Afspillet
-
Patreon hlekkur: https://www.patreon.com/eiginkonur
Þórólfur Guðnason sóttvarnalæknir er i grunninn barnalæknir, smitsjúkdómalæknir og tók síðan doktorspróf í faraldsfræði og er búin að vera yfirlæknir bólusetninga á Íslandi síðan 2002. “Menn halda stundum að þetta sé bara ég og þríeykið að skrifa einhver minnisblöð og síðan förum við bara að chilla eitthvað..en það er sko alls ekki þannig” Þórólfur stendur svo sannarleg ekki einn í þessu öllu saman en ef það er einhver sem á skilið árspassa í Blue Lagoon spa að þá er það Þórólfur, en vinnudagurinn hans er frá 07:00 - miðnættis. Við ræddum leiðinleg komment á netinu þar sem fólk vill oft leyfa drullunni að gossa á kostnað Þórólfs, líkt og : “skíttu í þig Þórólfur” og “Lokið þennan glæpamann inni”. Þórólfur stendur sig eins og hetja þó álagið sé mikið og hefur hann sínar leiðir til að koma í veg fyrir að hann brenni út.
Þátturinn er í boði: The Body Shop - https://www.thebodyshop.is/is
-
Linzi er sálfræðingur sem sér einnig um svefnráðgjöf. Hún heldur uppi heimasíðunni svefnro.is þar sem hún veitir einstaklingsmiðaða svefnráðgjöf fyrir börn frá 0-6 ára. Einnig er hún með @svefnro á instagram þar sem hún miðlar ýmsum fróðleik. Hún talar um greinina sem hún skrifaði um svefn fjölbura og einning tölum við um ýmislegt sem tengist svefni ungabarna yfir höfuð.
-
Drífa Hrund á 4 börn. 15 og 17 ára stelpur og 10 mánaða tvíbura. Hún segir okkur frá meðgöngu og fæðingu og talar um muninn á að eignast barn 21 árs og 38 ára.
-
Þegar hjónin Helga og Bergur kynntust áttuðu þau sig á því að þau ættu margt sameiginlegt. Eitt af því var að þau eiga bæði tvíbura. Þau segja okkur frá því hvernig er að vera tvíburaforeldri með líkamlega fötlun og einnig kemur Helga með mörg góð ráð.
-
Katrín Björk er fyrrverandi formaður Tilveru - sem eru samtök um ófrjósemi. Katrín og eiginmaður hennar, Eyþór Máni eru þríbura- og tvíburaforeldrar. Hjónin hafa gengið í gegnum ófá áföllin eins og ófrjósemi, barnsmissi á meðgöngu, brjóstakrabbamein og mótorhjólaslys. Katrín studdist við möntruna „Ég tek því sem höndum ber” til að hjálpa sér í gegnum erfiða tíma. Þau hjónin eru sannkallað ofurfólk!
-
"Dagáll læknanemans" er hlaðvarp fyrir læknanema og annað áhugasamt fólk um hvaðeina sem viðkemur klínik og læknisfræði. Stjórnendur eru Sólveig Bjarnadóttir og Teitur Ari Theodórsson. Magnús Karl Magnússon prófessor í lyfjafræði og sérfræðingur í blóðlækningum fjallar í þessum þætti um klínískar lyfjaprófanir. Í þættinum er ferill COVID bóluefna rakin frá tilraunastofunni að upphandleggjum landsmanna. Hvenær telst efni nógu öruggt til þess að hefja klínískar lyfjatilraunir í mönnum? Eru niðurstöður klínískra lyfjatilrauna yfirfæranlegar á viðkvæma hópa sem ekki tóku þátt í rannsókninni? Eru hægt að bera saman árangur bóluefna á milli rannsókna? Að lokum reiðir Magnús Karl fram glænýja tilgátu um tilurð blóðtappa af völdum adenóferjubóluefna, svo sem Janssen og Astra Zeneca. Allt þetta og meira til í þætti dagsins.
Dagáll læknanemans er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Þættirnir eru aðgengilegir á helstu samfélagsmiðlum Landspítala og einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict.
