Episoder
-
Í tíunda þætti Tvígrip karfan kortlögð EINN LANGUR FYRIR SUMARFRÍ
Konstantinos "Kostas" Tsartsaris grikkinn úr Grindavík í viðtali, lyfjamál í körfuboltanum, útlendingar koma og fara eins og venjulega nema núna voru óvenju margir. Tómas Tómasson fór yfir þau mál með okkur. Falur Harðarsson fór yfir ferilinn sinn, hann sagði okkur frá því hvernig það kom til að spila körfubolta fyrir kirkjuna sína í USA. Friðrik Ingi Rúnarsson mætti einnig í viðtal til okkar og fór yfir sinn feril bæði sem leikmaður og þjálfari. Grindvíkingar reka sinn dáðasta son og fullt af allskonar í þessum síðasta þætti fyrir sumarfrí í 10. Þætti af Tvígrip - Karfan kortlögð í boði: Bílasölu Reykjaness, Reykjanes Optikk, Litla Brugghúsið, Toyota verkstæði, vinleit.is og 1966 ehf.
Samstarf með Endalínan podcast
Samstarf með karfan.is þar sem lykill.is. Subway, Kristall og lengjan.is eru stuðningsaðilar karfan.is
-
Í 9. Þætti af Tvígrip
17 ára Grikki mætir í Grindavík, KR-ingar í brasi, dómarar vildu fá meira borgað. Skagamenn koma á óvart í úrslitakeppninni, Hrannar Hólm á línunni frá Köben ásamt Hermanni Hauks sem hélt í atvinnumennskuna. Grindvíkingar ráku sinn besta mann og við heyrum í Örvari varðandi Örlyg Sturluson.
Þetta og fullt af öðru í Tvígrip karfan kortlögð
-
Manglende episoder?
-
Í áttunda þætti Tvígrip karfan kortlögð EINN LANGUR PÁSKA-ÞÁTTUR
Starfsmenn Tvígrips gerðust heimsborgarar og hrigndu til USA og töluðu við Damon Johnson um tímann sinn á Íslandi. Breytt fyrirkomulag á Íslandsmótinu, ný keppni og nýr formaður KKÍ. Gaui þorsteins fór yfir körfuboltann fyrir Vestan og tenginguna við KR. Körfuboltamenn í eldri kantinum fara í atvinnumennskuna, Grindvíkingar kærðu og voru kærðir. Örvars-hornið á sínum stað. Opið bréf enn og aftur frá Grindvíking. Siggi Ingimundar kíkti í spjall sem og Kristinn Óskarsson dómari og fór yfir störf dómara þá og nú. Einnig kom Kiddi með skemmtilegar sögur af sérkennilegum leikjum. Þjálfarar og leikmenn reknir eins og venjulega svo voru leikmenn settir í agabönn, sumir fyrir það að djamma með fótboltaliði bæjarins. KR-ingar í hremmingum með liðið sitt.
Þetta og meira til í 8. Þætti af Tvígrip - Karfan kortlögð part 1 í boði: Bílasölu Reykjaness, Reykjanes Optikk, Litla Brugghúsið, Toyota verkstæði, vinleit.is og 1966 ehf.
Samstarf með Endalínan podcast
Samstarf með karfan.is þar sem lykill.is. Subway, Kristall og lengjan.is eru stuðningsaðilar karfan.is
-
Í sjöunda þætti Tvígrip karfan kortlögð
Pétur Guðmundsson í Tindastól, Ingólfur Hannesson lætur KKí heyra það en Pétur Hrafn svaraði fullum hálsi. Var þáttastjórnandi Tvígrips svikinn um miða á NBA leik í London eða var það bara misskilningur. Ef leikmaður er í banni má hann ekki sitja á bekknum? Héldu KR-ingar að þeir yrðu Íslandsmeistarar eftir 9 umferðir? Herbert Arnars á línunni þar fer hann yfir víðan völl. Við hringjum einnig í Paxel sem fer vel yfir úrslitakeppnina ásamt Örvars-horninu þar sem Örvar segir frá miður skemmtilegu atviki á Valsmótinu. Kristinn rekinn, Axel rekinn, Hreinn rekinn og Burns rekinn ásamt fleirrum. Þetta og meira til í 7. Þætti af Tvígrip - Karfan kortlögð part 1 í boði: Bílasölu Reykjaness, Reykjanes Optikk, Litla Brugghúsið, Toyota verkstæði, vinleit.is og 1966 ehf.
Samstarf með Endalínan podcast
Samstarf með karfan.is þar sem lykill.is. Subway, Kristall og lengjan.is eru stuðningsaðilar karfan.is
-
Í sjöunda þætti Tvígrip karfan kortlögð
Pétur Guðmundsson í Tindastól, Ingólfur Hannesson lætur KKí heyra það en Pétur Hrafn svaraði fullum hálsi. Var þáttastjórnandi Tvígrips svikinn um miða á NBA leik í London eða var það bara misskilningur. Ef leikmaður er í banni má hann ekki sitja á bekknum? Héldu KR-ingar að þeir yrðu Íslandsmeistarar eftir 9 umferðir? Herbert Arnars á línunni þar fer hann yfir víðan völl. Við hringjum einnig í Paxel sem fer vel yfir úrslitakeppnina ásamt Örvars-horninu þar sem Örvar segir frá miður skemmtilegu atviki á Valsmótinu. Kristinn rekinn, Axel rekinn, Hreinn rekinn og Burns rekinn ásamt fleirrum. Þetta og meira til í 7. Þætti af Tvígrip - Karfan kortlögð part 1 í boði: Bílasölu Reykjaness, Reykjanes Optikk, Litla Brugghúsið, Toyota verkstæði, vinleit.is og 1966 ehf.
