Episoder
-
Hlakkar þú til jólanna? Geturðu ekki beðið? Eða ertu kannski ekki ennþá komin í jólaskapið? Ertu enn að bíða eftir að jólaandinn hellist yfir þig? Hvort sem þú ert spennt/ur eða ekki, kæri Homo sapiens, þá segjum við bara gjörðu svo vel og njóttu - hér er einn jóla jóla special þáttur bara fyrir þig.
Í þessum þætti komum við okkur í jólaskapið með því að hlusta á uppáhalds jólalögin okkar; nokkur brakandi fersk, gömul og golden, klassísk og kjút, fyndin og falleg. Við veltum fyrir okkur boðskapnum í textunum, mismunandi hljóðheimi, hvernig jólaandinn birtist í lögunum, af hverju sum lögin eru svona góð og af hverju sum eru ekki alveg að virka fyrir okkur. Hvaða íslensku jólalög eru upprunalega ítölsk? Af hverju? Hvað er málið með að nota alltaf einhver ítölsk lög? Við spilum nokkur ítölsk lög sem hefur verið breytt í íslensk jólalög og giskum á hvaða íslensku lög það eru.
Jólaandinn hjá fullorðnum vs. börnum, pínuponsulitlir menn, ástarsamband Ariönu Grande og jólasveinsins, dramatísk börn, ítalski Bó og fyrsta beef Bjarkar og Önnulísu í sögu hlaðvarpsins (og það í friðsælasta mánuði ársins!!?).
Lög spiluð í þættinum:
Marea (we've lost dancing), Ég hlakka svo til, Þú komst með jólin til mín, Dopo La Tempesta, Chi Voglio Sei Tu, Gente Di Mare, Gente Come Noi, Voulez-Vous Dancer, Stúfur, Yfir fannhvíta jörð, Gleði og friðarjól, Last Christmas, Santa Tell Me, Einmana á jólanótt og tvö glæný spunalög - Einmana og enginn vill mig um jólin, Fastur í traffík.
-
Gestur þáttarins er Helgi Gunnlaugsson afbrotafræðingur og prófessor í félagsfræði. Viðfangsefni þáttarins eru AFBROT; glæpir, refsingar, fangelsisvist og tenging mismunandi málaflokka við feðraveldið.
Í þessum þætti fjöllum við um ofbeldi, þ.m.t. andlegt, líkamlegt og kynferðislegt. Þátturinn er því þungur á köflum og honum fylgir TRIGGER WARNING.
Af hverju fremur fólk glæpi? Hvernig er að vera í fangelsi á Íslandi? Er einhver rót eða baksaga sem flestir fangar eiga sameiginlega? Eru meðferðarprógrömm í boði fyrir fanga í fangelsum? Hvað gera þeir þegar þeir losna? Af hverju er svona há prósenta fanga karlkyns? Finnst Íslendingum íslenskir dómarar yfirleitt fella of létta eða þunga dóma? Í hvers konar samfélagi viljum við búa?
Frelsissvipting, feðraveldið, réttarkerfið, afglæpavæðing, sjálfsskoðun, siðferði, ábyrgð, boys will be boys, öryggi borgara, ómanneskjuleg fangelsi og fangar á vinnumarkaðnum.
-
Manglende episoder?
-
Gestur þáttarins er Bjarni Snæbjörnsson leikari og höfundur. Við spjöllum um SJÁLFSVINNU, hinseginleikann, leiklist og berskjöldun Við tölum um fiðrildi, útópíur, hugleiðslu og innsæi.
Hvernig vinnur man úr fortíðinni? Verður alltaf jafn erfitt að eiga erfið samtöl? Hvernig væri heimurinn ef við værum öll samþykkt og velkomin nákvæmlega eins og við erum? Hvernig endurforritar man sínar eigin minningar? Hvort eru vísundar eða víshundar á sléttum Ameríku?
Segulmögnun, hugrekki, kvíði, react vs. response, glansmynd, að taka ábyrgð á sjálfum sér, tobemagnetic.com, Góðan daginn faggi, partavinna, kynslóðatrauma, að hlaupa beint í gegnum þrumuskýin til þess að komast í sólina, að endurforrita taugaenda, kvikmyndin Stutz eftir Jonah Hill.
