Episoder
-
Herdís Stefánsdóttir er kvikmyndatónskáld með annan fótinn í LA og hinn á Íslandi. Ferill hennar sem kvikmyndatónskáld er tiltölulega nýbyrjaður en er samt kominn á fullt skrið. Hún hefur samið tónlist við fjölda stuttmynda, tvær bandarískar kvikmyndir í fullri lengd, eina HBO þáttaröð og næst á dagskrá er íslenska spennuþáttaröðin Verbúðin.
Upphafsstef: Herdís Stefánsdóttir - "Grand Central" úr kvikmyndinni The Sun is also a star
Lokastef: Herdís Stefánsdóttir - úr kvikmyndinni South Mountain
https://www.herdisstefansdottir.com/
-
Atli Óskar Fjalarson og Elías Helgi Kofoed Hansen eru bestu vinir og starfa báðir í kvikmyndagerð. Þeir hófu ferilinn sem ungir leikarar í kvikmyndinni Órói en færðu sig svo yfir í aðra þætti kvikmyndagerðar, Atli sem framleiðandi og Elías sem handritshöfundur. Þeir lærðu kvikmyndagerð í LA en búa og starfa núna á Íslandi og eru einnig með hlaðvarpsþáttinn "Atli og Elías" sem fjallar um þeirra eigin upplifun af kvikmyndabransanum á Íslandi.
-
Manglende episoder?
-
Hálfdán Theodórsson hefur unnið sem aðstoðarleikstjóri í næstum 20 ár og meðal kvikmynda sem hann hefur unnið að má nefna Vonarstræti, Hrútar, Hjartasteinn og Kona fer í stríð.
Tónlist: "Horizon" eftir Hákon Júlíusson
https://www.hakonjuliusson.com/
https://soundcloud.com/hakonjuliusson
-
Hvað eiga kvikmyndirnar Men in Black, Kona fer í stríð og Mamma Gógó sameiginlegt? Jú - Christof Wehmeier hefur komið að kynningu og markaðssetningu þeirra ásamt fjölda annarra kvikmynda. Christof hefur komið víða við, meðal annars unnið fyrir Stjörnubíó og Sambíóin en síðastliðin 13 ár hefur hann verið kynningarstjóri hjá Kvikmyndamiðstöð Íslands. Við fórum yfir allt þetta í okkar spjalli og komum auðvitað líka inn á stöðu kvikmyndahátíða á tímum veirufaraldurs.
Kvikmyndamiðstöð Íslands: kvikmyndamidstod.is
Tónlist: "Walk with Me" - Jana María Guðmundsdóttir
Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn?si=Q8pGpOq5TFGzvG2Kce8Feg
-
"Maður er að reyna að skrifa ekki næstu Covid-19 mynd, maður heldur sig frá því...reynir frekar að einbeita sér að einhverju skemmtilegra sem kannski hressir fólk" sagði Ottó Geir Borg, aðspurður hvaða áhrif faraldurinn hafi á störf handritshöfundar. Ottó Geir hefur unnið við handritsskrif, ráðgjöf og kennslu í um 20 ár. Það tók 7 ár að koma fyrsta handritinu á hvíta tjaldið, en myndin sló í gegn og Ottó hefur ekki stoppað síðan.
Tónlist: Magni Freyr Þórisson ([email protected])
https://magniice.bandcamp.com/
-
Covid-19 hefur haft áhrif á alla heimsbyggðina, og síðastliðinn mánuð höfum við Íslendingar fundið fyrir því svo um munar. Kvikmyndageirinn hefur ekki farið varhluta af þeim áhrifum, og þá sérstaklega þeir sem eru sjálfstæðir verktakar. Ég vildi ræða þetta ástand nánar og sló á þráðinn til formanna WIFT og FK, en það eru þær Anna Sæunn Ólafsdóttir og Sigríður Rósa Bjarnadóttir.
