Episodes
-
Þar sem íslenska snemmsumarsveðrið hefur ekki verið upp á marga fiska vilja Brestssystur senda hlustendum smá sumargjöf og sól frá Tossa de Mar á Spáni.
Þátturinn var tekinn upp í lok maí þegar Birna var sólkysst í Tossa en Bryndís að slást við trampólín í gulri viðvörun.
Ef þið hafið áhuga að koma með hópi af landsins skemmtilegustu ADHD konum til Tossa de Mar í september þar sem sólarslökun, góður matur, náttúrutöfrar og misgóð tímastjórnun verður í hávegum höfð finnið þið allar upplýsingar á vef Visitor.
Ath. lokað verður fyrir bókanir 26. júlí.
-----
Brestssystur eru framúrskarandi í tímastjórnun eins og flestu öðru tengdu skipulagsfærni, en hafa þó heyrt af fólki þarna úti sem er að glíma við ýmis vandamál tengd tímastjórnun og -blindu. Af einskærri góðmennsku tóku þær því klukkutíma til að kenna hlustendum á þeirra helstu tips and tricks til að halda heimilislífi gangandi.
Fyrir þau sem ekki vita að Birna og Bryndís eru lygasjúkar, þá var textinn hér að ofan eintóm lygi og fjallar þátturinn fyrst og fremst um vanhæfni þeirra á flestum sviðum.
Fyrir utan umræður tengdar tímastjórnun ræða vinkonurnar einnig fjölnotagildi íþróttatoppa, sangríusósaðar moskítóflugur og margt margt fleira.
-
Nú taka við breytingar hjá Brestssystrum þar sem Birna ætlar að flytja af landi brott. Í þættinum útskýra þær fjarveru síðustu vikna, (ó)skipulag næstu vikurnar, nokkur góð nenni mér ekki móment og hvort Brestur muni lifa fjarsambandið af.
Þú getur hlusta á þrjá þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkartil Tossa de Mar má finna áhttps://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi
-
Í þættinum fáum við allt það helsta af krísu Kensington kastala, en fréttaritari Brests var í Lundúnum á dögunum. Þá bar líka okkar helsta og besta RSD, Rejection sensitive dysphoria eða höfnunarnæmni á góma og ræddu Brestssystur orsök, afleiðingu og góð bjargráð því tengdu. Nenni mér ekki mómentin voru á sínum stað en að auki átti gamall og gleymdur þáttarliður einnig góða endurkomu; ADHD ráð vikunnar.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkartil Tossa de Mar má finna áhttps://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi
-
Mörg með ADHD glíma við misophonia. Ekki gátum við fundið íslenskt heiti yfir fyrirbærið en auðveldast er að lýsa því sem líkamlegu hljóðhatri.
Misophonia er kvilli sem lýsir sér þannig að ákveðin (oft endurtekin) hljóð kalla fram tilfinningaleg viðbrögð sem mörgum gæti þótt full yfirdrifin. Við sem þekkjum tilfinninguna vitum þó að það er einfaldlega taugakerfið sem hatar hljóðið og það er jú erfitt að deila við taugakerfið.
Í þætti vikunnar fara Birna og Bryndís yfir þó hljóð sem fá taugakerfi þeirra til að taka afturábak heljarstökk og hljóð sem láta sál þeirra syngja. Þær gleyma sér þó alveg nokkrum sinnum í gleðinni og fara að ræða málefni þessu al ótengd.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Upplýsingar um Brestur x Ofurkona í orlofi ferðina okkar til Tossa de Mar má finna á https://visitor.is/ferdir/brestur-x-ofurkona-i-orlofi
-
Þáttur vikunnar var óvenju mikið kaos, meira að segja á Brestsmælikvarða.
Birna og Bryndís ræddu mikilvægi þess að læra að hlusta á ADHD innsæið, viðburðamikla Brestsviku, dragdrottningar, dvínandi drykkjuþol og nærandi eða tæmandi vinabönd.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur -
Mörg upplifa ýkt ADHD einkenni eftir greiningu. Þó það sé einstaklega pirrandi þá getum við huggað okkur við þá staðreynd þetta er klínískt!
Í þætti vikunnar ræða Birna og Bryndís færnihvarf (e. skill regression) og hver birtingamynd þess hefur verið í þeirra lífi frá greiningu.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
-
Það flækist fyrir mörgum hvernig best sé að snúa sér þegar kemur að því að tala opinskátt um greiningu sína eða barna sinna. Er hægt að segja öllum frá ? Mun ADHD greining koma í veg fyrir ný atvinnutækifæri ? Er hægt að tala opinskátt um ADHD greiningu og allt sem því fylgir við ung börn ?