-
Gestur þáttarins er Ása Helga Hjörleifsdóttir leikstjóri og handritshöfundur og viðfangsefni þáttarins er ÁSTIN. Við spjöllum við Ásu um nýju kvikmyndina hennar Svar við bréfi Helgu og hvernig ástin birtist í henni, framhjáhöld, ákvarðanir og ákvarðanaleysi. Við ræðum líka um vinnuna sem fer fram bakvið tjöldin; starf leikstjórans, persónusköpun og leikaravinnu.
FEITUR SPOILER ALERT! Ef þú hefur ekki séð myndina SVAR VIÐ BRÉFI HELGU þá inniheldur þessi þáttur fullt af spilliefni sem tengist henni. Við mælum með að þú kíkir í bíó.
Af hverju heldur fólk framhjá? Hvernig og hvenær veit fólk hvort það á að berjast fyrir ástinni? Trúir þú á ástina?
Tragedíur, huldumeyjar, svik, vilji og hindranir, brenglaðar hugmyndir um lífið og ástina, væntingar vs. veruleiki, prótótýpur og goðsagnakenndar tímalínur lífsins.
-
Í þessum þætti hittum við Berglindi, miðil og heilara, sem við spjöllum við um miðlun, heilun, handanlífið og trú. Hún ber okkur meira að segja óvænt skilaboð úr öðrum víddum frá okkar persónulegu leiðbeinendum. Þessi þáttur kallar á gæsahúð, fiðring í heilann, efasemdir eða trú á drauga og handanlíf og jafn vel nokkur tár. Úff hún Berglind fer alveg með okkur...
,,Slæðan á milli heima er orðin mjög þunn, og því meira sem fólk er að vakna og sækja í þetta, þeim mun þynnri verður slæðan"
Má ekki kaupa sér sín eigin tarotspil? Eru í alvörunni sjö víddir inní hverri vídd? Hvernig tengist maður handanlífinu? Getur hver sem er tengst því? Er þetta ekki scary?
Verndarenglar, fyrri líf, tvíburasálir, tarotspil, pendúlar, rúnir, spádómar, skyggnigáfa, talnaspeki og berdreymi.
-
Gestur þáttarins er Arna Magnea Danks, verðandi cameo drottning Íslands og ,,bullshit artist", að eigin sögn. Hún er lærð leikkona, áhættuleikstjóri, kennari og ljóðskáld, og í þættinum ræðum við um atvinnu hennar; leiklistina, ljóðlistina og áhættuleikssenuna á Íslandi vs. Bretlandi.
Egó, mistök, spuni, penni sem morðvopn, fyndnar sérhæfingar áhættuleikara, staðalímyndir, sjálfsást, við erum bjánar og lífið er stutt.
,,En ég trúði því aldrei sjálf, ekki fyrr en dauðinn beit í eyrað á mér eins og latneskur elskhugi”
-
VELKOMIN Í SEASON 2!!!
Í þessum fyrsta þætti annarrar seríu endurheimsækjum við spurningalistana góðu og leitum uppi tilraunadýr um götur miðborgarinnar. Geta tvær stelpur frá Reykjavík tengst tveimur strákum frá Boston í gegnum ellefu laufléttar spurningar? Er hægt að eiga einlægar samræður við einhvern sem maður var að kynnast? Hvað þarf maður að vita um fólk til þess að tengjast því, og jafn vel líka vel við það? Mun okkur þykja vænt um þá Alec og Dean eftir þetta 30 mínútna spjall? Will these 11 questions really bring us closer together?
1. Given the choice of anyone in the world, whom would you want as a dinner guest?
2. Would you like to be famous? In what way?
3. Before making a telephone call, do you ever rehearse what you are going to say? Why?
4. What would constitute a “perfect” day for you?
5. When did you last sing to yourself? To someone else?
7. Do you have a secret hunch about how you will die?
8. If a crystal ball could tell you the truth about yourself, your life, the future or anything else, what would you want to know?
9. Is there something that you’ve dreamed of doing for a long time? Why haven’t you done it?
10. Share with your partner an embarrassing moment in your life.
11. Your house, containing everything you own, catches fire. After saving your loved ones and pets, you have time to safely make a final dash to save any one item. What would it be? Why?
