíti. Lengjudeildin, Besta deildin, Víkingur í evrópukeppninni og enski boltinn. Páll Kristjánsson formaður knattspyrnudeildar KR er svo á línunni í dag vegna kæru KR útaf framkvæmd leiksins HK-KR en dómstóll KSÍ kvað upp úrskurð sinn í morgun. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í þætti dagsins spá fimm spekingar í ensku úrvalsdeildina sem hefst á morgun og setjá liðin í sæti. Kristinn Kærnested, Þorvaldur Örlygsson, Svanhvít Valtýs, Þórhallur Dan og Haraldur Hannesson(Halli í BK) eru spekingarnir miklu. Auk þess er spjallað um íslenska boltann, Bestu deildina og úrslitlaeik kvenna í bikarnum og Víking í Sambandsdeildinni. Þá eru tvær Krummasögur í þætti dagsins og þar koma Valur, Víkingur og Fram við sögu. Við spáum í leiki helgarinnar hér heima og á Englandi ásamt miklu fleiru. Takk fyrir að hlusta og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag heyri ég í Kristni Kærnested og Svanhvíti. Við förum um víðan völl, Besta deildin þar sem við spáum í spilin fyrir helgina og einnig um leikinn í kvöld hjá HK og KR. Enski boltinn og Samfélagsskjölduirnn og fréttir og slúður þaðan, Víkingur í evrópukeppninni, þrjár Krummasögur, ein frá Val, ein frá KR og ein frá Stjörnunni. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið og takk fyrir BK-kjúklingur og hann Halli í BK á afmæli í dag, fimmtudag. Endilega kastið á hann kveðju
-
Heil og sæl. Í dag spjalla ég við Svanhvíti og Þórodd Hjaltalín. Fótboltinn hér heima, Arnar Grétars, Óskar Hrafn, Mikki og KFA, Besta deild karla, fréttir og slúður og svo dómaramál. Þar sem Þóroddur er spurður um málið með Gunnar Odd dómara í leiknum Þróttur-Fjölnir og fleira tengt dómaramálum. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur
-
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Ég hringi í þrjá aðila, Guðjón Þórðarson, Svanhvíti og síðan í Sigga Hlö. við ræðum um Bestu deild karla, Bestu deild kvenna, evrópuleiki íslensku liðanna í vikunni, Visitor.is, fréttir hér innanlands og svo slúður út í boltanum erlendis. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins er nóg um að tala. Ég, Svanhvít og Guðjón Þórðarson förum yfir leiki íslensku liðanna í Sambandsdeildinni í gær og framhaldið hjá liðunum. Við tölum einnig um Bestu deildina en það eru leikir um helgina og við spáum í spilin. Fréttir og slúður hér heima og erlendis er svo einnig á sínum stað ásamt einhverju fleiru. Njótið og takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Í þætti dagsins er nóg um að vera. Frábærir viðmælendur, Þórhallur Dan, Guðjón Þórðarson og Svanhvít. Við ræðum um Bestu deildina, árangur íslensku liðanna í evrópukeppninni, EM, leiki helgarinnar, MLS deildina, fréttir og slúður og margt margt fleira ásamt fösutdagslaginu. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur og endilega heimsækið þann frábæra stað á Grensásvegi númer 5.
-
Heil og sæl. Í dag er sigurvegari í krýndur í BK-tippleiknum okkar á EM í fótbolta. Ég heyri í Kristni Kærnested og Svanhvíti. Við förum um víðan völl, EM að sjálfsögðu, íslenski boltinn og svo evrópuleikir okkar liða í vikunni. Afhverju fer leikur leikur Vllaznia og Vals fram í Albaníu eftir lætin og hótanirnar sem áttu sér stað í fyrri leiknum? Ein lítil Krummasaga er í þættinum og svo er birtur listinn yfir þá sem hugsanlega taka við af Gareth Southgate sem þjálfari enska landsliðsins. Þetta og sitthvað fleira. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
-
Heil og sæl. Í dag er nóg um að vera og mikið fjör. Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan og Svanhvít spá á spekúlera um EM og Bestu deildina. Við tölum einnig um kvennalandsleikinn í dag, Fram og KR í gær og fleira og fleira. Þá hringi ég í framkvæmdastjóra Vals út af hegðun stjórnarmanna albanska liðsins í gær en það mál er komið inn á borð UEFA og Ríkislögreglustjóra sem síðan tilkynnti þetta til Interpol. Þetta og sitthvað fleira í þætti dagsins og takk BK-Kjúklingur fyrir að vera með okkur sem fyrr.
-
Heil og sæl. Í dag eru sem fyrr Krstinn Kærnested, Þórhallur Dan og Svanhvít að spá og spekúlera í leikina í BK-Tippleiknum okkar. Við tölum að sjálfsögðu um Bestu deildina, leiki Víkings, Vals, Stjörnunnar og Breiðabliks í evrópukeppninni ásamt fleiru þessu tengt svo sem leikmannaskiptum. Fréttir og slúður er svo á sínum stað og að sjálfsögðu dagatalið góða. Njótið og takk BK-kjúklingur.
-
Doc, Arnar Sveinn og Gunnar Birgisson.
-
Dr. Football á Selfossi. Guðmundur Benediktsson og Tómas Þóroddsson gestir.
-
Það er nóg um að ræða í dag kæru hlustendur. Viðmælendur dagsins eru Kristinn Kærnested, Þórhallur Dan og Svanhvít Valtýsd. Við tölum að sjálfsögðu um EM og spáum í spilin fyrir lokaleikina í 16-liða úrslitunum og förum yfir gengi okkar í BK-tippleiknum. Íslenski boltinn fær sinn skerf, fréttir og slúður, Albert Guðmunds, golf og sitthvað fleira. Njótið dagsins. Takk BK-kjúklingur.
-
Heil og sæl. Í dag er fjör á bænum. EM og Bestu deildar umræða. Við,(VBV,Svanvhít, Þórhallur Dan og Kristinn Kærnested), förum yfir BK-tippleikinn okkar og spáum í spilin fyrir 16-liða úrslit. Birgir Jóhannsson framkvæmdastjóri Íslensks Toppfótbolta er á línunni um veðmál leikmanna, Genius Sport sem sér um tölfræði en það eru aðilar sem eru að stela því efni af leikjum hér heima, og svo tölum við um VAR. Hvenær kemur VAR í íslenska boltann? Þetta og margt margt fleira. Takk BK-kjúklingur fyrir að vera með okkur.
- Show more