Episoder
-
Hér fer ég nokkuð um víð og dreif en grunnurinn að því sem ég talaði um var byggður á hugmyndum mínum um mína dýpstu þrá. Að geta stjórnað eigin tíma. Allt sem kom síðan út frá því kom í flæði því til rökstuðnings.
-
Í þessum þætti fjalla ég um mismunandi nýtingu stjörnukorta á öllum mögulegum sviðum lífsins. Að brúðkaupsdagurinn eigi sér stjörnukort, að ný atvinna eigi sér stjörnukort, að lönd eigi sér stjörnukort rétt eins og við einstaklingarnir.
-
Manglende episoder?
-
Í þessum þætti fer ég lauslega yfir upprunalegu tengingu mína við sálarorkuna og hvernig sálar plánetan barst mér hvernig ég túlka hana. Ég lýsi mikilvægi sálar plánetunnar hjá hverjum og einum og hvaða hlutverki hún gegnir í stjörnukorti hvers og eins.
-
Í þessum þætti reyni ég að koma miðhimninum vel frá mér þannig fólk geti skilið, tengt við og speglað við sitt eigið stjörnukort. Miðhimininn er ein mikilvægasta staðan til þess að skilja í stjörnukortunum okkar og hérna segi ég frá minni upplifun og reynslu af því hvernig þessi orkustöð virkar.
-
Í þessum þætti fer ég yfir hnígandann og hvers vegna hann er mikilvægur að tengjast innra með okkur öllum. Þar komust við í tengingu við raun karakterinn sem býr innra með okkur sjálfum og leiðin að hnígandanum er í gegnum traustið, gagnvart öðrum einstaklingum og síðan traustið gagnvart okkur sjálfum.
-
Hérna í þessum þætti tek ég rísandann almennilega fyrir eins og hann birtist mér og hvers vegna hann er eins mikilvægur að skilja og fylgja og raunin er. Ég fer einnig lauslega yfir marsinn, hnígandann og venus, en einugis lítillega.
-
Í þessum klára ég orku krabbans þar sem ég fer yfir hvernig ég skildi krabba orkuna og síðan tek ég orku steingeitarinnar fyrir í heild sinni.
-
Í þessum þætti fer ég yfir orku krabbans eins og hún kemur til mín og ég upplifi hana.
-
Hérna í þessum þætti fer ég örlítið yfir það sem vantaði uppá í yfirferð minni á tvíburanum og síðan orku bogmannsins í heild sinni.
-
Í þessum þætti fer ég yfir orku tvíburans.
-
Ögn um tvíburaorkuna sem og bogamanninn. En síðan að sjálfskoðun, sjálfsvinnu, miðilsgáfu hvers og eins og að lokum hvers vegna staðsetning plánetnanna er mikilvæg. Allar pláneturnar eru orkustöðvar og því er mikilvægt að að huga að þeim merkjum sem pláneturnar í ykkar korti eru staðsettar því einungis þannig fáið þið orku til baka frá því sem þið gerið. Allavega eins og ég skil stjörnuspekina og upplifi sjálfur.
-
Erfiðlega gekk að taka upp tvíburaorkuna á vegu sem mér þótti ásættanleg þannig ég ákvað að henda í annan hugleiðingaþátt.
Hérna tala ég frjálslega um stjörnukortið og mína trú og tilfinningu gagnvart því. Hvað það er merkilegt og hvers vegna það sé svona svakalega mikilvægt að skilja sem og þekkja það. Þá myndina sjálfa af stjörnukortinu.
-
Upptökubúnaðurinn var bilaður þannig ég ákvað að taka pásu á umfjöllun minni um stjörnumerkin og hugsa upphátt í staðin. Tvíbura orkan verður tekin í næstu viku.
Hérna fer ég yfir hugleiðingar mínar um tilganginn að baki lífinu og hvort það skipti máli að við séum að lifa lífinu eftir einvherskonar plani eða ekki. Hvort lífið okkar sé handhófskennt eða fyrirfram ákveðið.
Ég fjalla um gjafir stjörnuspekinnar og hvernig hægt sé að nota hana til þess að líða að lokum betur í hverju því sem maður gerir en fyrst og fremst í því hver maður er.
-
Í þessum þætti fer ég yfir orku sporðdrekans.
-
Í þessum og næstu ellefu þáttum tek ég öll stjörnumerkin fyrir. Í þessum þætti tek ég orku nautsins fyrir.
-
Í þessum þætti breytti ég ögn til og tók fyrir málefni líðandi stundar. Viku pása er því á áframhaldandi kennslu í stjörnuspekiskólanum. Ég fer yfir stjörnukort þeirra sex frambjóðenda sem tóku þátt í kappræðum Stöðvar 2 og reyni að koma því frá mér hvaða gjöfum og hæfileikum þau eru gædd sem myndu gera þau góð í embætti forseta Íslands.
-
Í þessum þætti fer ég yfir þrískiptingu merkjanna í frumleg, stöðug og breytileg merki. Ég tek öll merkin fyrir og útskýri þannig hvernig hægt sé að sjá sameiginlega þáttinn í þessum merkjum sem og hvernig skilningur á þessu getur dýpkað og aukið skilning okkar á merkinu sjálfu, sem og stjörnuspekinni í heild sinni.
Þetta er mjög mikilvægur þáttur að skilja til þess að halda vegferð okkar um stjörnuspekina áfram.
-
Í þessum þætti klára ég yfirferðina mína í gegnum stjörnukortið. Intercepted signs er kenning um þau merki sem eiga sér ekkert hús, eða þar sem ekkert hús á sér upphaf í þeim. Ég fer lauslega yfir hverju fylgir því að vera með slíkt merki í stjörnukorti sínu. Ég útskýri hvers vegna ég styðst við og nota eingöngu Placidus húsakerfið þegar ég skoða stjörnukort og les í stjörnukort. Síðan fer ég yfir þær afstöður sem ég notast við þegar ég les í stjörnukort og lýsi lítillega hvað hver og ein afstaða merkir.
-
Í þessum þætti fer ég yfir sálina eins og ég upplifi hana, sálarstöðuna, sem á ensku er kölluð IC, og hvað hún merkir. Ég fer ögn yfir miðhimininn og síðan eitthvað sem ég kalla sálarplánetuna. Í gegnum sálarstöðuna kynni ég til leiks þá krafta sem liggja að baki henni. Þetta er að mínu mati mikilvægasti þátturinn í öllu stjörnukortinu og ég mun fara dýpra og dýpra inní þessa stöðu og merkingu hennar eftir því sem líður á þættina í þessu podcasti.
Í þessum þætti minnist ég á tvær bækur, Journey of Souls annars vegar eftir Michael Newton og Conversation with God hins vegar eftir Neale Donald Walsch. Tvær bækur sem hafa verið máttastólpar í vegferð minni að dýpri skilning á því hvað sálin er, tilgangur hennar og að hún sé sá þáttur í okkur öllum sem tengir okkur öll saman. Að með tengingu við sálina geta allir öðlast ást gagnvart öllum öðrum þar sem samkennd og skilningur ríkir. -
Í þessum þætti fer ég dýpra inní saumana á stjörnukortinu. Ég fer yfir hvernig pláneturnar virka í breytileika sínum í gegnum merkin, ég fer mun betur út í húsin og hvernig þau virka. Ég tek sálina ögn fyrir og að lokum fer ég aðeins yfir hvernig rísandinn og hnígandinn virka.
- Vis mere