Episoder
-
Stjórnsýsla og neytendamál í umsjón Kristjáns Arnar Elíassonar en hann ræðir við Breka Karlsson frá Neytendasamtökunum um vaxtamálið en Neytendasamtökin hafa stefnt stóru bönkunum þremur fyrir EFTA dómstólinn í Lúxemborg til ógildingar skilmála bankanna og endurgreiðslu ofgreiddra vaxta til fjölda ára. Þetta gera Neytendasamtökin til að fá niðurstöðu og fordæmi fyrir önnur lán með breytilegum vöxtum en samtökin telja skilmála velflestra lána með breytilegum vöxtum vera ólöglega. Þeir munu ræða um Cretditinfo eða Lánstraust, persónuvernd, fjármálalæsi og væntanlega eitthvað fleira áhugavert og upplýsandi.
-
Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson um fundi vikunnar, forsetaúrskurð um skiptingu stjórnarmálefna milli ráðuneyta í Stjórnarráði Íslands, Helliheiðavirkjun, fund með Áslaugu Örnu Sigurbjörnsdóttur ráðherra og spurðu þá hvort þeir gerðu greinarmun á hvort stjórnmálamenn væru fulltrúar fólksins eða umboðsmenn fólksins.
-
Manglende episoder?
-
Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson um rafrænar undirskriftir og samskipti, sýslumenn og innheimtur á niðurfelldum skuldum eftir hrun.
-
Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson um fundi vikunnar hjá þeim, framtíðarsýn þeirra vegna hárra vaxta og það sem virðist blasa við í íslensku samfélagi - að það styttist í nauðungarsölur sýlumanna.
-
Í þættinum ræddi Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson. Eins og í fyrri þáttum er farið um víðan völl og ræddu þeir félagar m.a. um umboðsmann Alþingis, forseta Alþingis og þaulsetu sama fólks á alþingi áratugum saman. Arngrímur krafðist að Lilja Björk Einarsdóttir, bankastjóri Landsbankans hringdi í sig án tafar og "ekki seinna en strax"!
-
Í þessum þætti koma þeir Arngrímur Pálmason og Halldór Sigurþórsson víða við í "hringferð" sinni um stjórnsýslukerfið á Íslandi. Þeir ræða um kæru vegna Alþingiskosninganna 2013 sem þeir lögðu fram hjá 10 stofnunum, opinn fund með Brynjari Níelssyni í Valhöll þeirra Sjálfstæðismanna um síðustu helgi, lesa í niðurstöður tveggja skoðanakannana Útvarps Sögu frá sl. tveimur helgum og segja óánægju margra um þessar mundir tengast afskiptalausri spillingu Íslandi.
-
Í þættinum í dag færðist hiti í mannskapinn og yfirgaf Arngrímur þáttinn þegar Halldór var í miðri "söguskýringu" sinni á upphafi verðtryggingarinnar á Íslandi. Eftir smá kælingu kom Arngrímur aftur inn í þáttinn og hélt áfram að tjá sig eins og ekkert hefði í skorist. Greinilegt er að Arngrímur er búinn að fá sig fullsaddan af áhuga- og getuleysi stjórnvalda til að taka á þeim málum sem ber hæst í umræðunni í þjóðfélaginu í dag, spillingunni og að hans mál séu enn óleyst eftir persónulegar umkvartanir hans til stjórnmálamanna í 13 ár stanslaust.
-
Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson. Eins og í fyrri þáttum er farið um víðan völl og ræddu þeir félagar m.a. um nýjar skoðanakannanir Útvarps Sögu annars vegar og Prósents fyrir Fréttablaðið hins vegar. Þessar kannanir lutu að vinsældum flokka og stjórnmálaforingja þeirra, fjölgun opinberra starfsmanna ríkis og sveitarfélaga og ýmis stjórnsýslumál.
-
Svo virðist sem stjórnvöldum sé nokkuð sama um réttindi borgarana og skeyta engu um þó lánafyrirtæki setji inn í lánasamninga sína ákvæði sem láta þann sem skrifa undir afsala sér ýmsum stjórnarskrárbundum réttindum sínum. Þetta var meðal þess sem fram kom í þættinum Stjórnsýsla Íslands með mínum augum í dag en þar ræddi Kristján Örn Elíasson við þá Arngrím Pálmason og Halldór Sigurþórsson.
-
Í þættinum ræðir Kristján Örn Elíasson við þá Halldór Sigurþórsson og Arngrím Pálmason um stefnumótun og kostnað í stjórnsýslunni á Íslandi, hlutverk ráðherra og ráðherraábyrgð
-
Í þættinum ræða þeir Kristján Örn, Arngrímur Pálmason og Halldór Sigurþórsson m.a. um lélega þjónustu í stjórnsýslunni, stjórnarskrá lýðveldisins Íslands í samanburði við aðrar réttarheimildir og hvetja fólk til að ástunda gagnrýna hugsun, kanna hug sinn og vera upplýst.
-
Halldór Sigurþórsson, Arngrímur Pálmason & Kristján Örn Elíasson ræða stjórnsýsluna eins og hún birtist þeim.
-
Halldór Sigurþórsson, Arngrímur Pálmason & Kristján Örn Elíasson ræða stjórnsýsluna eins og hún birtist þeim, í þessum þætti eru spilaðar þrjár hljóðklippur með ræðum Vilmundar Gylfasonar þingmanns (fæddur 7. ágúst 1948, látinn 19. júní 1983)
-
Halldór Sigurþórsson, Arngrímur Pálmason & Kristján Örn Elíasson ræða stjórnsýsluna eins og hún birtist þeim.
-
Halldór Sigurþórsson, Arngrímur Pálmason & Kristján Örn Elíasson ræða stjórnsýsluna eins og hún birtist þeim.
- Vis mere