Episoder
-
Er skaðleg hegðun í þínu fari sem að þú hefur alltaf flokkað sem "persónuleikaeinkenni" þitt ? Ótrúlegt en satt, getur vel verið að þetta sé undirmeðvitundin þín að vernda þig frá andlegum skaða eða áfalli sem að þú varðst fyrir sem barn. Ef þú kannast við setninguna: "æjj ég er bara svona" ættir þú klárlega að hlusta á þennan ...Ég fer yfir þrjú atriði atriði í þessum þætti, en ég kem til með að fara yfir fleiri í komandi þáttum.1. Overexplaining/Ganga of langt með útskýringar2. Needy/Þurfandi3. Hyper Independent/OfursjálfstæðiFylgdu mér endilega á instagram!
-
Í þessum þætti förum við yfir eitt það mikilvægasta sem við eigum, tímann okkar! Nærðu aldrei að hrinda neinu í framkvæmd því þér finnst þú aldrei hafa tíma? Gerir þú ekkert við sjálfa/n þig því þú ert alltaf að sinna öðrum? Segir þú oft: "Það eru ekki nógu margir klukkutímar í sólarhringnum" ?Það er í alvöru hægt að bæta þetta & virkilega taka stjórn á tímanum sínum, það tekur tíma & æfingu, en ég lofa - Það er hægt & í þættinum langar mig að segja ykkur frá nokkrum leiðum til þess.Fylgdu mér á instagram: INGIBJÖRG PODCAST
-
Manglende episoder?
-
Kæri hlustandi. Mundu, að þú ert aldrei einn/ein.Hér komum við saman, lærum, hlustum & stöndum saman.Þú ert þess virði & átt skilið hamingju. Þú ert ekki vond persóna, þú ert kannski smá týnd/týndur, en ... það er allt í lagi. Hjálpumst að við að finna þig <3
-
Í þessum þætti förum við yfir "Covert/Vulnerable narsissisma. Persónulega finnst mér mikilvægt að við þekkjum einkennin, hversu skaðleg samskipti við slíka einstaklinga geta verið & hvað við getum gert til að standa saman, koma okkur úr sambandinu/lifa með þeim. Þekking er okkar besta vopn.FYLGDU INGIBJÖRG PODCAST Á ->INSTAGRAM
-
Í þessum þætti förum við yfir "grunntýpu eða "skólabóka-tegund" narsissisma - Grandiose Narsissist. Persónulega finnst mér mikilvægt að við þekkjum einkennin, hversu skaðleg samskipti við slíka einstaklinga geta verið & hvað við getum gert til að standa saman, koma okkur úr sambandinu/lifa með þeim. Þekking er okkar besta vopn.Í næsta þætti förum við yfir: Covert Narsissist.FYLGDU INGIBJÖRG PODCAST Á ->INSTAGRAM
-
Þegar við vitum ekki hvað er framundan & við hverju má búast - Förum við í survivor mode & heilinn reynir að koma okkur í öryggi. EN þar sem hann veit ekki hvað er í gangi & getur þessvegna ekki komið okkur á stað sem við þekkjum, endum við oft í kvíðakasti eða í einhverju sen er oft kallað "kvíða-lömun" kannast þú við þetta? I SURE DO!Fylgdu mér á instagram!INGIBJÖRG INSTAGRAM
-
Frestunarárátta ... svona án alls gríns, skerðir hamingju okkar.
Ræðum þetta! Afhverju erum við svona & hvað getum við gert til að stoppa þetta af?Fylgdu mér á instagram - HÉR
-
Þegar þú ferð virkilega að taka ábyrgð á sjálfum þér/sjálfri þér, þá muntu byrja að vaxa - Ég trúi því með öllu hjarta. Sömuleiðis finnst mér mikilvægt að þekkja sína þröskulda .... oooog þannig varð karakterinn Þröskuldur Ábyrgðarson til! ... Sem er einmitt gestur minn og umræðuefni dagsins!
Fylgu Ingibjörg Podcast á Instagram
-
Í þessum þætti tölum við um erfiðu tímabilin ... Þegar við "förum út af sporinu" og upplifum að við séum búin að klúðra öllu. Afhverju getum við ekki haldið okkur við það sem í alvöru hjálpar okkur? Afhverju "skemmum" við fyrir okkur & hvernig getum við í staðinn hvatt okkur áfram?Vaktir þú á nóttunni því þá nærðu loksins að gera það sem þig langar að gera? Leitar þú í öryggishegðun&mynstur til að forðast það sem þú þarft að gera eða til að gleyma stanslausa kvíðanum í maganum í smá stund? Það eru ástæður fyrir þessu öllu sem er virkilega áhugavert að velta fyrir sér & komast að því afhverju við virkum eins og við gerum.
-
Í þessum þætti tölum við um erfiðu tímabilin ... Þegar við "förum út af sporinu" og upplifum að við séum búin að klúðra öllu. Afhverju getum við ekki haldið okkur við það sem í alvöru hjálpar okkur? Afhverju "skemmum" við fyrir okkur & hvernig getum við í staðinn hvatt okkur áfram?Vaktir þú á nóttunni því þá nærðu loksins að gera það sem þig langar að gera? Leitar þú í öryggishegðun&mynstur til að forðast það sem þú þarft að gera eða til að gleyma stanslausa kvíðanum í maganum í smá stund?
Það eru ástæður fyrir þessu öllu sem er virkilega áhugavert að velta fyrir sér & komast að því afhverju við virkum eins og við gerum.
-
Í þessum þætti förum við yfir skaðleg mynstur í vinasamböndum. Það er mikilvægt að þekkja og kunna að greina hegðun sem við viljum ekki - Hvort sem það er í sjálfum okkur eða öðrum. Sömuleiðis er okkur frjálst að brjóta upp þetta mynstur, breyta því eða alfarið taka það í burtu. Frelsið er ótrúlegt! En, ábyrgðin er okkar. Við breytum ekki öðrum, við breytum bara sjálfum okkur.Fylgstu með á instagram!#INGIBJÖRGPODCAST
-
Í þætti dagsins tölum við um vinasambönd sem við höfum átt í gegnum tíðina, allt frá barnæsku. Hvað hafa þessi vinasambönd kennt okkur? Fylgdu mér á instagram:# INGIBJÖRGPODCAST
-
Hvað er langt síðan þú hefur spurt þig að þessari spurningu: Hvað ÞARF ég?
-
Velkomin í fyrsta þátt af Ingibjörg Podcast!
Í þessum þáttum mun ég fara yfir þau skref sem ég hef tekið og er að taka í áttina að því að ná stjórn á eigin lífi.
Ofhugsa, fresta, kvíða, óttast, þóknast öðrum ... Þetta eru allt hlutir sem halda aftur að hamingju okkar. Saman skulum við komast að því hvernig við getum unnið með þessa hluti og hætt að láta þá stjórna lífi okkar. Ég er ekki sálfræðingur eða ráðgjafi. Ég er bara manneskja sem hefur brennandi áhuga á því hvernig heilinn virkar, elska að tala og ég er orðin þreytt á því að láta ofan talda hluti stjórna mér. Ég vil þessvegna deila áhugaverðum hlutum sem ég hef komist að, virka fyrir mig og þeim sem ég er að vinna í hverju sinni - og vonandi, er það hvatning fyrir aðra að gera slíkt hið sama, læra og eða, njóta félagsskapsins sem hver þáttur hefur uppá að bjóða.Fylgdu hlaðvarpinu á instagram: #ingakristjansd