Afspillet
-
Helgi Rúnar Óskarsson fór víða áður en hann tók við einu elsta og verðmætasta vörumerki Íslands og gjörbreytti rekstri þess.
Eftir menntaskóla fékk hann draumastarfið á Bylgjunni sem útvarpsmaður og sá meðal annars um fyrsta vinsældarlista Bylgjunnar. Hann vissi samt að hann vildi fara út í sinn eigin rekstur og eftir nám í Bandaríkjunum opnar hann Subway í Danmörku, aðeins 28 ára gamall. Reksturinn var Helga vonbrigði en hann tekur við Dale Carnegie á Íslandi í kjölfarið og notar aðferðafræðina sem þar er kennd til að loka á efasemdirnar um sjálfan sig og byggja upp sjálfstraust aftur. Hann og konan hans selja svo heimilið sitt til að fjármagna kaupin á 66° Norður og Helgi tekur við sem forstjóri fyrirtækisins árið 2011, en frá 2011 til 2018 tvöfölduðust tekjur 66° Norður.
Helgi er með ótrúlegan drifkraft, en hann setti sér til dæmis markmið aðeins 25 ára gamall að hann ætlaði sér að verða 100 ára gamall (sem þótti ekki algengt á níunda áratugnum) og er með líftstíðarsamning við sjálfan sig um að hreyfa sig alltaf, sama hversu brjálað er að gera. Hann er vel að sér í fræðum tengdum hreyfingu, heilsu, uppeldi, rekstri og les sér til um allt það sem kveikir áhuga hans. Einstaklega hvetjandi spjall fyrir alla þá sem vilja skora á sjálfa sig og ná árangri.
-
Í þætti dagsins byrjar Hjálmar á erfiðum valkostum - en hann nær sér aftur á strik - og setur út vafasamar fullyrðingar sem tengjast Vesturbænum. Og svo kemur í ljós í lok þáttar að það er í lagi að láta sér leiðast.
Takk fyrir að hlusta - Munið að subscribe-a.
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Helgi fór í saklausa ferð niður Stuðlagil á einhyrningi og setti á Instagram. Í þættinum ræddum við allt saman sem gerðist í kjölfarið. Þetta er viðhafnarþáttur þar sem engu er sleppt!
IG: helgijean & hjalmar
Takk fyrir að hlusta & Munið að subscribe-a. -
Ekki missa af afmælissýningu Hæ hæ 25. júní! Sjá hér: https://tix.is/is/event/10159/h-h-afm-li-live-show-og-skemmtikvold-/
Jóhannes Ásbjörnsson skemmtilegasti veitingamaður landsins mætti til okkar. Hann sagði okkur sögur frá fyrstu skrefunum í sjónvarpinu og 70 mínútum - sameiningunni við Foodco - uppeldinu á börnunum sínum - og erfiðri reynslu sem var að missa tengdamóður sína í miðjum Covid-faraldrinum. Einstakur drengur hann Jói okkar!
Takk fyrir að hlusta - og munið að subscribe-a!
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Til okkar mætti drottning samfélagsmiðla Manuela Ósk Harðardóttir - og opnaði sig um lífið, Instagram og hefndina sem var gjörsamlega geggjuð!
IG: helgijean & hjalmarorn110 -
Ekki missa af HÆ hæ - Liveshow - í Gamla Bíó - 27. febrúar - Miðar á Tix.
Svo er retreat í Úthlíð 28. febrúar - Þú finnur viðburðinn "Lifðu í hjartanu" á Facebook. Sendu póst á [email protected] til að skrá þig.
Svona er dagskrá þáttarins:
- Kynning: Hjálmar ætlar í megrun.
- Pub-Quiz: Höfuðborgir heimsins
- Topp 5: Ástarsorgir
- Með og á móti: Barnaafmæli.
- Leikþáttur: Podcastið Saumó Linda
Takk fyrir að hlusta!
IG: hjalmarorn110 & helgijean -
*ATH: HÆ hæ - pubquiz í Keiluhöllinni fimmtudaginn 19. september kl. 21:00.*
Kynning: Helgi fór til Krítar - og þar lærði hann ýmislegt nýtt um lífið.
Pub-quiz: Helgi ætlar að gata Hjálmar en ruglar saman nafninu á "sólkerfi" og "stjörnuþoku."