Í þætti vikunnar litu Birna og Bryndís yfir farinn veg og hvernig hugarfar þeirra gagnvart greiningunni hefur breyst eftir Brest. Þær ræddu það sem þær hefðu viljað gera öðruvísi, hversu miklu þær myndu deila ef þeim væri boðið í atvinnuviðtal í dag og hvernig þær tækla ADHD umræðuna við börnin sín.
Að sjálfsögðu var óþarflega mikið af nenni mér ekki mómentum og segir Bryndís m.a. frá því hvers vegna hún mun aldrei geta stigið fæti inn á Sbarro aftur.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur -
Skjáskotsárátta Brestssystra kom loksins að góðum notum. Birna og Bryndís rúlluðu í gegnum sniðugar ADHD staðreyndir og sögur í skjáskotum síðustu ára og úr því varð mjög svo kaótískt spjall.
Það voru líka óvenju mörg nenni mér ekki móment í liðinni vikunni svo það var mikilvægt að gera þeim góð skil.
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í :
Nína Akranesi
Garðashólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
-
Við sem erum að glíma við smávægilegan heilaskaða eigum það til að lamast þegar verkefnin verða of stór, of flókin, of tímafrek eða einfaldlega allt of leiðinleg.
Í þætti vikunnar ræða Brestssystur hvernig birtingamynd ADHD lömunar þeirra hefur breyst með komu snjallsíma og hvort þær hafi fundið bjargràð við þessum leiðinlega ADHD kvilla.
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í:
Garðashólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur -
Það má alltaf láta sig dreyma því draumar geta ræst!
Frá því að Brestssystur fengu Bjargeyju í viðtal síðastliðið vor hafa þær látið sig dreyma um paradísarheiminn í Tossa de Mar á Spáni. Nú ætla þær að leggja land undir fót með verðandi en skemmtilegustu ADHD vinkonum sínum!
Brestur x Ofurkona í orlofi kynnir:
Sjö daga ferð fulla af brestum til Tossa de Mar á Spáni 16.-23. september 2024 í samstarfi við VISITOR ferðaskrifstofu.
Taugakerfið fær langþráða hvíld, sólin mun gefa og grímur fá að falla. Birna Sif, Dísa og Bjargey munu dansa með ykkur inn í sólsetrið því frelsið er yndislegt þegar við leyfum okkur að sjá fegurðina öllum brestunum.
Allar frekari upplýsingar má finna inni á heimasíðu Visitor
-
Þessi þáttur er tileinkaður þeim sem vilja vita hvernig best sé að næra ADHD heilann. Líkurnar á að farið verði eftir ráðleggingum eru engar, en það er jú aukaatriði.Þáttur vikunnar byrjar á heilsu(leysis)horni Birnu því hún fékk nýlega sjúkdómsgreiningar sem útskýra hina ýmsu heilsubresti sem hafa hrjáð hana síðustu ár. Þar sem margir kvillar tengjast beint eða óbeint ADHD heilanum fannst okkur tilvalið að deila með hlustendum sem gætu verið að glíma við sömu einkenni.Birna og Bryndís fara síðan yfir í næringarspjall, bera saman bækur um það sem þær hafa prófað til að vinna á leiðinlegum ADHD einkennum og hvernig það hefur virkað fyrir þær. Þær fóru einnig í rannsóknarleiðangur til að finna góð ráð frá næringarfræðingum og öðrum sérfræðingum, settu sér markmið sem þær voru búnar að gleyma að tökum loknum og ekki má gleyma nenni mér ekki mómentum vikunnar.Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í :Garðashólmi HúsavíkPaloma GrindavíkSiglósport SiglufirðiGallerí Ozone SelfossiNína AkranesiÞú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
-
Erum við félagsleg kamelljón vegna grímuofnotkunnar eða liggur meira þar að baki?
Í þætti vikunnar dæsa Brestssystur sig í gegnum skömmina við að hafa klúðrað áskriftarviðtali, ræða flutninga til suðrænna landa og máta sig við litaflóru félagslega kamelljónsins.
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í:Garðashólmi HúsavíkPaloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína AkranesiÞú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
-
Hlustendur geta andað rólega, Birna er ekki búin að skipuleggja fyrstu samkomu sértrúarsöfnuð síns. Brestssystur fengu einfaldlega frábæra hugmynd frá hlustenda eftir síðasta þátt og úr því varð þáttur um ADHD athafnir eða seremóníur.
Birna og Bryndís neyddust til að horfast í augu við þá staðreynd að þær eru sekar um óþarflega margar ADHD seremóníur. Einnig tóku þær smá internet snúning og komust þar að margvíslegum ástæðum fyrir þessari stórfurðulegu hegðun og hvernig þær geta einnig tengst öðrum taugaþroskaröskunum.
Nenni mér ekki móment vikunnar eru einnig snúin aftur eftir smá fjarveru og allskonar galsi og látalæti!
