Played
-
Í þessum þriðja þætti af Hnotskurn förum við yfir feril fimleikakonunnar stórkostlegu, Simone Biles, sem varð um helgina sú fimleikakona (og maður) sem hefur hlotið flesti verðlaun á heimsmeistaramóti frá upphafi. Við rýnum líka í vandræði fjárfestingafyrirtækisins GAMMA sem hafa verið áberandi í fréttum undanfarið.
-
Í þessum lokaþætti fyrstu seríu er fjallað um aðdáun okkar á frægu fólki.
Elva segir frá kynnum sínum af fyrrverandi kærustu Kurt Cobain.
Einnig er fjallað um það af hverju við höfum áhuga á frægu fólki og af hverju unglingsárin eru sérstök í því samhengi?
Hvað er Halo effect eða geislabaugsáhrif? Hvað eru frumhrif og kunnugleikaáhrif? Af hverju eru hjón oft lík? Af hverju kaupum við rándýru skóna hans Kayne West og klæðumst slitnum, skítugum peysum líkt og Kurt Cobain? Og ef þú hlustar til enda þá muntu heyra Elvu byrja að ranta og koma með ógeðslega óviðeigandi dæmi um frumhrif og stjórnmálamenn -
Í þessum fyrsta þætti af annarri seríu Poppsálarinnar er farið ansi ítarlega í áráttu og þráhyggju eða OCD, einkenni, reynslusögur og orsakir. Skoðað verður tengslin við söfnunaráráttu eða hoarding.
Einnig verður reynsla leikarans Leonardo Dicaprio af OCD reifuð og rætt um leik hans í myndinni The Aviator þar sem hann leyfði röskuninni að magnast upp til að geta leikið hlutverkið betur. -
Í þessum þætti er fjallað um söngkonuna Björk og eltihrellinn Lopez, sem var með þráhyggju fyrir henni. Einnig er farið í ýmsa flokka stalkera eða eltihrella, einkenni, hegðun, áhættuþætti og normalíseringu ástar-eltihrella-hegðunar.
Mjög áhugavert allt saman :)
Hægt er að styrkja Poppsálina með einum kaffibolla:
https://www.buymeacoffee.com/poppsalin -
Í þessum fyrsta þætti af Poppsálinni er farið yfir #FreeBritney málið. Farið er yfir sögu Britney Spears, afrek hennar og bakslög, hvað leiddi til sjálfræðissviptingar og hvort eitthvað sé til í hreyfingunni Frelsum Britney eða #FreeBritney sem heldur því fram að verið sé að kúga Britney og frelsissvipta af ástæðulausu.
-
Í þessum öðrum þætti af Poppsálinni er farið yfir #FreeBritney málið. Farið verður í hvað leiddi til sjálfræðissviptingar, hvað felst í því að missa sjálfræðið og hvort eitthvað sé til í hreyfingunni Frelsum Britney eða #FreeBritney sem heldur því fram að verið sé að kúga Britney og frelsissvipta af ástæðulausu.
-
Í þessum þætti verður farið í vinsældir raunveruleikaþátta og ástæður þess.
Farið er í ólíkar tegundir af raunveruleikaþáttum, dramatíska ástarþætti eins og Love Island og The Bachelor, hönnunarþætti, matreiðsluþætti og fleiri.
Fjallað verður um nokkrar ólíkar sálfræði kenningar sem reyna að útskýra af hverju við höfum gaman af raunveruleikasjónvarpi.
Ein slík tengist kynlífsröskun!!! -
Clueless stjarnan Brittany Murphy lést skyndilega árið 2009, þá einungis 32 ára gömul. Talið er að hún hafi fengið hjartaáfall eftir lungnabólgu, járnskort og lyfjanotkun.
En 5 mánuðum seinna deyr eiginmaður Brittany, á sama stað og á nákvæmlega sama máta!
Hvað kom fyrir þau?
Hvernig tengist Britney Spears málinu, landamæraeftirlit Bandaríkjana, siðblinda og persónuleikaröskun og sérkennilegt samband móður Brittany við eiginmann Brittany? -
Í þessum þætti af Poppsálinni verður farið í narsisma, sjálfsdýrkunar persónuleikaröskun, samviskubits aðferðir, gaslýsingu og narsisískan leiðtogastíl. Karakter og hegðun Donald Trumps verður skoðuð og gerð tilraun til að greina persónuleika hans.
-
Í þessum þætti af Poppsálinni ræðir Elva við popp-drottninguna Svölu Björgvins um kvíða, tilfinningar, sambönd og tónlistina.
Svala lýsir kvíðaröskun sem hún hefur lengi verið að glíma við, þróun röskunarinnar og áföll sem ýtt hafa undir kvíðann.
Svala segir svo opinskátt og einlægt frá sinni reynslu og því ekki annað hægt en að hlusta.
Hægt er að styrkja Poppsálina með því að kaupa kaffibolla hér:
https://www.buymeacoffee.com/poppsalin -
Í þessum þætti verður farið yfir röð óhugnanlegra áfalla sem dunið hafa yfir leikara og starfsmenn Glee þáttanna. Sérkennileg dauðsföll, sjálfsvíg, barnaníð, eiturlyf, skilnaðir, ofbeldi, einelti og fleira hræðilegt hefur loðið við þættina.
Margir vilja meina að bölvun hvíli á meðlimum Glee þáttanna og verður farið í þær pælingar sem og sálfræðilegar skýringar bak við slíkar hugmyndir. -
Í þessum þætti af Poppsálinni verður fjallað um sorgina og af hverju við syrgjum fræga einstaklinga. Farið verður í reynslusögur einstaklinga sem hafa upplifað sterkar tilfinningar þegar frægur einstaklingur fellur frá. Hvernig leið okkur þegar Díana prinsessa lést, David Bowie, Kurt Cobain eða Robin Williams?