WIFT á Íslandi (Women in Film and Television)
FK (Félag Kvikmyndagerðarmanna)
Tónlist: "Entidy" eftir Keosz
-
Birta Rán Björgvinsdóttir skaut á dögunum tónlistarmyndband sem hefur fengið 2 milljónir áhorfa á einungis 3 vikum. Birta hefur skotið fjöldan allan af tónlistarmyndböndum, en auk þess hefur hún séð um kvikmyndatökuna í ýmsum stuttmyndum og auglýsingum. Svo má ekki gleyma ljósmyndunum, en Birta sérhæfir sig í afar listrænum sjálfsmyndum.
www.birtaran.com
instagram.com/birtarnb
www.youtube.com/user/birtarnb
www.andvarinn.com
Tónlist: Think about things eftir Daða Frey Pétursson, söngur - Fríða María Ásbergsdóttir
-
Ásgrímur Sverrisson hefur gert kvikmyndir og fjallað um kvikmyndir í hvers kyns miðlum um áratugaskeið. Ásgrímur er ritstjóri klapptre.is og hefur alla tíð haft mikinn áhuga á uppbyggingu kvikmyndabransans hér á landi og hvað megi bæta í þeim efnum. Hann er einn stofnenda Edduverðlaunanna og Bíó Paradís og svo er hann líklega einn helsti sérfræðingur okkar í sögu íslenskrar kvikmyndagerðar.
Tónlist: "A destination" eftir Arngerði Árnadóttur
-
Baldvin Z hoppandi upp og niður af gleði og Katrín Björgvins grátandi á gólfinu fyrir framan heilt framleiðsluteymi seríunnar "Réttur", ónýtur bílafloti á setti og leikarar hræddir um líf sitt. Allt þetta og meira til í þessu stórskemmtilega viðtali við Katrínu Björgvinsdóttur sem útskrifaðist nýlega sem leikstjóri frá Den danske filmskole.
Tónlist: "Hero" eftir Hauk Karlsson
-
Ninna Pálmadóttir er nýflutt til Íslands eftir mastersnám í kvikmyndagerð í New York. Ninna sagði mér frá náminu, hvernig henni tókst að pitcha raddlaus, fundi með Spike Lee og hvernig áhuginn á kvikmyndagerð kviknaði á unglingsárunum norður á Akureyri.
http://www.ninnapalma.com/
Tónlist: "Soft" eftir Ingvar Örn Arngeirsson.
https://soundcloud.com/ingvar_orn
https://soundcloud.com/heimskautarefur
-
Fyrsti þáttur á nýju ári var tekinn upp á því gamla, í mörg þúsund kílómetra fjarlægð frá skerinu okkar í norðri. Gestur þáttarins er Jón Kristján Kristinsson, motion designer hjá Frame by frame í Kaupmannahöfn. Æskudraumar Jóns snérust um að teikna fyrir Disney, en þó Disney-draumurinn hafi ekki ræst er hann alveg á réttri hillu sem hreyfimyndahönnuður hjá Frame by frame, enda sameinar það áhugamálin teiknilist og tölvur.
http://www.framebyframe.dk/
Jón Kristján á Instagram: https://www.instagram.com/bigjko/
"A blue day" - stuttmynd frá 2007 eftir Jón Kristján (tæp 300 þús views)
Tónlist: Jana María Guðmundsdóttir
Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn
-
Ragnheiður Erlingsdóttir og Anton Smári Gunnarsson búa í London og hafa starfað þar við kvikmyndagerð í um nokkurra ára skeið. Þau búa saman en vinna ekki saman, engu að síður hafa þau stuðning að hvort öðru þar sem þau vinna í sama bransa, og elska að deila saman ástríðunni fyrir kvikmyndagerð, Ragnheiður sem framleiðandi og Anton sem kvikmyndatökumaður.
www.antonsmari.com
Tónlist: Magni Freyr Þórisson ([email protected])
https://magniice.bandcamp.com/
-
Elísabet Ronalds er einn af okkar fremstu klippurum. Núorðið klippir hún aðallega myndir úti í hinum stóra heimi, en gefur sér öðru hvoru tíma til að koma heim til Íslands og klippa. Klippari hefur gríðarleg áhrif á hvernig saga er sögð í bíómynd, og því getur útkoma myndar standið og fallið með því hvernig hún er klippt. Í þessu viðtali við Elísabetu fáum við að skyggnast inn í líf og starf þessarar lífsglöðu konu, og það er augljóst að ævistarfið er hennar ástríða.
