Episoder
-
Í þessum þætti fengu Orri & Fannar frían sálfræðitíma þegar Bragi Reynir Sæmundsson velti með þeim steinum varðandi það hvernig maður getur verið besta útgáfan af sjálfum sér, ásamt því auðvitað að rýna í ellefta lag plötunnar: 1, 31.
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti spjalla Fannar & Orri við Atla Bollason. Hlustendur fá að kynnast lífssýn Atla og samfélagsrýni í hæsta gæðaflokki auk þess sem Atli & Fannar rifja upp tilurð titillags plötunnar Ást & praktík.
Takk fyrir að hlusta. -
Manglende episoder?
-
Í þessum þætti spjalla Fannar & Orri við prins krúttkynslóðarinnar, sjálfan Mugison. Til umræðu var töffararembingur, frosinn kjúklingur og vitaskuld níunda lag plötunnar; Skattemus.
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti fræðir Andrea Jónsdóttir Fannar & Orra um Bítlana, bransavæðingu tónlistarinnar og auto-tune. Af hverju vill reynslumesti DJ landsins helst bara nota geisladiska?
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti ræða Fannar & Orri við Dr. Erlu Björnsdóttur um svefn frá ýmsum hliðum. Hvers vegna sækir kvíðinn að okkur rétt fyrir svefninn? Hvernig í ósköpunum svaf Fannar svona illa, svona lengi?
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti rætist bernskudraumur Fannars þegar Ragnhildur Steinunn tekur hann í viðtal. Hún reyndar rekur úr honum garnirnar. Við ræddum um dagskrárgerð, ofurkonuímyndina og Söngvakeppni Sjónvarpsins ásamt því auðvitað að rýna í sjötta lag plötunnar: Hugmyndin um þig.
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti líta Orri & Fannar ekki bara til framtíðar, heldur líka um öxl í spjalli við Berg Ebba um samfélagsmiðla, gervigreind og nostalgíu, ásamt því auðvitað að rýna í fimmta lag plötunnar: SMS
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti þurftu Orri & Fannar kliníska nálgun. Dr. Gunni settist með þeim og ræddi um hvað Netflix er orðið leiðinlegt, Gylfa Ægis og mikilvægi tónlistarumfjöllunar, ásamt því auðvitað að rýna í fjórða lag plötunnar: Góðir hlutir gerast hææægt
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti tylla Orri & Fannar sér við fótskör meistarans, Snorra Baróns Jónssonar, og spjalla um óttann við að verða leiðinlegur, tónlist og fleiri mikilvæg mál ásamt því að rýna í þriðja lag plötunnar: Á ég að hafa áhyggjur?
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti spjalla Orri & Fannar við Tómas Guðbjartsson um náttúruna, lýðheilsu og fleiri hjartans mál ásamt því að rýna í annað lag plötunnar: Hjarta.
Takk fyrir að hlusta. -
Í þessum þætti spjallar Orri við Fannar um allt og eiginlega ekki neitt ásamt því að rýna í fyrsta lag plötunnar: Gleðitíðindi.
Takk fyrir að hlusta.