-
Gestur þáttarins er Ari Eldjárn, grínisti og uppistandari, og viðfangsefni þáttarins GRÍN og HLÁTUR. Við spjöllum við hann um hvenær hann byrjaði að fikta við grínið og hvenær hann ákvað að verða grínisti. Er grínisti ekki alvöru starf? Grínast fullorðið fólk?
Af hverju viljum við láta annað fólk hlæja? Af hverju finnst okkur svona vandræðalegt þegar fólk bommar á sviði? Hvað er fyndið? Má gera grín að hverju sem er? Hvaða hreima má grínast með?
Uppistand, eftirhermur, hreimar, sketsar, flugþjónatrix, gríngreining, callback, meðvirkni-hlátur og killing them with kindness.
-
Í þessum þætti ræðum við RAUNVERULEIKASJÓNVARP. Gestur þáttarins er einmitt sérfróður um það en það er hann Karl Ágúst Þorbergsson sviðslistamaður og fagstjóri sviðshöfundabrautar LHÍ.
Af hverju eru raunveruleikaþættir vinsælasta sjónvarpsefni í heimi? Af hverju viljum við fylgjast með alvöru fólki? Er þetta alvöru eða er þetta allt sviðsett? Af hverju vil ég vita það? Af hverju snúast svona margir raunveruleikaþættir um ástina? Af hverju tekur fullorðið fólk þátt í raunveruleikaþáttum? Er þetta venjulegt fólk? Er það allt ,,...here for the right reasons"?
Við skoðum óljós mörk sviðsetningar og raunveruleika, aðskilnað líkama og sálar, narsissista, sjálf, pyntingar, tilfinningalegt uppnám, öfugan fatapóker og kapítalísku hugmyndina um ást og hjónaband hvítra, sískynja, gagnkynhneigðra Bandaríkjamanna.
Bachelor, Survivor, Ultimatum, Love is Blind, Are You the One?, Naked Attraction, Project Runway, Circle, Selling Sunset, Is it Cake?, Susunu! Denpa Shōnen og Joe Schmo Show og svo mætti lengi telja...
I’m here for the right reasons. Spoiler alert.
-
Gestur þáttarins að þessu sinni er engin önnur en Hulda Tölgyes, sálfræðingur. Með henni veltum við fyrir okkur ÞUNGLYNDI og KVÍÐA, svikaraheilkenninu (e. imposter syndrome), andlegri líðan og tengslum við samfélagsleg kerfi. Hvað veldur þunglyndi og kvíða? Eru fleiri með þunglyndi og kvíða núna heldur en áður eða erum við að greina fleiri? Erum við kannski aðeins að ruglast? Er þunglyndi og kvíði eðlilegt viðbragð við fáránlegum lifnaðarháttum nútímamannsins?Af hverju glíma svona margir við svikaraheilkennið? Hversu margar bækur gæti ég verið búin að lesa fyrir þann tíma sem ég hef málað á mér andlitið? Hvað er alvöru hamingja í nútímaheimi? Zen-búddismi, núvitund, tilvistarstefnan, sjálfsmat, einfalt líf, kona sem býr í íshelli, sexy sálfræðingur, að panta tilfinningar, taugakerfið, imposter syndrome og fleira hippie shit.Ef þú finnur fyrir andlegri vanlíðan hvetjum við þig til þess að sækja þér aðstoð fagaðila. Símar Rauða krossins: 1717 og Píeta samtakanna: 552-2218 eru opnir allan sólarhringinn. Það er alltaf von <3
-
Í þessum þætti fáum við til okkar Guðmund Felixson, spunaleikara og sviðshöfund, og við spjöllum við hann um FÓTBOLTA og FANTASY (Fantasy Premier League). Við tölum um það að verða góður í einhverju nýju, að tilheyra nýjum hópi og að tengjast öðrum í gegnum íþróttir og áhugamál.
Af hverju spila fleiri karlmenn en konur Fantasy? Af hverju horfa fleiri karlmenn en konur á fótbolta? Er þetta leið til þess að tengjast öðrum karlmönnum? Er góður fótboltaleikur eins og háklassa leikhúsupplifun?
Af hverju spilar fólk leiki? Af hverju spilar fólk leik um leiki sem annað fólk spilar? Af hverju horfir fólk á annað fólk spila leik um annað fólk að spila leik? Af hverju talar fólk um annað fólk sem horfir á annað fólk að spila leik um annað fólk að spila leik? Úff, spila leik, lila speik? Bíddu nú við. Við erum alveg jafn ruglaðar og þú. Þú þarft örugglega bara að hlusta á þennan þátt.
-
Í þessum þætti veltum við fyrir okkur AÐLÖGUNARHÆFNI mannkyns og framtíð okkar á Móður Jörð. Gestur þáttarins er Vala Kristín Eiríksdóttir, leikkona og handritshöfundur. Við veltum upp spurningum um framtíð mannkyns og yfirvofandi sjálfstortímingu Homo sapiens, loftslagsmál og þægindi, æðruleysi og ímyndunarafl.
Af hverju höldum við bara áfram að borða kjöt og fljúga til Tene þó við vitum að það sé að rústa jörðinni okkar? Hvernig björgum við okkur frá þeirri sjálfstortímingu sem við vinnum að hvern einasta dag? Trúum við því að þetta muni allt reddast einhvern veginn á endanum? Munum við bara aðlagast breyttu loftslagi? Er erfiðara að hætta einhverju heldur en að byrja á einhverju nýju? Hvernig var samtakamátturinn í fyrstu bylgjum Covid-19 öðruvísi en í loftslagsaðgerðum? Er sú hætta of fjarri okkur? Nennum við þessu hreinlega ekki? Er Homo sapiens, hin hugsandi skepna, dæmd til þess að lenda alltaf einhversstaðar á milli, í gjánni milli hugsjóna og skepnuháttar?
Lykillinn að hamingjunni, hin mannlega mótsögn, sýndarveruleiki og Tenerife-glerbúr á Eiðistorgi.
-
Gestur þáttarins er Alex Michael Green Svansson, betur þekktur sem Alex from Iceland, ævintýramaður og efnishöfundur (e. content creator). Við spjöllum við hann um viðfangsefni þáttarins: ADRENALÍN og JAÐARÍÞRÓTTIR, klettastökk og samfélagsmiðla, áhættu og verðlaun (e. risk and reward) og nýja þáttinn hans á Stöð 2.
Hvað er svona skemmtilegt við jaðaríþróttir? Eru þær allar hættulegar? Af hverju setjum við okkur sjálfviljug í hættulegar aðstæður? Er þetta bara spurning um að duga eða drepast, eða tengist þetta núvitund? Er þetta leið til þess að komast nær kjarnanum í okkur? Stunda fleiri karlar heldur en konur jaðaríþróttir? Af hverju? Hvort myndirðu frekar vera með uppistand fyrir framan fullan sal af fólki eða hoppa fram af átta metra háum kletti?
,,Ef ég væri ekki hræddur, þá væri þetta ekki eins gaman"
Sjálfstrú, ofhugsanir, base-jumping og tiktok algoritmi.
-
Í þessum þætti tölum við um TRÚ og STRÍÐ, valdafíkn og trú mannsins á æðri mátt. Gestur þáttarins er Guðmundur Brynjólfsson rithöfundur, djákni og leikhúsfræðingur með meiru. Við spjöllum við hann um starf djáknans, kirkjuna, leikhúsið, Biblíuna, stríð og frið, hið góða og hið illa.
Er hægt að vera bæði menntaður og trúaður? Eiga trúarbrögð og vísindi ekki saman? Er hægt að lesa Biblíuna eins og vísindarit? Hvernig er hægt að ata fólki í að drepa annað fólk? Eru flest stríð í heiminum háð vegna trúarbragða eða eru trúarbrögð bara notuð til þess að kynda undir við/þau hugsun? Af hverju? Er trú lærð hegðun?
Trúarlegar upplifanir, illir andar og innrás Rússlands í Úkraínu. Ingólfur Arnarson og súlurnar, réttrúnaðarkratamauslið, hlutabréf í vopnaframleiðslu og mannlegur hroki.
,,Af hverju í ósköpunum ættum við, þessir apakettir sem hér erum, að vera með svörin við öllu, geta rannsakað allt, að vita allt og skilja allt? Það er árþúsunda gömul reynsla sem sýnir okkur að það er ekki þannig.”
-
Í þessum þætti spjöllum við um FORN EGYPTA og þær dularfullu ráðgátur sem fylgja þeirra sögu. Gestur þáttarins er Kara Rós Valþórsdóttir, ferðamálafræðinemi og sérstök áhugakona um Egyptaland hið forna. Hvernig geta þau mannvirki sem Forn-Egyptar skildu eftir sig verið svona fullkomin? Voru Forn-Egyptar gæddir ómannlegum ofurkröftum? Voru Forn-Egyptar og geimverur kannski með einhvers konar bandalag? Hvernig virkaði samfélag Egyptanna og hvers vegna gekk það upp svona lengi? Hvernig hrundi það? Ættum við að taka þetta samfélag okkur til fyrirmyndar?
Fiðringur í heilanum, píramídinn í Giza, Kleópatra í gólfmottu og egypskir zombie-ar.
-
Í þessum þætti skoðum við SÖGUR og SKÁLDSKAP. Gestur þáttarins er Friðgeir Einarsson rithöfundur og sviðslistamaður. Við veltum því fyrir okkur hvers vegna mannfólk býr til, hlustar á og segir sögur. Af hverju búum við til ímyndaðan veruleika til þess að tala um raunveruleikann? Getur skáldskapurinn breytt raunveruleikanum? Hvenær byrjaði fólk að segja sögur? Lifum við einhvern tímann meira í skáldskapnum heldur en raunveruleikanum? Er ekki steikt að vilja vinna inní ímynduðum heimi eins og rithöfundar og margt annað listafólk gera?
Hversdagsleikinn, sviðsetning sjálfsins, biblíugrautur og bókaþjófar.
-
Í þessum þætti veltum við fyrir okkur HJARÐHEGÐUN og ÁHORFENDAÁHRIFUM (e. bystander effect). Gestur þáttarins er Birna Rún Eiríksdóttir leikkona, leikstjóri og skemmtikraftur. Við skoðum með henni ýmsar tilraunir og rannsóknir sem hafa verið gerðar á fyrrnefndum fyrirbærum.
Af hverju finnum við ekki fyrir ábyrgðartilfinningu þegar við erum hluti af hóp? Af hverju eru meiri líkur á að fá hjálp fái maður hjartaáfall einn á gangi um kvöld í Grafarholtinu heldur en í miðri Smáralind á háannatíma? Erum við öll bara kindur? Eru Íslendingar líka bara kindur?
Kitty Genovese, kindur og kettir, týnda púslið og tískubylgjur.
-
Í þessum þætti veltum við fyrir okkur LEIKLIST og leikurum, flutningi erindis í gegnum sögur og sviðslistir. Gestur þáttarins er Halldóra Geirharðsdóttir leikkona og prófessor hjá Listaháskóla Íslands. Við ræðum við hana um starf leikarans, hvernig það er að vera leikkona og af hverju hún vill vera það? Af hverju myndi einhver vilja helga líf sitt því að leika annað fólk? Hvernig og af hverju byrjaði fólk að leika fyrir hvert annað? Hvernig geta leikarar haft svona mikil áhrif á fólk? Af hverju dýrkar fólk leikara?
Spegilfrumur, tár á hvarmi, performanskvíði og prósaljóð.
-
Í þessum þætti veltum við fyrir okkur áhuga mannfólks á STJÖRNUSPEKI. Gestur þáttarins er engin önnur en Helga Braga, Queen B baby lotion! Af hverju hefur mannfólk svona sterka tilhneigingu til þess að trúa á eitthvað æðra? Af hverju trúum við ennþá á stjörnuspeki þó að vísindin segi okkur annað? Kosmísk samsvörun, veðurstjörnuspeki, tunglið og tilfinningar, litla japanska punktakonan Yayoi Kusama og nýtt ljóð.
,,Við erum bara ein alda, ein bára í hafinu.”
-
Í þessum þætti veltum við fyrir okkur af hverju fullorðið fólk elskar MORÐ og samsæriskenningar. Gestur þáttarins er Almar Blær Sigurjónsson leikari. Eðlufólkið, O. J. Simpson, ólíklegir morðingjar og geislavirk ungmenni í Úralfjöllum.
Heitar umræður, stórar spurningar og frumsamið ljóð.
- Vis mere