Tónlist: Magni Freyr Þórisson ([email protected])
https://magniice.bandcamp.com/
-
Hrafnhildur Gunnarsdóttir er mörgum kunn sem heimildamyndagerðarmaður, en samhliða kvikmyndagerðinni hefur hún einnig verið formaður Félags kvikmyndagerðarmanna, setið í stjórn kvikmyndaráðs og Nordisk Panorama og verið formaður Samtakanna 78. Verk Hrafnhildar er fjölmörg, en meðal þeirra eru Corpus Camera, Stelpurnar okkar, Með hangandi hendi, Svona fólk og Vasulka áhrifin. Ég fékk að kíkja í heimsókn á skrifstofu Hrafnhildar í Gufunesi, þáði kaffibolla og við spjölluðum um heimildamyndagerð.
http://krummafilms.com/
Tónlist: Tómas R. Einarsson
-
Reykjavík Feminist Film Festival er ný kvikmyndahátíð sem mun vafalaust sóma sér vel í flóru íslenskra kvikmyndahátíða. María Lea Ævarsdóttir, kom til mín í kaffi og sagði mér frá hátíðinni sem fer fram í fyrsta sinn 16.-19.janúar 2020.
http://rvkfemfilmfest.is/
Tónlist: Jana María Guðmundsdóttir
Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn
-
Elfar Aðalseinsson leikstýrði myndinni End of Sentence sem var opnunarmynd RIFF í ár. Bakgrunnur Elfars er talsvert ólíkur því sem við erum vön að heyra af þegar kemur að kvikmyndagerðarfólki. Hann starfaði sem framkvæmdastjóri um árabil þar til hann ákvað að venda kvæði sínu í kross og snúa sér að kvikmyndagerð þegar hann var 37 ára gamall.
www.berserkfilms.com
Tónlist: Magni Freyr Þórisson ([email protected])
https://magniice.bandcamp.com/
-
Hugleiðingar þáttastjórnanda, stödd í verkefni úti á landsbyggðinni.
Tónlist: Karl Örvarsson
Amsterdam Lift-Off Film Festival - online selection 2019
https://vimeo.com/ondemand/amsterdamliftofffeatures
Rjómi / Underdog
https://www.rjomi.com/
https://www.facebook.com/rjomi.bullterrier/
-
Tómas Örn Tómasson hefur komið víða við í kvikmyndatöku síðastliðin 20 ár. Allt frá Latabæ yfir í Arctic með Mads Mikkelsen.... við fórum yfir allt þetta og meira til, þar til vælandi hundur missti þolinmæðina.
http://www.tomastomasson.com
Tónlist: Jana María Guðmundsdóttir
Flora: https://open.spotify.com/album/2N6qNsTKiTPt7LhU5zAmpn
-
Hrund Atladóttir, animator, myndlistakona og kvikmyndatökukona, var fyrsta íslenska konan til að skjóta bíómynd í fullri lengd. Við spjölluðum um ferilinn, animation, dróna, kvikmyndina "Taka 5", konur í camerudeild og margt fleira í þessu skemmtilega viðtali.
http://www.hrund.org/
Tónlist: "Með hjartað úti" eftir Ingvar Örn Arngeirsson.
https://soundcloud.com/ingvar_orn
https://soundcloud.com/heimskautarefur
-
Reykjavík International Film Festival 2019, hefst 26.september og lýkur 6.október. Á dagskránni í ár eru 147 kvikmyndir og fjöldinn allur af viðburðum, svo sem meistaraspjöll og fleira. Börkur Gunnarsson fjölmiðlafulltrúi RIFF settist niður með mér í spjall um hátíðina.
https://riff.is/
Tónlist: "Floating Platforms" eftir Breka Mánason
http://brekimanason.com/
- Vis mere