Topp 5 að það er gott að eiga vinkonu.
Með og á móti: Á maður að halla sætinu sínu aftur í flugvélum?
Leikþáttur: Marinó frá Reyðarfirði hringir í FM957 og á að giska á hljóðið.
Takk fyrir að hlusta! -
Við spurðum hlustendur um það besta í Hæ hæ - Ævintýr 2019 - og þetta er niðurstaðan!
Takk svo mikið fyrir að hlusta á árinu! Þið hlustendur - gerið okkur þetta mögulegt!
Endilega kíkið á Bara það besta 2020 - þar sem Hæ hæ stýra geggjuðum viðburði:
Sjá nánar hér: https://www.harpa.is/dagskra/vidburdur/bara-thad-besta-2020/
IG: hjalmarorn110 & helgijean
FB: Hæ hæ - Ævintýri Helga og Hjálmars. -
Gestur þáttarins er Eva Laufey Kjaran og þetta var eitt geggjað spjall! Við fórum yfir alla söguna frá æskunni sem hún lifði víða um heim, furðulegt samband við gluggapósta, uppskriftirnar, sjónvarpsmennskuna, vinabeiðnina til Bó Hall - og einlæg opnun um föðurmissinn.
Takk fyrir að hlusta! -
Í þessum þætti af HÆ hæ verður þetta til umfjöllunar:
- Umræða um typpastærðir er kláruð - og Hjálmar tekinn í gegn að vanda.
- Topp 5: Hjálmar segir hvað er best við Helga.
- Með og á móti: Virkar fyrir pör að byrja saman aftur.
- Spuni: Maðurinn sem hvíslar. -
Hér er 24 þáttur af HÆ hæ!
Kynning: Getur 4 barna fjölskyldufaðir í Grafarvogi stundað morgunrútínuna hans Helga?
Pub-quiz: Hvað heitir Herra Hnetusmjör fullu nafni?
Með og á móti: Ef Hjálmar myndi hitta Scarlett Johanson - myndi hann vilja vera með 12 ára persónuleika - eða 12 ára typpi.
Topp 5: Hvað eru merkilegustu hlutir sem hafa gerst á Íslandi frá árinu 1995?
Leikþáttur: Andlegir Önglar ræða um það sem karlar eru feimnir að ræða um. -
Í þessum þætti af HÆ hæ:
Kynning: Hjálmar er aftur fact-checkaður af unnustu sinni - og verður vandræðalegur.
Pub-quiz: Hvaða þjóð hefur oftast unnið Eurovision? - Pub Quiz í Keiluhöll 28. nóvember kl. 21!
Með og á móti: Myndi Hjálmar vilja skeina Helga - eða fá Helga til að skeina sér?
Leikþáttur: Þátturinn Karlar í Krapinu tekur á málunum.
Takk fyrir að hlusta! -
Nýr þáttur hefur farið í gang hjá strákunum í: Hæ hæ!
Í hverri viku kemur út "Hæ hæ - Gestalæti" - þar sem valinn gestur er fengin í settið.
Í fyrsta gestaláta þáttinn kom jóga-gúrúinn Ágústa Kolbrún - og var spurð spjörunum úr.
Takk fyrir að hlusta! -
Hér er 8. þáttur af podcastinu HÆ hæ! - Ævintýri Hjálmars og Helga.
Efni þáttarins er:
Kynning: Hjálmar talar um fitness gúru sem fékk hjartaáfall. Helgi talar um Þjóðhátíð.
Með og á móti: Er sjálfsafgreiðsla í búðum málið - eða ekki?
Pub-quiz: Hver voru vinsælustu íslensku nöfnin árið 2018?
Topp 5: Helgi segir frá fimm kostum þess að fara til sálfræðings
Leikþáttur: Geirmundur Valtýr lendir í vandræðum í apóteki bæjarins.
Takk fyrir að hlusta. Munið að subscriba! -
Í þessum þætti er svofelld dagskrá:
Kynning: Helgi segir sögur úr sveitinni - Hjálmar frá Pisa.
Pub-quiz: Helgi kemur með spurningar úr sveitinni.
Topp 5: Leiðinlegustu hlutirnir til að gera.
Með og á móti: Deitreglan - Aldur deilt með 2 plús 7.
Leikþáttur: Andlegir önglar tala um kynlíf