Lyt senere

  • Það hlaut að koma að því að undirritaður þyrfti að taka þátt í sóttkví gleði allra landsmanna og er þáttur dagsins litaður af því og var tekinn upp strangheiðarlega heima í stofu ásamt einu manneskjunni sem ég má vera nálægt þessa dagana sem er að sjálfsögðu minn betri helmingur. Við Sara tókum lauflétt spjall með gott möns á kantinum og stikluðum á stóru um okkar sambandstíð og fórum til dæmis yfir það hvernig það er að koma inn í samband þar sem börn eru í spilinu.
    Síðar í þættinum átti ég síðan gott zoom- spjall við leikkonuna Júlíönu Söru Gunnarsdóttur sem hefur gert garðinn frægan til dæmis í sjónvarpsþættinum vinsæla Venjulegt Fólk og hennar betri helming, Andra Jóhannesson þyrluflugmann hjá Landhelgisgæslunni og hljóðmann með meiru. Júlíana og Andri gripu símann á lofti sólbrún og sælleg nýlent frá Tenerife þar sem þau hafa verið að njóta undanfarna viku.
    Þess má til gamans má geta að Júlíana er barnsmóðir mín og munum við vinna að því sameiginlega markmiði næstu árin að skila þessum litlu einstaklingum okkar ágætlega heilsteyptum út í lífið.
    Í þættinum fórum við meðal annars yfir hvernig það er að ala upp börn á tveimur heimilum, ásamt því að ég fékk að skyggnast inn í líf þeirra beggja og sögðu þau mér aðeins frá því hvað þau eru að sýsla þessa dagana.

    Þátturinn er í boði:

    Blush.is - https://blush.is/

    Spaðinn - https://spadinn.is/

    Ajax

    Instagram:
    https://www.instagram.com/betrihelmingurinn_/

  • Það er óhætt að segja að Hermann Hreiðarsson sé sannkölluð fótbolta goðsögn en hann spilaði með íslenska karlalandsliðinu í fótbolta í 15 ár frá árunum 1996- 2011 og hefur hann spilað flesta leiki í ensku úrvalsdeildinni af öllum Íslendingum þar sem hann gerði garðinn frægann meðal annars í Crystal Palace, Charlton og Portsmouth.
    Undanfarin ár hefur hann snúið sér að þjálfun og er hann um þessar mundir að undirbúa flutninga til Vestmannaeyja ásamt fjölskyldu sinni þar sem hann hefur tekið við liði ÍBV. Hermann kynntist sínum betri helmingi, Alexöndru Fanneyju Jóhannsdóttur snemma árs 2017 en hún var þá flugfreyja hjá Icelandair.
    Þetta var virkilega skemmtilegt spjall og er greinilegt að þeirra samband hefur verið fullt af ævintýrum, ferðalögum og skemmtilegum uppákomum eins og heyra má í viðtalinu og eiga þau í dag saman tvo stráka en fyrir átti Alexandra einn son og Hermann tvær dætur.
    Í þættinum fórum við um víðan völl og ræddum meðal annars upphaf þeirra sambands og að Alexandra hafi í raun haldið að það væri verið að gera símaat í sér þegar Hermann hringdi í hana í fyrsta skipti til þess að bjóða henni út, matarástina og keppnisskap þeirra beggja, atvinnumennskuna og tímann í ensku úrvalsdeildinni, mómentið þegar Hermann hélt að Alexöndru hefði verið rænt, matareitrun á bifvélaverkstæði í Queens, flutningana til Vestmannaeyja og margt fleira en þátturinn er stútfullur af geggjuðum sögum úr þeirra sambandstíð. Njótið vel!