Kafað verður ofan í sálfræðilegar pælingar um það af hverju við syrgjum fólk sem við þekktum ekkert, allavega ekki persónulega eða á gagnkvæman máta.
"If you’re ever sad, just remember the world is 4.543 billion years old and you somehow managed to exist at the same time as David Bowie"
Minni á að hægt að styrkja Poppsálina með því að kaupa kaffbolla :
https://www.buymeacoffee.com/poppsalin -
Í þessum þætti af Poppsálinni ræðir Elva við söngkonuna Írisi Hólm um jaðarpersónuleikaröskun, fordóma, tilfinningaflóð, sjálfsvígshugsanir, ofurkraftana sem fylgja og það hvernig listin getur hjálpað.
Þetta er ótrúlega mikilvægt málefni en svo virðist sem það sé ennþá tabú og upplifa margir fordóma þegar þeir segja frá þessari röskun.
Í þættinum ræðum við um vanlíðan og sjálfsvígshugsanir og viljum við minna á Píeta samtökin. Píeta samtökin sinna forvarnarstarfi gegn sjálfsvígum og sjálfsskaða og styðja við aðstandendur. Hægt er að hringja í númerið 552 2218
Hægt er að styrkja Poppsálina með því að kaupa kaffibolla hér:https://www.buymeacoffee.com/poppsalin -
Í þessum fyrsta þætti um Michael Jackson verður fókusinn á sérkennilega og barnalega hegðun hans og tengsl við hegðunarmynstur eða röskun sem nefnist Pétur Pan heilkennið.
Í næsta þætti verður farið í fleiri sálfræðileg fyrirbæri sem tengja má við söngvarann.
Ég minni á að hægt er að styrkja Poppsálina með einum kaffibolla ;)
https://www.buymeacoffee.com/poppsalin -
Í þessum öðrum þætti um Michael Jackson er fjallað um útlitsþráhyggju hans, útlits áhyggjur og líkamsskynjunarröskun eða Body dysmorphic disorder. Einnig er farið í aðdragandann að andláti hans og þátt einkalæknis í dauða Jackson.
Fjallað er um það sem hefur áhrif á þróun líkamsskynjunarröskunar og leiðir til að bæta líðan.
Minni á kaffibolla síðuna þar sem hægt er að styrkja Poppsálina um kaffibolla:
https://www.buymeacoffee.com/poppsalin -
Í þessum þætti verður farið í sérkennilegt mál sem tengist popp pönk söngkonunni Avril Lavigne. Fyrir nokkrum árum fóru sögur á kreik um andlát hennar og telja margir að hún hafi látist árið 2003 og að leikkona að nafni Melissa Vandella hafi upp frá því leikið Avril Lavigne.
Þetta er stór skrýtið mál.
Í þættinum verður líka farið í samsæriskenningar og afhverju það getur verið þægilegt að trúa á slíkar kenningar. -
Í þessum fjórða þætti um hina yndislegu Britney Spears mæta Britney sérfræðingarnir Daniel Oliver og Fjóla Heiðdal í þáttinn og fara yfir stöðu mála. Þau spjalla um sérkennilega hegðun hennar á Instagram undanfarið, sjálfræðissviptinguna, yfirlýsingu samfélagsmiðla konu sem starfar með Britney og rose eða red/pink verkefnin hennar Britney.
-
Í þessum þætti mætir Margrét Valdimarsdóttir doktor í afbrotafræði og lektor í lögreglufræði við Háskólann á Akureyri og spjallar um af hverju við höfum svona mikinn áhuga á morðum og öðrum glæpum. Af hverju eru hlaðvörp um glæpi svona vinsæl sem og þættir um raðmorðingja? Einnig ræða þær Margrét og Elva um þá hugmynd að konur sæki frekar í svona efni og sæki jafnvel í að kynnast morðingjum persónulega.
Þátturinn var tekinn upp í gegnum Zoom og gæðin því ekki fullkomin. Vonum að það komi ekki að mikilli sök. Margrét bætir það upp með mjög áhugaverðu umfjöllunarefni. -
Í þessum þætti af Poppsálinni ræðir Elva við yndislegu söngkonuna Bríeti.
Ástarsorgin, uppgjörið, textarnir og tónlistin, útlitspælingar og álit annarra.
Einnig er farið í það af hverju við hlustum á sorglega tónlist þegar okkur líður illa. Af hverju veljum við að hlusta á sorgleg ástarlög þegar við erum í ástarsorg?
Hljóðgæðin eru ekki 100% þar sem þátturinn var tekinn upp í gegnum Zoom en aulalegur aðdáendatónn Elvu og einlægni Bríetar bætir vonandi upp fyrir það.
Minni á að hægt er að styrkja Poppsálina með því að kaupa kaffibolla hér:
https://www.buymeacoffee.com/poppsalin -
Í þessum þætti er farið í mjög viðkvæmt mál. Fjallað er um andlát Kurt Cobain, söngvara Nirvana.. Farið er í ýmsar staðreyndir og kenningar um dauða hans, ástæður, aðdragandann og mögulegar gerendur.
Í þessari viku fylgir auka þáttur með þessum þætti. Í þeim þætti spjallar Elva við Heiðar, söngvara Botnleðju um Grunge tónlist og áhrif Nirvana.
Fjallað er um sjálfsvíg og hvet ég þá sem finna fyrir vanlíðan og upplifa sjálfvígshugsanir að hafa samband við 1717 eða Píeta í síma 5522218. Einnig er hægt að fá ráðgjöf í gegnum netið hjá 1717.is og getur ungt fólk nýtt sér ráðgjöf og stuðning Bergsins með því að hafa samband í síma 571 5580 eða bergid.is - Show more