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle kósýgallar Brestssystra eru meðal annars til í :
Garðashólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
-
Við erum komnar aftur eftir dásamlegt jólafrí og því var innilega fagnað með því að ræða svefnmynstur einstaklinga með ADHD.
Í þætti vikunnar ræðum við hina ýmsu svefnkvilla sem geta fylgt ADHD, Dísa skammar Birnu í 70000 skiptið fyrir almennt svefnleysi og Birna gerir grín að svefnsýki Dísu í fyrsta og síðasta skiptið.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Garðarshólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
-
Hlustendur fá hér einstakt tækifæri til að hlusta á jólaþáttinn Brussast um jólin sem var í beinni útsendingu á Útvarpi Akraness 2. desember 2023.
Í þættinum fá hlustendur að kíkja inn í jólaundirbúning kvenna með skerta stýrifærni, takmarkað skammtímaminni og frammúrskarandi lélega tímastjórnun. Umsjón: Brestssystur.
Lög þáttarins hafa verið klippt út en fyrir þau sem vilja viðhalda góðum jólaanda má finna hlekki á lögin í þeirri röð sem þau voru spiluð hér:
Patr!k - Prettyboi um jólin
The Smiths - Panic
Áslaug Fjóla - Litla jólatré
Rammstein – Sonne
Boney M – Mary‘s Boy Child
The Pogues – Fairytale of New York
-
Brot úr áskriftarviðtali við Kristínu Bragadóttur sálfræðing og uppgjörsþætti mánaðarins.
Kristín er sálfræðingur með yfir 20 ára reynslu. Hún sérhæfir sig í áfallameðferðum og er í dag sjálfstætt starfandi hjá Hugarsetri, en hún er einnig menntaður grunnskólakennari, hefur starfað sem skólasálfræðingur og á geðdeild í Noregi. Hún er með ADHD sem og allir hennar afkomendur, þar á meðal dóttir hennar Birna. Í þættinum ræðir Kristín um algengar birtingamyndir hjá konum sem greinast með ADHD á fullorðinsaldri, ferlið að læra að greina eigin tilfinningar og hvað hún lærði sjálf á því þegar dóttir hennar fékk ADHD greiningu.
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur -
Eins og fram hefur komið þá þjást Brestssystur af krónískum dópamínþorsta. Til að svala þeim þorsta (mjög tímabundið samt) fóru þær í leiðangur um internetið í leit að svörum við því hvað dópamín gerir fyrir almenna líkamsstarfsemi. Einnig fara þær yfir mislukkuleg nenni þér ekki móment og allskyns mál sem koma ADHD ekki neitt við.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Garðarshólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
-
Þrjár konur með mismikið ADHD lögðu land undir fót til að koma saman, forðast jólastress og gera allt annað en skipuleggja jólahald.
Þurfa jólin að vera stress? Þarf að halda í jólahefðir? Má vera á náttfötunum? Þarf að vera sykur?
Brestssystur fá dygga hjálp frá jólahúsmóðurinni Bjargeyju við að svara þessu og öllu öðru í Bresti vikunnar.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Garðarshólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
-
Í þætti vikunnar spjalla Birna og Bryndís við Kristínu sem heldur úti reikningnum lífið og líðan á Instagram. Þær tala um ADHD greiningu Kristínar, þær greiningar sem hún fékk í kjölfarið og um endurhæfingarferlið.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Garðarshólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
-
Hvað gerist þegar barn fær 20.000 fleiri neikvæðar athugasemdir en jákvæðar fyrir 10 ára aldur? Hvað veldur því að við erum kröfuharðari við okkur sjálfar en okkar bestu vinkonur? Er aukið dópamín lausn á öllum okkar vandamálum? Brestssystur ræða það og fleira tengt ADHD og sjálfstrausti í þætti vikunnar.
---
Þáttur vikunnar er í boði Fulfil, VITHIT og My Essential Wardrobe.
Elle gallann frá MEW má m.a. finna í:
Garðarshólmi Húsavík
Paloma Grindavík
Siglósport Siglufirði
Gallerí Ozone Selfossi
Nína Akranesi
Þú getur hlusta á þrjá auka þætti af Bresti í mánuði og fengið aðgang að ADHD samfélaginu okkar (ó)Skipulag með því að skrá þig í áskrift á www.patreon.com/brestur
Brestssystur mæla með Loop eyrnatöppum fyrir öll þau sem vilja hlúa að eyrum og geðheilsu með dempuðu hljóðáreiti. Hlustendum býðst 10% afsláttur með kóðanum BRESTUR-AFG6H5, sé verslað í gegnum meðfylgjandi hlekk.
Samfélagsmiðlar hlaðvarpsins:
Brestur á Instagram
Spjallið umræðuhópur
Brestur á Facebook
- Show more