    Aha.is - https://aha.is

    Blush.is - https://blush.is/

    Bagel 'n' Co - https://https://www.bagelnco.is/

    Ajax

  • Þorbjörg Marínósdóttir eða Tobba Marínós, eins og hún er gjarnan kölluð, kom í skemmtilegt spjall ásamt eiginmanni sínum Karli Sigurðssyni.
    Tobba er með eindæmum fjölhæf en hún hefur í gegnum tíðina verið áberandi á hinum ýmsu sviðum svo sem í fjölmiðlum, sem rithöfundur og undanfarið hefur hún látið til sín taka í matvælabransanum en árið 2019 hóf hún framleiðslu á handgerðu granóla sem hefur slegið rækilega í gegn.
    Kalli, eiginmaður Tobbu, er ekki síður afkastamikill en hann ætti að vera mörgum kunnugur sem einn af stofnendum og er meðlimur hljómsveitarinnar Baggalútar sem hefur skipað sér stóran sess í huga og hjörtum landsmanna.
    Tobba og Kalli hafa verið saman í rúm 11 ár og giftu þau sig með pompi og prakt á Ítalíu árið 2019. Í þættinum fáum við að heyra söguna bak við það hvernig Tobba og Kalli felldu hugi saman hér um árið, við fórum yfir Baggalútar ævintýrið sem hófst hjá nokkrum vinum úr MH, ritstjóraferil Tobbu á dv og margt fleira ásamt því að fá góðar sögur úr þeirra sambandstíð beint í æð.

    Þátturinn er í boði:

    Blush.is - https://blush.is/

    Ajax - https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax

    Spaðinn - https://spadinn.is/

  • Loga Bergmann og Svanhildi Hólm kannast örugglega flestir við af skjánum og hafa þau bæði gert mikið af áhugaverðum hlutum í gegnum tíðina. Fyrir utan það þá hafa þau verið gift í sextán ár og eiga samtals sjö börn, hvorki meira né minna.
    Logi og Svanhildur eru ótrúlega skemmtileg og samstillt hjón sem finnst t.a.m fátt skemmtilegra en að vera í félagsskap hvors annars og hafa bæði mikið dálæti á köttum.
    Þau hafa mikinn húmor fyrir sjálfum sér og sjá ekki tilganginn í því að stressa sig á hlutum sem skipta ekki máli, sem er eflaust eitthvað sem margir geta tekið sér til fyrirmyndar.
    Frábært spjall!

  • Tinna Björk Kristinsdóttir og Ingólfur Grétarsson eru líklega með fyndnari pörum landsins. Þau eiga það sameiginlegt að hafa skotist hratt upp á stjörnuhimininn á samfélagsmiðlum fyrir nokkrum árum, einfaldlega með því að vera fyndin og sniðug með húmorinn að vopni. Síðan þá hafa þau vaxið gríðarlega á þeim vettvangi, þau hafa tekið þátt í hinum ýmsu verkefnum og halda í dag úti einu vinsælasta hlaðvarpi landsins undanfarinna ára “Þarf alltaf að vera grín?”.
    Það var ótrúlega gaman að setjast niður með þeim og fara yfir söguna þeirra, heyra hvernig þetta allt saman byrjaði og skyggnast aðeins bakvið tjöldin hjá þessum miklu meisturum. Í þættinum ræddum við ástina, húmorinn, stjúpforeldrahlutverkið og lífið almennt og fylgdu með margar einstaklega góðar sögur sem voru hver annarri kostuglegri. Njótið vel!

    Þátturinn er í boði:

    Blush.is - https://blush.is/

    Ajax - https://verslun.ojk.is/#stockitems/src:ajax

    Spaðinn - https://spadinn.is/

  • Áskriftarleið fyrir viðtalið í heild sinni: https://www.patreon.com/einpaeling

    Kristín Sif er útvarpskona á K100, hnefaleikakona, Crossfit þjálfari og margt fleira. Kristín hefur gengið í gegnum margt á sinni lífsleið og í þessu hlaðvarpi fjallar hún um það hvernig best sé að takast á við áföll og hvernig hægt sé að nýta þau í að vera þakklátur með það sem maður hefur. Þórarinn og Kristín ræða sjálfsvorkunn, hvort að kurteisi sé verðmætari en hreinskilni, míkrónarratív, uppeldi, mistök og #MeToo og hvort að hægt sé að gera kröfur á einstaklinga til þess að takast á við eigin vandamál.

