Episoder
-
Dansarinn geðugi, Elín Signý Ragnarsdóttir, starfar hjá Íslenska dansflokknum og við spurðum hana spjörunum úr. Við ræddum um hvernig það er að vera dansari að atvinnu og fórum yfir ferilinn á léttu nótunum.
Einnig var farið yfir hinar alræmdu skandinavísku mjaðmir og hvort það væri of seint fyrir miðaldra karlmenn að hefja sinn dansferil.
Elín er ævintýrakona mikil og undir lok þáttar fórum við yfir brimbrettarmenninguna á Íslandi og hvar bestu öldurnar séu að finna.📷@elinsigny
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs -
Leikarinn litríki, Aron Már Ólafsson, ræðir við okkur um leikarastarfið.
Aron lauk leiklistarnámi á sex árum og má segja að hann sé sprenglærður leikari fyrir vikið. Við ræðum við hann um skrautlegan námsferil, framandi listgjörninga og hápunkt ferilsins þegar hann fékk sinn eigin bílstjóra og trailer á setti.
📷@aronmola
🎵Elephant - Tame Impala
🎙️Hinrik Wöhler & Ólafur Jóhann Þórbergs -
Manglende episoder?