(Tónlist: "Garden Party" með Mezzoforte. Notað með leyfi frá hljómsveitinni.)
SIMPLECAST:https://landspitalihladvarp.simplecast.com/episodes/dagall-18
-
Viðtal við Hans Tómas Björnsson, yfirlækni erfða- og sameindalæknisfræðideildar. Í þessu fyrsta hlaðvarpi Landspítala ræða þeir Ólafur Baldursson framkvæmdastjóri lækninga og Stefán Hrafn Hagalín deildarstjóri samskiptadeildar við Hans Tómas. Spjallað er í klukkustund um nám hans og störf, ásamt því sem Hans Tómas segir frá þróun greinarinnar og framtíðarsýn. Upptöku annaðist Ásvaldur Kristjánsson kvikmyndagerðarmaður hjá samskiptadeild.
-
Dr. Helga Sif Friðjónsdóttir er gestur Mörtu Jóns Hjördísardóttur í þáttsyrpunni "Brautryðjendur í hjúkrun" að þessu sinni. Helga Sif er geðhjúkrunarfræðingur og deildarstjóri hjá Landspítala. Hún var meðal þeirra fjórtán Íslendinga, sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu á nýársdag. Helga Sif hlaut riddarakross fyrir brautryðjandastörf á vettvangi skaðaminnkunar fyrir fíkniefnaneytendur og aðra jaðarsetta hópa. Helga Sif hefur sérfræðingsleyfi í geðhjúkrun með áherslu á fíknisjúkdóma. Hún hefur frá árinu 2009 verið faglegur bakhjarl Frú Ragnheiðar, skaðaminnkunarverkefnis Rauða Kross höfuðborgarsvæðisins, í sjálfboðavinnu.
"Brautryðjendur í hjúkrun" er sjálfstæð þáttasyrpa innan Hlaðvarps Landspítala. Stjórnandi syrpunnar er hjúkrunarfræðingurinn Marta Jóns Hjördísardóttir, sem starfar í dag annars vegar á hjartagátt og hins vegar í starfsmannahjúkrun hjá skrifstofu mannauðsmála. Marta var áður formaður hjúkrunarráðs Landspítala.
Hlaðvarp Landspítala er aðgengilegt á vef spítalans og helstu samfélagsmiðlum, en einnig í streymisveitunum Spotify og Apple iTunes, ásamt hlaðvarpsveitum á borð við Simplecast, Pocket Casts og Podcast Addict. Stjórnandi hlaðvarps Landspítala er Stefán Hrafn Hagalín, en stjórnandi upptöku er Ásvaldur Kristjánsson. Báðir starfa hjá samskiptadeild Landspítala.
SIMPLECAST
https://landspitalihladvarp.simplecast.fm/braut-04Helga Sif var hjúkrunardeildarstjóri fíknigeðdeildar geðsviðs frá 2011 til 2016 og hefur nú verið deildarstjóri göngudeildar geðþjónustu Landspítala nú um tæplega fjögurra ára skeið. Hún lauk BSc.-gráðu í hjúkrunarfræði frá Háskólanum á Akureyri 1999. Hún lauk meistaragráðu í geðhjúkrun við hjúkrunarfræðiskóla Washington University árið 2004 og hlaut doktorsgráðu í hjúkrunarfræði við sama skóla árið 2007. Helga lauk til viðbótar meistaranámi í verkefnastjórnun frá Háskólanum í Reykjavík árið 2017.
Hún hefur tekið virkan þátt í fræðslu og þjálfun starfsfólks vítt og breytt á Landspítala og meðal annars haldið erindi um hjúkrun einstaklinga með fíknivanda, skaðaminnkun, áhugahvetjandi samtöl, samskipti og breytingarstjórnun með meiru. Helga Sif var lektor við hjúkunarfræðideild HÍ árin 2007-2011 og hefur verið klínískur lektor við sömu deild samhliða deildarstjórarstarfi sínu. Hún er einnig stundakennari við læknadeild Háskóla Íslands og á heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri.