Episoder
-
Fengum góða gesti í Bose-stúdíóið, ultrahlauparaparið Birnu Maríu og Egil Örn.
Gerum upp árið 2024 hjá þeim ásamt því að kynna til leiks nýja og skemmtilega dagskrárliði í bland við þá gömlu góðu! -
Við erum mættir aftur að míkrafónunum. Ræddum við kónginn á Hvannadalshnúk um íslandsmetið sem féll á dögunum, fórum yfir síðustu hlaup og svo margt, margt fleira!
-
Manglende episoder?
-
Vinkona okkar Elísabet Margeirs kom í heimsókn í Bose stúdíóið og ræddi við okkur um hlaup. Hún fer yfir það hvernig hún byrjaði hlaupaferilinn, hvernig hún æfir, talar um Náttúruhlaupin og bakgarðskeppnirnar, fer yfir sínar helstu áskoranir á hlaupum og talar um það hvernig var að fara aftur af stað eftir barneign. Þessi þáttur er stútfullur af fróðleik frá einni af okkar allra bestu íþróttakonum!
-
Hugleiðingar, fátæklegt hlaupauppgjör, slúðurhorn hlauparans og alvöru skýrsla frá aðal bósaranum í Istanbúl, Kjartani Long. Allt þetta og meira til lóðbeint úr Bose stúdíóinu!
-
Stútfullur þáttur og meira til. Hugleiðingar varðandi það hvernig fólk upplifir hlaupaafrek, stígaskýrsla frá Auði Kjartans, uppgjörið margfræga og skýrsla frá maraþonmeisturum í Frankfurt!
-
Bakgarðurinn ræddur, íslandsmet í beinni, uppgjör síðustu hlaupa ásamt því að Friðleifur spjallaði við okkur um komandi verkefni sem eru á boðstólum FRÍ, græjuhornið frá Sigga er á sínum stað og alvöru bakgarðsskýrsla frá Rakel. Ekki láta þennan þátt fara framhjá Bose heyrnatólunum þínum!
-
Svaddalegur þáttur fyrir ykkur í dag. Skýrsla frá Hildi Aðalsteins úr 100 mílna hlaupi í Nice, hlaupauppgjör vetrarhlaupanna hér heima, kraftsímtal alla leið til Iten þar sem Halldóra Huld lagði okkur línurnar frá heimili meistaranna, draumaráðningahorn Dr. Erlu og svo miklu miklu fleira! Ekki láta þennan þátt framhjá þér fara.
-
Taka tvö með okkar eina sanna Latsa. Nú var farið vel yfir endurheimt, próteininntöku, hitaþjálfun og margt margt fleira!
-
Í þættinum voru últrahlauparar sem eru að fikta í wikipediasíðum annarra ræddir, skýrsla frá Andreu Kolbeins, skóhornið þar sem við förum yfir skóbúnað inn í veturinn ásamt því að opnað var fyrir símann, hlaupauppgjör og svo mætti lengi telja!
-
Græjuhornið, hugleiðingar, innhringing og fleira. Ein af okkar mögnuðustu ofurkonum, Fanney Þorbjörg kom með skýrslu úr Oslóarmaraþoninu og Ósk Gunnars mætti í frumraun sína í stúdíó til þess að gera upp Bakgarðinn!
-
Hugleiðingar varðandi tannheilsu hlaupara, skýrsla frá Ultrahjónunum í Slóveníu, græjuhornið, hlaupauppgjör og örviðtal við Arnar Pétursson fyrir Berlínarmaraþonið!
-
Við erum mættir í Bose stúdíóið! Slóum á þráðinn til Andra Guðmunds og ræddum Bakgarðinn í þaula, fórum yfir brautarvörsluna í Eldslóðinni, skýrsla um kostnað hlaupa ásamt allskonar góðgæti!
-
Í þættinum í dag voru alvöru hugleiðingar, meiðslaskýrsla frá Marteini, glænýr dagskrárliður með Sigga Ragnars sem kallast græjuhornið, massíft hlaupauppgjör og margt, margt fleira. Allt þetta var að sjálfsögðu rætt í nýja stúdíóinu okkar!
-
Svekkelsið við það að þurfa að fresta Öræfahlaupinu, hugleiðingar veðurfræðings og skýrsla frá Halldóru Huld Ingvarsdóttur úr CCC. Guðfinna Kristín Björnsdóttir mætti sem gestastjórnandi í fjarveru Marteins. Við stikluðum á stóru í gegnum hlaupaferilinn, ræddum komandi áskoranir og fórum vel yfir UTMB sem kláraðist nýliðna helgi.
-
Reykjavíkurmaraþonið gert upp, óbrjótanlegt heimsmet sem féll, statusinn tekinn á Nick Gísla fyrir CCC og á Fríðu Rún eftir World Masters Athletics Championships!
-
Í þættinum í dag er heldur betur farið yfir Reykjavíkurmaraþonið, brautin rædd, góð ráð fyrir hlaup og svo mætti lengi telja. Við fengum skýrslu frá Andreu Kolbeins og viðtal við Hlyn Andrésson sem við mælum mikið með að hlusta á!
-
Hugleiðingar fyrir Reykjavíkurmaraþonið, Ólympíuleikarnir, Fimmvörðuhálsinn og Súlurnar gerðar upp. Við fáum úrvals sögu frá últrahlauparanum geðþekka Sigfinni Björns ásamt alvöru niðurhlaupi!
-
Hugleiðingar varðandi 100km hlaup, skýrsla úr Kerlingarfjöllum, uppgjör á allskonar hlaupum og margt fleira á boðstólum í þættinum í dag!
-
Laugavegurinn á risastóran sess í hlaupasumri flestra utanvegahlaupara. Það verður að vera sér þáttur til að gera upp þetta stóra og mikla hlaup!
-
Laugavegurinn var þema þáttarins. Við fengum skýrslu frá Rögnu, viðtal við sjálfan Laugavegskónginn, Höskuld og svo var hlaupauppgjörið að sjálfsögðu á sínum stað. Þess má geta að næringarplönum okkar var lekið í beinni útsendingu svo nú getið þið öll étið þennan Laugaveg eins og úthvíld tröll!
- Vis mere