    Áskriftarleið fyrir viðtalið í heild sinni: https://www.patreon.com/einpaeling

  • Leikarinn sem er búsettur í 101 og elskar latte en vill helst verða bóndi. Hilmir Snær er einn af okkar ástsælustu og ræðir hér Fóstbræður og grínið, hestamennskuna, sjómennskuna, flogaveikina og að verða of meðvitaður um sjálfan sig á sviði.

  • “Ég get tekið undir það ég er alveg grjótharður gamli skólinn.”

    Willum Þór ræsti skólagönguna 5 ára gamall, lék með yngri landsliðum í körfubolta, fótbolta og handbolta ásamt því að leika fyrir meistaraflokk KR í öllum þremur greinunum á sama tíma.

    Kennari, þjálfari og alþingismaður af gamla skólanum sem hefur aldrei felt niður kennslu, tekið sér veikindadag frá vinnu og er með 99% mætingu á þingið.

    Samnefnarinn í íþróttum, kennslu og pólitík krufinn til mergjar og heimspekilegar pælingar frá hægum manni, að eigin sögn, sem getur þó séð rautt og gengst þá við viðurnefninu Tryllum, að annarra sögn.

  • Fyrir um 10 árum skrifaði Jóhann Hauksson blaðamaður bókina Þræðir valdsins. Bókin vakti mikla athygli og fjallar um tengsl viðskipta og stjórnmála á Íslandi; aðstöðubrask, klíkuskap og frændhygli. Þórarinn ræðir við höfundinn um Þræði valdsins í sögulegu samhengi. Telur Jóhann að hlutirnir hafi breyst á þeim 10 árum sem liðin eru frá útgáfu bókarinnar?

  • Jón Ívar er prófessor við læknadeild Harvard Háskóla í Boston. Þórarinn ræðir við hann um hvaða afleiðingar harðar aðgerðir hafa haft í faraldrinum, vísindalegan sannleika, skuggabann samfélagsmiðla, sænsku leiðina, umfjöllun kveiks um bólusetningar, hræðsluáróður og tjáningarfrelsi.

  • S01E80

    – Hinrik Þór er alls ekki venjulegur maður. Hann á stórfurðulega ævi að baki og lifir í dag lífi sem myndi sjálfsagt ekki henta öllum. Hann hefur aldrei haft skýra stefnu en þó hefur hann verið viss í sinni sök og vitað hvar áhuginn liggur. Neysla og óregla kom þó í veg fyrir að hann næði takmörkum sínum, ástand sem knúið var af kvíða og rótleysi. Hann var mjög týndur um tíma og lét sig hverfa til útlanda. Á þessum 40 árum hefur hann unnið afar mikið en stundum afar lítið, eignast tvö börn, annað á fremur hefðbundinn máta en hitt við ólíklegri aðstæður. Hann hefur komið reglu á líf sitt og horfir mjög gagnrýnið yfir fortíðina með húmor og hreinskilni að vopni. Það er nákvæmlega enginn eins og Hinrik og hann er næstum óraunverulega skemmtilegur.Gott spjall. Og langt.

    – Síminn Pay býður upp á STVF.Tjúllað tilboð hjá The Skyr Factory, Höfðatorgi og Katrínartúni. Allar skálar og boozt á 1.000 kr í Pay appinu! Tilboðið gildir frá þriðjudegi til þriðjudags og aðeins þegar þú pantar og greiðir í gegnum Síminn Pay appið. – Omnom býður upp á STVF. Vetrarlína Omnom sækir, líkt og fyrri ár, innblástur sinn í íslenskar jólahefðir sem ylja landsmönnum um hjartarætur með minningum liðinna jóla. Dark Nibs + Raspberries, Milk + Cookies & Spiced White + Caramel. – Bónus býður upp á STVF. Nýr grís og lengri opnunartími. Ég vann einu sinni í Bónus. Það var í kringum aldamótin og síðan hefur auðvitað margt breyst. Sumt breytist samt ekki því Bónus selur þér ennþá nauðsynlegar vörur á dísent verði. – Hljóðkirkjan býður upp á 5 þætti í viku. Dómsdagur á mánudögum, Draugar fortíðar á miðvikudögum, Snæbjörn talar við fólk á fimmtudögum, Besta platan á föstudögum og Listamenn á laugardögum.