Samstarf með Endalínan podcast
Samstarf með karfan.is þar sem lykill.is. Subway, Kristall og lengjan.is eru stuðningsaðilar karfan.is
-
Tvígrip - karfan körtlögð - tímabilið 1994 - 1995 Part 2
Í sjötta þætti Tvígrip - karfan körtlögð
Grindvíkingar reka Frank B. í miðri úrslitakeppninni og var ásakaður um að hjálpa Keflvíkingum. Guðni Ö. lét blaðamenn, dómara og KKÍ heyra það!!!. Guðjón Skúlason sagði okkur ástæðuna af hverju hann fór í Grindavík. Einnig komu góðar sögur af fyrrum þjálfara Keflavíkur. Njarðvíkingurinn Valur Ingimundar á línunni í 6. Þætti Tvígrip - Karfan kortlögð part 2 í boði: Bílasölu Reykjaness, Reykjanes Optikk, Litla Brugghúsið, Toyota verkstæði, vinleit.is og 1966 ehf
-
Tvígrip - karfan körtlögð - tímabilið 1994 - 1995 Part 1
Í sjötta þætti Tvígrip - karfan körtlögð
Miklar leikmanna og þjálfara hræringar, Grindvíkingar fá fullt af erlendum leikmönnum.
Kærumál í torfærunni þar sem VAR kemur við sögu. Keflvíkingar fá einn efnilegasta leikmann Sandgerðinga. Nýtt fyrirkomulag á Úrvalsdeildinni, John Rhodes sá ástæðu til að skrifa grein í blöðin. Njarðvíkingurinn Örvar Kristjáns á línunni ásamt fullt af öðru í 6. Þætti Tvígrip - Karfan kortlögð part 1 í boði: Bílasölu Reykjaness, Reykjanes Optikk, Litla Brugghúsið, Toyota verkstæði, vinleit.is og 1966 ehf
-
Í fimmta þætti af Tvígrip - karfan kortlögðTveir gestir í settið, Pétur þjálfar Val eða ekki, Bow, Elvar og Zoran reknir ásamt fleirrum. Dómarar eignast pennavini um allt land og Rússasaga frá Sven. Keflvíkingar fá Foster, Dobart og Brown samt ekki alla í einu. Geta Skagamenn eitthvað í körfu?? Já allavega tímabilið 1993 - 1994 allt þetta og miklu meira í boði: Bílsölu Reykjaness, Humarsölunni, Litla Brugghúsið, Margt smátt og 1966 ehf
-
Í fjórða þætti af Tvígrip - karfan kortlögðHelgi Jónas Guðfinnsson og Jón Kr. Gíslason verða á línunni, máttastólpar skipta um félög og Frikkarnir til KR. Ætlar Pétur Guðmundsson að spila körfubolta á Íslandi? Með hverjum þá? Breiðablik, KR eða vill hann enda ferilinn þar sem ævintýrið hófst, hvað segir háttvirta Félagskiptanefndin við því. Keflavíkurhraðlestinn kom fram í fyrsta skiptið, 20 erlendir leikmenn mættu á klakann í Úrvalsdeildina þetta tímabil og Ingvar Jónsson í læri til Patt Riley. Allt þetta og meira til í boði; Bílasala Reykjaness, Humarsalan, Margt smátt, Litla Brugghúsið og 1966 ehf.
-
Símareikningur sem sló öll met, Reykjanesmót með breyttu fyrirkomulagi og Webster aftur til liðs í úrvalsdeildinni. Svarti puttinn var dýr fyrir Þórsara, Rúv vildi ekki mæta út af auglýsingu og allt í uppnámi fyrir norðan þannig að Gylfi settist við ritvélina.
Svali Björgvins verður á línunni og ræðir frábæran árangur Valsmanna á tímabilinu 1991-1992 ásamt drama kastinuAllt þetta og meira til í þætti þrjú af Tvígrip - karfan kortlögð í samstarfi við 1966 ehf., Bílasölu Reykjaness, Humarsöluna og Margt smátt.
-
Þáttur tvö Tvígrip – karfan kortlögð
Um leið og við þökkum fyrir góðar viðtökur á fyrsta þætti
Fyrrum leikmaður Vals og River Plate fer norður í land, Gylfi lætur dómara heyra það og hefur athugasemdir við það hvernig dómarar ferðast. Drama kastið í boði 1966 ehf og Keflvíkingar eiga að skammast segja sumir. Varnaliðsmótsmeistar krýndir eftir nokkurra ára hlé og má lemja dómarana?? Símaviðtal við Njarðvíkinginn Gunnar Örlygsson þar sem hann ræðir um ferilinn og úrslitakeppnina á móti Keflavík.
Allt þetta og meira til í þætti tvö af Tvígrip - karfan kortlögð í samstarfi við 1966 ehf, Bílasölu Reykjanes, Humarsöluna og Margt smátt.
-
Í fyrsta þættinum tökum við fyrir tímabilið 1989 – 1990, tímabilið sem erlendir leikmenn voru leyfðir aftur eftir nokkra ára fjarveru. Þetta tímabil var eftirminnilegt; kanar komu og fóru, Sandgerðingar spiluðu í fyrsta og eina skiptið í Úrvalsdeildinni, drama fyrir norðan og enn meiri drama suður með sjó. Jón Guðbrandsson fyrrum leikmaður Reynis Sandgerði verður á línunni og Evrópukeppnin í körfubolta handball style og fleira. Leiðréttingar, ábendingar og góðar sögur má senda til okkar á [email protected] Með okkur í þessu eru: Paddy´s, 1966 ehf. (Körfuboltavellir) og Litla Brugghúsið